Vísir - 17.10.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 17.10.1938, Blaðsíða 3
VlSIR Hixin pólitiski yiirgaxigiir kaup fela.ga>x&i&a. verdur ad stödvast. Vörn kaupfélagsins stadlausir stafir. — KRON kennir viSskiftum sínum við heildsala um hið háa vöruverð sitt. Síðan 1. sept. 1937 til þessa dags, hefir félagið keypt af heildverslunum í Félagi íslenskra stórkaupmanna fyrir kr. 470.00 án innflutningsleyfis. Hin harða deila, sem nú á sér stað og sprottin er af f jöiTáðum úeim er stjómarflokkarnir höfðu búið versl- unarstéttinni, hefir ekki að eins vakið geysilega athygli hér í bœnum, heldur einnig um alt land. Þau átök, sem nú fara fram, skera úr um það, hvort stjómarblöðun- um tekst með taumlausum blekkingum um vöruverð og verslunarháttu kaupmanna, að undirbúa svo al- menningsálitið, að framsóknarstjómin sjái sér fært að svifta verslanir að mestu leyti innflutningi á vefnaðar- vöru, skófatnaði og búsáhöldum og fá hann í hendur kaupfélögunum eftir næstu áramót. Hér er ekki barist um stundarliagnað eða afkomu einstakra verslana. Hér er barist um bað, hvort hinum pólitísku flugumönnum samvinnustefnunnar á að takast að veita frjálsri kaup- mannaverslun í landinu banasárið, með þvi að taka af henni mestallan innflutning. Rógur og níð átti að svifta verslunarstéttina' samúð almennings. Pólitísk meiri- hluta-aðstaða átti svo að svifta hana réttindum. En stjórnarblöðin hafa gleymt |)ví, að hættulegt getur ver- ið að vega um of í hinn sama knérunn. Þau hafa kom- ist að jm nú, að menn láta ekki bjóða sér alt. Nú verð- ur ekki lengur boðin fram hin kinnin. Vörn kaupfélagsins. Staðlausir stafir. Herferð stj órn arblaðanna á hendur verslunarstéttinni liefir snúist upp í hinn harðasta áfell- isdóm yfir kaupfélaginu. Nú verður það að verjast hinum réttmætu sökum sem á það eru bornar. Nú herst það fyrir til- veru sinni, því þessi mikla horg, sem bygð liefir verið upp á tveimur tárum, grundvallast á því að almenningur missi ekld trúna á félagið. En nú hefir ver- ið sannað, að það leggur mikið á vörur sínar. Það hefir verið sannað, að það býður ekki lægra verð en kaupmenn, nema siður sé. Það hefir verið sannað, að alt fimbulfamb stjórnarblað- anna um hagstæðari viðskifti hjá félaginu en hjá kaupmönn- um, hefir ekki við nein rök að styðjast. En þó hefir þessi mál- færsla blaðanna ásamt ráðstöf- unum fjármálaráðherra lands- ins valdið því, að félaginu er nú veitt meiri matvöruleyfi en öllum matvöruverslunum bæj- arins til samans og félagið fær einn fimta hluta af þeirri vefn- aðarvöru sem leyfð er til versl- ana í bænum. Frá sjónarmiði kaupfélagsins hljóta þær sakir, sem á það eru bornar,að vera mjög alvarlegar, því að þær kollvarpa öllum fyrri staðhæfingum, sem tilvera félagsins bygðist á frá önd- verðu. Þær kollvarpa einnig hin- um sí-endurteknu fullyi’ðingum framsóknarmanna, að kaupfé- lögin eigi að liafa einkarétt á ínnflutningnum, vegna þess að þau veiti neytendunum betri kjör. Kaupfélagið hefir nú gefið út sérstakt blað, sem sent var í hvert hús í bænum. Þar reynir það að þvo liendur sínar, en tekst svo ílla til ,að furðu sætir. Eina ástæðan sem það færir fram fyrir vefnaðarvöru- verðinu, er sú, að það hafi keypt þrjár tegundir af vefnaðarvöru fyrir ári síðan af tveimur heild- sölum. Þessar vörur hafi