Vísir - 10.11.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 10.11.1938, Blaðsíða 2
V í S I R VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (GeTigið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Stéttaflokkar CVO er sagt að á fyrstu ár- ** um bifreiðanna hér í landi liafi mörgum góðum borgara óað við að ganga undir bifreiða- stjóraprófið, og einkum voru það brýrnar á Elliðaánum, sem ollu mönnum áhyggju. Einn bifreiðastjórinn lét svo um mælt, er hann var spurður að þvi, hvernig liann hefði komist yfir brýrnar, að bann vissi það eiginlega ekki, en hann hefði lokað augunum og gefið bensín, en prófið stóðst liann og það var nóg. Bifreiðastjórastaðan er erfið og kostar varúð á vegum öll- um, þótt það séu hlemmibraut- ir, en bifreiðastjórarnir verða að hafa augun opin, þrátt fyrir þreytu og vökur, ef þeir vilja skila farþegum sínum heilum i höfn. Þólt einstaka menn séu svo hepnir, að þeir standast iiif- reiðastjóraprófið með því að loka augunum og gefa bensín, þá myndi slíkt vera undantekn- ing frá reglunni, en ekki reglan sjálf. Öll próf kosta kunnáttu, en það eru til stöður, sem kosta engin próf og enga kunnáttu, og engin „ábyrgð er borin á far- þegunum“ úr því að af stað er komið. Þessu er svo farið með ráð- herrastöðurnar, og þar virðist það út af fjTÍr sig nægja „að loka augunum og gefa bensín“, en á öðru er ekki þörf eða þann- ig lita stéttaflokkamir á málin. Ráðherrar eru skipaðir af náð stéttaflokkanna og hver ráðherra ber ábyrgð gagnvart flokknum, en ekki þjóðinni. Það eru því flokksstjórnir, sem landinu ráða, og þótt þær séu minnihlutastjómir kemur þeim hagur meirihlutans ekkert við, ef liinum fámenna stéttarflokki þeirra vegnar vel. En ráðherr- arnir þurfa ekki annað, en loka augunum, — hitt kemur af sjálfu sér. Ef þeir loka augun- um fyrir rétti andstæðinganna og bera hann þannig fyrir borð, eru fylgismenn þeima ánægðir og ábyrgðin á farþegunum — þjóðinni allri — er engin. Ef þeir loka augunum fyrir að- steðjandi vandamálum lifa þeir sælír fyrir líðandi stund, og „láta það bara danka“, og hvað koma vandamálin þeim við, ef flokkurinn er ánægður. Og hvað kemur þeim það við, ef flokk- urinn er ánægður, þótt nokkrir af farþegunum falli af farar- tækinu og merjist undir hjól- unum — maður kemur í manns stað. Og þótt þetta verði örlög heilla stétta, kemur ný stétt i staðinn og hjólin snúast. Nei, — það er ekki bifreiða- stjórastaða að vera ráðherra. Sé ráðherrann þreyttur eða syfjað- ur fær hann sér dúr og vegur er neðan, vegur er ofan og veg- ur á alla vegu. En þótt ráðherr- ann loki augunum og sofi úr sér þreytuna, verður altaf ein- hver til að gefa bensín, — og svo gengur það. Þótt vegurinn sé ójafn og farþegarnir fái pústra og hrindingar er ráðherr- ann rólegur, því að ráðherrann sefur, en flokkurinn er ánægð- ur, ef hann fær að ráð stefn- unni í ófærunum. En þetta stéttarflokkaviðhorf og vegleysustefna fidlnægir ekki þörfum farþeganna, og þá er það þeirra að grípa i taumana og fá nýja stjórnendur að far- artækinu, sem beina því inn á betri brautir og jafnari. Þótt stéttárflokkunum frammi í líði vel, líður farþegunum aftur í illa, og þeir eru miklu fleiri og krefjast réttar síns. í siðuðít þjóðfélagi er það réttur fjöldans að forréttinda- klíkum sé kastað fyrir róða, en til þess þarf að útrýma ofbeldi minnihlutastjóma, sem byggja rétt sinn á réttleysisaðstöðu stéttarflokkanna gagnvart meiri liluta flokkum þjóðarinnar allr- ar. Þótt ráðlierrunum þyki gott að „loka augunum og gefa ben- sín“ unir þjóðin eklci slíkum aðförum til lengdar. Óvanalegt slys. Fjögurra ára barn, Svanborg dóttir Guðmundar bónda Guð- mundssonar að Litla-Kambi i Breiðuvík, lést með sviplegum hætti 7. þ. m. Barnið liafði nokkrum dög- um áður — eða 4. þ. m. — verið að leika sér að tæmdum skot- hylkjum