Vísir - 15.10.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 15.10.1938, Blaðsíða 3
Ví SIR Sfldarútvegsnefnd hefir týnt kaup- andanum að Ameríkusfldinni Alþýðublaðið og T minn ósammála nm kaup- andann. Finnnr Jónsson verðnr margsaga en boðar nýja eítirgjðt á andvirði síldarinnar. Fyrir tveimur dögum birti Vísir fregn þess efnis, að fyrir- spurn hefði borist hingað lil bæjarins til upplýsingaskrifstofu einnar frá banka í New Yorlc um það hvar Henry Klapisch forsljóri „The North American Herring Sales Co. Ltd.“ — félags sem starfað hefði í 2—3 mánuði, — væri niður kominn, en ibankinn hafði innheimtu á Klapisch þennan vegna bílakaupa og vanskil höfðu orðið hjá honum á greiðslum. Vegna þessara upplýsingar hrópar Tíminn: „Ósvífin og skaðleg blaðamenska. Slúðursögur Vísis um síldarsöluna til Ameríku“. Alþýðublaðið vill ekki standa Tímanum að baki og gáfnatippið þar æpir: „Fíflaleg og tilefnislaus árás á síldarútvegsnefnd. Er tilgangur íhaldsblaðanna að eyðileggja síldarsölu til Ameríku?“ Fyrirsagnir blaðanna eru svipaðar, en nú skal ger saman- burður á framburði þeirra að öðru leyti, og má þá ekki „gleyma garmninum honum Katli“, — þriðja stjórnarblaðinu, Þjóðviljanum. HIN RAUÐA FYLKING FÁVISKUNN AR. Áður en þessi rauða fylking fáviskunnar er samprófuð, er rétt að vekja athygli á því, sem Vísir liélt fram í. málinu. Var það í aðalatriðum sem hér seg- ir: 1. Erlendur banki spyrst fyrir um Henry Klapiscli, stjórn- anda „The North American Herring Sales Co. Ltd.“, með því að hann og félag hans fyrirfinnist ekki, — en þvi spyrst bankinn fyrir um mann þennan hér á landi, að hann liafi fengið sérleyfi (license) lijá rikisstjórn ís- lands um síldarsölu í Ame- ríku, og muni hafa farið hingað til íslands, til þess að fylgjast með söltun síldar- innar. 2. Að upplýst væri, að aftur- kippur hefði komið i söluna. 3. Að „The North American Herring Sales Co. Ltd.“ mundi vera stofnað eftir undirskrift sölusamning- anna. 4. Að Vilhjálmur Þór myndi gera alt, sem unt væri,’ til þess að bjarga þvi sem, bjargað yrði. 5. Að miklir hagsmunir væru í húfi fyrir land og þjóð, og ætti þvi almenningur heimt- ingu á því, að fylgjast með þessum málum, en hin dýr- keypta reynsla fyrri ára af samningum Sildarútvegs- nefndar, mætti ekki verða þjóðinni enn dýrari en orðið ,er. iÞetta er þá ósvífnin, lýgin og flönskan, sem stjórnarblöðin eiga eklíi nægilega hatröm orð tíl að lýsa, en nú skulu fullyrð- íngar þei rra sjálfra teknar til athugunar.. Greinin i Vísi var skrifuð liínn 12. októher, en að morgni liins 13. s. m. kom Þjóðviljinn út og þar segír svo í greinar- korni um þessi má'l: „Þjóðviljinn áttí í gær tal við einn af síldarátvegsnefndar. mönnum og skýrði hann svo frá, að nokkur vafi væri á því, hvort kaupandi síldarinnar gæti staðið við skuldbindingar sín- ar.