Vísir - 14.10.1938, Blaðsíða 8

Vísir - 14.10.1938, Blaðsíða 8
Valur—Víkíngur* Fram«-K. R. s Ví SIR Föstudaginn 14. október 1938. Jóhannes S. Kjarval: Haust á Austfjörðum i4 alvíddar barmi hyldjúpsins hjarta er hugurinn bundinn í augans myndum íjallahringsins tvöfalda tal togar skynsemd að upphafs lindum, Ihnjúkurinn sína fegurð ei fal, sem firðinum lyfti á eigin síns tindum. Aðdáun fædd við blikið bjarta, íblindar þá vissu í hugans rann, aem sjóninni skapast í sérhvern mann. Sem ryðgað sverð út í himinsins heim «inn heljarfjallgarður — speglun því veldur, xoðinn af kvöldsól og gulli í geim, livert grjótkorn er bjart, hver litur er seldur. I>að lagar af tvíeggjum lifrautt blóð. það er lyng og mosi og haustsins eldur; grasið .fölnar í frostsins glóð, hið fegursta sumar takmark sitt geldur. Svo skörðótt af tindum, en tún við sæ svo töfrandi grænt við f jöruborð logar, <en mannabústaðir reistir með rækt rétt eins og eitthvað sem athygli togar. 'ítaskar þó ei þeirri miklu mynd, sem mótast svo sterkt að neðan og ofan af því himinblámans heiðskíra lind er há og djúp, eins og sjónarstofan. 4)g hvað ert þú þá maður, þessi agnar ögn við innsæis vík, með brjóst þitt við heiminn? svo hljóður og einn við rökkur rögn, sem reikar um veg svo aleinn og dreyminn. Hin volduga sjónkend þér rennur í raun, fhin ríkasta hrifning gefur sín laun. þó eftirtekt fengist á öngvu. Sá gefur og tekur sem alt þetta á, «inum er vegsemd nú og þá rar sagt fyrir langa löngu. Með sveitir að baki — en sjón við sjá /þín sál hefur blandast í víða geiminn; Ohver stund er runnin — hvert fótmál frá þú flytur í barm þér í lokaða seiminn. Hvort finnur þú nokkuð við lokaðan lás a lífi þín sjálfs, sem markað er bás? Þú flytur þinn hug yfir eiktanna ás Jneð öllu uni allan heiminn. Svo undur blítt ef ungt er þitt brjóst Jiin orðlausa hrifning í sakleysi'einu; með hamingju í fangi en lífið svo ljóst, «n lukkan öll ekki í sérstöku neinu. .I>ín náttúruhrifning er hvíld og hlíf sem lieillar þitt geð, og skap þitt bætir. Þreyttur maður með kurr og kíf, þú kant þá að gleðjast, þó þú ekki það gætir. Sú haustsins sjón inn í minni manns sinni mynd um augað líkamann fyllir, svo aldrei hann gleymir að inn til hans æskunnar vor og sumar hann hyllir. Sá er haustsins þáttur ein hrífandi mynd af himins og jarðar og veraldar mætti, svo aldregi tapist í veður og vind slíka viðhöfn að þekkja hverjum sem ætti. Á hengiflugi þinnar lukku og lífs þú lítur til baka um örskotsvegi. Þú kant ekki að dyljast í kröfu kífs, þín köllun er ung, þín ganga er tregi. Mannaforráð í brjósti þú ber, bókfell ritað af öðrum en þér. Skygnasl má hver eftir sjálfum sér við sjónbrú á láði og legi. JCapplidin á sannudag. Dómari Gunnar Akselsson. Ellert. Þorst. Öl. Björgólfur. Isebarn. Brandur. Jóhannes. Sig. Ól. Frímann. Grímar. Hermann. Magnús. fréttír •uojuy H Jngangts q anp[u.iBH •ssuof -g i[Q utAg.ipfH 'SKin>lS jnjB[Q 'nia "IsJOcl 'ssupf uupnQ uof -y tugpH ’^ÍS u9f Skipafregnir. . Gullfoss fer til útlanda í kvöid. Goðafoss kom til Hamborgar í morgun. Brúarfoss fór héðan í gær- kvöldi áleiðis til Réyðarfjarðar og útlanda. Dettifoss er á leið til Vest- mannaeyja