Vísir - 25.11.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 25.11.1938, Blaðsíða 2
2 V I S I R Föstudaginn 25. nóvember 1938 ylsiR ÐAGBLAS Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Eining og óeining. AÐ er kominn upp sá kvitt- ur í bænum, að í ráði muni vera að mynda „þjóðstjórn“ hér á landi, jiegar þing kemur sarnan. En svo er það kallað, er allir stjórnmálaflokkar, eða að minsta kosti allir stærstu þing- flokkarnir hafa með sér sam- vinnu um skipun ríkisstjórnar, og rikisstjórnin er skipuð mönn- um úr öllum flokkum. Vísi er ekki kunnugt um það, hvort þessi orðrómur á við nokkur rök að styðjast, önnur en augnabliks hugaróra ein- stakra manna og bollaleggingar um það, hvernig helst mætli takast að bjarga við hag lands og þjóðar, sem flestum virðist, að nú sé í mikiö óefni komið. Þess eru liinsvegar alkunn dæmi með öðrum þjóðum, að gripið hefir verið til slíkra úrræða, undir svipuðum kringumstæð- um, og þótt gefa góða raun og jafnvel ágæta. En mörg dæmi eru þess einnig, að um shkt hafi aðeins verið rætt manna á meðal og í j^laðaskrifum, en ekkert orðið úr framkvæmdum þegar „til átti að taka“. Að óreyndu verður það nú ekki talð líklegt, að það gæti tekist, að mynda þjóðstjórn hér á landi, að svo komnu, þó að upp á slíku kynni að verða brot- ið í fullri alvöru. Til þess virð- ist flokkunum, sem þá ættu að taka saman liöndum, bera of mikið á milli. Einn er sá flokk- ur, þó að hann komi raunar varla til greina í þessu sam- bandi, sem virðist þó vera „til- búinn í alt“ af þessu tagi. Það er hinn nýi flokkur þeirra Héð- ins Valdimarssonar og kom- múnista. En hann hefir líka tek- ið sér nafnið „Sameiningar- flokkur alþýðu“. Jöfnum hönd- um kallar hann sig að vísu „Socialistaflokkinn“, en það kann að vera mest til mála- mynda, eða af gömlum vana. „Sameiningin“ virðist vera hon- um fyrir öllu. „Sameiningar- flokkur alþýðu“ heitir hann, af þvi að upphaflega var til þess ætlast, að Alþýðuflokkurinn og Konunúnistaflokkurinn „sam- einuðust“ í lionum, en síðan átti sá „sameináði flokkur“ að ,.sameinast“ Framsóknar- flokknum í svokallaðri „al- þýðu“-fylkingu, ogþannig„sam- einaðir“ áttu þessir þrír flokk- ar síðan að taka að sér stjórn landsins. En nú virðist svo, sem flokkurinn ætli sér enn að færa út sameiningar-kvíarnar, og það ekki alllítið, því að í blaði hans er farið að ræða um sameiningu við Sjálfstæðisflokkinn! Að sjálfsögðu hefir blaðinu borist til eyrna orðrómur sá um „þjóðstjórn“, sem getið er um hér að framan. Og það er alveg bersýnilegt, að blaðið trú- ir því statt og stöðugt, að þessi orðrómur muni eiga við meira en lítil rök að styðjast. Þess vegna þykir þvi það miklu skifta, að „réttir lilutaðeigend- ur“ fái þegar í stað fulla vit- neskju um það, að flokkur þess, „Sameiningarflokkurinn“ sé að sjálfsögðu reiðubúinn að taka þátt í slíkri stjórn, og muni ekk- ert setja það fyrir sig, þó að Sjálfstæðisflokkurinn „verði með“. Og nú birtast daglega greinar í blaðinu, J>ar sem þvi er lýst yfir, með hjartnæmum orðum, að samvinna við Sjálf- stæðisflokkinn sé einmitt það, sem „Sameiiningarflokkurinín“ liafi alltaf viljað og kept að, enda sé það vitanlegt, að sú ein- ing þjóðarinnar, sem hfsnauð- syn sé að skapa, verði ekki sköp- > uð, án þeirra tugþúsunda, sem fylgi Sjálftæðisflokknum!! — Blaðið lætur þess nú að visu getið, að í Sjálfstæðisflokknum muni vera 30—40 