“ Einn af síldarútvegsnefndar- mönnunum staðfestir þá fregn við Þjóðviljann, sem Vísir flutli, en þegar þar við bætist, að ann- ar í viðbót af mönnum þeim, sem síldarútvegsnefnd skipa, viðurkennir í yiðtali við Vísi að einhver afturkippur væri kom- inn í söluna, svo sem getið var um í grein Vísis, þá hefir Vísir tvö vitni úr sjálfri nefndinni til þess að sanna málstað sinn, og verður það að teljast sæmilegur árangur þegar á fyrsta degi eft- ir að greinin birtist. Síðari hluta dags liins 13. október koma þau út, Tíminn og Alþýðublaðið, með stóru fyr- irsögnunum, sem greinir í upp- liafi. Bæði blöðin ræða málið nokkuð, en sitt á hvorn veg, og virðist því ekki úr vegi að sam- prófa þau. Tíminn segir: „Jakob Frí- mannsson (fulltrúi framsóknar- manna í sildarútvegsnefnd) skýrði svo frá, að ekki væri annað vitað, en að samningur- inn við „The North American Herring Co. Ltd.“ væri í fullu gildi og að hið ameríska firma veitti viðtöku öllu því síldar- magni, sem um hefði verið sam- ið“ Alþýðublaðið segir: „Alþýðu- blaðið hafði í gær tal af Finni Jónssyni, formanni sídarútvegs- nefndar. Sagði hann að sann- leikurinn í þessu máli væri sá, að Síldarútvegsnefnd hefði enga samninga gert við Klap- isch, þann, sem Vísir talar um, heldur hefðu samningarnir, sem að öllu leyti var hagað nákvæm- lega eins og undanfarin ár, ver- ið gerðir við Mr. Stanley Iller, forseta Santa Cruz Oil Co. í San Francisco, og hafði Síldarút- vegsnefnd þær upplýsingar um hann, að efnahagur hans væri þannig, að hann væri fullkom- lega ábyrgur fyrir samninga- upphæðum og heiðarlegur mað- ur.“ Þannig hljóða þessi orð blað- anna, en eitt er athugandi i þessu sambandi, og það er, að kaupandi síldarinnar hlýtur að, vera hreinasta náttúrunnar við- undur, að því leyti, að það næg- ir ekki að hann týnist í Ame- ríku, lieldur týnist liann líka hjá fulltrúum stjórnjarflokkanna í Síldarútvegsnefnd og stjórnar- blöðunum sjálfum. Jakob Frímannsson og Tím- inn segja (eins og Vísir leyfði sér að halda fram): Kaupandinn er„North American Herring Co. Ltd.“ Finnur Jónsson og Alþýðu- blaðið segja: Kaupandinn er „Mr. Stanley Iller, forseti Santa Cruz Oil Co. í San Francisco.“ Hvort blaðið lýgur nú? Báð- um er trúandi til þess, en hvernig stendur á þvi, að menn- irnir í Síldarúlvegsnefnd vita ekki hver kaupandinn er, og livernig geta þeir þá vitað um að hann standi við samninga? HVERJAR ERU RÁÐSTAF- ANIR VILHJÁLMS ÞÓRS? Hinn 1. júní s.l. skýrir Al- þýðublaðið frá samningum1 Vil- hjálms Þórs í Ameríku og kemst svo að orði: „Verðið á síldinn er mjög gott og ýms atriði í sölusamningn- um mun hagkvæmari, en áður hefir gerst í slíkum samning- um“, en í viðtali Finns Jónsson- ar, sem Alþýðublaðið skýrir frá í fyrradag, segir hann: „Samn- ingarnir, sem að öllu leyti var hagað nákvæmlega eins og síð- astliðið ár, voru gerðir við“ etc. Hvernig er hægt að samræma þessar tvær umsagnir, „að ýms atriði í sölusamningnum séu mun hagkvæmari en áður hefir gerst í slikum samningum“, og að samningunum liafi verið hagað „að öllu leyti nákvæm- lega eins“ og síðastliðið vor? Það verður ekki annað séð, en að samningarnir séu eins einkennilegt fyrirbrigði og kaupandinn. Þá talar Finnur Jónsson um það, að Vilhjálmur Þór liafi sent í fyrradag skeyti þess efnis, að Mr. Iller hafi lofað, að setja 70 þús. dollara tryggingu fyrir greiðslu síldarinnar, og að „ekki sé vitað annað, en að síldin selj- ist öll í Ameríku og að Síldarút- vegsnefnd samþykki ágreinings- laust og AÐ MESTU LEYTI Ó- BREYTTAR ÞÆR RÁÐSTAF- ANIR, SEM VILHJÁLMUR ÞÓR HEFIR NÚ GERT í AME- RÍKU UM ÁFRAMHALDANDI VIÐSKIFTI VIÐ Mr. ILLER.