frá Khöfn. Lagarfoss er á Akufeyri. Selfoss er í Rvík. Súðin var á Hólmavík kl. 4 siðdegis í gær. 75 ára verður í dag frú Þóra Nikulás- dóttir, Mýrargötu 9A. Háskólafyrirlestur fríherra von Schwerin, sem hald- inn verður í dag, fjallar um bygg- ing'arlist Forn-Grikkja. Fyrirlestur- inn verður haldinn í raiinsóknar- stofu Háskólans við Barónsstig, _en ekki i Háskólanum sjálfum. Fyrir- lesturinn hefst kl. 6.15, en ekki kl. C.30, eins og stóð i Morgunblað- inu. Yegna mikillar aðsóknar að Friedman-hljómleikunum, er fólk beðið að sækja pantaða að- göngumiða i Hljóðfærahúsið og Bókaversl. Sigf. Eymundssonar fyr- ir kl. 8 í kvöld. Athygli skal vakin á auglýsingu um þetta, sem birt er í blaðinu. fþróttaskólinn. Morgunleikfimin í Iþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar hefst kl. 8 i fyrramálið. Skriftarsýnishorn nemenda frú Guðrúnar Geirsdótt- ur eru sýnd þessa dagana í glugga Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. — Ætti menn að staðfiæmast við gluggann og líta á sýnishornin. Þau sýna ótrúlega íramför á skömmum tíma. Síldarsalan til Ameríku. Svar til Alþýðublaðsins og Tim- ans vegna síldarsölunnar í Ameríku kemur í blaðinu á morgun. Grænlandsleiðangur Finns Devold — sem menn voru farnir að óttast um og norska stjórnin hafði gert ráðstafanir til að farið yrði að leita —- kom til Dýrafjarð'ar kl. 19 í gærkvöldi. — Skip leiðangursmanna lagðist hjá Núpi og skipverjar komu þangað heim. Stóðu þeir við i tvær stund- ir og sendu mörg símskeyti til Nor- egs. Fóru þeir síðan til skips síns og lögðu af stað kl. 7 i morgun, norður fyrir land og heim á leið tii Noregs. Sögðust þeir myndu hraða ferð sinni, því að skip myndi vera lagt af stað til að leita þeirra. Leiðangursmenn sögðust haía ver- ið fastir í hafís við Grænland i 6 vikna tíma. Eigi að siður hefði þeim liðið vel. Veiddu þeir lax i kistur — 30—40 tunnur alls. Vistir höfðu þeir nægar. Voru að vísu sumar teg- undirnar farnar að ganga til þurð- ar, en ekki kváðust þeir hafa liðið neinn skort. •—- Á Núpi fengu þeir kaffi og jarðepli til fararinnar, en aðrar nauðsynjar kváðust þeir hafa. Háskólinn sigraði Mentaskóiann. Háskólinn og Mentaskólinn háðu hinn árlega knattspyrnukappleik sinn s.l. miðvikudag og sigraði Há- skólinn með 2 mörkum gegn engu. I hálfleik höfðu hvorugir skorað. Leiðrétting. Leiðinleg villa er í greinarkorn- inu um þýsku íþróttastúlkuna (eða manninn, réttara sagt) Dora Ratjen á íþróttasíðunni í dag. Er ]iar sagt að Dora Ratjen hafi sigrað á Ól- ympíuleikunum (í hástökki), en það er rangt. Aftur á móti sigraði hún á Evrópumeistaramótinu í Vin í haust, og setti þar heimsmet i há stökki. Það er peningurinn fyrir það afrek, sem tekinn hefir verið af henni. Ibolye Csák vann á Ól- ympíuleikunum og hún fær einnig þennan pening. Lítill vafi leikur á þvi að hún sé kvenmaður, því að hún er gift. Sjómannakveðja. FB. 14. okt. Komnir upp að Austurlandinu. Velliðan. Kærar lcveðjur. Skipverjar á Surprise. Næturlæknir. Kristján Grímsson, Hverfisg. 39, sími 2845. — Næturvörður í Ing- ólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Boðhlaupsdagur Vísis og í. R. R. Lesið íþróttasíðuna í dag. Reykjaborg býst á veiðar. Ljósalími bifreiða og annara ökutækja er frá í dag til 21. þ. m. frá kl. 5.40 að kveldi til kl. 6.50 að morgni. