Vísir - 18.11.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 18.11.1938, Blaðsíða 4
4 y ísir Föstudaginn 18. nóvember 1938 Hattar. Efri liatturinn er frá Talbot. Hann er lítill og flatur og Iiallar fram á ennið. Hann er úr svört- um flóka (filti), prýddur tveim- ur liáum fjöðrum með purp- uralit. Svart „slör“ er notað við hattinn og er það hnýtt að aft- an en hylur alt andlitið. Hinn hatturinn er fná Bruy- ere úr svörtu skinni og loðskinni (Skunk). Hann hallast líka fram á ennið, en mjó loðskinns- ræma fellur yfir hárið i öðrum vanganum, en hatturinn er bundinn með flauelsbandi und- ir hökuna. Hatturinn, sem sýndur er hér j á myndinni er mjög flatur og hallast fram á ennið. Kollurinn 1 er úr vínrauðu flaueli, en börð- in úr svörtu flaueli, en böndin eru úr sama flaueli ogkollurinn. Samstætt við hattinn er hand- skjól úr vínrauðu flaueli. Takið eftir hvernig fellingarnar á kjólnum eru að ofan, en þær eru teknar saman með tveimur glitrandi spennum. Tískufr éttir. „Þetta er ár hinna rosknu kvenna á tískusviðinu“ seg- ir einn af þektustu tískusér- fræðingum, og hann skýrir þetta nánar. „Best klæddu kon- urnar eru þær, sem komnar eru ’ yfir fertugt. Tískan liefir þrosk- ast, þannig að það er ekki leng- ur talið fínt að sýnast á allt öðr- um aldri, en konur eru i raun- inni. Tískan í ár miðast ekki við æskuna, heldur við klæðaíburð roskinna kvenna. * * * Gullinn ísaumur eða ívaf er altaf að ryðja sér meir og meir til rúms, eftir þvi sem liður á veturinn. Flauel, ullarefni, „chiffon“ og „crepe“ eru iofin eða isaumuð með málmþráð- Ilér á myndinni eru sýnishorn af unglingaklæðnaði. & þar fyrst pils úr „skosku“ efni, með hlýrum og er höfð teygja í mittið þannig að pilsið fellur þétt að mittinu. Hvít blúsa er notuð við hann. Þiá kemur klæðnaður fyrir unglingsstúlk- ur, og er það pils úr grábláu efni, en blúsan er úr bleiku LENI REIFENSTAHL, þýska kvikmyndaleikkonon „skapari 01ympíumyndarinnar“ efni. Pilsið er rykt í hliðunum og með teygju, þannig að það fellur þétt að mittinu. Kjóllinn á miðri myndinni er úr himin- bláu efni með kraga og upp- slögum úr gulleitu efni. Hann er ryktur í mittið og er belti úr gyltu skinni notað við hann. Að Iokum eru tveir búningar hent- ugir fyrir lelpur á aldrinum Hanskap nýkomnir, mikið úr- val í liinum margeft- irspurðu tískulitum. Töskur í sömu litum. Belti i miklu úrvali ný- komin. 1—5 ára. Fyrst er skáskorið köflótt hlýrapils, bryddað að of- an með leggingum, en livít blúsa er notuð við það. Að síðustu er ryðrautt, felt pils með belti og hlýrum og eru þeir hneptir á pilsið. Gulrósótt blúsa er notuð við, en brúnar leggingar eru á kraga og ermum og litlir hnapp- ar úr sama efni. HÚSRÁÐ og HEILLARÁÐ. .... Blekblettum má ná úr líni eða baðmullarefni, með því að dýfa þeim strax í sjóðandi mjólk. .... Rauðu bleki er best að ná úr líni, með þvi að bera nýtt sinnep á blettina, og láta það liggja á í liálfa klst., en þvo sið- an línið úr vatni. um. * * * Snúrur, bönd og leggingar er notað til þess að skreyta efnin, þannig að ])aii sýnist eins og útsaumuð. Margir kjólar eru þannig alþaktir þessu skrauti, eða þá aðeins ermarnar á kjól- unum. * * * Hatt]irjónar eru aftur komn- ir í tísku, og eru þeir skreyttir perlum eða glitrandi steinum. Skrautnælur (clips) margar í röð (frá 5—9) eru notaðar til þess að skr’eyta hálsmál kjól- anna. * * *, Sportklæðnaður er kvenlegri, en áður hefir tíðkast. Alix og Balenciaga, tískuhús í París, liafa rutt brautina á þvi sviði. Breið belti, svokölluðu „corse- Blóm í miklu úrvali og gerðum. Einnig saumuð blóm úr efn- um sem komið er með. Hanskagerð Gnðrúnar Elríksd. Austurstræti 5. Nýkomnar Dömntösknr, tfsknlitír og sklnn. Allskonar buddur, seðlaveski, skjalatöskur, sldðatöskur og fleira. — Hentugar tækifærisgjafir. — Lítið i