Vísir - 15.10.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 15.10.1938, Blaðsíða 2
VISIR VlSIR DAGBLAÖ Úígefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Afglöp og afglapar. fiAÐ er víst enginn vafi á þvi, r að „einhver afturkippur“ sé kominn í síldarsöluna tií Am- eríku, eins og Sigurður Krist- jánsson, annar fulllrúi Sjálf- stæðisflokksins í Síldarútvegs- nefnd, komst að orði í viðtali við Vísi á dögunum. Að sjálf- sögðu gera menn sér þó vonir um, að betur rætist úr en á hef- ir horfst um sinn í þvi efni. Hinsvegar breytir sú von manna, hversu mikil eða lítil hkindi, sem lcunna að vera til þess, að hún rætist, engu um það, að vandfundin munu vera dæmi þess, að gerðir hafi verið svo fáránlegir viðskiftasamn- ingar, sem samningur Vil- hjálms Þórs um þessa síldar- sölu. Samningur þessi var gerður fyrir hönd Síldarútvegsnefndar. En þannig hefir verið frá hon- um gengið, að Síldarútvegs- nefndarmönnunum sjálfum virðist vera ókunnugt um það, hver sé hinn samningsaðilinn, eða kaupandi sildarinnar. Tveir nefndarmennirnir hafa verið spurðir um þetta, en þeim ber ekki saman um það. En sé það nú svo, að enginn viti, hver kaupandi sildarinnar er, þá er auðsætt, að það gæti orðið vafn- ingasamt, að koma fram ábyrgð á hendur honum, ef hann stæði ekkí við samniriginn, jafnvel þó að liann væri ekki gersamlega „týndur“. Það er nú að sjálfsögðu Síld- arútvegsnefndin, sem ber „á- hyrgð“ á þessum samningi gagnvart eigendum síldarinnar. Sú ál>yrgð er þó að sjálfsögðu formið eitt, því að varla mun það reynast auðveldara, að koma ábyrgð fram á hendur nefndinni, þó að samningurinn færi út um þúfur, en á hendur kaupandanum, sem enginn veit hver er. En þó að ef til vill sé „ekki miklu fyrir að fara“, þá kynni nefndin þó að bíða nokk- um álitshnekki af þessu. Og af þvi að fulltrúar stjórnarflokk anna eru allsráðandi í nefnd- inni, þá kemur það að sjálf- sögðu mjög til kasta stjórnar- blaðanna, að bera hönd fyrir höfuð henni, jiegar á hana er deilt fyrir það, hvernig samn- ingurinn er úr garði gerður. Og ekki síður fyrir þá sök, að það er einmitt einhver frægasti snill- ingur stjórnarflokkanna í við- skifta- og fjármálum, sem samninginn gerði. Það dylst heldur engum, að stjórnarblöðunum mun nú þykja mikið við liggja, að þeim takist vörnin sem best, þvi að þau hafa þegar á lofti það vopn sitt, sem þau eru vön að beita fyrir sig, þegar þeim þykir mest að sér sorfið af rök- um andstæðinganna. Alþýðublaðið spyr um það, hvort sá muni vera „tilgangur íhalds-blaðanna, að eyðileggja alla síldarsölu til Ameríku“! Allir breskir borgarar 18 ára og eldri, skrásettir til starfa fyrir rikiö á áfriöar og hættotímnm. Nýtt ráðuneyti stofnad til þess að iiafa yftFStjórn þessara mála með höndum. London í morgun. Breska ríkisstjórnin kemur saman á fund á mið- vikudaginn í næstu viku, til þess að íhuga mikilvæga breytingu, sem væntanlega verður komið á áður en þingið kemur saman, snemma í næsta mánuði. Að því er United Press hefir fregnð mun ríkisstjómin hafa í huga að stofna nýtt ráðuneyti, sem á að hafa með höndum yfirstjórn á starfsemi þegnanna í þágu ríkisheildarinnar á ófriðartímum. Mun