Vísir - 15.11.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 15.11.1938, Blaðsíða 2
V 1 S I R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Ge'ngið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Líttu þér nær! P orystugrein Alþýðublaðsins * í gær er alveg óvenjulega skemtileg. Greinin fjallar um „nasistaofbeldið í Dagsbrún“ og „brottrekstraræði“ Héðins Valdimarssonar og kommún- ista, en tilefnið er það, að 6 góðir og gildir Alþýðuflokks- menn hafa verið reknir úr fé- laginu, „fyrir þær einar sakir“, að sögn blaðsins, „að hafa aðrar pólitiskar skoðanir heldur en meiri hluti stjórnarinnar, fyrir að hafa gagnrýnt lýðræðisbrot og ofbeldi hennar, fyrir að mótmæla þeirri ósvinnu, að stærsta verkalýðsfélag landsins væri misnotað af kommúnist- um til pólitískra æsinga“. Og blaðið segir, að það sé auðséð, að „fyrirmyndin“ sé sótt til Rússlands og Þýskalands, þar sem búið sé að afnema mál- frelsi, ritfrelsi og skoðanafrelsi. Það er gaman að þessum reiðilestri blaðsins, af þvi hve langt það leitar fyrirmyndar þessara aðfara kommúnist- anna í Dagsbrún, þó að það þurfi ekki að fara lengra þeirra erinda, en til Alþýðusambands íslands, undir stjórn forystu- manna Alþýðuflokksins. Alþýðusambandið varð fyrra til þess en kommúnistarnir í Dagsbrún, að fara að dæmi Rússlands og Þýskalands og afnema „málfrelsi, ritfrelsi og skoðanafrelsi“, innan sinna vé- banda. Alþýðublaðið hefir að visu margsinnis lýst þeirri sök á liendur Héðins Valdimarsson- ar, að hann hafi verið hvata- maður þess, að Alþýðusamband- ið greip til þessa ráðs, til þess að verjast æsingum og áróðri kommúnista. En það verður ekki betur séð, en að Alþýðu- sambandið telji sér það full- komlega sæmandi, að halda á- fram að beita þessu „nasistiska ofbeldi“ Héðins, eftir brott- rekstur lians, eins og ekkerí hafi í skorLst. Það er að sjálfsögðu fullkom- in „ósvinna, að misnota stærsta verkalýðsfélag landsins til pólitískra æsinga“. En alveg sama ósvinnan er það, að nota alLsherjarsamtök verkalýðsins til þólitísks áróðurs, bvort sem sá áróður er meira eða minna „æsinga“-kendur. Ef Héðinn Valdimarsson, eða kommún- istaflokkur hans er átalinn fyrir „misnotkun“ stærsta verka- íýðsfélags landsins, sér til póli- tísks framdráttar, þá eru for- ystumenn Alþýðuflokksins engu síður ámælisverðir fyrir það, hvernig }>eir beita valdaaðstöðu sinni innan Alþýðusambandsins Alþýðuflokknum til framdrátt- ar. „Enn“, segir Alþýðublaðið, að „kommúnistarnir sem stjórna Dagsbrún“ Iiafi framið eitt „svívirðilegt ofbeldisverk í viðbót við þau, sem á undan voru gengin“, þeir liafi rekið „sex AIþýðuflokksmenn“ úr fé- laginu!