Vísir - 25.10.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 25.10.1938, Blaðsíða 2
VISIR VfSIR DAGBLAB Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). iimar: Afgreiðsla Ritstjórn 3400 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Eftirmáli. „Dag skal að kveldi lofa" seg- ir máltækið. Það var óheilladag- ur fyrir kaupfélagið í höfuð- staðnum, þegar „Tíminn" hóf herferð sína á hendur verslun- um hér i bænum, i því skyni að rægja af þeim innflutninginn. Framsóknarmenn, sem undir- búið höfðu áhlaupið, gengu að þvi visu, að verslunarstéttin væri nú orðin svo kúguð og beygð, að enginn hefði einurð til að bera • hönd fyrir höf uð henni. Þeir' bjuggust við að auð- velt yrði að níða af henni álitið og æruna. En það fór á annan Veg. - , ;•••!" ¦' Öll hin grálegu orð „Tímans", allar hinar fúlu og ósvífnu full- yrðingar, allar hinar lúalegu, ó- drengilegu dylgjur lentu á kaupfélaginu — samherjanum, sem blaðið hafði ætlað uppsker- una af sáningu sinni. Það var sannað, að kaupfélagið seldi vörur við verði sem blaðið kall- aði „svívirðilegt okur". Árásin á kaupmannaverslanirnar var orðin að árás á kaupfélagið, á- rás a kaupfélögin yfir höfuð, Árásin leiddi í Ijós, að hinar hátíðlegu yfirlýsíngar sam- YÍiinMblaðanna um ágæti kaup- félagavepslnrja'iíinar, eru blekk- ingar og ósannindi. Kaupfélagið hafði eina vörn, aðeins eina vörn fram að færa, og hún var sú, að það hefði keypt vörurn- ar af heildsölum og hið háa verðlag væri þeim að kenna. ÖU blöð stjórnarinnar ásamt hinum pólitíska útvarpsþul hennar, gripa þessa vörn fegins hendi. Hið háa verð félagsins er heildsölunum að kenna! Það er víst fátt hér á landi að dómi „Tímans" sem ekki er þeim að kenna! En hvað skeður? Félag ísl. stórkaupmanna gaf þær upplýsingar, að meðlimir fé- lagsins hafi selt kaupfélaginu vefnaðarvörur fyrir aðeins rúm- lega 700 krónur síðustu tólf mánuði, án innflutningsleyfis. Upplýsingar þessar kollvörp- uðu svo gersamlega staðhæf- ingu kaupfélagsins og lýstu það beinlinis bert að hinum mestu ósannindum, að allir bjuggust við að kaupfélagið og stuðn- ingsblöð þess reyndu að sanna sitt mál. En blöðin og félagið hafa ekki gert hina minstu til- raun til að verja sina fyrri stað- hæfingu. Þau hafa steinþagað. Þau sáu að hér var ekki lengur hægt að verjast. Þeim vafðist íunga um tönn, þvi að aftur rennur lýgi þá sönnu mætir. „Tíminn" ritaði mjög lævis- lega grein um mál þetta nokkr u m dögum síðar. Þar var ekki minst á það að kaupfélagið hafi orðið bert að ósannindum um hlútdéild heildsala i verðlagi þess. Blaðið spann í þráðinn þau ósannindi um málið sem þvi hentaði til þess að málstaður þess biði engan hnekki. Grein- ar blaðsins eru venjulega ritað- ar með fullri fyrirlitningu á sannleika og sanngimi. 1 hinni sömu grein hefur blaðið upp hróp mikið i heilagri vandlæt- ingu yfir því, að Vísir heimti að kaupfélögin séu „tvisköttuð". Þess var ekki krafist að þau væri tvísköttuð, en það virðist ekki ósanngjarnt, að kaupfé- lögin, eins og hver önnur fyrir- tæki í landinu, beri skattabyrð- arnar. Nú eru þau skattfrjáls samanborið við önnur fyrirtæki Verslunin er nú með aðstoð rík- isvaldsins að komast að miklu leyti i hendur kaupfélaganna og stórvaxin iðnaðarfyrirtæki eru nú rekin á þeirra vegum.- Með þessu er verið að gera verslunina skattfrjálsa og iðn- aðinn líka. Þegar samvinnufé- lögin hafa tekið verslunina i sínar hendur, munu þau finna einhver ráð til að ná undir.sig þeim hluta iðnaðarins sem arð- vænlegastur er. Til þess eru ýms ráð. Til dæmis skifting hráefn- anna til innflytjenda, þeim synjað sem áður höfðu innflutn- inginn en nýjum fyrirtækjum gefin leyfi. „Tíminn" hættir sér vafalaust ekki fyrst um sinn út í það að' athuga verðlag kaupfélaganna. Kaupfélagið í Reykjavík hefir að likindum fengið nóg af slíku í svipinn. Blaðið hefir nú dregið sig í hlé í þessu máli með fullri vansæmd