félag- ið keypt liáu verði og þess vegna þurfi að selja dýrt vefnaðarvör- una. Öllu barnalegri tilraun er varla hægt að hugsa sér til að koma af sér mjög alvarlegum sakargiftum. Einkennilegt er að félagið afsakar verð sitt að eins á þremur vörutegundum. Hvar liefir það keypt léreftið, sem það hefir lagt á 163% sam kvæmt útreikningi „Tímans“? Stjórn félagsins byggir alla sina vörn á því, að það þurfi að kaupa helming vefnaðarvörunn- ar af heildsölum, sem selji því með okur-verði, vegna þess að félagið skorti innflutningsleyfi. Yisir hefir fengið upplýs- ingar um það frá Félagi ís- lenskra stórkaupmanna, að samkvæmt athugun sem far- ið hefir fram þessa daga á viðskiftum einstakra heild- verslana við kaupfélagið, hefir komið í ljós, að heild- verslanir allar sem í félaginu eru og vefnaðarvörur selja, hafa frá 1. sept. 1937 til 15. okt. 1938 selt kaupfélaginu samtals fyrir kr. 470.00 án þess að félagið afhenti inn- flutnihgsleyfi í staðinn. En gegn leyfum hafa þessar verslanir á sama tíma selt fé- laginu fyrir samtals kr. 21.117.00. Þess skal getið, að eftir upp- lýsingum sem Vísir hefir aflað sér, standa utan við Fél. isl. stórkaupm. þessi firmu, sem að einhverju leyti selja vefnaðar- vörur: Edda h.f., Fr. Bertelsen, Einar Guðmundsson. Vöruverðið stafar af því, seg- ir Kaupfélagið, að það neyðist til að kaupa vörur háu verði, sem það þarf ekki að láta inn- flutningsleyfi fyrir. Þegar litið er á ofangreindar tölur, hlýtur hverju barni að vera það ljóst, að félagið hefir borið fyrir al- menning hinar furðulegustu blekkingar, er það heldur fram að vöruverð þess stafi af við- skiftum við heildverslanir. Stjórn kaupfélagsins hefir hætt sér út á hálan ís með ör- þrifa vörn sinni. Sá ís hefir nú brostið. Síðasta vörn Alþýðublaðsins er engu betri. Þessi árvakri full- trúi skriflegra blekkinga hefir tekið sér fyrir hendur, að kaupa góðar vörur hjá kaupmönnum og bera þær saman við lélegar vörur hjá kaupfélaginu. Kaup- félagið stendur nú berskjaldað og næfrar Alþýðublaðsins koma því að litlu haldi. Hver á að bera byrðarnar? Þeim, sem nokkuð hugsa um almenn mál, hlýtur að vera ljóst, að sú barátta, sem Iiér fer fram, vegna hins pólitíska yfir- gangs kaupfélaganna, er ekki að eins verslunarstéttinni viðkom- andi. Iiún snertir hagsmuni hvers einasta borgara í þessum bæ og öðrum stæná kaupstöð- um landsins. Ef kaupfélögunum tekst með núverandi pólitískri aðstöðu að útrýma kaupmanna- stéttinni að mestu eða öllu leyti, hljóta skattarnir í bænum að færast :neð öllum sínum þunga yfir á borgarana, fátæka sem ríka, sem lifa af föstum Iaun- um. Skattar kaupfélaganna eru hverfandi samanborið við skatta annara fyrirtækja. Þau eru nærri skattfrjáls. Kaupfélag Reykjavíkur greiðir 9000 kr. (níu þúsund) í útsvar. Eftir hagnaði félagsins og veltu ætti félagið að greiða 70—80 þús. kr. í útsvar, ef lagt væri á það eins og önnur verslunarfyrirtæki. 