Vísir - 14.11.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 14.11.1938, Blaðsíða 2
VÍSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Ge’ngið inn frá Ingólfsstræti). Símar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Lýðræðið. Dvenær á Alþýðuflokkurmn “ að fá þá ósk sína uppfylta, að Alþýðuflokksmaður verði skipaður ráðherra, í stað eins af ráðlierrum Framsóknar- flokksins, sem aÚir virðast nú ríghalda sér í sætunum, engu miður en Haraldur forðum, þrátt fyrir gefin loforð um. að einhver þeirra skyldi „dreginn út“ þegar liaustaði og Alþýðu- sambandsþingið væri lijá liðið? — Það þarf þó yarla að gera ráð fyrir því, að nokkuð þyki á það skorta, að Alþýðuflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn séu þess enn umkomnir, að fara einir með völdin í landinu, svo af þeim sökum liafi komið einhver afturkippur í samninga þeirra um framliald stjórnar- samvinnunnar. Fullvist má teija, að ekki muni standa á Alþýðufloltkn- um, að binda enda á þessa samninga. Hann mun þess líka albúinn. að tilnefna ráðherra- efnið, hvenær sem er. Og Al- þýðusambandsþingið lét svo um mælt, síðast allra orða, að það teldi stjórnarsamvinnu Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokks- ins æskilega, svona hér um bil hvað sem það kostaði. En svo skilst mönnum þó að af liiálfu Alþýðuflokksins mundi það einna helst geta orðið þessari samvinnu að fótakefli, ef Framsóknarflokkurinn vildi ekki unna honum eins ráðherr ans. Og í því sambandi ber að minnast þeirra orða Stefáns Jóhanns, að Alþýðuflokkurinn mundi J>ó ekki sætta sig við hvaða kosti sem væri. Það er þannig augljóst, að það hlýtur að vera Framsókn- arflokkurinn, sem á alla sök á þeim drætti, sem orðinn er á því, að Alþýðuflokkurinn fái þessa ósk sína uppfylta. En er þá svo að skilja, að Framsókn- arflokkurinn setji það fyrir sig, að „lýðræðinu“ í Iandinu sé ekki svo vel borgið sem skyldi, með framhaldi stjórnarsam- vinnu Alþýðuflokksins og hans sjálfs, eftir alt það, sem á und- an er gengið, klofntng Alþýðu- flokksins og verkalýðssamtak- anna ,.gerfi“-þing Alþýðusam- bandsins og ósigur Alþýðu- flokksins í allsherjar atkvæða- greiðslunni í Dagsbrún? Eða er Framsóknarflokkurinn farinn að hafa einhverjar áliyggjur af því, að samvinna hans við AI- þýðuflokkinn kunni fyrr eða siðar að Ieiða til falls hans sjálfs, svo að honum þyki nú tími til kominn að stinga við fæti? Frá upphafi hefir lítil gæfa fylgt stjórnarsamvinnu Al- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins. En nú er svo komið. • að ekki er annað sýnna en að hún muni að lokum ríða AI- þýðuflokknum að fullu. Enn er það að vísu svo, að þessir flokk- ar „hafa“ þingræðislegap meiri- liluta“, eins og sagt var i grein í Alþýðublaðinu á dögunum, og þó að eins í þrengsta skilningi, þ. e. meirihluta þingmanna. Lýðræðislegan meiri hluta, eða meiri hluta kjósenda í landinu, liafa þeir aldrei haft. Og ef kosningar til Alþingis ættu að fara fram nú, þá er fullvíst, að þeir mundu einnig misSa meiri liluta aðstöðuna á Alþingi, af þvi að mikill hluti kjósenda Al- þýðuflokksins hefir snúið við honum bakinu. Framhaldandi stjórnarsamvinna jiessara flokka, án stuðnings annars- staðar frá, er