Vísir - 11.11.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 11.11.1938, Blaðsíða 4
4 Ví SIR Blúsur. Konur hafa lengi notað blús- ur, sem hversdagsklæðnað og þykja þær altaf mjög lientugar. Samkvæmt nýjustu tískufrétt- um eru þær notaðar nú jöfnum höndum á eftirmiðdögum og á kvöldin, en þá eru þær úr fínni efnum og iburðarmeiri t. d. „Lame“ eða grisjuðum efnum. Þau eru skreytt með gull- eða silfur-ívafi, eða með silki, flau- eli eða ullarefni. Hér á myndinni lengst til vinstri er mynd af blúsu, sem er úr ljósrauðu og blágráu „crepeefni“ og eru þessir litir skeittir saman á einkennilegan hátt, eins og myndin sýnir best. Ermarnar eru þröngar og hneptar að framan með litlum hnöppum klæddum úr sama efni og er í blúsunni. Þá er blúsa úr röndóttu „satini“, svörtu og hvítu, en blúsan er hnept á hliðinni með þremur gríðarstórum hnöppum, sem eru upphleyptir, en af ólíkri gerð. í hringnum er fyrri myrídin frá „Patou“, úr hvítu satini, lió í hálsinn og eru hnapparnir á blúsunni klæddir með sama efni og er slaufa saumuð á liana einnig úr sama efni. Hin blúsan er úr himinbláu efni með tveim- ur stórum vösum. Til hægri á myndinni er blúsa úr svörlu grysjuðu efni, með ásaumuðu hvítu efni. Blús- an er linept á bakinu og blað- mynduð næla (clips) með glitr- andi steinum, er notuð í liáls- málið. Að síðustu er blúsa úr svörtu grisjuðu efni, sem er felt þannig, að svartar rendur koma fram í efninu, þrjár og þrjár saman. Að framan er blúsan pi-ýdd stórri slaufu (ja- bot) úr sama efni (grysjuðu) og er hún prýdd mislitum silkideplum. Nýkomnar DflmntBsknr, tlskulltir og skino. Allskonar buddur, seðlaveski, skjalatöskur, skíðatöskur og fleira. — Hentugar tækifærisgjafir. — Lítið í gluggann. Hljódfæraliúsid. Allar fáanlegar músikvörur. GOLD MEDAL í 63 kg. sekkjum, fæst bjá l I MJALLHVlTAR- T I S K A. Walt Disney hefir gert teikni- mynd af Mjallhvít og dvergun- um og hefir myndin þegar verið sýnd í New York, London og Paris, en nú er verið að sýna hana í Danmörku. Alstaðar hef- ir myndinni verið svo vel tekið, að slíks munu fá dæmi, og hefir, hún sett svip sinn á tískuna, að því leyti, að ýmsir munir t. d. súkkulaði, sápa, hattar, klútar o. m. fl. er með áprentuðum myndum af Mjallhvít og dverg- ununi i mjög sterkum litum. Leikföng barnanna mótast einnig af þessari Mjallhvítar- kvikmynd, og fást þau í miklu úrvali í öllum leikfangabúðum erlendis. Um mynd þessa er annars það að segja, að jafnt ungir sem gamlir, karlar sem konur, ljúka á hana mesta lofsorði, enda hefir verið vel til hennar vandað. Hefir verið unnið að henni í þrjú ár af 470 teiknur- um, sem höfðu gert um 2 mil- jónir smámynda áður en mynd- in var fullgjör, og 80 manna hljómsveit hefir annast undir- leikinn í myndinni, en lögin bafa náð niiklum vinsældum víða um lönd. HÚSRÁÐ OG HEILLARÁÐ .... Eyða má vörtum með því að væta þær daglega með hreinni edikssýru, eða núa þær með krít eins oft og því verður við komið. .... Asíur og agurkur má geyma óskemdar í ediki með því að hafa það mikiirn edikslög á þeim, að hann fljóti yfir þær, þannig að loft komist ekki að þeim. Sykur á að setja í löginn við og við. . . Best er að pressa safa úr berjum með því móti, að setja berin í pentudúk og draga hornin í gegnum pentudúks- hring og herða hæg't að berjun- um með hringnum. .... Rauðvín er ósvikið, ef hvítt band verður blátt, sé því dyfið ofan í vínið. Verði það rautt er litarefni sett í vínið. .... Heit egg má slcera í sneiðar, án þess að þau molni, ef hnífurinn, sem þau eru skor- in með, er hitaður. .... Kvöldkjóla á ekki að kaupa i dagsljósi. .... Blekblettum er best að ná úr með sítrónsýru. Föstudaginn 11. nóvember 1938. AthDgifl Úrval af dömuhöttum í mörgum litum. — Einnig lúffur á börn og fullorðna. Glófinn, Kirkjustræti 4. Úviðjafnanlegt við hverskonar hrein- gerningar. Aðeins 45 aura pakkinn. SALTFISKUR, VEL FRAM REIDDUR. Takið beinin úr hinum heita soðna saltfiski og setjið fiskinn á fat, sem haldið er heitu yfir gufu, setjið soðnar kartöflu- sneiðar kringum fiskinn á fat- inu, setjið lauksneiðar ofan á hann og þekið þær með eggja- sneiðum og stráið pipar yfir. — Hellið nógu af bræddu smjöri yfir og prýðið réttinn með Per- sille. SANDKAKA. 250 gr. smjörlíki 250 gr. sykur 125 gr. hveiti 125 gr. kartöflumjöl 3 egg. Sykur og smjörlíki er hrært í 20 mín., eggjarauðurnar og livíturnar eru þeyttar saman og settar í, smátt og smátt, og hrært vel í. Hveiti og kartöflumjöl er blandað saman og sett saman við og aðeins látið samlagast, en ekki brært lengi. — Bakað við hægan hita í eina klst. Köflóttar Peysnr á fullordna og börn í mikln úrvali. PRJÓNASTOFAN H L í N Laugavegi 10. PIROLA Vesturgötu 2. Gef fótsnyrtingu með baði og nuddi, tek af vörtur og harða húð. Sími 4787. ÞÓRA BORG. úr galalite, ýmsir litir, 10—40 cm. Venjulegir með keðju 12— 40 cm. Dregnir niður úr 35—40 centimetrar. VE8TA Laugavegi 40. Haustfrakkar og Vetrarkápur kvenna • Mjög fallegt úrval. Nýjasta tíska. Lágt verð. Verslun Kristlnar Signrðardóttnr. Laugaveg 20 A. Sími 3571. )* Vel klædd kona veit það að síðan farið var að greiða hárið frá andlitinu og hálsinum, þarf að gæta hans vel. Alsilkftklútu p er nauðsynlegur innanundir skinnkraganum. HATTABÚÐIN AUSTURSTRÆTI 14, uppi. — GUNNNLAUG BBIEM.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.