18 vefnaðarvöruverslanir hér í bænum, sem samvinnumenn og socialistar sitja nú á svikráðum við, greiða nú að meðaltali 8 þús. kr. hvert í útsvar. Stjórnar- blöðin fox-ðast að geta þess, þeg- ar þau lala um álagningu kaup- manna, liversu mikinn skatt verslanirnar verða að greiða til ríkis og bæjar. Kaupfélagið, þetta stóra fyrirtæki, sem velt- ir miljónum, með ótal deildum og lithúum, greiðir útsvar eins og ein meðal vefnaðarvöru- verslun í Reykjavík. Hver á að bera skattabyrðarnar, þegar öll verslimin ei’ komin í hendur kaupfélaganna ? Það er þeim ætlað að gex-a, neytendunum, sem umhjóðendur KRON segj- ast vera að bjarga. Sú björgun mun verða svipuð málafærslu Th. B. Líndal í kaupfélags-blað- inu. Hann segir að verðið á bús- áhöldunum lijá félaginu megi til að vera hátt, svo að „kaup- menn og „spekulantar" kaupi þau ekki upp!! ! Nú er blaðinu snúið við. Háa verðið á búsá- höldum er kaupmönnum að kenna, af þvi þeir „kaupi“ vör- una. En vefnaðarvaran er i háu verði af þvi að þeir „selji“ fé- laginu hana! Skamt er öfganna milli. r Álagning hinna útvöldu. Vísir hefir aldrei fullyrt neitt um innkaup félagsins. Hann hefir að eins lagt til grundvallar það verð, sem Tíminn og Al- þýðublaðið liafa fullyrt að vör- urnar kostuðu frá fyrstu hendi. Vísir liefir hinsvegar fært sönn- ur á, hvað útsöluverð -kaupfé- lagsins er á þessum vörum og álagning þess, samkvæmt út- reikningi „Timans“. Líklega hefir kaupfélögunum aldrei verið gerður slíkur bjarnar- greiði sem sá,^ „Tíminn“ gerði með hinu bjálfalega frumhlaupi sínu á hendur verslunarstétt- inni. Útreikningar blaðsins voru gerðir þannig, að þeir liti sem svívirðilegast út í augum al- mennings. Ritstjórum blaðsins og aðstandendum þess til á- nægju, verður hér nú birt verð á kaffi og sykri hjá 3 kaupfé- lögum, tveggja á Norðurlandi og eins á Suðurlandi. Álagning er reiknuð með aðferð „Tim- ans“. Til grundvallar er lagt heildsöluverð í Reykjavik, svo varla verður sagt að þeim sé gert rangt til, því að búast má við, að þau kaupi vöruna held- ur ódýrara. Reikn-' ingsverð kaupfé- laganna Heild- söluverð i Rvík Hagnaður per kilo Innkaups- verð FOB. Álagning á innk.- verð FOB. Álagning á kostn.- verð Kaffi: A. 2.60 1.60 1.00 0.65 1540/0 53% B. 2.25 1.60 0.65 0.65 100% 41% C. 210 1.60 050 0.65 770/0 31% Sykur: A. 0.65 0 49 0.16 0.21 76% 33o/o B. 0.60 0.49 0.11 0.21 53% 23% C 060 0.49 0.11 0-21 53o/o 23% Eins og sjá má, kemst álagn- Pólitískur yfirgangur. ingin á kaffi samkvæmt út- Ósvífní hinnar pólitísku sam reikningi „Tímans“ upp í 154%. vinnu-kliku er engum takmörk Kaupfélag „A“ virðist leggja um háð. Innflutnings- og gjald æði drjúgt á vöruna, sérstaklega eyrishöftin eru notuð á hinn ó kaffi, þar sem álagningin er 63% á kostnaðarverð. Er vafa- samt hvort hægt er að finna hliðstætt dæmi í kaupmanna- verslunum. Hér geta rnenn nú séð, hvernig álagning kaupfé- laga lítur út á tveimur mestu nauðsynjavörunum, þegar not- uð er hin „velviljaða“ aðferð „Tímans“, að reikna álagning- una í hlutfalli við fob-vei’ð vör- unnar. Ofangfeindar vörur eru þær, sem venjulegast mun minst lagt á i verslunum. Þeir sam- vinnumenn, sem hafa þá skoð- un, að kaupfélögin selji allar vörur með „sanngjöi’nu“ vei’ði, hefði vafalaust gaman af að sjá álagningu þeirra á sumum vör- um, seni eru í hærri álagningar- flokki en kaffi og sykur. Sú á- nægja mundi gera þá orðlausa. Iiún yerður því að bíða betri tíma. feimnasta hátt til framdráttar samvinnufélögunum, serri Fram sóknarflokkurinn byggir alla sína tilveru á. Takmark þessa flokks er að útrýma sjálfstæðri kaupmannastétt í landinu, með þvi að nota innflutningshöftin sem vopn. Undir fölsku yfir skini er innflutningur félag anna