Vísir - 29.10.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 29.10.1938, Blaðsíða 2
V IS IR VÍSIR DAGBLAB Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Rauðu þingin KlNGUM rauöliða er nú lok- K ið.— Þingi kommúnista eða ný- socialista var slitið í fyrrakvöld og iiafði þá tekist að koma sam- an nafni á hinn „nýja flokk“. Á flokkurinn að heita hvorki meira né mhma en: „Samein- ingarflokkur alþýðu — Social- istaflokkurinn", að því er blað kommúnista skýrir frá í gær. Einnig segir hlaðið frá þvi, að tveir hafi verið kosnir formenn floklcsins og miðstjórnar hans, þeir Héðinn Valdimarsson og Brynjólfur Bjarnason. Mun ekki annáð hafa þótt hlýða, en að formennirnir væri tveir með tilliti til flokksnafnsins. Mun Héðinn einkum ætlað að hafa forystu fyrir sameiningunni en Brynjólfi fyrir socialismanum. Jafnmargir varaformenn voru kosnir eins og aðalformenn. í þær virðingarstöður voru kosn- ir þeir Einar Olgeirsson og Sig- fús Sigurhjarlarson. En auk þessara fjögra formanna og varaformanna voru sjö menn aðrir kosnir i miðstjórn flokks- ins, en flokksstjórnina skipa 33 menn. Annað eða meira cn þetta, lætur blað kommúnisía að svo stöddu ekki upp urn þingslörfin. Þingi uppgjafa-socialista.nna, þeirra Stefáns Jóhanns og fé- laga hans, var slitið í fyrrinótt. Hefir Alþýðublaðið sagt frá störfum þess þings undanfarna daga og lauk þeirri frásögn í blaðinu í gær. í beinu f'ramhaldí af þeirri frásögn tilkynnir Odd- ur Sigurgeirsson Iesendum blaðsins, að hann eigi 59 ára afmæli í dag. Segist Oddur einu sínni hafa verið „tekinn fastur“ óg síðan „dæmdur á Klepp“ fyrir að „húðfletta alt aftur- hald“. Fer þannig ekki illa á því, að afmælis Odds sé minst í sambandi við þetta þinghakl þeirra Stefáns Jóhanns. Ein af „ályktunum“ þessa þings er á þá leið, að „skora á ríkisstjórn og Alþingi að taka í sínar héndur hitaveitumál Reykjavíkur þar sem það hafi sýnt sig, að meirihluti bæjar- stjórnar þar sé þess algerlega ómegnugur að leysa það mál“. En þó að uppgjáfa-socialistarn- ir hér i Reykjavík hafi marg- sinnis gert sig að fíflum í aug- um alls almennings með svip- uðum ályktunum í hitaveitu- málinu, þá hefði mátt vænta þess, að þeir gerðu sér ekki leik að því, að óvirða „allsherjar-fé- lagsskap“ verkalýðsins í land- inu með því að skjalfesta í þing- tiðindum lians svo flónslegan dóm um mál, sem þann félags skap brestur öll skilyrði til að dæma um. En engin málsbót er þeim að þvi, þó að tilgang- ur þeirra með þessu hafi verið, að „húðfletta“ meiríhluta bæj- arstjórnarinnar i Reykjavik, að dæmi Odds Sigurgeirssonar, þegar hann var að „húðfletta alt afturhald“, og var „dæmdur á KIepp“ fyrir það. Einhverntíma kemur ef til vill að þvi, að Alþýðusamhandið á 59 ára afmæli, eins og Oddur á í dag, og þvi gefast þá einnig. tilefni til að líta yfir liðið æfi- skeið, eins og honum nú. Verð- ur þá margs að minnast, og meðal annars þessarar þings- ályktunar. En þó að það verði nú hvorki „tekið fast“ né „dæmt á Klepp“ fyrir þá á- ljrktun, þá er þó óvíst að það verði þá eins hróðugt yfir henni eins og Oddur er nú yfir afrek- uni sínum á liðinni æfi. Og cf til vill kynni þvi þá að þykja sem það hefði átt það skilið, að vera „dæmt á Klepp“ fyrir liana. Og þó er ekki með öllu synjandi fyrir það, ef það á að liggja fyrir fulltrúum þingsins mann fram af manni, að fara altaf heimskari lieim af þingi en þeir komu, að það fari þver- öfugt, og því verði haldið þeg- ar fram liða stundir. ÞjóSverjar reyna varn- arvirki Tékka. Þjóðverjar vinna að því vís- indalega að eyðileggja varnar- virki Tékka með stórskothríð og dynamitsprengjum. Á þann hátt munu þeir kynnast frönsku Maginotlínunni betur en Frakk- ar sjálfir, því að virki Tékka eru bygð eins og Maginotvirkin. Jarðsjálftamælar eru notaðir til þess að mæla titringinn, sem orsakast af hverri