verða lagt fyrir þingið frumvarp til laga, sem heimila stjórninni að grípa til víðtækra ráðstafana á hættutímum, þegar ófriður vofir :yfir o. s. frv. Er í ráði að allir þegnar ríkisins, sem til þess eru færir, verði skrásettir til starfa fyrir ríkið. Mun verða gerð grein fyrir þessum áformum í hásætisræðu konungs við setningu þingsins þ. 8. nóvember. Tíminn kallar greinar Vísis um síldarsöluna til Ameríku „skaðlega l>laðamensku“! Blöðin liafa engar varnir fram að færa fyrir afglöp síld- arútvegsnefndar og Vilhjálms Þórs í sambandi við síldarsöl- una til Ameríku. En það er um hana eins og fjármálaóstjórn Eysteins Jónssonar, það á að vera „gílæput'“ að segja satt um hana. Ádeilurnar á fjármála- stjórnina eru talin fullkomin landráð, af því að þær geti „eyðilagt lánstraust landsins er- lendis“. Blaðaskrif um síldar- söluafglöp Síldarútvegsnefndar og Vilhjálms Þórs eru „skaðleg blaðamenska“ og geta „eyðilagt alla síldarsölu til Ameríku“! — En af hverju? Það ætti að vera sæmilega augjóst hverjum heilvita manni að Ameríkumenn muni ekki þurfa að sækja neinn fróðleik um síldarsöluafglöp til íslenskra blaða. Ef rétt er frá skýrt, þá liljóta þessi afglöp þegar að vera orðin kunn þar vestra, öll- um þeim sem þau skifta nokk- uru. Það eitt getur verið „skað- legt“ og til þess fallið að „eyði- leggja alla síldarsölu til Amer- íku“, að halda verndarhendi yf- ir þeim, sem afglöpin liafa framið og láta þá óátalið halda áfram að fremja slík afglöp. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. Fallist þingið á fyrirætlanir stjórnarinnar, en á því leikur enginn vafi, verða allir horgar- ar landsins, sem ekki eru í her, flugher eða flota, karlar og konur, 18 ára og eldri, skrá- settir til starfa fyrir ríkið á hættu- og ófriðartimum. Allir þeir, sem skrásettir eru, — en skrásetningin fer fram með frjálsu samþykki lilutaðeigandi, — eiga framvegis að vera reiðu- húnir til þess að takast á hend- ur hver þau störf, sem ríkið krefst, að þeir inni af liöndum. United Press. Lögregian hefir nú hafið lier- ferð gegn þeim mikla sæg lijól- reiðamanna, sem brýtur c-lið 50. greinar lögreglusamþyktar- innar, en hann hljóðar svo: Ljósker er snúi fram og lýsi framundan sér skal vera á hverju hjóli, þegar farið er að skyggja. Ljós skal tendrað á þeim tíma, sem ákeðinn er til tendrun- ar á Ijósum bifreiða í 43. grein. I gærkveldi, en það var fyrsta kveld „herferðarinnar“, voru teknir um 40 lijólreiðamenn. Verða hinir eldri sektaðir smá- vegis í fyrstu, en sektin hækkar auðvitað við ílrekað brot. Ungl- ingar, sem ekki eru komnir á aldur sakamanna, eru ámintir. Verður þessu haldið áfram næstu kveld og þeir miskunnar- laust teknir, er ekki hafa ljós á framannefndum hjólum sínum á tilteknum tíma. Ljósatími er nú frá 5,40 að kvekli til 6,50 að morgni. Er vonandi að lögreglunni takist að uppræta þessi brot hið fyrsta. Johaones Poulsen látinn. Samkvæmt tilkynnigu frá sendiherra Dana lést Joliannes Poulsen, leikari við Kgl. leikhús- ið, í gær. Hann var skorinn upp s. 1. fimtudag, vegna heilasjúk- dóms. Málhelti og stam. Kensla verður í vetur á vegum barnaskólanna fyrir málhölt börn og þau, er