Vísir - 12.11.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 12.11.1938, Blaðsíða 2
V í S I K VÍ3IB DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H/P. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Minnihluta- stjórn. C'átt verður þjóðinni jafn dýrkeypt til lengdar og máttvana, hikandi ríkisstjórn. Síðustu árin hafa fært lands- mönnum heim sanninn um það. Þótt svo eigi nú að lieita, að vér höfum einlita framsóknars tj órn, þá situr hún af náð nokkurra þingmanna jafnaðarmanna, sem að líkindum eru nú svo fylgislausir að þeir mundu ekki ná kosningu til þings. Aðstaða ríkisstjórnarinnar til að fara með völdin í landinu er svo hæpin, að hver einasti réttsýnn, lýðræðissinnaður stjórnmála- maður mundi telja skyldu sína, að afsala völdunum í hendur mönnum er liefði þinglegan og þjóðlegan meiri liluta að baki, eða rjúfa þing að öðrum kosti. En núverandi ríkisstjórn skort- ir mjög átakanlega glögt auga fyrir öllum slíkum lýðræðissið- um. Sterk stjórn getur tekið föst- um tökum á málunum, á þann yeg er henni þykir best lilýða. En vanmáttarkendin hefir auð- kent stjórn Framsóknarflokks- jiis frá öndverðu, enda hefir flokkurinn orðið að aka seglum eftir því hvernig blásið hefir í herbúðum sósíalista. Áður hafa vandræðin stafað af þvi að jafnaðarmennirnir þóUust milc- ils megandi. Nú munu vandræð- in stafa af því að þeir eru lítils megandi og í litlu áliti hjá þjóð- inni. Með slíkum bandamanni er erfitt að halda uppi málefna- baráttu í andstöðu við meiri hluta þjóðarinnar. Því hefir stundum verið hald- ið fram, að hverjum heiðarleg- um stjórnmálamanni væri skylt að gæta þess að réttur minni hlutans sé ekki fyrir borð bor- inn. En hér á landi er nú réttur meiri hlutans að engu virtui’, með því að landinu er stjórnað að geðþótta flokks, sem er í al- gerðum minni hluta með þjóð- inni. Menn gerast nú Iangþreytt- ir á slíkum stjómarháttum, einkum þegar þegnréttur manna er gerður misjafn eftir því hvar þeir standa í flokki. Meiri lilutinn lætur ekki kúg- ast til lengdar af minni lilutan- um. Slíkt getur haldist um stundar sakir. Þótt valdliafarn- ir troði fylgismönnum sínum í öll embætti, sem losna, þótt þeir ýti andstæðingunum úr öllum trúnaðarstörfum, þótt þeir brjóti á þeim lög og rétt, þá verða slíkir valdhafar að síð- ustu Iéttvægir fundnir og þeim verður vikið til hliðar af þjóð- inni sjálfri. Þeir gleymast fljótt, en sá usli sem þeir gerðu í þjóðlífinu með hlutdrægni og óstjórn, er lengi að jafnast. Þjóðin hefir nú vanmáttuga minnihluta stjórn. Erfiðleik- arnir eru á allar hliðar. Aldrei hefir landsmönnum verið meiri þörf en nú á sterkum tökum og ákveðinni stefnu í þjóðmálun- um. Þeir, sem undanfarið hafa í blindni fylgt ríkisstjórninni að málum, eru smátt og smátt að komast að raun um, að stefna þeirra er röng. Vandræðin auk- ast stöðugt meðan sú stefna ræður. Ef satt væri það sem ráðherrarnir hafa haldið fram undanfarin ár um árangur af stefnu þeirra og aðgerðum, þá ætti að drúpa hér smjör af hverju strái. Engin vandræði og nógur gjaldeyrir ætti hér að vera. En hér er nú alt komið úr skaftinu og alt í öngþveiti og’ ráðleysi. Framsóknarmönnunum ætti að skiljast, að slíkt vansæmdar- ástand er engum til gagns en öllum til bölvunar. Þeir ætti að ihuga hið fornkveðna, að betra er að fá skjóta sæmd en langa svívirðing. Hásfeölafyrirlestrar Jean Haapt. Seinustu tvo háskólafyrir- lestra sína um franskar bók- mentir á 19. öld helgaði lir. Jean Haupt skáldsagnahöfundinum Benjamin Constant, en það verk lians, sem gerði liann heims- frægan, er skáldsagan „Adolf“, og hennar Vegna mun nafn Benjamins Constant lifa. Benja- min Constant var -fæddur 1765, d. 1830, og var hann einnig kunnur sem stjórnmálamaður. Hr. Jean Haupt gerði í fyrstu nokkura grein fyrir helstu ævi- atriðum hans, lýsti veilunum i lyndiseinkunn hans og hinu mótsagnakenda í fari lians, og þar næst gerði hann ítarlega grein fyrir