Vísir - 02.11.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 02.11.1938, Blaðsíða 2
V 1 S IR DAGBLAÖ Útgef andi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 ' Auglýsingastjóri 2834 Vcrö 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Féíagsprentsmiðjan h/f. Þakkir goldnar! I LÞÝÐUFLOKKURINN og Framsóknarflokkurinn eru ráðnir í því, að halda nú áfram stjórnarsamvinnunni, eins og ekkert hafi i skorist, þrátt fyr- ir klofning Alþýðuflokksins, og ætla að fara einir með völd í landinu fyrst um sinn, án nokk- urs stuðnings frá öðrum flokk- um. Það er alkunnugt, að þessir flokkar hafa ekki að baki sér nema um þriðjung kjósenda í landinu. Þeir geta því ekki far- ið einir með völd, án þess að brjóta svo freklega i bág við réttar Iýðræðisreglur, að hvergi mundi þolað í lýðfrjálsum lönd- um. En svo gagnsýrðir eru þeir af einræðisanda kommúnism- ans, sem þeir þykjast þó hafa hina mestu óbeit á, að þeir kyn- oka sér ekki við að halda þvi fram, að þetta sé nauðsynlegt, „til þess að vernda lýðræðið i landinu" { Flokksþing Alþýðuflokksins lýsti þvi yfir, að það liti svo á, að nú bæri að leggja „höfuð- áherslu" á það, „að berjast gegn einræðis- og ofbeldisstefn- unum og tryggja lýðræðið í Iandinu". Ög Alþýðuflokkurinn ætlar sér að „tryggja lýðræðið i land- inu", er meira að segja að „auka það og fullkomna", með þvi, á- samt Framsóknarflokknum, að taka að sér völdin og fara með stjórn landsins í umboði þriðj- ungs þjóðarinnar! En alveg á sama hátt fer kommúnista- fíokkurinn rússneski að því, að „tryggja lýðræðið" í Rússlandi, með atfylgi lítils minni hluta þjóðarinnar. En það eitt er „lýðræði" að hans dómi, að Kommúnistaflókkurinn ráði einn öllu, hversu lítill hluti þjóð- arinnar sem hann kann að vera. Og með sama hætti telur Al- þýðuflokkurinn það engu skifta, hve mikið eða litið kjósenda- fylgi stjórnarflokkanna kann að vera. En það eitt er „lýðræði", að hans dómi, að hann og Framsóknarflokkurinn fari með völdin! En til þess að finna þessu ein- hvern stað, hefir það verið „fundið upp", að Sjálfstæðis- flokkurinn sé einræðisflokkur, eða sé að verða það! Hann sé nú óðum að færast nær stefnu „nasista" og taka upp starfsað- ferðir þeirra! Hann hefir nú t. d. tekið höndum saman við kommúnista um að koma öllu á „ringulreið" í verklýðssam- tökunum, eins og „nasistarnir" í Þýskalandi hafi gert, er þeir voru að undirbúa valdalöku sína. Og fyrir þessar sakir verði að gjalda alls varhugar við því, að Sjálfstæðisflokkurinn geti haft nokkur áhrif á stjórn landsins. Þetta eru þakkirnar, sem sjálfstæðismenn fá fyrir allan þann stuðning, sem þeir hafa veitt Alþýðuflokknum í baráttu hans við kommúnista innan verklýðssamtakanna! Hverjum er það að þakka, öðrum en sjálfstæðismönnum í verklýðsfélögunum, að komm- únistar og Héðins-liðar urðu undir í þessum viðskiftum? Það er enginn vafi á því, að það var allsherjaratkvæða- greiðslan i Dagsbrún i vor, sem réði úrslitunum í þeirri baráttu. Ef Alþýðuflokkurinn hefði beð- ið ósigur i allsherjaratkvæða- greiðslunni í Dagsbrún, hefði hann einnig beðið ósigur í bar- áttunni um völdin í Alþýðusam- bandinu. Og þá væri Héðinn og kommúnistar þar allsráðandi nú. Alþýðuflokksmenn gerðu sér enga vQn um sigur i