Vísir - 23.11.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 23.11.1938, Blaðsíða 2
V I S I R Allsherjar verkfall ytirvoíandi í Frakklandi, þegar Ctiambeplain og Malifax lávaröur koma þangað í dag til við— ræðna við Ðaladiev og Bonnet. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Dorfur í innanlandsmálum Frakklands eru ekki g-Iæsilegar við komu bresku ráðherranna, Chamberlains og Halifax lávarðs, til Parísar í dag. Verkalýður Frakklands er mjög óánægður með tilskipunina um lenging vinnutímans og það er jafnvel talið, að allsherjarverkfall sé yfirvofandi. Chamberlain og Halifax lávarður lögðu af stað kl. 11 árdegis. í gær var haldinn ráðherrafundur til þess að taka fullnaðarákvörðun um stefnu ráðherranna í þeim málum, sem rædd yrði í Frakklandi. Lundúnablöðin í morgun búast ekki við, að mjög mik- ilvægar ákvarðanir verði teknar á Parísarfundinum — sennilega engar ákvarðanir, sem vekja alheimsathygli. En þessi mál telja blöðin að muni rædd verða: 1. Samvinna Breta og Frakka í hernaði og samvinna á friðartímum til undirbúnings styrjaldarsamvinnu. 2. Samvinna í Austurlöndum. Mun þá verða um það rætt hvað franska stjórnin geti gert til þess að koma í veg fyrir, að Arab- ar í Sýrlandi komi af stað óeirðum í Pale- stínu. — Það hefir einnig verið búist við því, að ráðherrarnir mundu ræða um að veita báðum stjTjaldaraðilum á Spáni hernaðar- réltindi. En mótspyrnan gegn því er svo megn á Frakklandi, að óvíst er að nokkur ákvörðun verði tekin í því máli að þessu sinni. Frakknesk blöð og verkalýðsfélög hafa mjög eindregið lagt á móti því að Franco fái hernaðarréttindi. Allsherjarverkfall vofir yfir í Frakklandi vegna tilskipana Paul Reynaud fjárhagnum til viðreisnar. Tíu þúsund v?fka- menn í Lille, sem vinna í hergagnaverksmiðjum, hafa gert verk- fall, en 20.000 verkamenn í málmiðnaðinum í París hafa á- kveðið verkfall í dag. — Framkvæmdaráð verklýðsfélaganna hefir boðað einnar klukkustundar allsherjarverkfall á laugar- dag, til þess að mótmæla lengingu vinnutímans. Óttast menn, að þetta sé aðeins upphaf öflugri mótmæla. Fráfall Maud Noreg^s- drottning-ar. Kveðjuathöfn i London í morgun. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Lík Maud drottningar var lagt á viðhafnarbörur í kapellu Marlborough House, og að afstaðinni kveðjuathöfn þar, verður það flutt til Victoria-stöðvarinnar. Þaðan verður líkið flutt f einkalest til Portsmouth. Viðstödd kveðjuathöfnina í kapellunni, en hún hófst kl. 9 í morgun, var breska konungsfjölskyldan og Georg Grikkja- konungur. Þrír konungar gengu á eftir kistunni: Georg VI., Hákon Vn. og Georg Grikkjakonungur. Ólafur konungsefni Norðmanna, sonur Maud drottningar, til London í gær. Fara þeir, Hákon konungur, faðir hans, og Ólafur konungsefni, á herskipinu Royal Oak, sem flytur líkið til Oslo. United Press. VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgrciðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Dýpra og dýpra. IIUGVEK J A“ f j ármálaráð- “ herrans um gjaldeyris- málin, sem Tíminn birti upp- hafið á s. 1. laugardag, er nú öll komin almenningi fyrir sjónir. Niðurlagið birtist í Tímanum í gær. í lok fyrra kaflans hafði ráðherrann lofað að leysa úr þvi „í frambaldinu“, livernig tak- ast mætti að ná því „marki“, að koma fullum jöfnuði á erlendu viðskiftin, úr þvi