Vísir - 09.11.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 09.11.1938, Blaðsíða 2
VISIR OAG5LAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (GengiS inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Eftir skipun? AÐ hefir orðið mönnum nokkurt undrunarefni, að Alþýðuflokkurinn skyldi leggj- ast á móti því, að tillaga sú eða „krafa“, um aukinn innflutn- ing á byggingarefni og fjölgun manna í atvinnubótavinnunni hér í baaium, sem borin var undir allsherjaratkvæði Dags- brúnar, ásamt tillögum um breytingarnar á lögum félags- ins, yrði samþykt. Það er að vísu rétt, „að engum einasta manni var trygð atvinnubóta- vinna“, þó að hann greiddi at- kvæði með þessari kröfu, eins og Alþýðublaðið komst að orði á laugardaginn. Hinsvegar voru heldur ekki mikil líkindi til þess, áð nokkur maður mundi verða af atvinnubótavinnu, fyr- ir j>á sök, að hann hefði greitt atkvæði með kröfunni. Hefði því mátt ætla að samþykt kröf- unnar gæti að minsta kosti ekki orðið verkamönnum til neins ó- gagns. — En livers vegna var forystumönnum Alþýðuflokks- ins það þá kappsmál, að hún yrði ekki samþykt? Menn hafa tekið eftir því, að afstaða þeirra Alþýðuflokks- mannanna, gagnvart atvinnu- kröfum verkamanna, er nú yf- irleitt nokkuð á annan veg en áður. Hefir þetta m. a. komið í ljós í sambandi við kröfur bygg- ingamanna um innflutning á byggingarefni. Það er líka at- hyglisvert, að þegar samþykt var í bæjarráði að hefja at- vinnubótavinnuna í bænum nú í liaust, og bæjarráð 'ákvað tölu manna í vinnunni 50 af sinni liálfu í byrjun, i því trausti, að ríkisstjórnin stofnaði til vinnu fyrir jafnmarga menn samtím- is, svo að 100 menn samt. gætu orðið vinnunnar aðnjótandi þá þegar, þá sagði Alþýðublaðið þannig frá, að bæjarráðið hefði ákveðið að byrja atvinnubóta- vinnuna með 75 mönnum sam- tals af liálfu bæjar og ríkis. En með þessu gaf blaðið ríkis- stjórninni það í skyn fyrir fram, að það mundi ekki verða átalið af hálfu Alþýðuflokksins, þó að hún legði ekki fram fé til atvinnubóta nema að hálfu á móti bæjarsjóði, það sem eftir væri ársins, þó að venjan hafi verið önnur að undanförnu. Þessi afstaða Alþýðuflokks- ins er enn furðulegri fyrir þá sök, að það var einmitt Har- aldur Guðmundsson sem í ráð- lierratíð sinni vann sér það tif ágætis, að kema því til leiðar, að ríkissjóður stæði straum af atvinnubótavinnunni til jafns við bæjarsjóð síðari hluta árs- ins. Virðist svo sem flokks- mönnum Haralds hefði átt að vera það metnaðaratriði, að ekkert yrði gefið eftir af þvi, sem honum hafði tekist að vinna á, verkamönnum i bæn- um til hagsbóta. En í þess stað hafa þeir nú einmitt orðið fyrri til að bjóða tilslakanirnar fram, en rikisstjórnin að krefjast þeirra. Eða er það svo að skilja, að Alþýðuflokknum liafi verið sett það skilyrði fyrir áframliald- andi stjórnarsamvinnu við Framsóknarflokkinn og þátt- töku í ríkisstjórninni, að liann stilti öllum kröfum sinum, um fjárframlög úr rikissjóði til at- vinnuaukningar fyi-ir verkalýð- inn, mjög í hóf? Var það eftir skipun Framsóknarflokksins, að Alþýðuflokksmönnunum í Dagslirún voru gefin fyrirmæli um að greiða atkvæði á móti auknum innflutningi á bygging- arefni og fjölgun manna í at- vinnubólavinnunni? — Ef svo er, þá er heldur ekkert líklegra, en að samkomulag hafi verið komið á um það milli flokk- anna, áður en atvinnubóta- vinnan var hafin í haust, að helmingi færri menn yrðu í vinnunni af hálfu ríkissjóðs en hæjarins, það sem eftir væri ársins, og að algerlega verði fallið frá frekari kröfum á liendur ríkissjóði í þvi efni framvegis. Sj álfstædis- félög stofnuð í Gullbriugu— sýslu. Gunnar Thoroddsen kom í gær til bæjarins úr ferð um Gullbringusýslu. Stofnaði liann þrjú sjálfslæðisfélög, í Keflavík, Grindavik og Sandgerði. Sjálfstæðisfélag Keflavíkur- lnepps var stpfnað með 246 stofnendum. Formaður