hinu einfalda, en hugðnæma og sígilda verki hans, skáldsögunni „Adolf“, söguhetjunum tveimur, elskend- unum, sem skorti hæfileika til þess að g;eta skilið livorn annan og ollu hvor öðrum þjáningum, án þess að vilja það í raun og veru, og gátu ekki, þrátt fyrir ástina, fundið leið til sameigin- legrar hamingju. Las sendi- kennarinn ýmislegt upp úr sög- unni. Hr. Jean Haupt er óvanalega snjall fyrirlesari, fjörlegur og hressilegur, talar létt, einfalt mál, sem auðvelt er að skilja, jafnvel fyrir byrjendur. Er því hér um óvanalegt tækifæri að ræða til þess að heyra gott mál og snjalt, enda hefir það verið notað af þeim, sem hafa lært og eru að læra frönsku hér. En sérstaklega er vert að benda þeirn, sem eitthvað liafa komist niður í málinu, á að láta þessi tækifæri ekki ónotuð. Næsti háskólafyrirlestur er á föstudag i næstu viku. Áheyrandi. í tilefni af 20 ára afmæh dansk-íslensku sambandslag- anna verður sérstakri atliöfn útvarjiað af danska útvarpinu 1. des. n. k. Athöfnin liefst kl. 17 eftir íslenskum tíma og flytja þeir þá ræður Stauning forsæt- isráðherra og Sveinn Björnsson sendiherra. Á eftir verður leik- Vopnahlé í Palestinu? HOfaðleiðtogi arabiskra DppreisUrmasDa býst til að stfiðva hermdarverkia, en vill fá sæti á LúndónaráðstefaBDiii. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Fregn> sem Daily Herald flytur í morgun, vekur mikla athygli. Hún er þess efnis, að stór- muftinn af Jerúsalem» sé reiðubúinn til þess að gera þá tilslökun við Breta, að fyrirskipa, að Ar- abar hætti öllum mótþróa sínum gegn þeim, í Pale- stinu, svo fremi að Bretar fallist á, að stórmuftanum Verði boðið til London. Fregn þessi til Daily Herald er símuð frá Beirut í Sýrlandi, en sórmuftinn er ramasti og áhrifamesti andstæðingur Breta meðal Araba. Lagði hann á flótta til Sýrlands og hefir skipulagt þar undirróðurs og hermdarverkastarfsemina í Palestinu. í gær bárust fregnir um það frá Damaskus, að „land- varnaráð Palestinu“, sem Arabar hafa stofnað og hefir höfuðstöð sína í Damaskus, hefði hótað Bretum almennri uppreist Araba gegn Bretum, ef þeir félli ekki frá skilyrðum sínum fyrir þátttöku í ráðstefnu þeirri um Palestinu* sem þeir ráðgera að halda þar. Vilja Arabar semja um deilumálið við Breta, án íhlut- unar Gyðinga, þjóðabandalagsins og annara. Malcolm MacDonald, samveldis- og nýlendumála- ráðherra sagði fyrir nokkurum dögum í neðri mál- stofunni, að á Lundúnaráðstefnuna um Palestinu- málin yrði ekki boðið þeim fulltrúum Araba, sem á hefði sannast undirróður og hermdarverkastarfsemi, en meðal þeirra væri fremstur í flokki stórmúftinn af Jerúsalem. Hinsvegar verður boðið á ráð- stefnuna fulltrúum nágranna- ríkjanna, Egiptalands, Saud- Arabíu, Yemen o. s. frv., en ekki nágrannaríkjunum, sem Frakk- ar ráða yfir. Þeim og öðrum að- ilum, svo sem Þjóðabandalag- nu og Bandaríkjunum, er láta málið og lausn þess sig miklu skifta, verður gefinn kostur á að fylgjast sem best með í öllu, sem fram fer. Það væri ákaflega mikilvægt, ef vopnahlé yrði sarnið í Pale- stinu, meðan ráðstefnan fer fram. En hvort Bretar geta nú, eftir yfirlýsingu MacDonalds í neðri málstofunni, þegið boð stórmuftans, er annað mál. United Press. HERTOGINN AF WINDSOR OG FRÚ HANS. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Lundúnablaðið News Chronicle birtir fregn um það í morg- un, eftir góðum heimildum, að hertoginn af Windsor, þ. e. Játvarður fyrrv. Bretakonungur, og frú hans (áður Wallis- Warfield Simpson) ætli að setjast að í Bretlandi innan skamms. Talið er líklegt að þau ætli að setjast að i Fort Belvedere, þar sem hertoginn bjó áður. Munu þau hjónin þá dveljast framvegis ýmist á meginlandinu eða í Bretlandi. Hertoginn af Windsor (Játvarðup fyrrv. Bretakon— ungur) og fru tians setjast að í BretlandL TJón Gyðinga í Þýskalandi vegna árásanna nemnr tog- nm mlljóna rikismarka. