Vísir - 20.10.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 20.10.1938, Blaðsíða 3
MSOTfc' VISIR Kröfur um aukinn innflutn- ing á byggingarefni Byggingamenn halda áfram málaumleitun— um vid gjaldeyFis- og innflutningsiiefiid* Iðnaðarmenn og verkamenn, sem starfa að byggingariðnaði i Reylcjavík, hafa enn á ný sent innflutnings- og gjaldeyrisnefnd tilmæli unx það, að hún verði við beiðni þeirra um aukinn inn- flutning á byggingarefni, og leggja áliei-slu á það í bréfi sínu til nefndarinnar, að með tilliti til yfirstandandi gjaldeyriserfðleika, liafi þeir ekki miðað beiðni sína um gjaldeyri við byggingar- þörf bæjarins, heldur að eins til xirlausnar brýnustu þöx-fum á hverjum tíma, og hafi því neitun nefndarinnar orðið þeim sár vonbrigði. Líta þeir svo á, að enn megi draga meir úr innflutn- ingi á ónauðsynlegum vörutegundum, áður en dregið sé úr inn- flutningi nauðsynjavöru, svo sem byggingarefnis. Fyrri tilmæli sín til nefndarinnar rökstuddu þeir að öðru leyti þamxig: Skýrsla byg'gingamanna. Byggingaiðnaðarnxenn og byggingaverkameixn i Reylcja- vík undir forustu Landssam- bands iðnaðarmanna, Alþýðu- sambands íslands, Sambands meistara í bvggingariðnaði, Sveinasamb. bygginganxaxxna Trésmiðáfélags Reykjavíkur og Yex-kamannafélagsins Dags- brún, hafa farið þess á leit við Gjaldéyris- og innflutnings- nefnd, að liún veitti nú þegar gjaldeyrisleyfi fyrir kr. 170 þús. í byggjingarefni ixingað til bæj- ai-ins, til viðbó.tar því; sem þeg- ar hefir verið flutt inn. Haf.a þessir aðilar gefið þt svohljóð- andi greinargerð unx. ástand og þai'fir byggingaiðnaðarins í Reykjavílc. I. Byggingaþörf Reykjavíkur. Samkvænxt manntalsskýrsl- um hefir ibúum Reykjavíkur á síðastliðnunx 6 árum, fjölgað til jafnaðar unx 1200 nxanns á ári. Ef áætlað er, að 5 nxanns bxii til jafnaðar í hveri'i íbúð, hefði þux’ft á sama tíma að byggja árlega 240 íbúðir, fvrir fjölg- unina eina. Nú þarf auk þess að endurnýja gömlu Ibúðimar, og er naumast unt að gera ráð fyr- ir minna en 110 íbúðum árlega til endurnýjunar, ef endur- bygging hinna eldri bæjarlxluta á að verða með eðlilegum hætti. Sanxkvæmt fx-amansögðu er byggingaþörf Reykjavikur-bæj- ar þessí: Ný hús vegna fjölg- unar .......... 240 ibúðir Endurbygging eldri liúsa ............. 110 Samtals 350 ibúðir Sé gert ráð fyrir að liver íbúð kosti 15 þús. krónur nenxur ár- legur kostnaður við byggingu íbúðarhúsa 5Vi milj. króna. Hve mikið þarf að reisa af öðrum byggingum, svo sem verslunai'- húsunx, vöruskemmum, verk- smiðjum, skólunx, samkomu- liúsum og því um líku, getur orðið álitamál, en ekki má gera ráð fyrir að það sé minna en % liluti af kostnaðarverði íbúð- anna, eða ca. 1,3 xxxilj. ki'óna. Árleg byggingaþörf Reykja- víkur verður því að teljast eins og nú standa sakir nema 6,5 milj. krónum. II. Byggingaframkvæmdir síðustu ára. Sanxkvæmt fyrirliggjandi byggingaskýrslum bygginga- fulltrúans í Reykjavík yfir sið- astliðin 6 ái', hefir ái’leg fjölg- un Iöglegi'a ibúða verið 230. Hér við bætast svo hinar ólöglegu kjallaraíbúðii', sem kunnugir telja að muni samsvara % hluta