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.20 Hljómplötur: Nýtísku tónlist. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Um bindindismál (Kristinn Magn- ússon málarameistari). 20.40 Strok- kvartett útvarpsins leikur. 21.05 Hljómplötur: a) Píanólög. b) Har- móníkulög. KENNI íslensku, Dönsku, Ensku, Frönsku, Þýsku, les með nemöndum, tíminn 1.50, undirbý skólapróf. Páll Bjarn- arson, cand. philos. Skólastræti 1. (122 HÚSMÆÐUR. Saumanám- skeiðið byrjar 15. okt. — 38 saumatímar kosta 15 krónur. Sími 4940. Ingibjörg Sigurðar- dóttir, Læltjargötu 8. (650 öte,9íiu ^S&úUAfitt /tennir/frtð'nf/fs/örnMirris c/nffo/fss/rœh 77/vrdíatskl 6-8. OcCe^ut’, sillat7; lalcrtinqau. o HALLGRÍMUR JAKOBSSON, Lokastíg 18, Söngkensla, píanó og barmoniumkensla. Til við- tals 5—7. (1673 KENNI skák og skákmál. — Páll Bjarnarson cand. philos. Skólastræti 1. (121 HANNYRÐAKENSLA tvo tíma tvisvar i viku, mánudaga og fimtudaga. Nánari uppl. í síma 4860 fná 6—8. 686 SKRIFTARKENSLA. — Hóp - kensla. Einkatímar. Guðrún Geirsdóttir, sími 3680. (713 ÓDÝRIR tímar í ensku. — Uppl. i síma 2487. (696 HHCISNÆflll BARNLAUS lijón óska eftir 1—2 herbergjum og eldliúsi, má vera i kjallara. Fyrirfram- greiðsla. Uppl. á Laugavegi 46 A, uppi. (690 GOTT herbergi til leigu Bankastræti 6, efstu hæð. Uppl. eftir kl. 6. (72ý NÁMSSTÚLKA óskar eftir litlu herbergi nálægt mótum Barónsstígs og Hverfisgötu. — Uppl. í síma 2674 til 8 á kvöldin. (724 STOFA og eldunarpláss eða 1 stofa óskast strax sem næst miðbænum. Uppl. í síma 1347, eftir kl. 6. (725 FORSTOFUSTOFA til leigu Bergþóriigötu 11, eftir kl. 6. — (729 2 HERBERGI og eldbús í góðu liúsi eða 1 stór stofa og eldlnis óskast strax. 4 i heimili. Fyri rfra ragreiðsla fyrir nokkra mánuði. Tilboð sendist til afgr. Visis merkt: „Góð umgengni,,. (732 r/E©s TlLKYM/NGm FREYJUFUDUR í kvöld Id. 8 e. li. — Stúkan „Leiðarstjarn- an“ í Keflavík lieimsækir. — Til skemtunar verður: Upp- lestur. Einsöngur (Einar Markan) o. fl. — Fjölmennið og mætið stundvíslega. — Æðstitemplar. (694 STÚKAN ÍÞAKA biður félaga sina og aðra velunnara bind- indismálsins að muna eftir hlutaveltunni n. k. sunnudag. Munum má lcoma í Varðarhús- ið á morgun ld. 4—7 síðdegis og eftir ld. 10 á sunnudagsmorgun. Einnig má tilkynna þá í síma 2840. ' (730 STÚLIÍA, þrifin og hraust, óskast í vist, rétt fyrir utan bæ- inn. Uppl. i síma 3883. (670 200 STÚLKUR eldri og yngri geta fengið atvinnu nú þegar við liússtörf liér í bænum og utan bæjar. -— 50 lieimili úti á landi vilja strax taka stúlkur til aðstoðarslarfa við búverk og mega nokkrar liafa með sér barn. Ráðningarstofa Reylcja- vílairbæjar, Banlcastræti 7. Sími 4966. (421 STÚLKA óskast, 14—16 ára. Uppl. á Laugavegi 99 A, uppi. (687 MENN teknir í þjónustu. — A. v. á. (688 STÚLKA (helst úr sveit) ósk- ast i vist. Uppl. síma 2761. (691 UNGLINGSPILTUR, prúðúr og ábyggilegur, getur fengið at- vinnu nú þegar. Uppl. á Hótel Vík, skrifstofunni. Fyrirspurn- um ekki svarað í síma. (697 STÚLKA, góð og þrifin, ósk- ast strax á Hverfisgötu 