“ En hvert skyldi for- dæmisins vera að leila, nema til Aljiýðuflokksmannanna, sem stjórna“ Alþýðusainbandi Is- lands. Alveg eins og þessir „sex AI])ýðufIokksmenn“ voru rekn- ir úr Dagsbrún „fyrir Jiær einar sakir, að liafa aðrar pólitiskar skoðanir en meiri liluti stjórn- arinnar“, var Héðinn Valdi- marsson rekinn úr stjórn Al- þýðusambandsins og úr Al- Jiýðusambandinu, fyrir Jiær ein- ar sakir, að vera á öðru máli en meiri hluti Aljiýðusambands- stjórnarinnar. Með sama bætti hefir fleiri einstökum mönnum og heilum félögum verið vikið úr Aljiýðusambandinu „fyrir þær sakir einar að hafa aðrar pólitískar skoðanir“ en Aljiýðu- flokksmennirnir sem því stjórna. — Þannig eru Jiað Al- þýðuflokksmennirnir, sem hafa orðið til Jiess að „leiða asnann í herbúðirnar“ og gefið fordæmi fyrir öllum ofbeldisverkum, sem framin hafa verið innan verkalýðssamtakanna, í þeim tilgangi, að misnota Jiau Al- Jiýðuflokkmmi til framdráttar. Nú hafa þeir við orð, að linna ekki látum fyrr en þeim hafi tekist að reka Héðin Valdi- marsson og samherja hans úr Dagsbrún, á eftir Aljiýðuflokks- mönnunum sex! — En vafa- laust væri verkalýðssamtökun- um það fyrir bestu, að losa sig hið bráðasta við alla slika pólitíska „spekúlanta“. NJtt fslenskt leikrit sfnt á Eskifirðl. Fréttaritari Vísis á Eskifirði símar blaðinu að í fyrrakvöld hafi farið J>ar fram frumsýning á nýju leikriti eftir Davíð Jó- hannesson símstjóra á Eskifirði, en leikritið nefnir höfundurinn „Brautryðjandinn“. Húsfyllir var og leikritinu var tekið ágætlega. Davíð Jóhannesson hefir nokkur undanfarin ár samið leikrit handa Eskfirðingum, sem hafa verið mjög smekkleg og vakið mikla ánægju Jæirra, sem séð hafa. Davíð er bróðir Alexanders Jóhannessonar pró- fessors. Ársföndur Verslnearráðs fslands var settur kl. 2 e. b. í dag í Kau p J>i n gssaln u m. V er slunar- þing verður að J>essu sinni ekki haldið í sambandi við fundinn, eins og tíðkast liefir undanfarin 3 ár. í ráði er að boða lil verslun- arþings í marsmánuði næstkom- andi, eða nokkuru eftir að Al- þingi kemur saman. Á fundinum, sem hófst í dag, voru tekin til meðferðar venju- leg aðalfundarstörf. Þrír menn ganga úr stjórn verslunarráðs- ins, J>eir Hallgrímur Benedikts- son, Garðar Gíslason og Sveinn M. Sveinsson. Fer fram kosning á þrem mönnum í þeirra stað. Félag ísl. stórkaupmanna. Athygli skal vakin á augl. félags- ins í blaðinu’ í dag um lokun skrif- stofa þess frá 12—4, vegna sorgar- athafnarinnar. Bandaríkjamenn kalla heim sendiherra sinn frá Beriin til þess að ræða við hann Gyðlngamál- In I Þfskalandi. Sendiherrann fer ekkí aftnr tii Þfskalands, nema Hitler riðnr- kenni, að leysa beri vandamál Gyðlnga á mannnðar grnndvelli. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. „Tveggia hvíldardaga vika ekki lengor til i Frakkiandi/1 EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London , í morgun. ranska stjórnin leggur ekki fram fyrr en í dag seinni hlutann af tilskipunum sínum fjárhags- og atvinnulíf- inu til viðreisnar, en í dag er útrunninn tími sá. sem henni var heimilaður til að gefa út lög og tilskipanir í þessu efni, án þess að bera það fyrst undir þingið. Síðari tilskipanirn- ar verða því lagðar fyrir þingið. Fregn frá Washington í morgun hermir, að Wil- son, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, hafi verið kallaður heim frá Berlín, til þess að ræða við stjórn sína um