af þeim löglegu, eða ca. 58 ár- lega. Alls ættu þá að hafa feng- ist 288 nýjar íbúðir að nxeðal- tali á ári. Vaixtar samt 62 íbúð- ir til þess að náð sé þeirri tölu, senx nauðsynleg verður að telj- ast. Afleiðing þessarar bygg- ingatregðu verður sú, að húsa- leiga lxelst óeðlilega há. Ólög- legunx kjallaraíbúðum fjölgar stöðugt vegna þess að lands- stjói'nin getur ekki framfylgt þeim lögunx,-sem hún sjálf hef- ir sett, og fjölskyldui', sem heilbrigðisstjórn rekur út úr ó- liæfum íbúðuxxi, flytja inn í þær aftur. Suixxai’bústaðir og skúi'- ar, sem Iirófað er upp til stuttx'- ar dvalar, eru teknir til varan- legrar dvalar. III. Byg'gingarefnisvöntunin. Síðari hluta þessa árs hefir verið stöðug þurð á byggingar- efni. Þrátt fyi'ir þær 100 þús. kr., sem leyfðar voru i liaust að tilhlutun iðnaðarmanna, er á- standið þaxxnig nú, að alt efni má heita uppnotað og ekkert sement, járn eða timbur til að hyggja úr fjölda íbúðarhúsa, sem leyfi eru fengin fyrir að byggja og knýjandi nauðsyn er á, bæði vegna lxúsnæðiseklunn- ar og vetraratvinnu. IV. Minkandi byggingarefnis- innflutningur. Innflutningsleyfi byggingar- efna til Reykjavíkur og ná- grennis numu í fyri'a 2 nxilj. kr., en i ár aðeins 1,6 milj. eða 400 þús. kr. nxinna, er svai'ar til 20% lækkunar. Ef bygginga- þörfinni liefði verið fullnægt i fyri-a hefði þurft að flytja inn 15% nxeira en gert var það ár eða fyrir 2,3 milj. Frá þvi hefði svo innflutningurinn átt að vaxa um ca. 5% eða um 100 þús. kr., svo að inn hefði verið flutt á þessu ári fyrir ca. 2.4 milj. í stað þess að enn hefir ekki verið flutt inn nenxa fyrir 1,6 milj. kr. Er liér um geisi- lega niðurfærslu að ræða frá því nauðsynlega, sem nemur 0,8 milj. kr. Hér við hætist svo það, að engar birgðir voru til um síðustu ái'anxót, sem þó venju- legt er. Hagskýrslur sýna, að heildax’- innflutningurinn liefir þó auk ist talsvert á þessu ári, eða um 226 þús. kr. til ágústnxán. loka Er því lxersýnilega dregið úr innflutningi byggingarefna langt franx yfir það, senx gert er unx aðrar vörur. Y. Kröfur byggingamanna. Byggingamenn telja óunx- flýjanlegt, að flutt sé inn bygg- ingaefni fyrir 170 þús. krónur til viðbótar við það, seixi þegar lxefir fengist flutt inn á þessu ári, enda þótt byggingaþörf bæjarins og atvinnuþörf bygg- ingamanna sé hvergi næi’ri fullnægit nxeð þessu. Væri fyrir þá upphæð aðallega flutt inn eement, steypustyrktarjám og timhur. Með þvi væri liægt að steypa upp og koma undir þak 30 íbúðarhúsunx með um 60 lög- legum íbúðum. Skapast með þvi vetraratvinna fyrir 350—- 400 manns. Greidd vinnulaun vegna þessa innflutnings mundu nema ca. 400 þús. kr. yfir vetr- armánuðina eða lifsviðurværi fyrir ca. 400 fjölskyldur eða 2000 nxanns. VI. Misræmi í innflutningi limburs. Það er upplýst að Tinxbur- verslun Árna Jónssonar hér i bæ hefir ekki fengið að xxotfæra séi', vegna neitunar um yfir- færslu í banka, 53 þús. króna innflutningsleyfi fyi'ir timbri. Aðrar timburverslanir hafa þó fengið að nota shi leyfi að fullu. Austur á Eyrai'bakka eru til allmiklar birgðir af tiinbri, sexxx