sprengingu undir fallbyssuturnunum úr stáli og steini. Fyrsta dynamitsprengjan er e. t. v. ekki nógu sterk, en þá eru notaðar sterkari, þangað til ein þeirra eyðileggur það sem til er ætlast. Þá vita Þjóðverjar hve mikið þeir þurfa af sprengjuefni til þess að eyðileggja eitt virki. Stórskotaliðið skýtur í sífellu á neðanjarðargöngin milli virkj- anna, og skotfærabirgðanna, sem eru neðanjarðar og það er aðgætt nákvæmlega, hver áhrif skotin hafa. Á þann hátt kom- ast Þjóðverjar að því, hvaða gerðir og stærðir fallbyssna þeir eiga að nota, til að hindra skot- færaflutning að virkjunum, Þegar hernaðarsérfræðing- arnir hafa kynst því, sem þeir þykjast þurfa, verða pólitískir fangar, sem safnað hefir verið saman í stærstu borg Sudeta, Reichenberg, látnir ljúka við að eyðileggja virkin. Fyrir mánuði síðan gortuðu sumir fanganna af því, að virkin myndi verða Verdun næsta stríðs. Tékkar munu ekki Ieggja nýjar jámbrautir í stað þeirra, sem nú liggja um land Þjóð- verja. Hraðlestin milli Prag og Briinn fær að fara um þýzka grund, en þýzk lögregla fylgir henni. (D. E. 19. okt.) Reykvíkingar! Á sunnudaginn kl. 5 e. h. gefst ykkur kostur á — eins og svo oft áður —, að sýna velvild ykkar og hugarþel til ungmenna og æskuiýðs þessa bæjar; því þá verður að til- hlutun Bræðrafélags Fríkirkjusafn- aSarins haldin samkoma, fjölbreytt að efni, til ágóÖa og eflingar kristi- legri starfsemi meðal barna og ung- linga safnaðarins. Er þess vænst, að allir. þeir, er nokkuð láta sig skifta heill og framtíðarvelferS æskulýðsins, Sæki þessa samkomu, og fylli kirkjuna svo, að helsf hvert sæti verði skipað. Væri slíkt ekki nema makleg viðurkenning til þeirra er fyrir þessu standa, auk þess, sem það er stuðningur við gott inálefni. Aðgöngumiðar verða að sjálfsögðu seldir í bókabúðum og við inngang- inn. Portúgal og Sambandsnýlendar Snðnr-Afrikn mpda með sér varnarbandalag gegn yfirgangi Þjóðverja Samkomulag nádist nm þetta millum Salazap og Pirow iiermálaFádiieFra Sudup-Afriku. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Fréttaritari United Press í Lissabon hefir það eft- ir öruggum heimildum að Portúgal ogf sam- bandsnýlendurnar í Suður-Afríku ætli að taka sín á millum upp nána samvinnu í því augnamiði að koma á.fót varnarbandalagi gegn Þjóðverjum, ef svo kunni að fara að þeir gerðu innrás í nýlendur þessar, eða reyndu að ná fyrri nýlendum sínum með hervaldi. Er talið að fult samkomulag hafi náðst í þessu efni í viðræðum, sem þeir hafa átt að undanförnu, Pirow, hervarnarmálaráðherra sambandsnýlendanna, í Suður- Afríku og Salazar, forsætisráðherra í Portúgal. f viðræðunum mun Pirow hafa haldið fast við þá ákvörðun stjórnar sambandsnýlendanna, að undir engum kringumstæð- um gæti það koinið til greina að Þjóðverjum yrðu afhentar hinar fyrri nýlendur sínar, en að öllum kröfum þeirra í þá átt yrði að hafna skilyrðislaust. Bauð Pirow Salazar að hann skyldi hlutast til um við stjórn sína að stjórnir sambandsnýlendanna í Suður-Afríku ábyrgðust að vernda og verja hinar portugölsku nýlendur Angola og Mozambique gegn hugsanlegum innrásum frá hendi Þjóðverja. I viðræðunum mun Salazar hafa lagt megináherslu á það, og fullvissað Pirow um, að það kæmi aldrei til greina að Portugal afhenti nokkurn hluta af nýlendum sínum til nokkurrar ann- arar þjóðar, hvað sem í boði væri. Portúgölsku nýlendurnar, sem að ofan greinir, eru næstar sambands nýlendum Breta í Suður-Afríku. Angola liggur á milli Kongo að norðan, Rhodesíu að austan og þýsku nýlendanna að sunn- an. Angola er að stærð ca. 1.200.000 km.2, en íliúar ný- lendunnar eru á 4. miljón. Helstu framleiðsluvörur ný- lendunnar eru: Maís, kaffi, sylc- ur, gúmmí og kokoshnetur. í jörðu er gnægð af kolum, kop- ar, járni og jarðolíu. Höfuð- borg nýlendunnar hefir verið frá árinu 1928 Nýja Lissabon, sem áður hét Humabo. Mozambique er um 700 þús. km.2 að stærð og liggur á milli Tanganyika að norðan, Rliodes- iu að vestan og Transvaal að vestan og sunnan. Fóllisfjöldi er ca. 314 miljón. Helstu fram- leiðsluvörur nýlendunnar eru: Sykur, maís og baðmull. Beira er höfuðborgin. Báðar þessar nýlendur hafa mikla þýðingu f-yrir Portugal vegna ln-áefna þeirra, sem það- an flytjast. United Press. Fjöldi stórhýsa í Mar- seille brenna til kaldra kola. Skjöl frönsku ráðherranna bjargast með naumindum. Þingi jsosíal- radikala-fiokksins frestað. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Stórkostlegur eldsvoði varð í miðhluta Marseille í gær og brann f jöldi húsa til kaldra kola, en margir menn slösuðust og nokkrir biðu bana. Eitthvert stærsta verslunarhús borgarinnar, Nou- velles Galeries brann til kaldra kola og Hótel Noailles gereyðilagðist, en þar mun eldurinn hafa komið upp. í þessu gistihúsi bjuggu þeir Daladier forsætisráð- herra Frakka, Bonnet utanríkismálaráðherra og Mar- chandeau fjármálaráðherra, og bar eldinn svo bráðan að, að með naumindum tókst lögreglunni að bjarga farangri þeirra, en þar á meðal voru ýms mjög mikil- væg skjöl, sem þeir ,höfðu haft meðferðis á fund radi- kalsocialistaflokksins, sem stóð yfir þar í borginni. Fjöldi af öðrum fulltrúum flokksins bjuggu í hótelinu og mistu margir allan farangur sinn í eldsvoðanum. Daladier bar fram tillögur á flokksþinginu í gær um það, að því skyldi frestað vegna þessa óvænta atburðar og var það samþykt, en mun væntanlega koma bráð- lega saman til funda að nýju. Seint í gærkveldi hafði slökkviliði Marseille og ná- grannaborga tekist að ráða bug á eldinum. Tjónið er gífurlegt, en ekki verður fullyrt neitt með vissu hve miklu það muni nema. United Press. BONNET OG DALADIER og sendiherra Frakka í London, Charles Corbin, yst til hægri á myndinni. V* vegna ágreinings um stofnun nýs ráðuneytis. — Á- greiningur þessi tefur endurskipulagningu stjórnar- innar, sem verður að vera lokið áður en þing kemur saman. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Bresku stjórninni virðist œtla að veitast nokkuru erfið- legra að ná samkomulagi um endurskipulagningu ráðuneytisins en menn höfðu búist við, en það veltur á miklu fyrir Chamberlain, að hafa einhuga stjórn að baki sér, er þingið kemur saman þ. 8. nóvember. Enda þótt stjórn hans eigi öruggan þingmeirihluta vísan veikir það aðstöðu Cham- berlain’s, ef framhald verður á því, að erfitt verður að ná sam- komulagi innan stjórnarinnar um mikilvæg mál, ekki síst á jafn viðsjárverðum tímum og núna, en breska þingið fær nu mörg stórmál til meðferðar, sem miklum deilum valda. Meðal þessara mála eru bresk-ítalski sáttmálinn, nýlendukröfurnar, vígbúnaðarmálin o. m. fl. Stjórnmálamenn í London eru þeirrar skoðunar, að allalvarlegur ágreiningur sé upp kominn innan stjórnarinnar. Samkvæmt því, sem United Press hefir fregnað, er stjórnin klofin vegna ágreinings um hvort nauðsynlegt sé, að sérstakt ráðuneyti hafi með höndum að sjá um, að nægar birgðir sé ávalt til af nauðsynjum og fara með yfirstjóm þessara mála. Vegna ágreinings þessa hefir enn ekki náðst samkomulag um endurskipulagningu stjórnarinnar sem búist var við að samkomulag mundi greiðlega nást um, en nú gæti svo farið, að erfitt yrði að ganga frá henni, áður en þing kemur saman, en á það verður lögð hin mesta áhersla af Chamberlain, að al- gert samkomulag náist Iim öll ágreiningsatriði, áður en þing kemur saman. LOFTVARNARRÁÐSTAFANIR 1 KAUPMANNAHÖFN. í hinum ýmsu borgarhlutiím Kaupmannaháfnar hefir verið komið fyrir loftvarnaklukkum, sem til heyrist i tveggja lriló- metra fjarlægð. Þegar er þær byrja að lála til sín heyra eiga borgarbúar að leita skjóls á stöðum þar sem þeir geta verið óliultir. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.