því með öllu ó- verjandi, bæði frá þingræðis- legu og lýðræðislegu sjónar- miði, sein í rauninni ætti að vera eitt og hið sama. Það væri þannig í rauninni að vonum, að Framsóknar- flokkurinn hikaði við að halda. þessari stjórnarsamvinnu iá- fram, þar til yfir lyki með öllu, og gengið væri af Alþýðu- flokknum alveg dauðum. En livers annars er þá kostur, nema að gera ,.samfylkinguna“ full- komna og reyna samvinnu við kommúnista? — Með því væri að minsta kosti „lýðræðinu“ borgið ..á pappírnum“! Böðvar B.jarksn yfirdómslögmadup lést í gærkvekli að heimili sinu Brekkugötu 6 á Akureyri og var banameinið lijartabilun, er mun hafa borið mjög snögglega að. —' Böðvar Bjarkan var um langt skeið helstur málflutnings- manna norðanlands, og gegndi fjölda trúnaðarstarfa bæði fyrir ríki og bæjarfélag AUureyrar. Var liann talinn ágætur lögfræð- ingur, en auk þess skáld gott, þótt hann léti ekki margt frá sér fara á þvi sviði. Böðvars Bjarkan verður nán- ar getið hér í blaðinu síðar. Frá Hæstarétti: I morgun var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í málinu Steinn Leósson gegn Karli Bjarnasyni. — Niðurstaða dóms hæstaréttar var sú, að stefndi, Karl Bjarnason, greiði áfrýj- anda, Steini Leóssyni, kr. 8712.- 80 með 5% ársvöxtum frá 11. jan. 1937 til greiðsludags og kr. 800,00 samtals í málskostn- að í héraði og fyrir hæstarétti. Sækjandi var í hæstarétti Stef. Jóli. Stefánsson og verj- andi Jón Ásbjörnsson. Málið reis út af slysi, sem varð á ísafirði 27. júlí 1935. — Varð stefnandi siðdegis þann dag, er hann kom akandi á reið- hjóli að gatnamótum Hafnar- strætis og Túngötu, fyrir vöru- hifreið ís. nr. 3, sem var eign stefnds, og hlaut mikil meiðsl, hrot á 6. og 7. hrjóstlið, áverka, skurð á enni, vinstri vanga, nef- brot og tannbrot. Málið var rekið í Reykjavík samkv. samkomulagi aðila. — Krafðist stefnandi greiðslu skaðabóta að upphæð 14591.00 Alþjódamótmæli gegn Gyðinga- oísóknunum í Þýskalandi. Breska stjórnin ætlar að láta opinberlega í Ijós andúd sfna á stefnunni gagnvart Gyöingum, en U.S.A. og fleiri rlki munu taka í sama streng. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Lundúnablaðið Daily Express skýrir frá því í morgun, að breska stjórnin hafi í huga að láta í ljós opinberlega innan skamms. að hún hafi andstvgð á hinni nýju stefnu, sem þýska stjómin hefir tekið gagnvart Gyðingum. Að því er United Press hefir fregnað mun ríkisstjóm Bandaríkjanna og fleiri ríkisstjórnir taka þátt í að mót- mæla framkomu nasista gegn Gyðingum og þar með hinni nýju lagasetningu í Þýskalandi, sem raunveru- lega sviftir Gvðinga skilyrðunum til þess að hafa ofan af fyrir sér. Blöð í öllum löndum fordæma framkomu nasista í garð Gyðinga. Ofsóknirnar eru enn aðalefni heims- blaðanna. Lundúnahlöðin í morgun mótmæla kröftug- lega meðferð þeirri, sem Gyðingar sæta i Þýskalandi. United Press. London, 14. nóv. —- FÚ. Göbbels útbreiðshimálaráðherra sagði í ræðu í gær, að Gyð- ingaspursmálið mundi verða leyst á mjög skömmum tíma og á mjög fullnægjandi liátt fyrir þýsku þjóðina. Gagnrýni út- lendra blaða mundi á engan hátt trufla þýsku þjóðina og mundi hún gera það sem henni sýndist til þess að útrýma þessum „ó- róasömu“ sníkjudýrum. Þýskaland mundi svara með liarðri hendi hverri mótspyrnu fpá hinum alþjóðlega Gyðingalieimi og mundi hún bitna miskunarlaust á Gyðingum í Þýskalandi. Rómversk-kaþólsk hátiöahöld sem fram fóru í Miinchen í gær undir berum himni voru trufluð af árásarflokkum og var bar- ið á sumum sem þátt tóku i hátíðahöldunum. Skreytingar sem höfðu verið settar upp í kringum líkneski af Maríu Guðsmóður voru rifnar niður. Jeffrey Shakespeare, einn af háttstandandi embættismönn- um flotamálaráðuneytisins sagði í gær opinberlega um Gyðinga- ofsóknirnar í Þýskalandi. „Eg vona innilega að þýska þjóðin skilji, að friður getur aldrei orðið við þetta land, meðan Þjóð- verjar halda áfram að ofsækja fólk sem ekkert liefir til saka unnið, nema þjóðerni sitt“. Fréttarritari Reuters í Berlin segir í morgun, að almenningur í Þýskalandi sé algerlega fáfróður um andúð þá sem ofsóknirnar vekja í útlöndum því aðeins pólskum og ítölskum ummælum um þær, sé leyft að koma fram. Vesturför bresku kon- ungshjónanna. Lodnon í morgun. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. Tilkynt hefir verið opinber- Iega, að bresku konungshjónin leggi af stað til Canada í maí- mánuði næstkomandi. Ferðast þau þangað í breska herskipinu Repulse, sem á að koma til Que- bec þ. 15. maí. Konungshjónin munu fara til allra helstu borga Canada og munu verða þar samtals um lj mánuð. Meðan þau dvelja í Canada fara þau til Washing- ton, D. C., í boði Roosevelts Bandaríkjaforseta, en að því búnu fara þau aftur til Canada og heim aftur á H.M.S. Repulse. í Canada er þegar farið að und- irbúa komu konungshjónannaJ Georg VI. er fyrsti konungurj Bretlands, sem heimsækir Can-| ada og Bandaríkin. United Press. með 5% vöxtum frá útgáfudegi stefnu til greiðsludags og máls- kostnaðar að skaðlausu samkv. mati réttarins. Komst undir- rétturinn að þeirri niðurstöðu, að stefndur, Karl Bjarnason, greiði stefnandanum, Steini Leóssyni, kr. 5031,00 með 5% ársvöxtum frá 11. jan. 1937 til greiðsludags og kr. 300,00 í málskostnað etc. Tjónið af slysinu mat Iíæsti- réttur á kr. 10.891.00 og samkv. dómi Hæstaréttar „ber stefnda að greiða þar af % liluta eða kr. 8712.80, cr hann greiði áfrýj- anda með 5% ársvöxtum frá 11. jan. 1937 til greiðsludags. Eftir þessum málalokum þykirréttað dæma stefnda til að greiða á- frýjanda samtals kr. 800,00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Skattar ankntr og vinnntíminn lengdnr. Ráðherra fundir i dag og þar teknar ákvaríanir nm nýjar tilskipanlr. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London , í morgun. Hýjar tilskipanir til viðreisnar fjárhags- og at- vinnulífi Frakklands hafa verið gefnar út og miða þær að aukningu framleiðslunnar, aukn- ingu ríkistekna o. s. frv. Skattar hafa verið hækkaðir og vinnutíminn verður lengdur aftnr. I Frakklandi hefir nú um skeið verið styttri vinnu- tími en í Þýskalandi og Ítalíu og víðar. Hefir verið bent á það af stjórninni, að svo fremi að Frakkland leggi ekki eins hart að sér og Italir og Þjóðverjar, muni Frakldand verða algerlega undir í samkepninni. Fyrir fimm árum var málmframleiðsla Frakka svipuð og Þjóðverja, nú er ársframleiðsla Frakka af málmum að eins fjórðungur