fyrir fávisku sína og blekkingar. Héraðsmót sjálfstæðis- manna í Anstfirðinga fjöríungi. Héraðsmót Sjálfstæðismanna í Austfirðingafjórðungi hefst á Seyðisfirði 31. þ. m., og mun standa yfir í 2 daga Var upphaflega ákveðið að það hæfist 29, þ, m., en af þeim sökum, að brottför Súðarinnar héðan úr bænum drógst a lang- inn, varð að fresta mótinu sem því svaraði. Óvíst er um þátt- töku héðan að sunnan, með þvi að engin ferð fellur til baka fyr en seint og siðar meir, en þátt- taka verður mikil á mótinu af Austfjörðum. m sjálfstæðisfélög stofnnð í Árnessfslu nm helgina. Gunnar Thoroddsen cand. juris fór um helgina austur i Árnessýslu og sat þar stofnfundi tveggja sjálfstæðisfélaga á Sel- fossi og Eyrarbakka. Á laugardegi var stofnað að Selfossi Sjálfstæðisfélag Sand- vikurhrepps, en stjórnendur voru kosnir: Sigurður 0. Ólafs- son, Höfn, form. og meðstjórn- endur Jóhann Ólafsson, Hlöð- um og Guðlaugur Þórðarson, Tryggvaskála. Á sunnudegi var stofnað félag sjálfstæðismanna á Eyrarbakka og bráðabirgða- sljórn kosin, en hana skipa: Þorkell Ólafsson, Kristinn Gísla- son, Guðmundur Jónsson, Þor- grimur Gíslason og Sigurður Kristjánsson oddviti. Þá fór Gunnar til Stokkseyr- ar og er þar í undirbúningi fé- lagsstofnun. Mikill áhugi er ríkjandi í þessum þremur bygðalögum, Selfossi, Eyrar- bakka og Stokkseyri, fyrir því að raflögn verði lögð frá Sogs- stöðinni til kauptúnanna og eru héraðsme|nn að vinnia að þv|[ ef tir megni, að því verði hrund- ið í framkvæmd hið bráðasta. Chiang Kai-shek og stjórn haus lliiin frsL Haukow. Ýmsir borgarhlntar stasda í bjðrtn báli og hörmoiigar ástand ríkir meðal borgarbfia i'; EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. Fregnir, sem bárust frá Shanghai í gærkveldi skýra svo frá, að framvarðasveitir japanska hersins séu nú að eins í fimm mílna f jarlægð, frá borginni Hankow. Herskip Japana eru einnig kom- in í nánd við borgina og halda þau uppi látlausri f all- ; byssuskothríð á ströndina og eru að flytja mikinn her- i styrk á land í grend við Wuchang. • Frá Hangkow berast þær fregnir að Chiang kai Shek og kona hans hafi farið þaðan um dagmálabilið í flug- vél, en ókunnugt er um ákvörðunarstað þeirra, en þó er talið líklegt, að þau munu haf a haldið til Chungking eða Yunnafnu, borga, sem eru lengra inn í landinu. Aðrir kínverskir embættismenn hafa yfirgefið borg- ina í nótt, og haldið einnig flugleiðis til annara staða. Um níuleytið í morgun berast þær fregnir að eldur breiðist óðfluga út um ýms borgarhverfi Hankow, einkanlega í þeim borgarhluta, þar sem Japanir hafa haft forréttindaaðstöðu og stórfeldar sprengingar heyrast altaf annað veifið. í verksmiðjuhverfum borgar- innar standa flest hús í ljósum Ioga og kínverskir hermenn vinna að því að sprengja upp og eyðileggja flugvelli borgaxinnar, þannig að aðstaða Japana verði sem erfiðust er þeir hafa náð borginni á sity vald. Allir þegnar Evrópuríkjanna hafa búið um sig í þeim borg- arhlutum, sem Englendingar og Rússar höfðu forréttindaað- stöðu í, en þau hverfi borgar- innar hafa bæði Kínverjar og Japanar viðurkent, sem hlutlaus svæði, þannig að lítil hætta er talin á því, að þeir borgarhlut- ar muni verða fyrir árásum. Stöðugur flóttamannastraum- ur hefir legið frá Hankow og til héraðanna, sem lengra eru inn í borginni, og eru hörmungar hins flýjandi fólks mjög átak- anlegar og skortur á flestum lífsnauðsynjum. United Press. 18 meni farast í flug- slysi í Astralíu. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Frá Melbourne í Ástralíu er símað, að ein af f ar- þegaflugvélum ástralska flugflotans hafi far- ist rétt utan við Melbourne, með þeim hætti, að hún muni haf a rekist á f jallstind vegna dimmviðris. Fjórir menn af áhöfn flugvélarinnar biðu bana og f jórtán farþegar. Nánari fregnir af slysinu liggja ekki fyrir. United Press. HITLER TEKUR Á MÓTI MUSSOLINI. Mussolini komí einkalest sinni til fjórveldraráðstefnunnar, en Hitler mætti honum á miðri leið, en fulltrúi hans, Hess, tók á móti honum í Brennerskarði. Myndin er tekin er þeir hittust. Mussolini og Hitler, og urðu þeir síðan samferða til Miinchen. FUMIKARO KONOYE, prins og stjórnarforseti í Jap- an, sem talið er að hafi verið andvígur sturjöldinni í Kína, en hafi orðið að láta undan kröfum herforingjanna. Hótaði hann í upphafi að segja af sér, en af því varð þó ekki. BARON v. FALKENHAUSENv þýskur hermálasérfræðingur, hefir verið ráðunautur stjórn- arinnar í Kína í hermálum, en var kvaddur heim til Þýska- lands. Hafði hann orðið Kín- verjum að miklu liði og biðu þeir óbætanlegt tjón, er þeir mistu hann úr þjónustu sinni. Roosevelt forseti Bandaríkj- anna hefir beitt sér mjög fyrir því að bæta hag almennings þar í landi, og hefir forsetinn full- yrt það oft og einatt að þriðj- ungur Bandaríkjaþegna væri „illa klæddir, illa f æddir og illa hýstir". Til þess að ráða bót á þessu hefir nefnd verið skipuð til þess að rannsaka þessi mál, og hefir hún beitt sér fyrir mjög ná- kvæmri skýrslusöfnun þessu viðvíkjandi og hefir heildarnið- urstaða nefndarinnar verið birt fyrir nokkru. Kemst nefndin að þeirri nið- urstöðu að % þegnanna hafi haft í tekjur á árunum 1935— 1936 kr. 2000.00 á ári. Helm- ingur þjóðarinnar hefir haft minni tekjur en kr. 4.600.00, % hlutar þjóðarinnar minna en kr. 6.400 og %0 hlutar hennar minna en kr. 11.000.00. Á hinn bóginn höfðu 2% þjóðai-innar tekjur sem námu kr. 22.000.00 eða meiru, en 1% hafði kr. 44.000.00 eða þar um- fram i tekjur á ári. Þær fjölskyldur eða einstakl- ingar, sem höfðu tekjur þar um- fram voru sem hér segir: Frá kr. Fjölsk. 220.000—440.000 . . 13.000 440.000—1.100.000 . . 4.000 1.100.000—2.200.000 .. 2.200.000—4.400.000 . . 916 240 87 yfir 4.400.000 Þjóðartekjurnar í heild svara til kr. 6.600,00 fyrir hverja f jöl- skyldu. „New York Times" ræð- ir nýlega þessi mál, og segir að nauðsyii beri til að draga úr mestu tekjunum með háum sköttum. Ofviðrið. Ofsaveður af suðlægri átt gekk yfir mestan hluta landsins í nótt og stóð langt fram á dag. Stórbrim var af völdum veð- ursins við suðurströnd landsins. Þegar er vitað um nokkurt tjón af völdum veðursins og brims- ins, er því var samfara. Grindavík: í nótt gerði af- spyrnurok af suður-suðvestri með stórbrimi og flóðhæð. Gekk sjórinn sumstaðar larigt upp á tún og bar á þau sand. Sjórinn náði og til nokkurra vélbáta, sem stóðu efst í naustum, kast- aði þeim til og skemdi meira og minna. Dréttaritari Vísis á Eyrar- bakka skýrði blaðinu svo frá í morgun, að nokkuru eftir miðjan dag í gær hefði vindátt- in breyst til batnaðar og dregið úr sjó meðfram ströndinni, þanriig að tjón hefði orðið lítið umfram það, sem getið var um hér i blaðinu í gær. Sjóvarnargarðar hafa skemst mikið og austan við Hraunsá hefir sjóvarnargarðurinn sópast burtu á allstóru svæði. Veður og sjó hefir nú Iægt að mestu. Frá Vestmannaeyjum símar fréttaritari Visis að veður hafi verið þar hið versta í gær, en engu tjóni valdið að öðru leyti en því, að trillubát sleit upp á höfninni og rak hann upp á Eiðið, og mun vera töluvert brotinn. Við Eyjar var sjór ó- venju úfinn í gær, enda er stór- streymt og þá brimmeira við Eyjarnar og súgur mikill í sund- unum. Bátar lágu allir við festar á höfninni, en vindáttin var þann- ig að ekki kom að sök. Dómarappóf í knattspyrnu. Á sunnudaginn munu a. m. k. sex menn ganga undir munn- legt próf i að dæma knatt- spyrnu. Prófdómarar verða þeir Guðjón Einarsson, Guðmundur Ólafsson og Jóhannes Berg- steinsson. Þeir, sem ganga undir prófið á surinudag, eru: Baldur Möller, j Brandur Brynjólfsson, Guð- I mundur Sigurðsson, Hrólfur Benediktsson, Jðn Magriússon og Þráinn Sigurðsson. Vilji fleiri ganga undir þetta próf, ber þeim að gefa sig fram við Guðjón Einarsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.