stama. Aðstandendur barn- anna komi áð máli við kennarann, mánudag, 17. október, í Austurbæj-' arskólanum, kl. 5 síðdegis. Japanii* hafa tekiö 'Waieliow í Suöur-Kína Vídtækar varúðarráöstafanir í Hongkong. London í morgun. Japanir tilkynna, að þeir hafi tekið Waichow, en það er mikilvægur staður-frá hernaðarlegu sjónarmiði á Canton-vígstöðvunum. Japanski herinn, sem settur var á land við Bias Bay, og nú hefir tekið Waichow, hefir enn ekki sætt teljandi mótspyrnu, Hefir her Japana og hinum mikla her- Kínverja frá Canton ekki enn lent saman. Bresku yfirvöldin í Hongkong hafa tekið allar mat- vælabirgðir í borginni í sínar hendur og fyrirskipað eftirlit með verði á matvælum, samkvæmt lögum þeim um neyðarráðstafanir, sem gengin eru í gildi. United Press. Á íþrötta- vellinum á morgun. Úrval úr Val og Víking hefir aldrei kept við úrval úr Fram og K. R. og mun knattspyrnu- unnendur þessa bæjar fýsa að sjá hvernig sá leikur fer. Hefir Vísir orðið þess var, að mikill áhugi og „spenninguri er meðal almennings og knattspyrnu- manna sjálfra. Ekki er vert að vera að spá neinu um úrslitin, því að þegar svo sterk lið eigast við, sem hér um ræðir, má segja að ekki sé hægt að sjá þau fyrir fyrri en undir leikslok. Nöfn keppendanna voru birt í Vísi í gær, svo og var þar skýrt frá öllum öðrum atriðum Boðhlaupsdagsins. REYKVÍKINGAR. Fjölmenn- ið á völlinn á morgun og minn- ist þess, að jafnframt sem þér skemtið yður, leggið þér grund- vöílinn að því, að íþróttamenn okkar geti heimsótt aðrar þjóð- ir og við boðið erlendum íþróttamönnum heim! — Búið ykkur vel! KRON höfðar mál gegn Vísi og Morgunblaðkiu. Kron hefir í dag gefið út blað í því augnamiði að verja álagn- ingu sina. Er þar meðal annars tilkynt að félagsstjórnin liafi ákveðið að liöfða mál gegn Vísi og Morgunblaðinu vegna greina þeirra, sem birst hafa í blöðum þessum um verslunarhætti kaupfélagsins, I KRON SEGIR UPP STARFS- FÓLKI. Að því er Vísir hefir frétt, liefir stjórn Kaupfélags Reykja- Þjódverjar og ttalir á öndverdum meid um kröfur Ungverja. Ungverjar reiða sig á stuðning Itala. 300 ungverskir æsingamenn handteknir í Tékkóslóvakíu. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. orfurnar út af kröfum Ungverja eru alvarleg- ar, ekki síst vegna þess, að ungverska stjórn- in mun ef til vill ekki geta haldið æsinga- mönnum, sem krefjast Rutheniu, í skefjum. Einnig vekur mikla eftirtekt í þessu sambandi, að menn ætla að Hitler og Mussolini séu á öndverðum meið um framtíð Rutheniu, Hitler sé andvígur kröfum Ung- verja um að þeir fái Rutheniu, en Mussolini hlyntur þeim. Fregn frá Prag hermir, að tékkneskt herlið og lög- regla hafi umkringt og handtekið 300 ungverska æs- ingamenn, sem komið höfðu frá Ungverjalandi til Rutheniu og stofnað þar til æsinga. Einn æsingamann- anna er sagður vera sonur Szalasi, ungverska nazista- Ieiðtogans. United Press. Chuarkowsky, hinn nýi utanríkismálaráðherra Tékkóslóvakíu, sem í gær ræddi við Von Ribbentrop í Berlín með þeim árangri, að fult samkomulag náðist milli Þjóðverja og Tékka um landa- mæri Þýskalands og Tékltóslóvakíu, fór í gær síðdegis áleiðis til Berchtesgáderi og