“ Hvað á það að þýða, er Finn- ur Jónsson segir að ekki sé vit- að annað, en að síldin seljist öll í Ameríku, — þegar síldin er öll þangað seld samkvæmt áð- ur gerðum samningum, og hvernig stendur á því, að þessi dularfulli Mr. Iller gengur nú fyrst inn á að setja tryggingu fyrir greiðslunni? Var ekki kraf- ist slíkrar tryggingar i vor, eða var maðurinn svo svipfallegur, að þess þurfti ekki? Hvernig stendur einnig á því, að V. Þór semur nú við Mr. Iller um að viðskiftin skuli halda áfram, ef bíndandi samningar voru við liann gerðir áður, og hvernig stendur á því, að einar 4.000 tn. hafa verið fluttar til Ameríku, þegar 45.000 tn. áttu að vera þangað farnar hínn 15. þ. m., að því er Alþýðublaðið segir? Sannar þetta alt ekkí að Vísir hefir sagt það eitt, sem er satt og rélt í þessu máli? HVAR ERU FEITU IÍÝRNAR? Það verður ekki annað sagt um starfsemi Finns Jónssonar í Síldarútvegsnefnd, en að liann hafi alið þar magrar kýr og vart afsláttarhæfar til lianda lands- mönnum. Samningar hans hafa verið með þeim endemum, að ekki hefir gengið á öðru en eft- ir gjöfum, þrátt fyrir gerða samninga, og þrátt fyrir það, að varan liefir reynst fullkomin að gæðum og ekkert markaðs- hrun liefir orðið í heiminum á slíkri síld. Árið 1936 fengu laxakaup- mennirnir Oxenberg eftirgefnar kr. 55.987.00 og Rússar lcr. 73.- 000.00. I fyrra voru gefnar eftir kr. 235 þúsund af andvirði sild- arinnar, og nú segir Finnur: „Samningunum er hagað að öllu leyti nákvæmlega eins og í fyrra.“ Ef þetta á að merkja það, að Finnur ætli að gefa eft- ir andvirði sildarinnar á þessu ári, eins og áður liefir tíðkast, og búist við að Síldarútvegs- nefnd fallist á það ágreinings- laust, eins og hann kemst að orði, þá er lcominn tími til fyr- ir þjóðina sjálfa, að láta þessa menn vita, að liún hefir ekki ráð á slílcri gjafmildi. Alþýðu- blaðið upplýsti það í vor, að verð það, sem fyrir sildina feng- ist, væri mjög gott og mun liærra, en við hefðum vanist áð- ur. Samkvæmt því, sem frést hef- ir, var verðið upphaflega ákveð- ið 9 dollarar fyrir % tunnur og 10 dollarar fyrir tvær % tunn- ur, og útgerðarmenn, sjómenn og þjóðin öll krefst þess, að við þetta verði staðið. Þjóðin krefst þess, að Síldar- útvegsnefnd fari nú að koma fram með feitu kýrnar og af- sláttarhæfu, en henni er ekki nóg að Finnur Jónsson,, fitni, því að hún hefir engan hug á að ála hann eins og Danir ála svínin sín. SKJÖLIN Á BORÐIÐI Af framanrituðu er auðsætt, að bæði Finnur Jónsson og Ja- kob Frímannsson hafa gefið blöðunum beinlínis rangar upp- lýsingar um samningagerðir sildarútvégsnefndar. Þeim ber ekki saman um kaupandann, en fulljTða báðir að alt sé í stak- asta lagi, en auk þess hefir Finnur Jónsson orðið að minsta kosti tvísaga, ef ummælin eru rétt eftir höfð í Alþýðublaðinu. Úr þvi að svo er málum kom- ið verður að krefjast þess, að Síldarútvegsnefnd birti nú þeg- ar samninga