stöðugt aukinn, en skamt ur verslana stöðugt minkaður, Þess á milli gera stjórnai’blöðin hróp að verslunarstéttinni og kalla „okur“, „okui-“, til þess að villa almenningi sýn. Kaup menn liafa ekki óskað eftir höft- unum. Þeir óska einskis frekar, en að verslunin verði frjáls, svo að rétt vöruverð fáist í heil brigðri samkepni. Kaupfélagið Reykjavík á höftunum tilveru sína að þakka. Án þeirra gæti það ekld þrifist. Hinn pólitíski yfirgangur Merca 19-10-38-8,30 H B 103 Áríðandl. I.Q.O.F. =0b ÍP^UOIOISS1/* Veðrið I morgvn. í Reykjavík 5 stig, heitast i gær 5, kaldast í nótt 4 st. Heitast á landinu í morgun 8 st., Hólum.i Hornafirði; kaldast 1 st., Horni og Kjörvogi. Yfirlit: Alldjúp lægð um Færeyjar á hægri hreyfingu i norð- austur. — Horfur: Suðvesturland, Faxaflói: Minkandi norðanátt. Úrkomulaust. Tóbakseinkasala ríkisins auglýsir hér í blaðinu hækkun á ýmsum tóbaksvörum, og nemur hækkunin allmiklu, einkum á ýms- um tegundum vindlinga. Má segja að ríkisfyrirtækin í landinu gangi á undan með góðu fordæmi í því að haga verðlaginu eftir þörfum al- mennings. 72 ára er í dag Sigurbjarni Jóhannes- son, bókhaldari, Ásvallagötu 23. Fertugur er í dag Valdimar Þórðarson, verkstjóri, Innri Kirkjusandi. Aflasölur. Sviði hefir selt í Wesermúnde 105^2 smál. fyrir 21.515 Rm. Á laugardag seldi Ólafur 82J4 smál. fyrir 15.500 Rm., og Hilmir 653/2 smál. fyrir 13.643 Rm. Ferðafélag fslands biður þá, sem tóku þátt í báð- um Þórsmerkurferðunum í sumar, um að koma saman í Oddfellow- húsinu, niðri, á þriðjudagskvöldið 18. þ. m. kl. 8/. Ver-ða þar sýndar mjög fallegar myndir, sem teknar voru í ferðunum. Jafnframt verða afgreiddar myndir frá Vignir úr Hvítársvatns- og Kerlingafjalla- ferðinni 3. ágúst. Súðin. var á Stykkishólmi í gær kl. 4. Væntanleg -hingað á morgun. Dósaverksmiðjan h.f. sótti, á siðasta bæjarráðsfundi, þ. 14. þ. m., um það, að fá 1700 m2 lóð undir verksmiðjubyggingu í landi Njarðarstöðvarinnar. Um- sóknin var falin bæjarverkfræðingi til umsagnar. Hlutavelta Fram. Knattspyrnufélagið Fram heldur hlutaveltu næstk. sunnudag í K.R.- húsinu. Munum á hlutaveltuna sé komið i verslun Sig. Halldórsson- ar, Öldugötu 29, og til Jóns Magn- ússonar, Grettisgötu 46. Friherra von Schwerin flytur næsta háskólafyrirlestur sinn um griska byggingarlist i kveld kl. 6, á rannsóknarstofu Háskólans við Barónsstíg. Haustmót Taflfélagsins. Vegna aukafundar félagsins, sem hefst kl. 8y* í kvöld, í K.R.-hús- inu, verður umferðum 1. og 2. fl., er þar átti að fara fram, frestað til miðvikudags. Áheit til Slysavamafélags íslands: Á- heit vegna óhappa kr. 10.00, frá E.. B., kr. 5.00 gamalt áheit. — Kærar jiakkir. — J.E.B. Næturlæknir: Páll Sigurðsson, Hávallag. 15, sími 4959. Næturvörður í Reykja- víkur apóteki og Lyfjabúðinni Ið- unni.. kaupfélaganna verður að taka endi. Hann er blettur á íslensku stjórnai-fari. Hrokinn, hræsnin og blyjgðunarleysið. sem þessu er samfara. er nýtt fyrirbrigði í íslensku stjómmálalífi. Hinn ,.guðdómlegi“ réttur kaupfélag- anna til þess að leggja undir sig alla verslunina í landinu er bygður á fölskum staðreynd- um, sem opinberast hafa, þegar gríman féll af Kaupfélagi Reykjavíkur. AF SLÍKUM YFIRGANGI HÖFUM VER NÚ FENGIÐ NÓG. OG ÞVÍ SKAL NÚ VERÐA BARIST TIL ÞRAUT- AR. Húsmæðrafélag Reykjavíkur hefir i hyggju aÖ hafa akeypls tilsögn i handavinnu og dönskn, s eða 2 kvöld i viku, fyrir stúlkur, sem tækifæri hefðu til að notfajra sér það. Þær stúlkur, sem kynnut að vilja sinna þessu, geta fengiíS nánari upplýsingar i síma 4740 og 3227. Aðalfundi Ármanns lauk í gær í Oddfellowhúsimr,-og var mjög fjölmennur. Á fyrri fund- inum gaf stjórnin skýrslu um starf- semi félagsins, og voru lagðir ffam reikningar þess, svo og voru sam- þyktar ýmsar lagabreytingar. Var ein lagabreytingin sú, að i byrjun hvers árs kýs hver íþróttagrein full- trúa, er starfi með stjórninní.. I stjórn voru kosin: Jens Guðbjöms- son, kosinn formaður í 12. sinn, Þórarinn Magnússon, endurkosinnt varaformaðttr, Sigríður Sigtirjóns- dóttir ritari, Loftiir HeIgason,gjáId- keri, Skúli Þorleifsson, hréírifcari, og eru þrjú hin síðastnefndu, ný á’ stjórninni. 01. Þorsteinsson var endurkosinn féhirðir og Jóh. Jó- hannesson, áhaldavörður félagsins*, endurkosinn. Hjúskapur. S.l. laugardag voru gefin satnan í hjónaband af síra Bjarna Jóns- syni ungfrú Þórdís Jónsdóttir versl- unarmær og Sverrir Guðmundsson verslunarmaður. Heimili þeixra er á Ásvallagötu 25. Hjónaefni. Síðastliðinn laugard. opinbemðra trúlofun sína ungfrú Lilja L. Knud- sen og Guðjón Jóhannesson, bílstjþ hjá H. Ólafsson 8i Bernhöft, bæoi til heimilis á Hofsvallagötu 17^ Samsæti það, er K. R. hélt Guðmunda Ólafssyni í gær i OddfeliowhÚ3mu, var fjölmennt og fór hið'bestaí fram. Voru margar ræður fluttar Gnð- mundi til heiðurs, og vora þessir meðal ræðumanna: Sigtirjón Pét- ursson, Erlendur Ó. Pétursson, Benedikt Jakobsson, Guðjóa Ein- arsson (f. h. K.R.R.), Jón Magnús- son (form. Franr), Sigtrrjjón Jóris- son og Þorsteinn Einarsson. • -Etn Guðmundur Ólafsson þakkaði með ræðu. Þegar borð höfðu veirið rudd, var dansað franr eftir nóttm ' Gjafir til Slysavarnafélags íslands: Fra Guðmundi Ólafssyni, Stakkbolti, Ólafsvík, kr. 40.00. Frá kvetma- deild verkamannafélagsins „Fram“, á Seyðisfirði, kr. 116.02. Frá skips- höfninni á es. Selfossí kr. 59.00. Frá Skipshöfninni á es. Brúarfossi kr. 61.50. — Kærar þakkir.—J.EJEL Gjafir í rekstrarsjóð björgunarskipsins „Sæbjörg“: Frá Guðjóni Guðíaugs- syni, Ránargötu 46, Reykjavík, kr. 2.00. Frá skipshöfninni á e.s. Brú- arfossi kr. 40.00. — Kærar þakkir. — J.E.B. Athygli skal vakin á augl. frá Þnrstemi Gíslasyni í blaðinu í dag. Byrjar hnefaleikaskóli hans á morgun, og hefir hann öll nýtísku áhöld. SjómannakveSja. FBÞ15. Ókt. Komnir. upp að landinu. VellíÖ- an allra. Kærar kveðjúr. Skipverjar á.Snorra goða.. Áheit til nýrrar kirkju i Reykjavík: 50 kr. frá N.. N., afhent síra Bjarna Jónssyni. Áheit á Strandarkirkjir, afhent Vísi: 50 kr., gömul áheit frá F. M., 10 kr. frá ónefndom, 5, kr. frá Þórunni Gísladóttur, 4 kr.. frá þakklátum, 10 kr. frá J. S., 2: kr. frá konu í Hafnarfirði, 5 kr~ frá Ó. K. og 10 kr. frá J. T_ Útvarpið í kvöld. Kl. 19.20 Hljómplötur: Göngtr- lg. 19.50 Fréttir. 20.15 Sumarþætt- ir (J. Eyþ.). 20.40 Hljómplötur: Sönglög. 21.05 Útvarpshlýómsveit- in leikur alþýðulög. 21.30 Hljóm- plötur: Kvöldlög. Franskur bóndasonur í þorp- inu Bult á Austur-Frakklandi framdi nýlega sjálfsmorð tmu daginn, er liann liafði mýrt for- eldra simr. Þau höfðu veriS' át nióti því, að hann færi i kvik— myndahús.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.