að innflutn- ingslvöftin hefði ekki enst hon- um til þess. Og nærri má geta, hvort lesendur Tímans muni ekki hafa beðið framhaldsins á grein ráðherrans með nokkurri eftirvæntingu, er jieir máttu eiga þess von, að í því mundi verða vísað á örugga leið út úr ógöngunum. En hafi þeir hins- vegar búist við „alt of miklu“ af ráðherranum, eða vænst þess, að nú mundi hann hafa fundið eitthvert nýtt og frumlegt ráð, til þess að vinna bug á gjaldeyr- isvandræðunum, þá er liætt við því, að þeim hafi, að loknuni lestri, fundist þeir hafa „gripið í tómt“. í fyrra kafla greinar sinnar lýsti ráðherrann því í rauninni mjög skilmerkilega, þó að það hafi ef til vill ekki verið höfuð- tilgangur hans með því skrifi, að reyna að gera mönnum ein- mítt það sem allra ljósast, hversu örskammt innflutnings- höftin hafa hrokkið til þess að bæta úr gjaldeyrisörðugleikun- um. Og niðurstaða hans sjálfs, um árangurinn af innflutnings- höftunum, er sú, að með jjeim „einum saman“ sé að vísu „hægt að ná vissu marki um lækkun innflutnings, en heldur ekki lengra“. í Iok þessa kafla greinarinnar leggur hann svo á- lierslu á það, að „Iengra“ verði þó að komast, en innflutnings- höftin hrökkva til, ef verslunar- jöfnuðurinn eigi að geta orðið nægilega hagstæður til þess að íslenska þjóðin geti staðið í skilum. Og um möguleikana til þess ætlaði hann að ræða í framhaldi greinarinnar. En hverjir halda menn svo að þeir „möguleikar“ séu? Ilvaða ráð finnur ráðherrann til þess að ná „Iengra“ en að því „vissa marki“, sem innflutningshöft- in ná? — Enn eru það innflutn- ingshöftin, sem verða hið ein- asta og seinasta fangaráð ráð- herrans! Meiri „niðurskurður“ á innflutningi á byggingarefni, en hingað til hefir þótt fært að beita. Takmörkun á innflutn- ingi á vélum til nýrra fyiir- tækja og á tóbaki og áfengi. — Þannig ætlar ráðherrann að segja má að „ganga fram af“ sjálfum sér og innflutningshöft- unum í senn! En nú „fylgir böggull skamm- rifi“. Ef dregið verður úr inn- flutningi á tóbaki og áfengi segir ráðherrann að með jwí sparist að vísu engin ósköpafer- lendum gjaldfeyri, en hinsvegar muni tekjur ríkissjóðs skerðast allmjög við það. En jiann halla verður að sjálfsögðu að hæta ríkissjóði, „það verða menn að gera sér ljóst“, segir ráðherr- ann og er þá ekki annað fyrir hendi en nýir skattar eða niður- skurður á framkvæmdum“! f___' Að Iokum kemst ráðherrann j>ó að þeirri niðurstöðu, að í rauninni sé það að eins eitt, sem „til frambúðar“ muni geta leitt þjóðina út úr fjárliagsörðug- leilcunum og það sé „aukinn út- flutningur eða öllu heldur auk- in framleiðsla á öllum sviðum“. Og i því skyni, segir ráðherrann, að það verði að gera það „að- gengilegra en verið hefir, að stunda þær framleiðslugreinar, sem mest hafa dregist saman undanfarið“! Nú er það kunnara en frá þurfi að segja, að framleiðslan í landinu liefir „dregist saman“, ekki síst af völdum dýrtíðar og sívaxandi skatta- og tollabyrð- ar. Innflutningshöftin eru aðal- undirrót dýrtíðarinnar, og þau ætlar ráðherrann að auka. Þeim halla, sem rikissjóður lcann að bíða af því, að liann fær þá minni tolltekjur af innfluttum vörum, á að „mæta með nýjum sköttum“ og liækkun tolla af nauðsynjavörum! En með þessu öllu lieldur ráðherrann að hann muni gera það „aðgengilegra en verið hefir, að slunda þær fram- leiðslugreinar“, sem