Vísir - 18.11.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 18.11.1938, Blaðsíða 2
2 VISIR Föstudagínn 18. növember 1938 VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi:' BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Geng'ið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Vinir í raun. að varð lilutskifti kommún- istanna í bæjarstjórninni, að annast um „skemtiatriðið“ á bæjarstjórnarfundinum i gær. Um langt skeið hefir það verið hlutverk vara-bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, í forföll- um aðalfulltrúans, og verður ekki annað sagt, en að vara- bæjarfulltrúinn hafi að þvi leyti rækt lilutverk sitt vel og skilið sína köllun. En að þessu sinni tóku kommúnistarnir af honum ómakið. Eins og kunnugt er, hefir los nokkurt virst vera á samstarfi „vinstri“ flokkanna nú um sinn, og jafnvéí ekki verið talið ugg- laust um, að „samfylking“ þeirra kynni að riðlast eða leys- ast upp að nokkuru eða öllu leyti. Hefir Kommúnistaflokk- urinn einkum þótt standa „laus“ í fylkingunni, síðan Héðinn Valdimarsson hófst þar til vegs og valda. Nú er Héðinn hins- vegar farinn utan og segir „Tíminn“ s. 1. þriðjudag, að það muni vera „til að gegna formenskunni „vit á við“ fyrir nýja flokkinn“. En vel má skilja það á blaðinu, að Fram- sóknarflokkurinn hafi beðið þess með mikilli eftirvæntingu, „hvað hinn formaðurinn“, Brynjólfur Bjarnason, kynni að gera „inn á við“ meðan Héðinn væri i þessari siglingu! — En það hefðu framsóknarmenn þó mátt vita, að Brynjólfur mundi ekki bregðast þeim, ef mikið þætti við liggja. Á bæjarstjórnarfundinum í gær átti að kjósa 4 menn í nið- urjöfnunamefnd. Um nokkurt árabil hefir nefndin verið skip- uð 2 alþýðuflokksmönnum og 2 sjálfstæðismönnum og hafa stjörnarflokkarnir þannig haft meiri hluta í nefndinni, með skattstjóranum, sem er fimti nefndarmaðurinn. Hlutverk þessa meirihluta nefndarinnar hefir verið það, m. a., að gæta þess sem vandlegast, að „meiri háttar“ mönnum stjórnarflokk- anna yrði ekki gert að greiða hærri útsvör til bæjarins en framtöl þeirrá sjálfra til skatts gæfu tilefni til. Þvi mun hins- vegar liafa þótt varlega treyst- andi, að að þessu yrði farið, ef sjálfstæðismenn kæmust í meiri hluta í nefndinni. Og þó að stjórnarflokkunum hafi oft verið þörf á hjálp kommúnista, þá var slík hjálp þeim að þessu sinni hin brýnasta nauðsyn. Því að brygðist hún, varð þess ekki varnað, að sjálfstæðisflokkur- inn kæmist í meiri liluta í nið- urjöfnunamefndinni. — En því fór nú betur, að Héðinn var far- inn og formaðurinn „inn á við“ einn eftir. Áður en til kosningar var gengið, lýstu bæjarfulltrúar kommúnista því yfir, að „enda þótt“ þeir gætu ekki skoðað þá menn, sem skipuðu lista Al- þýðuflokksins til nefndarkosn- ingarinnar, sem fulltrúa um- bjóðenda sinna, ög þótt þeir „treystu þeim ekki til að vera málsvarar þeirra í nefndinni“, þá mundu þeir þó greiða þeim atkvæði, til þess, ef þess væri nokkur kostur, að koma í .veg fyrir það að Sjálfstæðisflokkur- inn næði yfirráðum í niðurjöfn- unarnefndinni! Að þessari yfirlýsingu komm- únista varð bæjarfulltrúum og áheyrendum hin mesta skemt- un. Eftir allar þær svívirðingar, sem kommúnistar hafa