var lcos- inn Guðmundur Guðmundsson skólastjóri, en meðstjórnendur: Þorgrímur Eyjólfsson, Sigur- hjörn Eyjólfsson, Sigurgeir Guðmundsson og Ólafur Þor- sleinsson. Var félagið stofnað s.l. sunnudag. Sama dag var stofnað félag í Grindavik og voru stofnendur 41. Formaður var kosinn Tómas Snorrason en meðstjórnendur: Guðmundur Benónýsson, Jón Daníelsson, Ei- ríkur Tómasson og Jón Gisla- son. Á mánudag var stofnað í Sandgerði Sjálfstæðisfélag Mið- neslirepps, er nefnist Stefnir. Voru stofnendur 88. Formaður var kosinn Júlíus Eiríksson. Meðstjórnendur: Magnús Þórð- arson, Helgi Kjartansson, Páll ,Ó. Pálsson og Guðjón Eyleifs- son. Leikfélag Reykjavíkur: 1 návígi. Frumsýning á morgun. Leikfélagið hefir frumsýn- ingu á öðru leikriti sínu í vet- ur annað kvöld í Iðnó. Leikrit þetta er enskt, heitir „í návígi“ og er eftir U. Somin. Það er með nokkuð öðrum hætti en leikrit alment gerast, og hefir það ekki þótt síðra af þeim ástæðum, annarsstaðar þar sem það liefir verið sýnt. Aðalhlutverkin leika Soffía Guðlaugsdóttir og Indriði Waage. Ljósatími. bifreiða og annara ökutækja er þessa viku (til mánudagsmorguns) frá kl. 4.20 að kvöldi til kl. 8.05 að morgni. Roosevelt liefir áfram meiri hluta í þjóðþinginu. Lehman ríklsstjóri endurkosinn í New York-ríki. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. Fregnir frá New York í morgun herma, að þátt- takan í þing- og ríkisstjórakosningurium hafi hvarvetna verið mjög mikil. Kosið var í öll sæti fulltrúadeildar þjóðþingsins og í einn þriðja sæta öldungadeildarinnar, en einnig fóru fram ríkisstjóra- kosingar í 33 ríkjum af 48. Kosningaþátttakan var mjög mikil og var kosninga- hríðin víða afar hörð, einkanlega í New York ríki, vegna ríkisstjórakosningarinnar, svo og í Kaliforníu, einnig út af ríkisstjórakosningu. Kosningaúrslitin eru enn eigi kunn, en samkvæmt þeim úrslitum, sem kunn voru snemma í morgun hafa republikanir unnið nokkuð á — í fyrsta skifti síðan árið 1928 — en ekki nægilega til þess að hafa nokkur á- hrif á meirihlutaaðstöðu Roosevelts í fulltrúadeildinni. En við því mátti búast, að republikanir ynni eitthvað á, þar sem þeir hafa verið í stjórnarandstöðu lengi og þeir biðu herfilegan ósigur í forsetakosningunum síðast. Republikanar höfðu gert sér allmiklar von- ir um, að ríkisstjóraefni þeirra í New York næði kosningu. Þótti frambjóðandinn, Thom- as E. Dewey, sem er kunnur um Bandaríkin, fyrir harða baráttu gegn glæpamönnunum, í fyrstu mjög líklegur til að bera sigur úr být- um, eða þar til Lehman ríkisstjóri félst á að vera ríkisstjóraefni demokrata — í fjórða sinn. Og fram á síðustu stund bjuggust marg- ir republikanar við, að Dewey mundi sigra. Fullnaðarúrslit eru enn ekki kunn, en samkvæmt fregnum í morgun er víst, að Lehman náði kosningu og hefir Thomas E. Dewey þegar símað honum og óskað honum til hamingju. United Press. Hítier flyinr ræðu. Ný árás á Churchill og Duff Cooper. London, 9. nóv. FÚ. í ræðu, sem Hitler liélt í Munchen í gærkveldi, lýsti liann yfir því, að það væri jafnan sið- ur Þýskalands, að leita samn- inga fyrst, ef um ágreining væri að ræða, en ef Þýskaland næði ekki rétti sínum á þann hátt, þá beitti það hverjum ráðum, sem í valdi þess stæðu. Annars fjallaði ræðan að meslu um útbreiðslu nasismans cg Versala-samningana. Fór liann hinum hörðustu orðum um þá. Seinna í ræðunni réðist hann enn á Winston Cliurchill og Duff-Cooper og leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar, og sagði enn fremur, að hem- aðarundirbúningur gegn Þýska- landi væri nú að byrja. Hann sagði að Þýskaland krefðist einskijs af Bretum, nema riý- lendna, en það mundi ekki verða ófriðarefni, en hann fór um það allmörgum orðum, að hætta lýðræðisskipulagsins væri sú að þeir, sem' væm í stjórnar- andstöðu í dag, gætu verið komnir í sljórn á morgun og þess vegna