Gyðingamálin í Þýskalandi. Stjórnarembættismenn í Washington neita því, að hér sé um að ræða< fyrsta skrefið til þess að slíta stjórnmálasambandi við Þýskaland, í mótmæla skjmi gegn ofsóknunum, en hinsvegar hefir United Press það frá áreiðanlegum heimildum, að það sé líklegt, að dvöl sendiherrans í Bandaríkjunum verði framlengd ótakmarkaðan tíma, nema Hitler viðurkenni að Gyðingamálin verði að leysa á grundvelli mannúðar og réttlætis. Það hafði verið kunnugt, áður en ákvörðun var tekin um að kalla Wiison heim, að breska og ameríska stjórnin væri að ræða sín á milli hvort og þá á hvern hátt skyldi mótmæla árás- unum. Var talið líklegt að Bandaríkin og Bretland mundu hafa forgöngu um alþjóðamótmæli og hafa nú Bandaríkjamenn raunverulega tekið fyrsta skrefið til þess að mótmæla opinber- lega ofsóknunum en Chamberlain kom inn á þessi mál í neðri málsstofunni í gær og sagði, að morðið á von Rath gæfi þýsku stjórninni engan rétt til þess að hefna sín á saklausu fólki. Stjórnmáiafréttaritari Daily Mail telur sig hafa fengið áreið- anlega vissu um það, að Bretar og Bandaríkjamenn séu að ráðg- ast um það sín á milli hvað gera skuli við flóttamenn frá Þýska- landi. Munu stjórnir Bretlands og Bandaríkjanna senda þýsku stjórninni tillögur þar að lútandi. Daliy Mail segir, að breska bygðu landi og yrði þá flótta- stjórnin sé að íhuga tillögur um mönnum Gyðinga veittur fjár- að koma Gyðingum frá Þýska- ' styrkur til þess að setjast þar landi fyrir í einhverju strjál- 1 að. United Press. MINNISMERKI ALBERTS BELGÍUKONUNGS í PARÍS. Fyrir noltkuru var afhjúpað í Paris mikið og fagurt líkan af Albert I. Belgíukonungi. Styttan stendur við Concordetorg og flutti Leopold Belgíukonungur ræðu við afhjúpunina og Lebrun ríkisforseti. Líkanið af konimginum og fáki hans stendur á fimm metra háum stalli úr livítum sandsteini. I ræðu J>eirri, sem Paul Revn- aud fjálmálaráðherra flutti um helgina, skoraði ham> eindregió á alla J>jóðina að sameinast um að vinna viðreisnarstörfin, því að aldrei hefði legið meira við en nú, að koma fjármálunum í lag. Þjóðin yrði nú að leggja hart að sér, sagði hann, og ef liann fengi stuðning liennar skyldi hann lækka ríkisskuld- irnar um 20 miljarða franka. „Vér höfum nú afnumið 40 klst. vínnuvikuna“, sagði Reyn- and, „og eg gef nú öllum J>eim, sem á mig hlýða, liér og erlend- is, til kynna, að tveggja livildar- daga vika er ekki lengur til í Frakklandi. Eg er ákveðinn í því, að taka hart á þvi, ef nokk- urar tilraunir verða gerðar til J>ess, að hiridra framleiðsluna, með samtökum eða verlvföllum vegna lengingar vinnutímans.“ Reynand kvaðst þurfa þiúggja ára vinnufrið til J>ess að reisa við fjárhaginn. United Press. Loddýrasýniiig 1 Markaðs- skálanum opnuð í morgun. 