Vísir - 04.11.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 04.11.1938, Blaðsíða 2
2 V 1 S I R Föstudaginn 4. nóvember 1938 OAGBLAÐ Utgcfandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Reynsla Dana œtli að verða oss að kenningu. Frjálsum inn- flutningi fylgir lækkað vöru- verð. Þjóðin verður að heimta breytingu á liinum heimskulegu innflutningshöftúm og liún verður að reka af höndum sér framsóknar-siðspillinguna, sem enginn lieiðarlegur maður getur lengur minst á kinnroðalaust. TIiof Thors í New York, Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Reynsla Dana JlANSKA blaðið „Berlingske ^ Tidende“ ritar 23. f. m. um innflutningshöftin þar í landi á þessa leið: „í sjö ár hefir ríkis- stjórnin framkvæmt víðtæk og harðsnúin innflutningshöft. Á einu ári hefir sannast með frjálsum innflutningi margra vörutegunda, að 40% af ákvæð- um haftanna mátti sleppa án nokkurs skaða á einn eða annan hátt. Sjö ára verðhækkunar- tímabil, sem ekki á sinn líka í sögu landsins, hefir með 12 mánaða frjálsum innflutningi reynst að vera fórn, sem al- menningur hefir fært skipu- laginu, án þess að fá nokkuð í staðinn sem réttlætti fómina“. Hinn 9. okt. s.I. birtir New York Tribune viðtal við Thor Thors alþingismann, sem þá var nýkominn til New York, til þess að starfa að undirhúningi Is- landsdeildar heimssýningarinn- ar í New York. í viðtalinu rekur Thor land- námssögu Islancls ogGrænlands, fund Ameríku og viðskifti Is- lands og Grænlands fram ^gftir öldum. Yfirlit þetta er mjög skýrt og greinargott, svo sem vænta mátti, en frá hendi blaðs- ins liefir svo slysalega til tekist, að í fyrirsögninni stendur, að írskur maður hafi fyrstur fund- ið Ameríku, en á auðvitað að vera íslenskur, og ber greinin það með sér að öðru leyti, þann- ig að á engan hátt verður um vilst. Leggur Thor megináherslu á . það, að þótt Leifur Eiríksson liafi verið norrænn, hafi liann eklci verið Norðmaður, heldur íslendingur og rekur sögu hans í aðalatriðum. Þetta eru mjög atliyglisverð orð. Þetta er reynsla dönsku þjótSarinnar á höftunum. Danir eru nú að komast að raun um það, að höftin hafa verið þjóð- arböl. Fyrir einu ári var inn- flutningur gefinn þar frjáls á fjölda mörgum vörutegundum. Innflutningur þessara vara hef- ir ekkert aukist en verðið hefir stórlækkað á hverri vöruteg- und sem gefin var frjáls. Hér á landi er þessum málum stýrt á annan veg. Hér ráða að- allega tvö sjónarmið, pólitískir hagsmunir annarsvegar og hins vegar glámskygni lítillar þekk- ingar. Höftin hafa liér aldrei náð tilgangi sínum. Þau sjö ár sém þau liafa staðið hefir gjald- eyris-ástandið farið versnandi með hverju ári. Aldrei hefir það verið jafn ilt og nú og aldrei hefir dýrtíðin verið meiri. Á liverju ári hefir verið tilkynt af fjármálaráðherra, að enn skyldi hert á höftunum. Samt hafa höftin aldrei verið fjær en nú að ná því marki sem þeim var sett, að ná greiðslujöfnuði við útlönd. Aldrei munu þau ná því. En þau hafa skapað og munu skapa dýrtið, sem engin verð- lagsnefnd getur bugað. Innflutningshöftin og öll sú spilling sem þeim er samfara, Ijóst og Ieynt, er þyngsti skattur sem nokkurn tíma hefir verið Iagður á þjóðina. Og lands- menn verða að standa undir þessari byi'ði frá ári til árs vegna þess að hinn pólitíski flokkur kaupfélaganna í land- inu notar höftin sem verkfæri til að útrýma allri kaupmanna- verslun og færa verslunina i liendur kaupfélaganna. Þau eru sem kunnugt er hinn pólitíski bakhjarl Framsóknarflokksins. Þess vegna eru nú félögin efld með innflutningshöftunum, þótt það kosti þjóðina milda fórn. Aldrei hefir og aldrei mun Framsóknarflokkurinn eignast aðra eins mjólkurkýr og inn- flutningshöftin. Hann græðir meðan þjóðin tapar. Bálfarir í Vepmalandi. I Karlstad hefir nýlega verið reist bálstofa — sú fyrsta í Vermalandi. Svo er til ætlast, að frá þessu nýja liúsi fari all- ar bálfarir fram — eins þó lík- ið væri jarðsett. I bálstofunni er líkgeymsla, til þess að fi-amliðn- ir þurfi ekki að standa uppi í heimahúsum; slíkt er mjög að leggjast