þyrfti Þýskaland á- valt að vera við öllu húið af liendi Bretlands. Hann réði breskum stjórnmálamönnum til þess, að beita vitsmunum sín- um að því„ að x*áða frarn úr. á- slandinu í Palestínu, fremur en bollaleggja fjandskap við Þýskaland. AÐALSMAÐUR 1 MILANO SKYTUR FORNVIN SINN Á GÖTU ÚTI. Einkaskeyti til Vísis. London í morgun. Fi’á Milano er símað, að morð, sem þar var framið í gærkveldi á götu úti, veki hina mestu furðu um ger- valla Ítalíu. Hinn myrti var 70 ára gamall aðalsmaður, Luigi Trivulzio prins, af einliverri elstu aðalsætt borgarinnar. Morðinginn er annar að- alsmaður, fornvinur Trivul- zio, Lazzarini að nafni. Var liann handtekinn skömmu eftir að liann framdi morðið. Hann hefir enn ekki látið uppskátt hvers vegna hann drap Trivulzio. United Press. Verslunarmannafél. Reykjavíkur heldur fund í kvöld kl. 8.30 í Kaupþingssalnum. Fjölmennið! æðsti maður lierforingjaráðs franska flughersins, kom til London er ófriðarliættan var mest, til þess að ræða við breska herforingjaráðið um sameiginlegar hernaðarráðstafanir þjóð- anna. Hér á myndinni er Sir Kingsley Wood að bjóða hann velkominn til ráðstefnunnar. ítalskir flogmeim gera tilrann til þess að setja nýtt met á flogleiðinni Römaborg-Tokio. Afrek breskn Bngmannanna befir Ueypt ítðlnm kapp í kinn. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Frá Rómaborg er símað, að fimm ítalskir flugmenn hafi lagt af stað kl. 12.20 í nótt sem leið áleiðis til Tokio með viðkomu á ýmsum stöðum. Tilgangurinn með fluginu er að setja met í flugi á þessari leið. Flugmennirnir eru ekki úr flugher Itala. Það er kunnugt, að flugmálastjórn Italíu og Mussolini sjálf- ur eru þess mjög hvetjandi, að ítalskir flugmenn sýni nú hvers þeir eru megnugir. Eiga ítalir flugmenn góða og vilja leiðtogar flugmála á Italíu nú sanna fyrir öllum heimi, að þeir standi engum annara þjóða flugmönnum að baki. Mun það hafa hleypt hinum ítölsku flugmönnum kapp í kinn, er bresku flugmenn- irnir nú alveg nýverið settu nýtt met í langflugi, milli Egipta- lands og Ástralíu. Flugmennirnir fljúga fyrst til Damaskus, þaðan til Karachr (Iridlandi), Kalkútta, Hanoi (sem er nýtísku borg við svonefnda Rauðá í Franska Indókína, um 130 km. frá ósunum), Formosæ og þaðan til Tokio. Þar munu flugmennirnir hafa 15 klst. viðdvöl og fljúga svo sömu leið til baka. 1 Fregnin um flug þetta hefir vakið ánægju í Japan og telja Japanir, að ítalir sýni sér vináttu með því, að láta flugmennina fljúga til Japan. United Press. Oeoro VI heimsÉr KoosevelL Bretar vllja sætta Japana og Kínverja London, 9. nóv. FÚ. Nýtt þingsetutímabil hófst í Bretlaníli í dag og var þingið sett með mikilli viðhöfn, svo sem venja er til við slík tæki- færi. Konmigshjónin óku í hin- um gylta konungsvagni til þing- hússins og hafði mikill mann- fjöldi safnast saman á götunum til þess að horfa á þau og fylgd- arlið þeirra aka til þingliússins. Voru konungslijónin hylt af miklum mannfjölda. Hin hátíðlega setningarat- höfn fór fram í lávarðadeildinni og sat drotningin á vinstri hönd konungi ,er konungsræðan var lesin. í ræðu sinni tilkynti konung- ur, að hann hefði þegið boð Franklins D. Roosevelts Banda- ríkjaforsta um að koma í heim- sókn til Bandaríkjanna, meðan heimsókn konungshjónanna tií Kanada stendur yfir. bjinfrem- ur var boðað að Karl Rúmeníu- konungur kæmi í lieimsókn til Englands í yfirstandandi mán- uði, en lieimsókn Lebrun ríkis- forseta Frakklands mundi að líkindum eiga sér stað næsta vor. Þá var því lýst yfir í ræð- unni, að ríkisstjórnin væri reiðubúin til þess að gex*a til- raun til þess að miðla málum í styrjöldinni milli Japana og Kínverja. Auk þessara lilkynn- inga, sem allar vöktu mikla at- hygli, var í ræðunni gerð greirt fyrir þeim málum, sem ríkis- stjórnin leggur fýrir þingið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.