látið dynja á „Skjaldborg“ Alþýðu- flokksins, hefði mátt ætla, að þeir mundu ekki nota allra fyrsta tækifærið, sem þeim gæf- ist, til þess að kjósa menn úr „insta liring“ þeirrar eiginhags- muna-kliku í trúnaðarstöður fyrir flokksmenn sína, og það jafnvel einn af höfuðpaurunum og einhvern stækasta andstæð- ing sinn, eins og síra Ingimar Jónsson! En af þessu er augljóst, að kommúnistar ætla að halda á- fram þeim skrípaleik, að látast vera í eindreginni andstöðu við stjórnarflokkana, gaspra og geipa um atliafnaleysi þeirra og hirðuleysi um hagsmunamál „alþýðunnar", en hlaupa svo til, hvenær sem þörf gerist, og veita þeim alla þá þjónustu, sem þeir frekast eru megnugir! Kosningin i niðurjöfnunar- nefndina fór þannig, að kosnir voru 2 sjálfstæðismenn og 2 al- þýðuflokksmenn, þeir sömu, sem sæti hafa átt í nefndinni. Lincolnshire fer heim Breski togarinn Lincolnshire, sem strandaði við Dýrafjörð fyrir nokkuru fer heimleiðis í dag. Hefir liann verið í Slipp und- anfarna daga og fengið viðgerð, svo að hann getur komist leiðar sinnar. Eins og lesendur Yísis muna, dró Ægir togarann hing- að suður og var hann þá mikið brotinn. Hnkakgsiiiiii i Doicaster. Ep þjóðin að snúast gegn Cliambeplain? London i morgun. (Úrslilin i Doncaster-aukakosn- ingunni urðu þau, að frambjóð- andi verkalýðsins, John Morgan, hlaut 31.735 atkvæði, en fram- bjóðandi þjóðstjórnar frjáls- lyndra, A. Monteith, 20.027. — Aukakosningin fór fram vegna andláts þingmannsins, A. Short. Morgan hefir sagt í viðtali um úrslitin, að hann liafi sigrað með svo miklum meiri hluta, sem reynd bæri vitni, vegna þess, að almenningur væribúinn að fá inegnuslu ótrú á utanríkis- málastefnu Chamberlains, og éinkum liefði menn ótrú á þvi, að liann áformaði frekari sam- komulagsumleitanir við Hitler. United Press. ier segir r a r f ef þeir gera tilpaun til þess ad liindra vidpeisnarstaFf- semi stjórnapinnaF* Lebrnn rikisforseti styðnr Daladier. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Daladier forsætisráðherra flutti ræðu í hinni opin- beru blaðamannaveislu í gærkveldi og lýsti hann yfir því, að það væri tilgangslaust fyrir andstæðinga ríkisstjórnarinnar að hafa í hótun- um við hana. Ríkisstjórnin mundi halda áfram að reisa við fjárhag landsins og láta engan bilbug á sér finna. Hvað svo sem andstæðingarnir hafast að, til þess að gera oss erfitt fyrir, sagði Daladier, munum vér halda stefnu vorri óbreyttri. Ekkert skal stöðvá hina f járhags- legu viðreisn landsins. Það hefir vakið fádæma eftirtekt, að Lebrun ríkisfor- seti hvatti blaðamenn til þess í ræðu að styðja ríkis- stjórnina í viðreisnarstarfinu. Það hefir verið hefðbundin venja — auk þess sem íil þess er ætlast, samkvæmt anda stjórnarskrárinnar, að ríkisforsetinn sé hafinn yfir stjórnmáladeilurnar — að ríkisforsetinn skifti sér ekki af stjórnmáladeilum, nema þegar um stjórnarskifti er að ræða og slíkt. Má af því marka, að Lebrun nú hefir brugðið að nokkuru frá gildandi venjum, að hann álítur velferð ríkisins undir því komna, að viðreisnaráform stjórnarinnar nái fram að ganga. I veishmni voru, auk Lebrun og Daladier, Paul Reynaud fjár- málaráðherra o. fl. ráðherrar. Talaði hann fyrstur og lagði áherslu á þann árangur, sem þegar Iiefði fengist af tilskipun- um þeim, sem hann liefði horið fram, og svaraði gagnrýni and- stæðinganna. „Vér látum ekki neina mótspyrnu tefja oss, þvi að við þurfum að kippa fjár- hagnum í lag og við ætlum að halda völdunum uns því lilut- verki er lokið.