Vilhjálms Þórs, — þá er gerðir voru á síðastliðnu vori, — þannig að séð verði hvort hún hafi unnið til saka eða ekki. Hér eru stórfeldir hagsmunir í húfi, sem engin á- stæða er til að hylja í myrkri vifilengja og ósanninda. Ef Síldarútvegsnefnd hefir ekki unnið til saka ætti lienni að vera það ljúft að hreinsa sig af öllum grun, sem upp er kominn um afglöp hennar, og þótt svo j kunni að fara, að það takist að I selja síldina á Ameríku-mark- | aði, eins og allir vona, sannar það ekkert í því efni, að upp- liaflega hafi verið gengið for- svaranlega frá samningunum. Snorralikisi í Gustav Vigeland myndliöggv- ari hefir nýlega lokið við að ganga frá líkani sínu af Snorra Sturlusyni, sem reist verður í Reykholti þ. 23. september 1941, er 800 ár eru liðin frá dánardegi Iians. Snorranefndin með Olaf ríkiserfingja í fararbroddi skoð- aði listaverkið í gær, en það vakti almenna aðdáun. Það er ráðgert að gera eftirmynd af þvi og reisa liana í Noregi. — NRP. — FB. Finnur Jónsson lætur taka togarafélagid Hávard h.f» til g j aldþrotaskifta. Sjómenn hafa ekki fengið kaup sitt greitt^ en skuldir félagsins 438 þús, eftir 21/, ár» . rekstur. Eftir hálfs þriðja árs rekstur hefir Finnur Jónsson fram- kvæmdastjóri togarafélagsins Hávarður H.f. neyðst til að gefa félagið upp til gjaldþrotaskifta. Bæjarsjóður ísafjarðarkaup- staðar, hafnarsjóður og flestir kröfuhafar tapa stórfé á þesstt fyrirtæki, sem socialistar hafa óáreittir fengið að reka eftir eigin útgerðarkenningum og fjáraflaplönum. ATlur almenn- ingur á ísafirði er sárgramur yfir óhapparekstri félagsins og stjórn Finns Jónssonar á málum þess. Þegar að Togarafélag ísfirð- inga fór á hausinn fyrir nokkr- um árum, stofnuðu socialistar á ísafirði, með þátttölcu bæjarins, hutafélagið Hávarð, og keyptu togarann Hávarð ísfirðing, sem Landsbankinn hafði tekið upp í skuldir. Seldi bankinn togarann fyrir kr. 130 þús. og þóttu það góð kaup. Hið nýja togarafélag hefir að- allega stuðst við liafnarsjóð og bæjarsjóð í útgerð sinni, en all- lengi á ári hverju liefir togar- inn legið á „pollinum“ aðgerða- laus. Hinn 11. þ. m. lagði Finnur Jónsson, framkvæmastjóri fé- lagsins, inn beiðni til bæjarfó- getans á Isafirði um það, að fé- lagið yrði tekið til gjaldþrota- skifta, enda var þá hag félags- ins komið svo, að það hafði ekki einu sinni getað greitt skipverjum kaup um langa hrið og eiga þeir hjá félaginu ca. kr. 35 þúsund og standa nú uppi slippir og snauðir. Það skal tekið fram að félag Finns Jónssonar rak togarann í 2/2 ár, en nú er hag þess svo komið, að það skuldar í banka kr. 377 þús„ sjóveðskröfur kr. 35 þús„ forgangskröfur kr. 16 þús. og ýmsar aðrar kröfur ca. kr. 10 þús„ eða samtals 438 þús. ca. Upp í allar jiessar skuldir á félagið sama og ekkert nema togarann. Það er ekki að undra þótt Finni Jónssyni sé hossað hátt í útvegsmálunum, og hann þyk- ist geta lagt mönnum lífsregl- urnar í þeim efnum. Dðmar fyrir öívdr og Iandhelgisbrot. I gær voru kveðnir upp tveir dómar í Hæstarétti, jTir þeim Jolin Gibb Sonter, skipstjóra, og Halldóri Loftssyni hér í bæn- um. .Tohn Gihb Sonter var kærður