at- kvæðagreiðslunni. Þeir gerðu ráð fyrir því, að alt að % fé- lagsmannanna myndu greiða atkvæði með Héðni. En blöð Sjálfstæðisflokksins lögðust þá á sveif með Alþýðuf lokknum og Sjálfstæðismennirnir í félaginu björguðu málinu, svo að Al- þýðuflokkurinn bar sigur úr býtum í atkvæðagreiðslunni. En sá sigur hans olli straumhvörf- um í baráttunni um völdin í Alþýðusambandinu. Aðeins fyrir þá sök, að Sjálf- stæðisflokkurinn þannig sá aumur á Alþýðuflokknum í vesaldómi hans, hefir hann nú komist í þá aðstöðu, sem var skilyrði af hálfu Framsóknar- flokksins fyrir því, að halda á- fram stjórnarsamvinnunni við hann. Það sannast þannig á Alþýðu- flokknum, að „sjaldan launar kálfur ofeldi", þegar hann nú gefur í skyn, að „lýðræðinu" í landinu muni stafa hætta af samvinnu sjálfstæðismanna og kommúnista! Breyting á skipnn frðnskn stjðrnarinnar. EINKASKEYTI TIL VÍSIS London í morgun. Frá París er símað, að þær breytingar hafi verið gerðar á skipun frönsku stjórnarinnar, að Renaud, sem var dóms- málaráðherra, verði fjármála- ráðherra, en Marchandeau f jár- málaráðherra tekur við dóms- málaráðherraembættinu. Renaud hefir beðið um 5 daga frest til þess að ganga frá tillög- um til f járhagslegrar viðreisnar. Hann hefir lýst yfir því, að frankinn verði ekki feldur í verði. Þing socialdemokrata í Frakklandi kemur saman eftir nokkura daga til þess að ræða afstöðuna til ríkisstjórnarinnar. United Press. Bruninn mikli í Marseille. London í morgun. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. Leit hermanna og lögreglu í brunarústunum í Marseille, að líkum þeirra, sem farist hafa, heldur áfram. Enn hafa.4 lík fundist. Útför þeirra, sem hafa f arist, fer fram með mikilli við- höfn í Marseille n. k. mánudag. United Press. Stjórnarandstæðingar í Bretlandi bíða stórkost- legan ósigur i bæjarstjornarkosningnm Sosíalistar missa meiri hlutaaðstöðu i mörgum borgum. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morogun. Amánudaginn var fóru fram bæjarstjórnarkosn- ingar í áttatíu og þremur borgum í Englandi, en árlega gengur einn þriðji hluti fulltrúanna úr bæjarstjórnunum, og eru þá aðrir kosnir í þeirra stað. Kosningarnar hafa leitt í Ijós, að fylgi alþýðuflokks- ins hef ir stórhrakað. Síðustu tölur um kosningaúrslitin sýna, að alþýðuflokkurinn hefir fengið 85 fulltrúa kosna, en hefir tapað 93 sætum. íhaldsflokkurinn hefir unnið 63 sæti, en tapað 60, utanflokka hafa verið kosn- ir 65 f ulltrúar miðað við 55 f ulltrúa, sem áður skipuðu bæjarstjórnirnar. Frjálslyndi flokkurinn hefir fengið kjörna 15 fulltrúa, en hafði 20 fulltrúa áður í sömu kjördæmum. Það er athyglisvert, að alþýðuflokkurinn hefir mist meirihlutaaðstöðu f*bæjarstjórnum þeirra borga, sem hér fara á eftir: Burnley, Sunderland, Bristol, Leicester og Wakefield, og kom það mönnum á óvart með því að í þessum borgum höfðu jafnaðarmenn haft sterka meirihlutaaðstöðu. Samkvæmt þeim kosningum, sem fóru fram í Ox- ford virtist sem fylgi íhaldsflokksins færi rénandi, en þær kosningar voru sérstæðar að því leyti að allir stjórn- arandstæðingar fylktu sér um sama frambjóðanda, en það höf ðu þeir ekki gert í síðustu kosningum. Endanleg úrslit kosninganna liggja ekki f yrir, en tal- ið er víst, að engar verulegar breytingar verði frá því sem þegar er vitað, hvað heildarniðurstöðu snertir, og má því ætla, að stjórnarandstaðan sé ekki eins sterk og ýmsir hafa haldið, og stjórnarandstæðingar sjálfir hafa haldið fram. United Press. W wsmm V* * ftWftflrlSfeH i *'*v ¦ > ¦>?