gluggann. Hljóðfærahúsid. Allar fáanlegar músikvörur. Heimilisskyldur og sjálfsbjargarviðleitni. Mjög hefir verið um það deilt livort það væri lieimilinu holt að liúsmæðurnar ynnu utan lieimilisins, og mörg konan, sem það hefir gert hefir fengið þau orð í eyra, að henni væri nær að gæta barnanna. Þessar konur telja binsvegar margar Iiverjar að þetta tvennt geti auðveldlega samrýmst. Danska blaðið „Börn“, sem fjallar aðallega um lieimilis- og uppeldismál hefir rætt við ýms- ar húsmæður, sem vinna utan heimilisins og spurt þær um á- lit þeirra í þessu efni. Uppeldisfræðingurinn Else Merete Ross, sem sjálf á tvö böm, svarar á þessa leið: „Er eg ákvað að halda áfram starfi mínu samhliða móður- skyldunum, sögðu flestir að það væri siðferðilega rangt. Yinnan gefur lifi mínu gildi, — mér þykir gaman að því að kenna og eg er þeirrar skoðunar að þess- ar tviþættu skyldur, heimilisins og vinnunnar geti vel farið saman. Auk þess gefur það kon- unni meira öryggi er liún veit, að hún er sjálf þess megnug að sjá fyrir börnum sínum hvað sem á bjátar. Börnunum sjálf- um er hollara að umgangast frekar börn en fullorðna, og þvi ætti það eklci að koma að sök þótt móðirin sé nokkuð að heiman á degi hverjum. Þó get eg ekki neitað því að eg hlakka til þess hverju sinni að geta verið lijá manni mínum og börnum um helgar“. let-belti“ eru notuð við sport- klæðnað, og eru þau í öðrum lit en klæðnaðurinn til þess að auka á f jölbreylnina. * * * Á hausti hverju er haldinn dansleikur í Tuxedo Park i New Yorlc og koma þar fram allar lielstu tískunýjungar, sem í vændum eru á vetrinum, og koma þær hvaðanæfa að. Á dansleiknum, sem haldinn var í haust vakti það athygli að flest- ir kjólarnir voru með krinolin- sniði. Sigrid Christensen er hrein- gerningakona og á 7 börn, en vinnur stöðugt nokkum tíma: dagsins við hreingerningar hjá blaði einu. Hún segir svo: „Eg tel það ekki á mig að- vinna. Uppliaflega neyddist eg til þess að taka mér eitthvað; fyrir hendur. Nú gæti eg auð- veldlega hætt því, að vinna ulan heimilisins, en hvar stæði eg, með 7 börn, ef maðurinn minn yrði atvinnulaus. Börnunum hefir liðið vel, af því að eg hefi haft atvinnu, og þau geta bjarg- að sér sjálf á daginn. Eg eign- aðist tviliura meðan eg vann ut- an beimilisins, en eg var 6 vik- ur frá vinnu í alt.“ Leikkonan Karin Nellemose lítur svo á „að það geti verið erfitt að þjóna tveimur heiTum, en þá erfiðleika sé auðvelt að yfirvinna. Eg lxefi oft, vegna starfs míns, neyðst til að yfir- gefa dóttur mína, en það er til bóta fyi'ir okkur báðar. Það að gegna heimilisskyldunum og vinna utan heimilisins getur vel samrýmst.“ Johanne Johansen vinnur í málmverksmiðju, er ekkja og á tvö börn. Ilún segir: „Eg er ein og hefi orðið að sjá fjTÍr tveim- ur börnum, og því get eg ekki neitað, að það hefir reynst mér erfitt. Lífið gengur yfirleitt ekki að óskum og alstaðar mæta manni erfiðleikar og hindr- anir, sem geta bugað viljaþrek- ið. Láti maður ekki hugfallast bjargast þetta alt. Eg á dóttur, 13 ára, og það er erfitt að koma henni fyrir og vegna vaktaskift- anna vinn eg stundum frá kl. 6 á morgnana til kl. 2% e. h. og stundum frá kl. 2^ e. h. til. kl. 11 á kvöldin. Barnaheimilum þarf að koma upp, sem geta hjálpað mæðrunum að annast börnin, meðan þær ganga að vinnu sinni. Það er erfitt að brjótast áfram, með tvö börn, — en þó baslast það.“------ GREIFAHJÓNIN HAUGVITZ-REVENTLOW hal’a undanfarið átt i snörpum deilum út af uppeldi sonar þeii'ra, eins og getið hefir verið í blöðunum. Barbara Ilutton, en svo hét frúin áður, vildi alx son sinn upp að enskunx sið, en greifinn, sem er Dani, vildi láta lxann fá uppeldi sitt í Dan- mörku. Að lokum munu sættir hafa tekisl með hjónunum, en þó svo, að þau liafa slitið samvistum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.