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Berlínarfregnir í morgun herma, að giskað sé á að tjónið af árásunum á hús og verslanir Gyðinga nemi 13 miljónum ríkismarka, í Berlínarborg einni, og er þá ekki meðtalið tjón Gyðinga af því, að kirkjur þeirra voru brendar. Það verður enn ekki farið nærri um það hvað tjónið verður mikið um alt Þýskaland, en það má gera ráð fyrir, að það nemi tugum miljóna ríkis- marka. United Press. Hý stjórs í Tyrklandi. London í morgun. Stjórnin í Tyrklandi hefir verið endurskipulögð að fyrir- skipan Ishmet pasha, hins nýja forseta. Það vekur mikla undr- un, að Rushdiaras utanríkismálaráðhen*a verður forsætis- ráðherra. • Shukri dómsinálapáðherra verður utanríkismálaráðlierra, en Hilmi Ural dómsmálaráð- herra. Hinn nýi innanríkisráð- herra heitir Sliukra Kaya. Rush- diara bafði verið utauríkismála- ráðherra frá 1925. Útför Kemals Ataturks fer fram fimtudag eða föstudag í næstu viku United Press. inn þjóðsöngur íslands. Síðar spilar útvarpsbljómsveitin ís- lensk lög og loks fer fram upp- lestur úr íslenskum bókment- um. íslendingafélagið í Kaup- mannaliöfn hefir ákveðið að minnast dagsins með skemti- samkomu í liúsakynnum iðnað- armannafélagsins. Hefir Frið- rik ríkiserfingi og Ingrid kona hans lofað að koma þangað — - (FÚ.). Það er að sjálfsögðu einnig mikið umræðuefni Lundúna- blaðanna, sem nú ræða áform hertogans á ný, að hertoginn af Gloucester, bróðir hans, og her- togafrúin af Gloucester, heim- sóttu hertogann af Windsor í gær og frú hans, í París, en her- togahjónin af Gloucester eru nú á heimleið frá Afríku. Hafa þeir bræðurnir ekki hist frá því er Játvarður afsalaði sér konung- dómi. Vekur það að vonum mikla eftirtekt, að sættir eru nú að komast á út af þessu máli innan bresku konungsfjölskyld- unnar. United Press. Hinxi xxýi for- s©ti Typkja. Ismet Ineunu, hershöfðingi. Ismet Ineunu, sem kosinn var einróma forseti Tyrkjaveldis í gær, er fæddur árið 1880 í Mala- tíu i miðri Anatoliu. Hann var millistéttar, en ákvað þegar á j unga aldri að gerast hermaður og gekk á liðsforingjaskólann i Istambul. Þegar hann var bú- inn í skóla barðist liann í báð- um Balkanstyrjöldunum og gegn ítölum í Tripolis. I heims- styrjöldinni var hann formaður herforingjaráðs annars tyrk- neska hersins, sem barðist gegn Bretum undir stjórn Allenbys í Palestinu. Eftir ófriðarlokin varð liann undirliermálaráðherra — Izzel Paslia, marskálks, var hermiála- ráðherra —en flúði Istambul ár- ið 1920, þegar stórvesirinn Da- mad Ferid reyndi að bæla niður þjóðernishreyfingu Anatolíu- l)úa. Gekk hann þá í flokk með Mustafa Kamal og skipulagði lierlið þjóðernissinna. Ineunu stóð ávalt við hlið Ataturks, hvað sem á dundi og hann var höfundur 5 ára áætl- unarinnar, sem beindist að því að bæla lifnaðarháttu lands- manna. Hann tók járnbrautar- kerfið og barðist með lmúum og hnefum gegn fáfræði lands- manna. Einna mesti sigur Ineunus var að fá alla liina útlendu bandamenn Vahiddedins til að liverfa af tyrkneskri grund, skilyrðislaust. Síðar var hann foringi sendinefndar Tyrkja til Lausanne. Hinn 29. okt. 1923 var Tyrk- land lýst lýðveldi og var þá sol- dáninn flúinn. Ineunu var út- nefndur þingfulltrúi fyrir Mala- tíu, fæðingarliorg sína í Ana- tolíu og' árið 1925 varð hann ! forsætisráðherra. Hafði liann það á hendi i næstum þvi 13 ár j samfleytt, því að hann sagði . ekki af sér fyrr en í október i 1937, vegna ágreinings við ! Ataturk. Meðal afreka Ineunus í for- sætisráðherrastóli má nefna vináttusáttmálann við Grilcki og siðar Rússa og þátttaka þeirra í Litla-bandalaginu. Þá má og nefna sigur Iians á Mon- treux-ráðstefnunni, en þar fékk haun viðurkend yfirráð Tyrkja einna á Dardanella- og Bospor- us-sundum og réttindi þeirra til að víggirða þau. Inennu er mikill aðdáandi Breta og Bandarikjamanna. Þá er hann og vinveittur Rússum, vegna stuðnings þess, er þeir hafa veitt Tyrkjum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.