fyrirsjáanlegt er að ekki verða notaðar fyi'r en á næsta ái'i. VII. Niðurlagsorð. Undanfarandi 6 ár hefir byggingaþöi'f Reykjavikur hvergi iiærri verið fullnægt. Innflutningur hyggingaefna hefir farið nxinkandi i stað þess að fara vaxandi. Ilúsnæðisekl- an í bænum fer sívaxandi, sem útilokar að húsaleigan lækki. Meðan svona er ástatt, er á eng- an hátt hægt að réttlæta það að takmarka svo innflutning bygg- ingaefna sem gert liéfir verið. Þótt nauðsynlegt sé að skerða innflutninginn vegna gjaldeyris- vandræða þjóðarinnar, yerður það að teljast óhæfilegt að tak- marka svo mjög innflutning nauðsynjavöru á nxeðan að eklii er að langmestu leyti tekið fyrir innflutning óþarfa varnings og þess, sem þjóðin getur sjálf framleitt. Þrátt fyrir það að slíkir hags- nxunir séu i húfi senx að ofan greinir var innflutnings- og gjaldeyrisleyfunx synjað af nefndinni, en þessir aðilar hafa enn ekki gefið upp alla von, en xxxunu halda áfranx baráttu sinni til þess að bjarga nxálinu, þótt þunglega horfi í bili. Stúdentafélag Reykjavíkur lxeldur fyrsta veti'ai’fund sinn —- fyrir félagsmenn og gesti þeirra — á Iaugardaginn (fyrsta vetrardag) að Hótel Borg, ld. 8i/2 síðd. Til skemtunar vei'ður m. a.: Di’. Guðnx. Finnbogason heilsar vetrinum, Ragnar jólxannsson, stúd. mag., les upp gamansama skýi'slu af stúdentamótinu í sumar og sumarþætti i „Jóns Eyþórssonai’-stíl“ (en þó skenxtilegri). Loks verður eitt skemtiatriði ennþá, sem ekki skal nefnt hér, en allir munu fagna, er þeir frétta hvað það er. Fjölmenna stúdentar vonandi á þenna fyrsta fund lxins eina sameiginlega félagsskapar síns. Hefir félagið mjög fjölþætta starfsskrá á þrjónunum fvrir veturinn og mun Vísir segja frá henni bráðlega. Ignaz Friedmann Hingað liefir góðan gest borið að garði. Það þurfti ekki að berja bumbur og blása i lúðra á undan lionunx. Allir þeir, senx á annað borð eittlivað fvlgjast íneð því, senx gerist í lxeimi tón- listarinnar, vita lxver nxaðurinn er, heimsfrægur pianósnilling- ur, og þeir sem best eru að sér vita, að hann er einnig heinxs- frægur senx tónsnillingur. Eins og oft vill verða, þá hefir frægð lxans sem píanóleikara skygt á tónskáldsfrægð lians. Friedmann er fyrst og frenxst Chopinspilari. Enda þótt nxiklir píanósnillingar spili lög eftir svo að segja hvern þann höfund sem vei'a skal, þá lætur þeim þó hest að túlka tónsmíðareftirein- hvern ákveðinn höfund. Þess vegna er talað um Ghopinspil- ara, Beethovenspilara, Liszt- spilara o. s. frv. Walter Nie- nxann, merkur þýskur tónfræð- íngur og tónskáld, hefir ritað bók, sem hann nefnir „Meistar- ar slaghörpunnar“. Einn kafl- inn i hókinni er um „Die Cho- pinspielern“ eða hina miklu Chopinspilara. Hann telur þrjá þar öllunx öðrum fremri, en það eru þeir Paderewsky, Pach- man (senx nú er dáinn) og . Friedmann, sem allir eru pólsk- ir. Hann gerir ekki upp á nxilli þeirra, hver þeix’ra sé mestur Clxopinspilari, enda mUn það varla liægt, en lýsir einkennum þeirra. Þetta kvöld vár helgað Cho- pin eingöngu. Er það eftirtekt- arvert, að liann spilaði eitthvert vei’lc af liverri tegund, t. d. eina