“ Þvi næst ræddi liann land- varnirnar, sem þarfnast 25 mil- jarða franka. Þá ávarpaði hann framleiðendur og sagði hann m. a.: „Þeir tímar eru liðnir, er menn sögðu: Reiðið yður á rik- ið. Nú er þessu snúið við, því að ríkið reiðir sig á yður.“ Ennfremur sagði hann: „Að því er snertir fram- leiðsluaukninguna, reiði eg mig á samvinnu, skynsemi og traust franska verkalýðsins. Grund- völlur samvinnunnar verður að hvíla á hréinskilni og vér verð- um að liorfast í augu við stað- reyndirnar. Vér getum ekki haldið áfram á sömu braut og áður, því að það leiðir til glöt- unr. Hvatti hann alla, sem væri sér sammála, að sameinast uin djarfa og óháða stefnu, því að undir þvi væri frelsi þjóðarinn- ar komið. Daladier kvaðst vilja tala af fullri hreinskilni, þótt menn kynnu að ásaka sig um að vera um of berorðan. Menn yrði að gera sér ljóst, að ríkisútgjöld næmi 137 miljörðum á ári, en ríkistekjurnar væri aðeins 85 miljarðar. Nú væri mælirinn fullur. Nú verður að snúa við. Vér verðum að fá féð inin í landið aflur. Við náðum þeim árangri strax eftir útgáfu fyrstu tilskipananna að fá yfir miljarð aftur inn i Frakklandsbanka — á fáum mínútum. Eg skal fús- lega og djarflega mæta öllum árásum, en vér munum ákveðið sækja að markinu.' Eg hefi sagt að eg væri ekki í þcim flokki, sem fylgir ófriðarstefnu, en eg er heldur ekki sá, sem fylgir gjaldþrotastefnu. Stjórn mín vill lieiður lýð- veldisins og frelsi þjóðarinnar o,g henni er það ljóst, að þau verðmæti getum vér aðeins var- ið með áræði og atorku“. Daladier hvatti til samvinnu alh-a stétta og sagði, að þær yrðu allar að láta hag fóstur- jarðarinnar sitja fyrir öllu. Lebrun sagði: Heiður sé stjórnarforsetanum, sem hefir lialdið á þá braut, sem leiðir til þjóðarheilla. Forsætisráðherr- ann nýtur trausts þjóðarinnar. Eg óska þess að þingið berigæfu til að fullkomna það viðreisn- arstarf, sem liann beitir sér fyr- ir. Ávarpaði svo Lebrun blaða- menn og kvaðst vona, að þeir skildu hversu göfugt og mikil- vægt þeirra starf væri, og ósk- aði þess, að þeim mætti auðnast að leiða þjóðina eftir vegi sann- leikans, og þjóðlegrar einingar, en bægja henni frá að tvístrast í flokka, sem vinna undir merki eigin liagsmunanna. Lýsli hann trausti sínu á því, að viðreisn- arstarfið yrði Frakklandi til blessunar og bað menn drekka skál blaðamannanna og endur- tók fyrri óskir sinar. Jafnaðarmenn hafa snúist gegn stjórninni og kommúnistar. Daladier hefir einhuga að baki sér allan sinn flokk og sennilega fær hann stuðning flestra flokka nema sósíalista og kommún- ista. Daladier hefir nú í raun og veru sagt þessum flokkum stríð á hendur, ef þeir grípa til nokkurra ráðstafana til þess að hindra viðreisnarstarfsemi stjórnarinnar. En þessir flokkar eru fjöl- mennir og má Daladier því búast við snarpri mótspyrnu. — United Press. Bpesku blöðin ánægd yfip bpesk- amepíska vidsh