úr fjárbyssu. Lét það þau í munn sér og hrökk þá hvlki niður i barkann. Barninu virtist þó lítið eða ekki verða meint við það. Læknis var vitj- að til Ólafsvíkur, en hann taldi sig ekki geta náð hylkinu og mælti svo fyrir að barnið skyldi flutt í sjúkrahús Fram á kvöld þ.. 7. þ. m. virtist barninu liða vel en þá fékk það tvær liósta- hviður og andaðist þegar. — (FÚ..). Ný fpímerki. í tilefni af 20 ára sjálfstæði íslands 1. des. n. k. verða gefin út 3 frimerki með mynd af hinni nýju háskólabyggingu í Reykja- vik, gildi 25, 30 og 40 aurar. Upplagið er 100000 af hverri tegund. Frímerkin verða til sölu á pósthúsunum og gilda til frí- merkingar á póstsendingar til 31. des. 1939. HAGSTÆÐUR VERSLUNAR- JÖFNUÐUR 3.2 MILJ. KR. Utflutningurinn í síðastliðn- um mánuði nam 8.226 þús. kr., en innflutningurinn 3.548 þús. kr. Útflutningurinn frá áramót- um til síðastliðinna mánaða- móta nemur 45.224 þús. kr., en innflutningurinn 42.072 þús. kr. Er því verslunarjöfnuðurinn hagstæður um 3.2 milj. kr. Á samá tíma í fyrra nam inn- flutningur 44.060 þús. kr. og út- flutningur 45.519 þús., og hag- stæður verslunarjöfnður þá 1.5 milj. kr. Fiskaflinn á öllu landinu var í lok október 36.235 smák, en í fyrra á sama tíma 27.356, en fiskbirgðir 1. nóv. námu 9.884 smálestum, miðað við fullverk- aðan fisk. Feikna gremja branst At um andlát von Rath barst þangað. Árásir á Gydinga verslanir í Berlin og viöar. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Von Rath sendisveitarritari í París andaðist í gær. Árásin á von Rath vakti hina mestu gremju í Þýskalandi þegar, er um hana varð kunnugt, og víða orðið æsingar og uppþot, sem hafa bitnað á Gyðingum. Þegar fregnin barst um andlát von Rath jukust æs- ingarnar um allan helming. í fyrstu var ætlað, að rík- isstjórnin mundi taka í taumana og koma í veg fyrir, að ráðist yrði á Gyðinga og eignir þeirra, en í þess stað yrði þrengt enn meira að kosti Gyðinga, með því að bola þeim út úr viðskifta og atvinnulífi. En í nótt voru gerðar múgárásir á verslanir Gyðinga í Berlín, án þess lögreglan hindraði það. Árásirnar voru skipulagsbundnar. Árásar- mennirnir skiptu sér í flokka og voru 5 í hverjum. Stóðu árásirnar yfir frá því kl. 2 til 4 í nótt. Rúður í gluggum verslananna voru brotnar í mél og varningurinn eyðilagður. í vesturhluta Berlínarborgar æddi múgurinn, vopn- aður járnstöngum, að skartgripa verslunum Gyðinga, braut rúðurnar og gereyðilagði silfur- og skartgripina í gluggunum. Múgurinn fór eins að í öðrum borgarhlutum. Giskað er á, að slíkar árásir hafi verið gerðar á um 200 verslunarhús. Lögreglan lét múginn fara sínu fram, án þess að hafa afskifti af, og voru engir árásarmanna handteknir. í Munchen var kveikt í Gyðingakirkju og mörgum verslunarhúsum Gyðinga, en eldurinn var fljótlega slöktur. United Press. 1 Þýskalaodi, er fregnir GÖTULÍF I HANKOW, sem nú er á valdi Japana. Ivinverjar vörðu borgina af mikilli lireysti, þar til Canton féll. Þá bilaði vörnin einnig við Hankow. Þýsk blöð krefjast þess að pólski unglingurinn, sem skaut von Rath sæti hinni þyngstu refsingu og sömuleiðis þeir sem hafa verið í vitorði með honum. Yon Ratli verður jarðaður í Þýskalandi, ef til vill á kostnað hins opinbera. Hitler hefir sent foreldrum hans samúðarskeyti. Forseti franska lýðveldisins, forsætisráðherrann og utanríkismálaráðherrann liafa allir sent samúðarskeyti til Berlinar í tilefni af þessum atburði. Þýska stjórnin er nú að liugleiða hvort hún eigi að krefjast þess að árásarmaðurinn verði framseldur, með því að árásin liafi átt sér stað í þýska sendiherrabústaðnum, sem megi teljast heyra undir þýsk lög. (FÚ.). nnnu meira á en búist var við. úrslitin talln mikill signr fyrir ðemokrata. en kosninga- Rooseveit og EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Fullnaðarúrslit