sónötu, eitt Schei’zo o. s. frv., en þó fór liann ekki eftir pró- granxminu, því m. a. stóð á því Scherzo í e-dúr, en hann spilaði Scherzo í h-moll, og fleiri slík- ar hi’eytingar urðu á prógramm- inu. Þetta lýsir og manninum nokkuð því t. d. þegar hann konx hér fyrir þrenx árum og spilaði nokkurum sinnunx, þá lxafði lxann ekki eina einustu nótnabók nxeð sér. Þegar liann spilar þá liggur prógrammið á slaghörpunni fyrir frarnan hann, og liann lítur snögglega á það, og þar stendur Scherzo, og hann skellir á Sclierzo í lx- moll, en á prógl'amnxinu stóð Sclierzo í e-dúr. Ekki nógu vandlega lesið. Maður verður að sækja skáld- ið heinx til að skilja það. Cho- pin verður maður að heyx-a spilaðan af Pólverja; þá vei'ða skáldin að lxaldast i hendur. Eiginlega eru það landar tón- skáldsins, sem mai'kað hafa meðferðina á tónsmíðum hans og eru það fyrst og frenxst þrír snillingar, senx halda á pálman- unx i höndunum senx Chopin- spilarar, en það eru þeir Pach- nxann, Friedman og Pader- ewsky. Þannig kemst Nienxann að orði í fyrnefndu bókinni. Eg ætla að vera stuttoi'ður um að lýsa liinunx glæsilega píanóleik Friedmanns. Eg heyrði hann spila þrisvar sinn- unx í röð í Leipzig fyrir 16 ár- unx, „den grozzen Friedmann“, eins og Þjóðverjar kölluðu hann. Síðan lieyrði eg hann hér í Reykjavík fyrir þrem árum, en þá var hann orðinn daufari. En á þessum hljómleik, senx liér er gerður að unxtalsefni, var hann aftur hinn sami og í Leip- zig forðum. Engin ellimöi'k. Síður en svo. Lífsmagn var ein- kennið. Það ex'u til tvennskonai' lista- nxenn. Annarsvegar þeir, senx leika tónverkin hlutlægt, alveg eins og skrifað slendui', nokk- urskonar bókstafstrúarnxenn (ortdoxir). Þessir spilarar eru stimdum nefndir „akadenxiskir“ og er sagt, að þeir spili eins og pi’ófessorai'. Fi'ægastur í þess- unx flokki er Backhaus, senx nxargir kannast við. En hinsvegar eru þeir, senx túlka listaverkin þannig, að áheyrendum er Ijóst, að einmitt þannig skilur túlkandinn tón- verkið, og þá veltur alt á því, hve andrík túlkunin er. Þessir listamenn eru nefndir á út- lensku máli „subjectiver“, en hinir nefndir „objektivir“. Friedmann er „subjektivur" spilari. Hann er svo persónu- legur að jafnvel Chopin verður hjá honum „friedmanskur Chopin". Friednxann hefir glæsilega leikni, en þeir píanóleikarar eru til, sem hafa leikni á borð við liann, en þó nxunu þeir fáir, sem hafa aðra eins ásláttartækni eins og liann. En það kveður ekkert að þessunx píanóleikurum. Þeg- ar um pianóleikara er að ræða eins og Friedmann, þá veltur alt á því, live mikill maðui'inn er sjálfur. Þeir, sem hafa litið Fi'iedmann, hafa séð, að þar fer maður sem er enginn hvers- dagsmaður, mikill fyrir sér, og vel gerður til sálar og líkama. B. A. Hvaö getur ísland. oröið ofarlega? Eins og lítillega hefir verið drepið á í blöðum og útvai’pi hefir Islandi verið boðin þátt- taka í landakepni Alþjóðaskák- sambandsins, sem fram á að fara i Buenos Ayres næsta sunx- ar. Þessi kepni var tilkynt þegar á nxótinu i Stokkhólmi í fyrra. Sanxkv. seinustu tilkynningu til Skáksambands