iFta- sammngnum, EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Lundúnadagblöðin í morgun fagna einróma yfir því, að: Bretar og Bandaríkjamenn gátu náð samkomulagi sem leiddi; til þess að viðskiftasamningur var gerður, en hann var undir- skrifaður í Washington í gær. Segja blöðin, að hann muni verða til þess að treysta enn betur vináttu Breta og Banda- ríkjamanna. Bresku blöðin ætla, að útflutningur til Bandaríkjanna, vegna samninganna, muni aukast um 26 milj. 500.000 sterlingspund árlega. United Press. Oslo 17. nóv. Það er búist við, að bresk- ameríski viðskiftasamningurinn sem verður undirskrifaður í kvöld komi til framkvæmda í byrjun næsta árs og gildi til þriggja ára, en gildi lengur, ef báðir aðilar óska þess. Vegna þessa samnings er talið, að við- skifti milli Breta og Banda- ríkjamanna muni mjög aukast en Bandaríkjamenn munu Iiér eftir sem liingað til selja Bretum meira en þeir kaupa af þeim. — NRP. — FB. SLÁTTA FALSPENINGA í FANGAKLEFA. Oslo 17. nóv. Maður nokkur var nýlega handtekinn í Noregi fyrir að búa til falska krónupeninga. Hefir hann haldið því fram, að hann hafi verið einn að verki. Lögreglan hefir á- kveðið, að hann skuli sanna þennan framburð sinn með því að búa til falska krónu- peninga í fangaklefanum. — NRP. — FB. Hið nÝja skip E. í. Stærd þess og annar útbúnaður. Eimskipafélagið fór fram á það við bæjarstjórn, að feld yrði niður hafnargjöld af hinu nýja skipi félagsins, sem það hefir í hyggju að smíða. Samþykti bæjarstjórn að verða við þessum tilmælum, að nokkuru leyti. Sparar félagið við þetta um 20 þúsund krónur árlega. — Þá var og samþykt að skipið skyldi íá neysluvatn ókeypis. Eimskipafél. ísl. hafði sent bæjarstjórn lýsingu af skipinu og var liún lesin upp á fundin- um: Stærðin er 3700 br. smál., 2200 net. og d. w. 1300 smál. Á lengd á skipið að vera: 320 fet. Breidd 45,5 fet, dýpt 26,5 og ristir 16,5 fet. Afl í vél verður 5000 hestöfl og gangur 17V2 míla með full- fermi. Slcipið á að geta tekið 220 far- l>ega, 112 á 1. farr., 68 á 2. farr. og 40 á 3. farými. Lestarrúm skipsins á að rúma 1500—1600 smál af stykkja- vöru, en þar af verður 30 þús. len.feta kælirúm. Gelur það iTÚmað 500 smál. af flökuðum fiski eða um 17 þús. kjöt- skrokka. Hraði skipsins, 17% míla, er svo mikill, að það getur farið leiðina milli Hafnar og Reykja-j víkur, viðslöðulaust, á rúmum 3 sólarhringum. Leiðin milli Leitli og Reykjavikur mun taka 2 sólarhringa rúmlega og leiðin milli Hafnar og Leith 1 % sólar- hring. Vonar félagið að ljúka megi byggingu skipsins fyrir 1940 uni vorið, enda þótt timi sé naum- ur orðinn, en vegna þess þurfti bæjarstjórn að afráða þetta mál sem fljólast. Jón A. Pétursson var á móti þvi, að félaginu yrði veitt noldc- ur lilunnindi. Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Ránarg. 12, sími 2234. Næturvörður í Reykja- víkur apóteki og Lyfjabúðinni Ið- unm. MINNISVARÐIFRIÐRIKS VIII. OG LOUISE DROTTNINGAR, átta metra hár, sem fyxúr nokk- uru var reistur í Charlottenlund hallargarðinum. Aflasölur. Rán hefir selt í Grimsby 1407 vættir fyrir 1069 stpd. og Hauka- nes einnig í Grimsby 1685 v. fyrir 998 stpd. adeius Loftur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.