32. (704 STÚLKA óskast á fáment heimili. Barónsstíg 53, 1. hæð. Uppi. frá kl. 6—9" (709 STÚLKA óskast í vist til Páls ísólfssonar, Mímisvegi 2. (710 STÚLKA óskast til aðstoðar við húsverk frá ld. 8—2 f. h. Uppl. síma 3330 eða Skóla- vörðustíg 19 Kr. Kragh. (711 GET TEKIÐ að mér kyndingu miðstöðva i Tjarnargötu og ná- grenni. Uppl. á Slökkvistöðinni. (712 TELPA, 14—15 ára gömul, óskast. Uppl. Spitalastíg, 10. — (714 STÚLKA óskast nú þegar. — Jón Mathiesen. Sími 9102. (716 TVÆR duglegar stúlkur ósk- ast á liótel úti á landi.Hátt kaup. Önnur mætti hafa með sér stálpað barn. Uppl. á Laugavegi 49 (búðinni). (722 STÚLKA óskast í vist. Kaup 60 krónur. Uppl. á Óðinsgölu 20 A, kjallaranum. (731 Matsalan, Ingólfgstræti 4 BORÐIÐ á Laugaveg 44. (264 MATSALAN, Vatnsstig 9, getur teldð nokkura menn í fæði og þjónustu. (692 HVERGI ódýrari fermingar- veislur, en á Laugavegi 44. (265 VITNISBURÐARSAMKOMU heldur B. Jóhannesson i Betaniu föstudaginn 14. októbcr kl. 8V2. Allir velkomnir (728 LEICAll RITVÉL óskast leigð. Uppl. Nönnugötu 4. kl. 7—8. (693 KlAUP§K4fli^ ERUM aftur bvrjaðar að prjóna. Jóna Hannesdóttir. Sigrún Jónsdóttir, Barónsstíg 39. (Áður Laugavegi 65). (689 HÚSG AGN AVERSLUN REYKJ AVÍKUR, Vatnsstíg 3. TIL SÖLU nýr bátur og vand- að orgel. Bakkastíg 9. (695 VIL KAUPA umbúðapappírs- stativ. Uppl. i síma 2363. (700 NÝ skinnkápa, brún (stærð 44—46) til sölu af sérstökum ástæðum. Til sýnis i versluninni Cliic. (701 SAUMAVÉL, handsnúin, selst með tækifærisverði. Vesturgötu 11, sími 3459. (702 GASELDAVÉL óskast. Uppl. síma 3650 lil kl. 9. (703 SEM NÝ dökk föt á meðal- mann til sölu. Tækifærisverð. Uppl. Leifsgötu 3II. (705 FALLEG og vönduð vetrar- kápa til sölu með tækifæris- verði. Uppl. Sellandsstíg 28. — (707 HÚSDÝRAÁBURÐUR til sölu. Uppl. i síma 2486. (708 LÍTIÐ bús utan við bæinn til sölu, 1 lia. af landi fylgir í erfða- festu. Lágt verð gegn stað- greiðslu. Uppl. Framnesvegi 25. (715 L\L) '8111 !uus ‘iiOjV uignqjof)! ’bSoiSbp ■uuiqod uq 1 b jnjo.qnQ •[ol'q B?nia 'jO_f>[B[S9i[ $iSubh '.8>I z/i bjub Qg b jof>[B[saq gB[[BS •um -fqqÁis iJ.iæius go T.uæis 1 [[os •gBp 1 .iiuuoq [of>[Bp[B[oj ipvyi — ^NNIXVKISOVaílNNnS J KJÓLFÖT á meðalmann til söhi, gjafverð. Einnig ljósblár satin-silkik j óll. Þingboltsstræti 5 (efra liúsið, uppi). (718 VIL KAUPA notaðan klæða- skáp. Tilboð óskast, sendist Visi, merkt ,,Iv 1 æðaskápur‘‘. —: (7719 NÝ 2 manna madressa (Otto'- man) til sölu með tækifæris- verði. Uppl. i síma 4516 eftir kl. 8. (720 ÓDÝR dívan til sölu Hverfis- götu 49, kjallaranum. Sími 5237. (721 DIAMOND vörubíll, 2 tonna, til sölu Laugavegi 86. (726 VIL KAUPA notaðar eldavél- ar. Uppl. í síma 5278, eftir 6. (727* HORNAFJARÐAR-kartöflur óg valdar gulrófúr i heilum pokum og smásölu. Þorsteins- búð, Grundarstíg 12, sími 3247, Hringbraut 61, sími 2803. (608 FERMINGARFÖT ónotuð til sölu Laugavegi 7 (búðinni). — (607 KAUPI gull og silfur ti> bræðslu; einnig gull og silfur- peninga. Jón Sigmundsson, gull- smiður, Laugavegi 8. (491 KAUPUM FLÖSKUR, flestar tegundir, Soyuglös, meðalaglös og bóndósir. Öldugötu 29. Sími 2342. Sækjum heim. (142

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.