fyrir ólöglegar veiðar í land- helgi, hinn 6. mars 1937, er hann var skipstjóri á Grimsby- togai-anum Gunner. Skipherra á Ægi og 1. stýri- maður mældu báðir stað togar- ans og og var hann greinilega innan Íandhelgislínu, en skip- stjóri neitaði. Lögreglustjórinn tók mælingarnar til greina og var Sonter dæmdur í 20.600 kr. sekt. Sonter áfrýjaði, en Hæsti- réttur dæmdi hann til að greiða 21.100 kr. Halldór Loftsson var dæmd ur í 80. sinn fyrir ölvun á al- mannafæri og þar af 78 sinnum síðan 1930. í þetta síðasta skifti var Halldór tekinn á gatnamót- um Austurstrætis og Póstliús- strætis. Halldór var í undirrétti dæmdur til að greiða 500 kr. í sekt, eða í 50 daga fangelsi til vara. Áfrýjaði Halldór dómi und- irréttar, en Hæstiréttur stað- festi hann að öllu leyti. JönBjaltalfnSigurðsson próíessor sextngnr. Sextíu ára er i dag Reytvifc- ingur, sem flestir fullorðnír bæjarbúar þekkja persónulegat, en allir kannast við. Þó er hér um að ræða inann, sem lætur lítið yfir sér. Hann talar ekki á opinberum fund- um né i útvarp, lætur blöðun- um ekki í té viðtöT um ágæli sitt og afrek og hefir færst und- an þvi, að taka við orðum og vi rðingarmerk jum. Þessi maður er prófessor Jöi® Hjaltalín Sigurðsson, eða Jón Hjaltalín, eins og bæjarbúar nefna liann. Sá, er þetta ritar, þekkír af- mælisbarnið bæði sem kennara, Tækni, yfirboðara, sanxverka- mann og manii. Þau eúikenni, sem mest ber á lijá Iionum, verða ætíð liin sömu, þótf reynt sé að sjá hann frá ýmsum. sjön- armiðum. Hann er gáfaður, minnugur, rékviss, varkár, gagnorður, ályktar fljótt ogbef- ir þann eiginleika, að sjá stra* hvað máli skiftir í hvívetna. Hann er skemtinn og glettinn og ann náttúnUini og fögrum listum. Hann er manna Iærðast- ur i læknisfræði. Hann lætur ekki stjórnmál til sin taka. Eitt er honúm illa gefið: Hann kann ekki að tala langt mál um lítið efni, og finna sumir lionum það til foráttu. IJann gegnir æðstu virðing- ar- og trúnaðarstöðum i sinni grein, sem prófessor i Iyflækn- isfræði við Háskóla Islands og yfirlæknir á Tyflæknísdeild Landspitalans, sjálfkjörinn til hvorttveggja starfansv Prófessor Jón' Hj. Sigurðsson er sextugur i <iag, en þó er hann. jafnaldri manna milli tvitugs. og þrítugs, þeirra sem eru ekki fæddir gamlir. Eg óska honum og fru Ragn- heiði til liamingju. J. Sæmundsson. Laiidvarnir Breta. Sír John Simon hefir í tif- kynningu gert gjrein fyrir nauð- sxn þess að lialda áfrani af kappi landvama ráðsföfunum.. Sir John kvað ekki mega bíðai með ýmsar nauðsynlega varúð- arráðstafanir, þar til ný öfrið- ai'hætta kæmi til sögunnar, og eitt af þvi, sem hann ræddi mn í því sambandi, var að gera ráð- stafanir til loftvarna við allar mikilvægar verksmiðjur og á slikum stöðum. ÆtTar rikis- stjórnin að leggja til Ioftvarna- byssur og annan nauðsjmlegaia útbúnað og starfslið verksmíðj- anna, sem falið verður að Iiafa meðferð slíkra tækja með hönd- um, verður æft i herbúðum á kostnað ríkisins, og þar sent ekki eru liæfir menn fyrir hendi til þess að taka að sér slík störf, leggur rikið þá til. (FÚ.)..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.