á undan- förnum árum hafa dregist sam- an og sligast undir dýrtíðinni í landinu og skatta- og tollabyrð- inni! „Það jjarf að byrja á þorsk- veiðunum og leggja alt kapp á, að allur flotinn verði til þeirra notaður á komandi vertíð", segir ráðherrann í lok hugvekju sinnar. Afleiðingarnar af stjórn- arstefnu ráðherrans á undan- förnum árum eru hinsvegar þær, að nú er verið að „leggja“ veiðiskipunum, hverju af öðru, og stöðva útgerð þeirra af því að gersamlega vonlaust er talið, að hún geti borið sig. Og svo virðist, sem að því muni reka, að vart verði hér um nokkura þorskveiði að ræða, nema ef vera skyldi á þurru landi. En þess sjást engin merki, að fjár- málaráðherrann eða Framsókn- arflokkurinn hyggi á nokkurar breytingar á stjórnarstefnu sinni og er þess því lítil von, að nokkuð rakni úr gjaldeyrisörð- ugleikunum eða fjiárhagsaf- koma j>jóðarinnar batni, nema ef takast mætti að gera land- þorskinn að útflutningsvöru. Skákþingið í Holfandi. I 8. umferð á skákþinginu i Amsterdam sigraði Fine Alje- chin. Standa þá vinningar þannig, að Fine hefir sex, Keres 51/2 Capablanca 4%, Botvinnik 31/2, Aljechin 3 og tvær biðskák- ir, Resehevsky 3 og Euwe 2y2. Ákveðið er að Aljechin tefli um heimsmeistaratignina í skák við sigurvegara þessa móts. (FÚ). Karlakór iðnaðarmanna heldur samsöng á morgun í Gamla Bíó. Allur ágóðinn rennur til aðstandenda þeirra, sem fórust með b.v. Ólafi. Á náðherrafundi í París í morgun voru teknar seinustu á- kvarðanir vegna komu bresku ráðherranna. i Fulltrúi Lebrun ríkisforseta, Daladier, Bonnet, forseti bæjar- stórnar Parísar, sendiherra Frakka í London og sendiherra Breta í Paris taka á móti jæirn á norðurjárnbrautarstöðinni. Því næst verður opinber móttaka í Ráðhúsinu. United Press. Fjármálanefnd franska þings- ins kom saman á fund í gær. Kom fram tillaga um að fella viðreisnarráðstafanir stjórnar- innar og var liún feld með 20 atkvæðum gegn 18, 5 sátu lijá. Síðar á fundinum var samþykt tillaga frá radikal-socialista- í flokknum með 25 atkvæðum á 1 móti 16. Daladier var sjálfur á ! fundinum til að byrja með og j skýrði fundarmönnum frá því, 1 að ef ráðstafanirnar yrðu feldar j mundi hann þegar í stað síma \ til London og biðja þá Halifax j lávarð og Chamberlain að fresta komu sinni. Mundi hann því næst kalla saman þing og láta atkvæðagreiðslur ganga um ráð- stafanirnar. Reynaud f jármálaráðherra hélt þriggja klukkustunda ræðu á fundinum um fjármálastefnu sína. Sagði hann að 9 miljón sterlingspunda virði í gulli hefði komið aflur til Frakklands síð- an í byrjun þessa mánaðar og lýsti því yfir að fjárlög mundu verða afgreidd tekjuhallalaus. Utanríkismálanefnd franska þingsins samþykti í gær með nærri einróma atkvæðum, að neita Franco um hernaðarleg réttindi, nema á grundvelli hlut- leysissáttmálans. Del Vayo utan- ríkisráðherra spönsku stjórnar- innar er í Paris um þessar mundir, og átti viðræðu við Bonnet utanrikisráðherra í gær. Verður Del Vayo i París þangað lil fundum frönsku og bresku ráðherranna verður lokið. í fregnum frá Burgos er lát- in í ljós von um að þessar við- ræður kunni að leiða til þess, að Franco verði veitt hernaðarleg réttindi. (FÚ). Hltler 00 Pkov ræðast við. London 23. nóv. FÚ. Pirov landvarnarmálaráð- herra Suður-Afríku heimsækir Hitler í Berchtesgaden á morg- un. Þegar