niður erlendis. Bál- stofan í Iíarlstad er að öllu leyti rekin með rafmagni. Líkið er brent í rafmagnsofni, húsið er raflýst og rafhitað, hljóðfær- ið rafmagnsorgel (Hammond- orgel). í kapellunni era sæti fyrir 140 manns, og þykir það rúmgott, þar eð útfarir eru ekki eins fjölsóttar erlendis sem hcr á landi. Stofnunin var reist með for- göngu bálfarafélagsins í Karl- stad. Úr ríkissjóðnum sænska voru veittar 36.000 kr. til bygg- ingarinnar. Bálstofan var vígð af biskupinum Arvid Runestam þ. 8. sept. s. 1. að viðstöddu ýmsu stórmenni. — Uin kvöld- ið bauð bálfarafélagið og sókn- arnefndin til samsætis á einu hóteli bæjarins. Fluttu þar töl- ur dr. F. Bauer yfirherlæknir, og Vennerström landsliöfðingi í Vermalandi, sem margir ís- Iendingar munu kannast við. — Fyrir tíu árum voru að eins 3 bálstofur í Svíþjóð, nú eru þær 21, og nokkurar í smíðum. (Tilkynning frá Bálfarafé- lagi íslands. — FB.). H J ÚKRUN A RKVENN A- BLAÐIÐ er nýlega komið út. Flytur það m. a. minninagrorð um Guðnýju Jónsdóttur yfirhjúkr- unarkonu í Kristnesi, fyrirlestur eftir Kristinn Stefánsson lækni um „vitamin“ og niðurlag grein- ar Ilelga Ingvarssonar Iæknis um lungnaberkla, o. fl. o. fl. Þjóöverjar og Itatir ábyrgjast landa- mæri Sldvakíu og Ungverjalands. Nágpannaþjódipnip hefði skift landinu milli sin, ef samkomulag tiefdi ekki nádst í Miinchen. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Frá Prag er símað, að Tiso, forsætisráðherra Sló- vakíu hafi flutt útvarpsræðu í gærkveldi, í til- efni af því, að gerðardómurinn hefir verið upp kveðinn í deilu Ungverjalands og Tékkóslóvakíu. í ræðu sinni lýsti forsætisráðherrann yfir því, að ríkis- stjórnir ítalíu og Þýskalands hefðu tekist á hendur að ábyrgjast hin nýju landamæri Tékkóslóvakíu og Ung- verjalands. í ræðu sinni lýsti forsætisráðherrann ennfremur yfir því, að samkomulaginu í Munchen mættu Slovakar þakka það, að ríki þeirra var ekki bútað sundur. Hefði samkomulagið ekki verið gert, hefðu þær þjóðir, sem höfðu augastað á Slóvakíu, flýtt sér að hrifsa til sín hér- uð Slóvakíu, og mætti geta nærri hvaða afleiðingar það hefði haft, en þegar alt hefði verið um garð gengið hefði Slóvakía ekki lengur verið til. Um gerðardómsniðurstöðuna er það annars að segja, að engin þeirra þjóða, sem hlut eiga að máli, er ánægð með úrslitin. Eins og framanrituð ummæli bera með sér eru Slóvakar ánægð- ir yfir því, að þeir hafa þó ekki orðið ver úti en raun varð á, en þeir óttuðust um skeið að missa borgina Bratislava, sem Ung- verjum lék mjög hugur á að fá. En eins og eðlilegt er þykir Slóvökum og Rúthenum sárt að þeir hafa orðið að láta lönd og borgir í hendur Ungverja sem þeir töldu sér ómissandi. Ung- verjar hafa borið meira úr býtum en ýmsir ætluðu, en ekki nándar nærri eins mikið og þeir gerðu sér vonir um, því að þeir vildu fá Rútheníu og þannig land að Póllandi, en Þjóðverjar voru mótfallnir þeirri kröfu og náð hún því ekki fram að ganga. Pólverjar eru jafngramir og Ungverjar yfir, að þessari kröfu Ungverja var hafnað og í Varsjá er litið svo á, að þetta mál hafi ekki verið endanlega afgreitt. Er þó hæpið, að Pólverjar og Ungverjar hafi sig meira í frammi fyrst um sinn í þessu máli, þar sem ítalir og Þjóðverjar ábyrgjast, að hin nýju landa- mæri verði ekki skert. í Prag eru menn þeirrar skoðunar, að ýms mál, vandasöm úrlausnar, muni nú koma í Ijós, vegna þess hversu aðstaða Rutheníu verður erfið, einkum að því er samgöngur við aðra hluta hins nýja sambandslýðveldis snertir. Er 'nú unnið af kappi að endurskipulagningu á ýmsum sviðum og allir gera sér vonir um, að hið nýja sambandsríki komist sem fyrst á traustan grúndvöll. Verða sambandslýðveidin 3, lýðveldi Tékka, Slóvaka og Rúthena. íbúatala hins nýja sambandsríkis vérðúr um 10 miljónir en íbúatala Tékkóslóvakíu var 15—16 miljónir. | : United Press. LEBRUN RÍKISFORSETI Frakklands fór fyrir nokkuru til Bretagne og var mynd þessi tekin í Saint Brieuc, fornkunnri borg í Coees-du-Nord, er íhú- arnir þar fögnuðu lionum við komuna. Stúlkan með hvita höf- uðbúnaðinn er í þjóðbúningi kvenna í Brétagne. Sex manns,-tvö börn- brenna til bana. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgrun. Igær brann stór farþegabifreiðhjábænumCarcas- sonne á Suður-Frakklandi og brunnu sex manneskjur til bana. Þar á meðal voru tvö börn. Auk þess skaðbrendust fimm farþegar svo, að þeir munu bera þess merki alla æfi. Slysið vildi til með emkennilegum hætti. Bifreiðin var á all- hraðri ferð, er afturöxullinn hrökk í sundur. Flaug hjólið af við þetta og féll bíllinn niður þeim megin. Við höggið kviknaði í vara-bensíngeymi bílsins og skifti það engum togum, að hann varð alelda. Þeir farþeganna, sem næstir voru dyrunum björguðust út um þær, en flestir urðu að forða sér út um glugga bifreiðar- innar. United Press. Carcassonne stendur við ána Aude, 57 mílur enskar eða rúm- lega 90 kílómetra frá Toulouse og er hafnarborg við Canal du Midi. Eldri hluti borgarinnar stendur á hæð á hægra (syðri) bakka fljótsins, nýja borgin stendur á vinstri bakkanum. — Carcassonne er heimsfræg fyrir víggirðingar sínar, sem þykja gefa mjög rétta hugmynd um það, hvernig borgir voru víggirt- ar á miðöldum. Á múrunum eru 54 turnar og tvö hlið. Ibúatalan er rúmlega 30.000. Canal du Midi liggur frá Tou- louse til Miðjarðarhafsins við Warboune og er um 240 km. á lengd. Skurðurinn var grafinn á 15 árum, 1666—1681. Poncet sæmdur heiðursmerki. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. I.ondon í morgun. Lebrun, forseti franska lýð- veldisins, veitti áheyrn í gær Francois Poncet, sendiherra Frakka í Berlín þar til nú fyrir skemstu, en Poncet verður nú sendiherra Frakka í Rómaborg. Hafa Frakkar ekki haft þar sendiherra úm alllangt skeið, sem kunnugt er, og þar sem nú er verið að reyna að sætta Frakka og ítali, er það. talin mjög hyggileg ráðstöfún, áð Poncet verður sendiherra í Róm, en hann er í miklu áliti meðal Þjóðverja og hafði Hitler sjálfur mætur á honum. Lebrun sæmdi Poncet stór- riddarakrossi frönsku heiðurs- •( L * J ’v» j *' j T , , • < • . fylkingarinnar. United Press. Gamelín í eítirlits- ferð f Tanis. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Gamelin yfirhershöfðingi Frakklands og Darlan vara-að- miráll eru nú í eftirlitsferð um Tunis, nýlendu Frakka í Norð- ur-Afríku. Hafa þeir heimsótt ýmsar horgir og hvarvelna ver- ið tekið með lcostum og kynj- um. Víða hafa heiðursbogar verið reistir og horgirnar skrýddar á annan hátt þeim til heiðurs. Þeir Gamelin og Darlan heimsækja allar lielstu setu- liðsstöðvar í landinu. För þessi er talin munu styrkja taugarnar milli Tunis og Frakklands. í Tunis er mikill fjöldi ítalskra manna og liefir stund- um verið sagt, að Mussolini hefði augastað á Tunis. United Press. Kosningarnar i Englandl og Wales. Lokaniðnrstaða. Oslo 2. nóv. Lokaniðurstaða bæjar- og sveitarst j órnai’kosninganna í Englandi og Wales er nú fyrir hendi. íhaldsmenn liafa unnið 37 sæti, tapað 14, frjálslyndir unnið 14, taþað 16, Verklýðs- flokkurinn unnið 62, tapað 79, óliáðir unnið 40, tapað 41. — NRP—FB^ HERMDARVERK 1 ÞÝSKU SKIPI. ÞAÐ STÓRSKEMD IST AF VÖLDUM SPRENG- INGÁR. London i morgun. EINKASKEYTI TIL VlSIS. Frá Oakland í Kaliforníu er símað, að stórkostleg spreng- ing hafi orðið í þýska skipinu Vancouver“, sem er 8269 smálestir að stærð. Stór- skemdist það. — Sprengingin varð skömmu eflir að skipið lét úr höfn. Kom gat á hlið skipsins og heyrðist hvellur- inn Iangan leiðir. Var skip- inu siglt upp í fjöru eftir að sprengingin varð, því að ótt- ast var að það inundi sökkva. Er nú verið að slökkva eld- inn. Á skipinu var 60 manna áhöfn og 17 farþegar og greip menn felmtur mikill. Fjórir farþegar særðust. Nokkurir farþeganna urðu gripnir mik- illi taugaæsingu. Lögreglan er að rannsaka ívort um hermdarverk sé að ræða, vegna þess að maður, sem menn enn vita eklci deili S, símaði til fréttablaðsins Oakland Trihune, áður en sprengingin varð, og sagði að skipið mundi eyðileggjast af völdum sprengingar. United Press.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.