ræddi iþar við Hitler. Það er fullyrt, að von Ribbentrop hafi lofað Chuarkowsky Tékkóslóvakíu öllum þeim stuðningi sem Þjóðverjar mega veita til viðskiftalegrar viðreisnar. Ennfremur, að Þjóðverjar beiti sér gegn því, að landinu verði skift frekara — þ. e. að Ungverjar og Pól- verjar fái sameiginleg landamæri. Er því talið, að Þjóðverjar muni styðja kröfur Ungverja og Pólverja, að þeir fái þau hér- uð, þar sem þeir eru í yfirgnæfandi meirihluta, en þeim kröf- um vilja Tékkar ganga að, en hinsvegar muni Þjóðverjar snú- ast öndverðir gegn því, að Ungverjar fái frekari kröfum fram- gengt. — NRP. — FB. Samkvæmt FÚ-fregn í gær- kveldi hafa Ungverjar sent ung- verskan embættismann til Rómaborgar til þess að biðja ítali um að styðja kröfur þeirra um Rútheniu. Tékkar hafa sent I aukið herlið til Rutheniu og víkur og nágrennis sagt upp öllu slarfsfólki félagsins, frá næstu áramótum að telja, án þess að nokkurar sérstakar ástæður séu færðar fyrir upp- sögninnL Ætla menn að upp- sögn þessi sé ger í þeim til- gangi, að koma fram almennri kauplækkun lijá starfsfólkinu. 1 Ungverjar hafa einnig sent auka-lierlið til landamæranna, en frestað <allsherjarhervæð~ ingu. (FÚ). FRÁ LÖGREGLUNNI: Sitt af hverju. ÞaÖ eru heldur rólegir dagar hjá lögreglunni um þessar rnundir, aÖ minsta kosti í miðri viku, eða um það leyti, sem fjarst er helgunum. Tíðindamaður Vísis átti leið nið- ur á lögreglustöð í morgun, og féklc að líta í dagbók lögreglunni. Voru þar ýmsar kærur, en flestaf smá- vægilegar. Af Laufásveginum var tilkynt í gær, að í húsi einu þar við götuna byggi öldruð kona, er oft yrði fyr- ir aðsúg skólabarna og annara, er þau færi úr skólanum um hádegi eða lcl. 3. Þá hafði maður einn austan úr sveitum tilkynt lögreglunni í gær„ að bróðir hans, er væri gestkom- andi i bænum, hefði ekki sést né til hans spurst, síðan hann fór frá systur þeirra bræðra á fimtudags- kveld kl. 5—6. í gærkveldi kl. rúmlega hálfellefu var lögreglan kvödd að B.S.I., en þar voru nokkrir menn, er höfðu neitað að greiða ökugjald það, er þeim bar að greiða. Fór lögreglu-. þjónn á vettvang. En er mennirn- ir sáu hann, gfeiddu þeir féð í snatri. Um hálftólfleytið i dag var til- kynt frá Verkamannabústöðunum, að : strákar væri þar að kynda 1 >át úr ýriisu rijsli. Á morg-un verður, ef veður leyfir, fjölbreyttasti íþrótta- dagur ársins. — Aldrei fyr hafa rúmlega 90 — níutíu — hraustir og stæltir piltar kept hér á vellinum í boðhlaupum, sem allir eru sammála um, að sé allra hlaupa skemtileg- ust. Meðal keppandanna eru margir af hinum bestu hlaup- urum okkar og hver veit nema einhver hlaupastjarna renni upp þenna dag öllum að óvöru. Og livert knattspyrnufélag- anna vinnur Vísis-bikarinn? Hvaða knattspyrnufélag vort á hestu hlauparana? Hvaða skólar hljóta Tulinius-bikar- inn eða Haralds-bikarinn ? — Hvaða skólar eiga bestu hlauparana, vöskustu æsku- mennina? Svörin við þessum spurn- ingum fá menn best með því, að f jölmenna á íþróttavöllinn á morgun. Sjón er sögu rík- ari! — Reykvíkingar! Styrkið gott málefni og f jölmennið á völl- inn á morgun! Búið ykkur vel! —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.