hann fer frá Þýska- landi heldur hann til -Belgíu og Hollands og þaðan til Engands. Carol Rúmeníukonungur heimsækir Ilitler einnig á morgun. Fór liann frá París í gær. Oslo 22. nóv. Breska lierskipið Royal Oak, sem flytur lík Maud drotningar til Noregs, leggur af stað, ásamt fjórum tundurspillum, frá Portsmouth á morgun og er væntanlegt til Oslo á föstudag eða laugardag — þegar ná- kvæmlega 33 ár eru liðin frá Kona og barn bjargast nauðlega. Siglufirði i dag. Undanfarna þrjá sólarhringa hefir hlaðið niður feilcna snjó á Siglufirði. Klukkan tólf í dag féll snjóflóð ofan úr sunnan- veðri Hvanneyrarskál og lenti á einu ibúðarhúsinu og nokkrum bænsnahúsum. Stórskemdir urðu iá ibúðarliúsinu. Kona og barn, sem voru ein heima, björguðust nauðuglega. Barnið meiddist á liöfði. Hænsnakof- arnir mölbrotnuðu, en nýbúið var að flytja hænsnin úr þeim. Eigandi íbúðarhússins var Ste- fán Kristjánsson. Þráinn, Ný herferð ábenður Gyðingum. Göbbels, útbreiðslumálaráð- , herra Þýskalands, skýrði frá, að ' í vændum væri ný áróðursalda gegn Gyðingum, i ræðu, sem hann flulti í gær vfir mönnum, sem sendir verða út um landið til þess að livetja til baráttu gegn Gyðingum. Þessum áróðri er ætlað að leiða í Ijós hið háskalega atferli Gyðinga og hvernig þeir hafi ávalt verið , helstu friðarspillar veraldarinn- | ar. Kvikmynd, sein lieitir Gyð- ! ingurinn grímulaus“, hefir ver- ið búin til og verður hún sýnd í sambandi við þessa áróðurs- fundi. „Angriff“ lætur vel yfir þessari nýju herför og segist enn á ný skora á menn til mis- kunnarlausrar baráttu gegn Gyðingum. Lay, foringi verkamanna- fylkingarinnar sagði í gærdag, að þau tvö höfuð verkefni, sem næst biðu Þýskalands væri að losna við Gyðingana og fá ný- lendur. Hann sagði, að engin því konungshjónin komu til Oslo fyrsta sinni. Fullnaðarákvörðun um hvar líkið verður geymt í framtíð- inni liefir eldci verið tekin. ChamJierlain flutti fagra minningarræðu um Maud drotningu í neðri málstofunni í gær. NRP—FB. samúð með Gyðingum mundi verða þoluð, enda væru þeir snikudýr utan við hið eigin- lega mannkyn, og það væri sér gleði að ítalía, Pólland og Balk- anríkin væru með í þessari her- för. Kirigarlri i Suð- urgötu 100 ára. | dag er ein öld liðin síðan er kirkugarðurinn við Suður- götu var vígður. Garðurinn stóð þá nokkuð fyrir utan bæinn. Þ. 23. nóvember 1838 var jarðað í kirkugarðinum í fyrsta sinn. Var það lík Guðrúnar Oddsdótt- ur, frúar Þórðar Sveinbjörns- sonar háyfirdómara, sem jarð- sungið var, af dómkirkuprestin- i:m, sira Helga Thordarsen. Var mikill mannfjöldi saman kominn, á annað þúsund, og var það sjaklgæft að svo margt fólk safnaðist saman hér á landi í þá daga, enda var litið á vígslu kirkjugarðsins — sem rétt var — sem hinn niesta viðburð._ Minnisvarði úr járni var síðar settur á leiðið og stendur hann enn. Á fætur minnisvarðans er letrað: Á garði þessum grafin fyrst allra 23. nóv. 1838. Matlh. V. 8. í dag var aldarafmælis garðs- ins minst með því, að Bjarni Jónsson dómkirkuprestur flutti ræðu i líkhúsi garðsins. Hófst athöfnin kl. 1. Sálmar voru sungnir á úndan og' eftir ræðu síra Bjarna, „Dauðinn dó, en lifið íifir“ og erindi úr „Alt eins og blómstrið eina“. Lagður var sveigur frá Reyk- vikingum á gröf frú Guðrúnar. adelxss Loftur,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.