160 dýp komin á sýninguna, Loðdýraræktarfélag Islands heldur sýningu á refum, — blá- refum og silfurrefum í Græn- metisskálanum við Ingólfsstræti í dag og á morgun. Sýningin var sett í morgun kl. 10, af Tryggva Guðmunds- syni bústjóra, sem er formaður sýningarnefndarinnar, en J>ví næst skýrði H. J. Hólmjárn ráðunautur í loðdýrarælct frá J>eim reglum, sem farið væri eftir, l>egar dæmt væri um sýn- ingardýrin. Gat liann þess, að samkvæmt sýnigarskránni væri dýrunum skift í flokka eflir lit, en J>vi næst í hópa, J>annig að full- orðnu dýrin væru i tveimur hópum fyrir sig, refir sér og læður sér, en yngri dýrin skift- ust í liópa á sama hátt, þannig, að sérstaklega væri dæmt um refayrðlinga og tæfuyrðlinga. Að öðru leyti skiftast dýrin í 6 flokka eftir lit. Kæmu J>á fyrst i röðinni alsvört dýr, J>á dýr 25 —45% silfurlituð, J>á 45—65%, 65—85%, 85% og yfir og að síð- ustu 100% silfurrefir. Skýrði H. J. Hólmjárn þetta nánar fyrir sýningargestum, með þvi að sýna þeim dýr með mismunandi lit, eftir hinni of- angreindu flokkun. Gat hann ]>ess, að þegar dæmt væri um dýrin innan hinna ýmsu flokka, kæmi liturinn fyrst til greina. Væri áh'ersla á J>að lögð, að FLUGSLYS I HOLLANDI. Einkaskeyti til Vísis. London í rnorgun. Frá Amsterdam er símað, að farþegaflugvél, sem var á leið frá Berlin til Amsterdam í morgun, hafi farist í nám- mda við Schipol(?)fIughöfn- ina. Sex manns — tveir farþeg- ar og öll áhöfn flugvélarinn- ar, fjórir menn, fórust, en 12 íarþegar meiddust. Farþegarnir voru allir Gyðingar, sem voru að flýja Þýzkaland. United Press. svörtu hárin væru t.d. svartgljá- andi og að á J>au slæi blárri slikju en hvitu liárin væru skjannahvit með bláum blæ. Ef silfurhárin væi’u grálivit, væru skinnin verðminni.. Þá væri einnig áhersla á J>að lögð, að skiftingin milli hvitu og dökku liáranna væri sem lireinust og mótsetningin sem skörpust. — Tekið væri einnig tillit til, að litabreytingin væri sem hreinust á hárunum sjálfum. Þá er lagt mikið upp úr J>ví, að feldurinn sc mjúkur, jafn og J>éttur að hárum, þannig að hann sé sem fjaðurmagnaðastur J>egar strok- ið er í gegn um hann. Alt Jætta hefði mikla þýðingu fyrir verð- mæti skinnanna, en verðið væri hæst á ljósum dýrum. 33 refaeigendur taka J>átt í sýningunni, víðsvegar að af landinu, en dýrin, sem sýnd eru, eru 160 að tölu, en búast má við að nokkuð bætist enn á sýning- una. Fyrir hádegið hóf dómnefnd- in starf sitt. Voru blárefirnir fyrst teknir lil athugunar. Var þeim svift úr búrum J>eirra, og þeir keflaðir og lagðir á lang- borð eitt mikið hlið við lilið. Úrskurðir dómnefndarinnar munu liggja fyrir seinna í dag eða á morgun. Bæjarstjfirion á Seyfi- isfirfil gegnir störfnm áfram. Á bæjarstjórnarfundi, sem haldinn var á Seyðisfirði í gær- kveldi samdist svo um milli bæjarstjóra, Hjálmars Vil- hjálmssonar, og bæjarstjórnar- inriar, að hann skyldi halda á- fram bæjarstjórastörfum fyrst um sinn. Hafði Iljálmar heimtað eins- lconar einræðisvald í málefnum hæjarins, að J>ví leyti, sem að fjárreiðum laut, en er bæjar- stjórnin vildi ekki verða við J>eirri kröfu sagði Hjálmar af sér bæjarstjórastörfum. Tíðarfar eystra er mjög gott, en deyfð í öllu atvinnulífi. Eitt- hvað hefir þó orðið vart síldar í fjörðunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.