Vísir - 24.11.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 24.11.1938, Blaðsíða 2
V I S I R DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIB H/F. Ritstjóri: Krislján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gen'gið inn frá Ingólfsstrœti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Umhyggja kommúnista. V ommúnistum og socialistum ** er það umhugað að telja fólki trú um það, að liáðar séu harðar deilur innan Sjálfstæðis- flokksins um framtíðarstefnu hans. Til þessa liafa þeir talið að tveir flokkar berðust þar um völdin, annarsvegar „Fasistarn- ir, sem styðjast við heildsala og Yaldaþyrsta ævintýramenn, en hinsvegar afturhaldsmenn, sem vilja vinna með Jónasi frá Hriflu og Landsbankavaldinu“. í dag ber nokkuð nýrra við í hinum rauðu lierbúðum. Þjóð- viljinn hirtir greinarkorn eftir Einar Olgeirsson „ritstjóra inn á við“, en þar kemst hann að þeirri niðurstöðu, að nú séu flokksbrotin í rauninni orðin þrjúi með því að „lýðræðisöflin“ í Sjálfstæðisflokknum, „sem vilja vernda lýðræði og frelsi þjóðarinnar“ séu þar einnig til, og sé sú stefna vafalaust enn sterkust innan flokksins. Úr því að Einar Olgeirsson hefir opinberlega viðurkent að „lýðræðisöflin“ séu enn sterk- ust innan flokksins, þá skyldu menn ætla, að eitthvað það hefði horið við þessa síðustu daga, sem fært hefði honum sanninn um þetta, með þvi að hingað til hafa kommúnistar um margra ára skeið kepst við að telja fólkinu trú um, að fas- cistaöflin innan Sjálfstæðis- flokksins væru þar alt um koll að keyra. Menn minnast þess t. d. að í siðustu kosningum-lýstu kommúnistar yfir þvi,- að þeir léðu framsóknarflokknum fylgi sitt í ýmsum kjördæmum, —- ekki af því, að þeir fengi nokk- uð í aðra hönd, — heldur til þess eins að vinna á móti Sjálf- stæðisflokknum. En ef það er rétt, sem Einar Olgeirsson held- ur fram að lýðræðisöflin séu sterlcust innan Sjálfstæðis- flokksins, hvaða ástæða var þá til þess að kommúnistarnir unnu gegn þeim af öllu afli og gengu afturhaldinu á hönd, — með Jónasi frá Hriflu i broddi fylkingar. Var það gert til þess að styrkja lýðræðisöflin í land- inu, senr vilja frelsi og jafnrétti allra þjóðfélagsborgara? Mótsagnirnar, blekkingarnar og heimskan hafa mótað bar- áttu kommúnistanna gegn Sjálfstæðisflokknum, og enginn hefir til skamms tíma tekið þá baráttu þeirra alvarlega, en úr því að flokkurinn hefir nú gleypt meginhluta Alþýðu- flokksins og gengur með hann hálfmeltan í maganum og held- ur enn uppi hinni mótsagna- kendu baráttu sinni gegn lýð- ræðisöflunum í landinu, verður ekki hjá því komist að vekja nokkra athygli á þeirri baráttu. Alþjóð er hins vegar fuil- kunnugt, að sannleikurinn er sá, að Sjálfstæðisflokluirinn er sterkasti flokkurinn í landinu og að hann berst fyrir fullu lýð- ræði og jafnrétti allra þegna þjóðfélagsins. Barátta flokksins og minnihluta aðstaða siðustu ellefu árin, sannar að flokkur- inn er lýðræðisflokkur, en sýn- ir það einnig Ijóslega að þjóðin trúir honum og treystir á for- ystu hans, með því að flokkur- inn eykur fylgi sitt við hverjar kosningar, og enginn flótli liefir brostið í liðið hvað sem á hefir dunið. Nú er svo komið málum, að línurnar í stjórnmálabaráttunni skýrast með degi hverjum, þannig að stjórnmálaflokkarnir geta ekki rekið hina „grímu- klæddu“ pólitík öllu lengur. Al- þýðuflokkurinn er að velli lagður og hefir mist megnið af fylgi sínu og alt traust hjá þjóð- inni. Framsóknarstjórnin getur því ekki búið lengur að stuðn- ingi þess