kosninganna í Bandaríkjunum eru enn ekki kunn. Demokratar halda fyrirsjáanlega öruggum meirihluta í báðum þingdeildum. Eins og sakir standa hafa republikanar fengið 162 fulltrúa- deildarþingmenn kosna, en demokratar 253, og smáflokkar nokkura þingmenn. Enn er ófrétt um 17 þingsæti. Republikanar hafa bætt við sig fleiri þingsætum en búist var við, en það var alrnent talið eðlilegt, að þeir bætti við sig nokkurum tugum þingsæta. Mun það hafa styrkt aðstöðu þeirra, að stefna Rooosévelts í landbúnaðarmálum hefir ekki fallið bændum í geð, en í mestu landbúnaðarhéruðum landsins hefir fylgi Roosevelts hrakað, en í iðnaðarborgunum á hann jafn miklu fylgi að fagna og fyr. Enda þótt republikanar hafi aukið fylgi sitt meira en búist var við, er lítið á kosningaúrslitin sem mikinn sigur fyrir Roosevel og demokrata. United Press. Seinustu kosningatölur frá Bandaríkjunum er á þessa leið: Til öldungadeildar hefir Demokrataflokkurinn fengið 27 þingmenn kosna, Republikanar 11. Kosningafréttir eru ókomn- ar úr 2 kjördæmum. Til fulltrúadeildar hafa Demokratar fengið 258 þingmenn kosna, Repubhkanar 165. Ófrétt er úr 10 kjördæmum. Áf 32 landstjórum hafa Republikanar fengið 17 kjöma, Demokratar 15. Demokratar fengu landstjóra kjörinn í Kali- forniu og alla fulltrúadeildarmennina. Nýi landstjórinn í Kali- forniu, Culbert Olson, hefir ákveðið að náða Tom Mooney, en hann hefir setið í fangelsi í 22 ár. Var hann upprunalega dæmd- ur til dauða og gefið að sök að hafa kastað sprengju í SanFranc- isco, en dómi hans var breytt í ævilanga fangelsisvist. — (FÚ.). Oaggsókii Kioija Heria leir Kanton? Oslo 9. nóv. Kínverjar hafa byrjað mikla gagnsókn í Suður-Kína og hafa þegar náð góðum árangri. Her- afli Iíinverja i gagnsókninni er um 250.000 manns, en Japanir eru liðfærri. Það er nú talið, að sá mögu- leiki sé fyrir hendi, að Kinverj- ar nái Kanton aftur úr höndum Japana. London 10 nóv. FÚ. Japanskar flugvélar réðust í gær á Chung-King, þar sem kín- verska stjórnin liefir nú bæki- stöð sína. Er fólk þegar tekið að flýja úr borginni. Japanar lialda ]>ví fram, að kínverska stjórnin hafi nú eklci í höndum sinum meira land en það, að hvar- vetna sé hægt að ná til þess með árásarflugvélum. Nýtt hraðamet á Bergensbraut- inni. Oslo 9. nóv. Dagurinn í gær verður lengi talinn merkisdagur í járnbraut- armálasögu Noregs, því að þá fór járnbrautarlest milli Bergen og Oslo á aðeins 6 klst. 55 mín. en vanalegur tími er IOV2 klst. milli þessara borga. Milcið var um fagnað ,er hraðlestin kom til Bergen. Forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann voru með í ferðinni. — NRP—FB. adeins Loftur. Kamal Atatnrk taiinn af EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. Fregn frá Istambul í morgun hermir, að menn búist við, áð Kamal Ataturk gefi upp öndina þá og þegar. Hann hefir legið meðvitundarlaus frá því snemma í morgun. United Press. * rranco hefir tekið ytir 56 norsK skip. Oslo 9. nóv. Herskip Franco hafa alls tek- ið 50 norsk skip og flutt til liafna á Spáni og í spænska Marokko, segir í grein í Norsk sjöfartstidende í dag. NRP—FB. ísing veldup tjöni, Aðfaranótt síðastliðins sunnu- dags gerði afápmikla og óvenju- lega ísingu á Suðurláglendinu, einkum í Ölfusi og Flóa. — Á svæðinu framanvert við Ing- ólfsfjall og vestur að Hvera- gerði brotnuðu nál. 50 staurar og allar Mnur slitnuðu og lögð- ust niður á þeirri leið. Einnig varð innanbæjarkerfið á Eyrar- bakka fyrir miklum skemdum. Þá urðu allmiklar skemdir í Mýrdal fyrir vestan Vík — brotnuðu þar einnig staurar og linur slitnuðu og lögðust niður. Loks urðu skemdir á linum milli Ölfusár og Minni-Borgar og staurar brotnuðu nálægt Kiðjabergi. Viðgerðir hafa staðið yfir undanfarna daga, en er ekki lokið til fullnustu. FÚ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.