-•¦. t LANDSTJÓRI BRETA 1 PALESTINU, SIR HAROLD McMICHAEL hefir vandasamt og erfitt hlutverk með höndum, vegna hinna stöðugu óeirða í landinu. Sir Harold fór nýlega til London og ræddi við MacDonald samveldismiálaráðherra um Palestinu- málin. Var þá afráðið, að senda nýjan herafla til Iandsins. Sennilega verður að auka þann herafla enn meira og er yfir- flotaforingi Breta á Miðjarðarhafi kominn til Jerúsalem til við- ræðna við Sir Harold um enn auknar hernaðarlegar aðgerðir. Myndin hér að ofan er tekin af Sir Harold, konu hans og dóttur, i garði þeirra í Jerúsalem. ' ¦ ^'iM HIROHITO JAPANSKEISARI. Japanir slíta aliri samviimu við stoínanir Þjóðabanila- lagsins. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. Samkvæmt fregnum frá Tokio hefir verið haldinn fundur í einkaráði Japanskeisara, og sátu fundinn allir þeir embættis- og virðingarmenn, sem sæti eiga í ráðinu, en Hirohito keisari var sjálfur í forsæti. Var sú ákvörðun tekin á ráðsfundinum, að Japan skyldi slíta allri samvinnu við stofnanir Þjóðabandalagsins, en áður hafa þeir sagt sig úr Þjóðabandalaginu sjálfu og slitið við það allri samvinnu. Hefir gremja Japana í garð Þjóðabandalagsins farið vaxandi, ekki síst eftir þá samþykt Þjóðabandalagsins í septembermán- uði síðastliðnum, að hverri þjóð innan bandalagsins skyldi heimilt að styðja Kínverja beint eða óbeint í styrjöldinni gagn- vart Japönum. United Press.. Ghambeplain undirbýs* aðra fjórveldarádstefnu. Tillögur um afnám eiíurgassnoíkunar í hernaöi og bann vid árásum á varnar- lausar borgir. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er talið að Chamberlain muni hafa í hyggju að bera fram tvennar tillögur mjög bráðlega, sem miða að því að koma í veg fyrir styrjaldir og tryggja friðinn í Evrópu, í beinu framhaldi af f jórveldasam- komulaginu í Miinchen, og til þess að ganga úr skugga um hvort sá sáttmáli er þar var gerður geti orðið grund- völlur fyrir frekari samningagerðum meðal Evrópu- þjóðanna. Er Chamberlain kom til London frá ráð- stefnunni í Miinchen lýsti hann yfir því, að hann von- aði að hægt myndi verða að skapa frið og öryggi í álf- unni vegna Munchen-sáttmálans og í framhaldi af hon- um. TiIIögur þær, sem Chamber- lain mun bera fram er í fyrsta lagi: Að notkun eiturgass í hern- aði verði bönnuð, og í öðru lagi: Að þjóðirnar skuldbindi sig til að gera ekki loftárásir á óvíggirtar borgir eða á yarnar- lausa borgara, sem ekkert hafa til saka unnið, annað en að búa í óvinalandi. Tillögur sínar mun Chamber- lain leggja mjög bráðlega fyrir þá Hitler og Mussolini, og því- næst mun stofnað til annarar f jögraveldaráðstefnu, sem Bret- land, Frakkland, Þýskaland og Italía munu taka þátt í. Gera menn sér vonir um að tillögur Chamberlains muni fá góðar undirtektir hjá öllum þessum þjóðum og frekara ör- yggi verði trygt til handa al- menningi gegn ógnum styrjalda í álfunni. United Press.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.