flokks. Nú er það vit- að, að ýmsir í heygarðshomi Framsóknar hafa alist upp í kenningum kommúnista, en eru kosnir á þing fyrir afturhalds- sömustu öflin í landinu, sem fyrirlíta kommúnista af heilum liug. Þessir menn verða því mjög bráðlega að ákveða, livort þeir gangast kommúnistum á hönd og bregðast þannig trausti kjósenda sinna, eða hvort þeir taka liöndmn saman við lýðræð- isöflin í landinu. Afstaða Sjálfstæðisflokksins hefir því aldrei verið sterkari en nú, með því að öll líkindi eru til að flokkurinn auki fylgi sitt stórlega á næstu árum í sveitum landsins og takist ]>að, að sam- eina þjóðholla menn í sveitum og sjávarplássum undir sama merki, er lýðræðinu í landinu engin hætta búin. Af þessu leiðir aftur, að afstaða Sjálfstæðis- flokksins hefir aldrei verið sterkari en nú og umhyggja kommúnista fyrir framtíð hans er með öllu óþörf og ástæðu- laus. 700 hús brunnu til ösku. Tjónið neraur 3 milj. dollara. London í morgun. Skógareldar í Kaliforniu, seg- ir í fregnum frá Los Angeles, hafa valdið tjóni, sem nemur 3 miljónum dollara. Alls hafa um 700 hús brunnið á ýmsum svæðum í Kaliforníu, þar sem skógareldar liafa geisað. Meðal húsa, sem brunnið hafa, eru hús kunnra kvikmyndaleikara, svo sem Madelaine Carroll og Richard’s Dix. En hús margra annara kvikmyndaleikara eru í hættu. United Press. Tankskipið Soyja 4 fór frá Raufarhöfn í gær áleiÖ- is til Damnerkur með um 700 smá- lestir af síldarlýsi frá Síldarverk- smiðjunni. — Nýr barnaskóli var reistur í Raufarhöfn síðastl. sum- ar og var hann tekinn til notkunar 16. þ. m. í skólanum eru um 60 börn. (F.B.). Feikna tjón á mann virkjum og samgöng ur teptar. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. Fárviðrið, sem geisaði á Bretlandseyjum í gær er hið mesta, sem þar hefir komið á þessum tíma árs á undangengnum tólf árum. Kunnugt er, að 14 menn hafa farist af völdum ofveðursins, en fjölda margir meiðst. Sumstaðar komst vindraðinn upp í 108 enskar míl- ur á klst. Fjölda mörg smáskip og bátar sukku við strendur landsins og var mikið að gera á öllum björg- unarstöðvum og fóru slysavarnarsveitir víða út á sjó í björgunarbátum og björguðu mörgum mannslífum. Stundum urðu sömu slysavarnasveitirnar að fara í hvern björgunarleiðangurinn á fætur öðrum. Flest slysin, sem manntjón höfðu í för með sér, urðu á landi. Húsveggir hrundu eða múrsteinar og varð fólk fyrir og meiddist eða beið bana af. Sumstaðar brotnuðu tré og orsakaðist eitt dauðsfall af því. Talsímaþræðir slitnuðu á stórum svæðum og staurar brotnuðu, víða urðu flóð og samgöngur teptust. Sjólið, sem var við æfingar við strendur landsins, varð að fresta þeim. Brottför herskipsins Royal Oak frá Portsmouth var frestað, vegna veðursins, en það mun leggja af stað í dag, ef veðr- ið heldur áfram að lægja. Feikna sjógangur var við ströndina og gekk sjór langt á land víða. Umhverfis fjölda húsa við sjó frammi, í þorpum og bæjum, er alt á floti. Tvö félög, sem hafa skip í förum yfir Ermasund, frestuðu öllum ferðum skipa sinna. . Um 4000 símalínur skemdust að meira eða minna leyti. 1 \ fjölda þorpa og borga var kolamyrkur — vegna bilana á raf- áleiðslum. 1 gærkvöldi lægði storminn nokkuð, en þó var enn rokhvast í flestum strandhéruðum. United Press. Viðræðar bresku og frönske ráðherranna byrjaðn í dag. Þýsk-frönsk friðaryfirlýsing verður undipskpifuð bráðlega. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Viðræður Chamberlains og Halifax lávarðs við frönsku ráðherrana byrja fyrir hádegi í dag. Fransk-þýska yfirlýsingin um ævarandi frið milli Þýskalands og Frakldands mun, að því er United Press hefir fregnað, verða undirskrifuð bráðlega, ef til vill þegar von Ribbentrop, utanríkismálaráðherra Þýska- lands, kemur til Parísar, en hann er væntanlegur þang- að bráðlega. Er búist við honum, þegar viðræðum bresku og frönsku ráðherranna er lokið. United Press. I Paris er mikið rætt um liina fyrirhuguðu komu von Rihben- trops, en hann mun undirskrifa f. li. Þýskalands friðaryfirlýs- inguna, sem Poncet ræddi við Hitler, og er i svipuðum anda og yfirlýsing Chamberlains og Hitlers. Hinn nýi sendiherra Frakka i Rerlín lagði sveig með með fánalitum Frakklands á gröf ó- þekta hermannsins. Var þarna margmenni og var mildl samúð látin í ljós. Sendiherrann tók til máls og lét í ljós von um nánari samvinnu og vináttu frönsku og þýsku þjóðarinnar. Verkföllum þeim sem komið hefir verið á í mótmælaskyni gegn fjármálaráðstöfunum Reynaud lieldur áfram og 90% af málmiðnaðarmönnum liafa lagt niður vinnu. Innisetuverkföll hafa orðið í 40 verksmiðjum en af þeim hafa 11 tekið til starfa á ný. I Lille gerðu verkamenn i vélaverksmiðjum verkfall í gærkveldi og hugsanlegt að fleiri bætist í liópinn. (FÚ.).* ISHMET PASIIA, IvAMAL ATATURK, hinn nýi forseti. Iiiiin nýlátni ríkisforseti. NÝTT BRESKT HERSKIP: „GEORG KONUNGUR V.“ London 23. nóv. FU. Tilkynt var í London í dag, að bresku konungshjónin myndu verða viðstödd, er nýju, bresku hersldjpi verður hleypt af stokkunum i febrú- armánuði næstkomandi. —■ Skipið fær lieilið „Georg konungur V.“ Ameríski laodher- ion fær 9000 flug- Tébr - sjólihið fær 3000 Oslo 23. nóv. Frá Washington er símað, að á næstu tveimur árum verði flugher Bandaríkjanna efldur svo, að liann hafi alls 12000 1‘lugvélar, þar af landherinn 9000, en sjóherinn 3000. Flota- málaráðuneytið leggur til, að lagður verði á menn 10% auka- tekjuskattur í 2 ár, til þess að fá fé til þessa, en ríkið ætti að fá í tekjur af þessum aukaskatti 260 milj. dollara. — NRP—FB. Marteinn Halldórsson, l)iíreiðastjóri hjá Johnson & Kaaber, er fertugur í dag. Útför Maud dpottningar. Oslo 23. nóv. Ákveðið liefir verið að norslm herskipin Olav Trygvason, Sleipner og Æger fari til móts við hreska liersldpið Royal Oalt, sem flytur lík Maud drotningar til Noregs, og hresku tundur- spillana, sem verða í fylgd með herskipinu. Meðfram götunum fá höfninni til Akerslius-hallar- kirkju verða hersveitir á verði, meðan líkfylgdin fer til kirkj- unnar. Drotningarinnar var minst í efri málstofu hreska þingsins í gær og var erkibiskupinn af Kantaraborg meðal ræðu- manna. NRP—FB. Berlín 24. nóv. FÚ. SENDIHERRA BRETA í KÍNA er sagður hafa ált viðtal við Chiang Iíai Sliek hershöfðingja nú fyrir skemstu og rætt við liann um ýms vandamál í skift- um Englands og Kína. Tilkynning frá f.S.f. Framvegis veröur eigi fyrirspurn- um til Í.S.l. svarað, nema undir fullu nafni fyrirspyrjandans. 17./H. '38. Stjórn l.S.t. M. PIROW, landvarnarráðherra Suður-Afriku er einn þeirra sljórnmála- manna heims, sem mest er um rætt um þessar mundir. Ilann er af þýskum ættum og er sem stendur i Þýskalandi og hefir ált viðtal við von Ribbentrop. Göring og Ilitler. Ýmsir ætla, að för hans standi í sambandi við nýlendukröfur Þjóðverja. Hér sést liann við koniuna til London frá Suður-Afríku. Það er Malcolm Mac Donald, samveldis- og nýlendumáaráðherra, sem er að bjóða hann vekominn. — Pirow er sá til vinstri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.