ársframleiðslunnar i Þýskalandi. Ný.jar tilskipanir eru enn væntanlegar bráðlega, að- allega viðvíkjandi verslun og iðnaði. Ný áætluníþessum efnum er til uinræðu á ráðherrafundi, sem hófst í morgun. Mun verða gengið fra uppkasti að ýmsum til- skipunum á fundinuin og verða þær svo lagðar fyrir ráðherrafund í dag siðdegis, til fullnaðarsamþyktar. Verður Lebrun ríkisforseti í forsæti á þeim fundi. — United Press. <Mz. ---------- minnioG (ödum mannc. [Yísir ætlar framvegis á mánudögum að flytja vikulega undir þessari fyrirsögn ýmsar fréttir um viðskifti og fjármál, innlendar og erlendar. Þei, sem vilja senda blaðinu stuttorðar fréttir og athugasemdir um þessi efni, merki bréfin „minn- isblöð“.] Á þessum tíma árs eru nýir ávextir fáanlegjr livarvetna i heiminum. Hvergi er ástapdið eins aumt og hér. Fyrir nokkr- um dögum veitti gjaldeyris- nefndin liér samtals 20 þús. kr. fyrir innflutningi á eplum fyrir jólin. „Smátt skamtar þú fóstra“. Danir, sem einnig hafa innflutningshöft, veittu nýlega aukaleyfi 650 þús. kr. fyrir app- elsínum og 300 þús. kr. fyrir hnotum til jólanna. Þó liafa Danir mikla ávaxtaframleiðslu í landinu. Frá 1. þ. m. var innflutningur á skipum gefinn frjáls í Dan- mörku. Þar i landi eru stórar skipasmíðastöðvar, en þeim er talið holt að hafa erlenda sam- kepni. Ilér fást ekki flutt inn fiskiskip til að afla gjaldeyris, þólt greiða megi skipin með lduta af eigin afla. Fyrir einu ári, eða 15. sept- ember s.l., voru 4347 refabú i Sviþjóð. Af því er aðeins fjórði hluti stofnaður fyrir 1930. Tala dýrajina var 207.931 og verð- mæti skínnanna 1937 var um 10 milj. kr. I Noregi eru um 500.000 refir, en í Danmörku að eins 7.000. Líklegt er að verð á járni og stáli fari hæklcandi. Er útlit fyr- ir að stálframleiðendur í Banda- rikjunum verði þátttakendur í Evrópu-stálliring)num. Verð á gömlu brota-jámi hefir hækkað. Hið mikla kappsmál jafnað- armanna allra landa, 40-stunda vinnu-vikan, komst í fram- kvæmd í Frakklandi fyrir nokkru, eins og kunnugt er. Þessi tih’aun hefir mistekist ger- samlega. Fjármál og atvinnulíf landsins virðist ekki þola þá framleiðsluverðhækkun, sem af þessu stafar. Slíkt þarf að ger- ast á löngum tíma, með smáum skrefum í einu. Flestar iðngrein- ar hafa nú tekið upp hina eldri vinnu-aðferð. Bankamir, sem höfðu lokað á Iaugardögum, hafa nú opið þá daga, eins og fyr. Á ullaruppboðunum í London undanfarið hefir eftirspurn ver- ið talsverð og verðið hækkandi. Ullarverð yfirleitt í heiminum fer eftir því, sem greitt er fyrir ullina á þessum uppboðum. í flestum löndum, þar sem liið opinbera hefir nálcvæmar skýrslur uu afkomu ríkisins, eru birtar mánaðarlega skýrsl- ur um tolltekjur ríkisins í ýms- um myndum. Slíkt gefur glögga hugmynd um æðaslög viðskift- anna. Hér fást ekki þessar skýrslur fyrr en mörgum árurn síðar, þegar enginn hefir þeirra not. Landsmenn eiga heimtingu á að fylgjast sem best meði þessu og öðru, sem að hag- skýrslum lýtur. Hagskýrslu- söfnun hefir balnað mikið í seinni tið, en þær eru enn sorg- lega langit á eftir tímanum. Hversvegna eru ekki birtar mánaðarlega tölur um tekjur og gjöld ýmsra rikisstofnanna, svo

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.