íslands er fjöldi tilkyntra þjóða orðinn meiri en á nokkru liinna fyrri alþjóða- skákmóta. Höfðu 35 þjóðir fi'á Ameríku, Asíu, Evrópu og Astrahu tilkynt þátttöku. Ein- unx kvenmanni var uppliaflega boðið til þátttöku í heimsnxeist- arakepni kvenna. Var því boði ekki tekið, enda var það í næsta bi'éfi takmai'kað við kvenfólk, sem unnið hefði einliver skák- afrek á alþjóðanxælikvarða. — Argentiska rikið styi'kir Argen- iíska skáksambandið i'ausnax’- ega til að standa straum af mót- inu. Mun það veita því á 4. hundrað þús. krónur. Þeim Elís Ó. Guðmundssyni og Baldri Möller hefir verið fal- ið að sjá um undii’búning farar- innar fyrir hönd Skáksanx- bandsins. Er undirbúnings- kepni hafin í sambandi við haustkepni Taflfélags Reykja- vikur og er þátttaka góð, 14 keppendur í meistaraflokki. Blaðið hefir átt tal við Baldur Möller og spurt unx liorfur Is- Iands í þessari kepni. Telur hann að Island hafi meiri líkur til að vei'ða framarlega í þessari kepni en nokkui'ri hinna fyrri. ísland hefir tekið þátt í 4 al- þjóðaskáknxótunx. Hafa altaf ei nhverj ar mil j ónaþ j óðirnar orðið að sætta sig við að verða f}rrir neðan Island, nú seinast í Stokkliólmi Belgía, Noregur JÓN EYÞÓRSSONl Hann hefir nú kvatt útvarps~ hlustendur, en eigi vitum vér, hvort þeir eiga þvi láni að fagna, að losna við hann að ‘fullu og öllu. Sumir segja, að hann eigi að halda áfram að tala um „daginn og veginn‘\ því að í sliku máltaði sé anð~ velt að skjóta inn allskonar ill- kvitni og hlutdrægnisfráisögn- um um menn og málefni- Hér birtist nú mynd af þess- um pólitíska útvarpsþul Frant- sóknar, sem hjá hlustendum hefir fengið viðurnefnið „leið- inlegasti maður á Islandi“, en enginn samanburður hefir ver- ið ger við leiðinlega menn i öðrum löhdum. og Skotland. Aðx-ar þjóðlr, sem eiga um sárt að binda eflir við- ureign sína við Island era t. d. Fi’akkand (tapaði 1930 í Ham- borg og 1936 i Múnchen), Lit- liauen (tapaði í Hanxborg 1930» Stokkhólmi 1937, jafnteflí í Folkestone 1933), í Hamborg 1930 gerði ísland einnig jafn- tefli við stórveldin tvö England og Þýskaland. Það senr fýrst og fremst gefur ástæðu til að Ixalda að ísland liafi likur til að verða framai'lega í Buenos Ayres er það, að auk hinna venjulegu þátttakenda í undanfarandl skákmótum, senx eru aðall. Ev- rópuþjóðirnar og stex-kustu Am- erikuþjóðix'ixar, taka nú eirrnig þátt í þessu móti flestöll, ef ekki öll, ríki i Suður- og MiS- Amei'íku, og einnig Canada og Mexico. Þessunx þjóSurn ætti Island að geta orðiS m|ög skeinuhætt. Væri þaS' ekkí iífil auglýsing fyrir land og þjóð, eff ísland gæti orðið uríi rxiiðxuL aff 30—40 þjóðum, senr allar erx* stóx'þjóðir á okkar mælikvarða» ISI4BEL MACDONALD. dóttir Ramsay MacDonalds; forsætisráðherra Rrettands, stjórnaði húsi föður síns, með- an hann gegndi forsætisráð- herrastörfum, og gekk því næsi Mary drotningu að mannvirð- ingum innan breska heims- veldisins. Nýlega giftist hún Norman Ridgley, sem er garð- yrkjumaður og veitingamaður í Buckinghamshire. Hún cr 35 ára gömul.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.