menn, sem séu alveg óhæfir til að taka þátt * í þessari samvinnu, og engu betri en „Skjaldborgin“ í Al- þýðufl. eða „Jónas og aft- urhaldið i Framsókn“. Hins- vegar er það kunnugt, að Sam- einingarflokkurinn liefir heitið Framsóknarflokknum og Al- þýðuflokknum (að Jónasi og < „Skjaldborginni“ meðtöldum) skilýrðislausum stuðningi sin,- um, ef Jieir vilji þiggja hann, og má því ætla, að samvinnan við Sjálfstæðisflokkinn verði ekki heldur látin standa á þess- um „30—40“ mönnum, ef úm það væri að ræða, að mynda „þjóðstjóm“ og flokkurinn ætti þess kost, að taka jiátt í henni. En hvað sem því líður, hvaða líkur kunni að vera til þess, að „þjóðstjóm“ komist hér á lagg- irnar, þá þurfa kommúnistar á- reiðanlega ekki að gera sér nokkurar vonir um að fá að koma þar nálægt. Frá Gskifirði. Fréttaritari Visis á Eskifirði símar blaðinu í dag, að sæmi- legur afli hafi yerið þar að und- anförnu, og hafa bátar aflað alt upp í 9 skpd. í róðri, en meðal- afli mun vera 3—6 skippund, og fiskur er ágætur. Togarinn Surprise frá Hafn- arfirði liefir undanfarið keypt aflann af bátunum og selt hann á erlendum markaði og er nú væntanlegur í dag eða næstu daga til slíkra fiskkaupa. Síra Marinó Kristinsson hélt söngskemtun á Eskifirði í gær- ikveldi og fékk ágætar undirtekt- ir. Hann hefir dvalið þar um nokkurt skeið, og æft karlakór Eskfirðinga, á vegum Sambands íslenskra karlakóra. Frá Eski- firði fór síra Marinó til Fá- skrúðsfjarðar í sömu erindum, og mun liann halda þai- söng- skemtun hinn 1. des. n. k. Skákjtingið í Hollandi 12. umferð á slcákþinginu i Hollandi fór þannig: Botvinnik vann dr. Euwe, Flohr og Fine gerðu jafntefli, biðskákir urðu milli Keres og Aljechin og milli Resohevski og Capablanca. — Þessi umferð var tefld í gær, 13. í dag og sú síðasta á sunnudag. Eflir þessar 12 umferðir eru þeir enn efstir Keres og Fine, en Aljechin hefir dregið allmjög á þá, þótt ekki verði enn séð fyrir úrslitin, einkum vegna biðskáka. InnisetaverkfallsmeDD 1 Paris hraktir úr verk- smiðjQíiem með táragasi. - - 450 hanðteknir. Verkfallsmenn opöhíf ÍOO þúsund í Frakklandi. Horf- urnai* verða æ alvarlegri. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Verkfallsmenn í Frakklandi eru nú 100.000 tals- ins og fer enn fjölgandi. Horfurnar eru víða býsna alvarlegar, þar sem skorist hefir í odda milli verkfallsmanna og lögreglu. Hafa verkamenn víða gert innisetuverkföll og neita að hverfa á brott úr verksmiðjunum og hefir lögreglan þá sumstaðar knú- ið þá til þess með valdi. í Valenciennes og grend, þar sem verkfallsmenn eru um 40.000 talsins hafa orðið skærur milli verkamanna og lögreglu. Nokkur þúsund námumanna bættust í hóp verkfallsmanna þar í gær, settust að í námunum og tóku námujárnbrautina. Margir menn hafa sæst í óeirðum. í gærkveldi voru 450 verkfallsmenn handteknir í Reynault-verksmiðjunum. Verkfallsmenn höfðu sest að í verksmiðjum og neit- að að fara þaðan. Hrakti lögreglan verkfallsmenn að lokum á brott með því að nota táragassprengjur. Um 20 lögreglumenn meiddust í viðureigninni við verk- fallsmennina. DALADIER VONGÓÐUR. Forsætisráðuneyti Frakk- lands berast daglega skeyti úr hinum ýmsu héruðum landsins, þar sem menn lýsa yfir stuðn- ingi sínum við viðreisnanáform stjórnarinnar og óska Daladier til hamingju. í Lille er vinna hafin aftur með styttum vinnutíma, án jiess til mótmæla liafi komið eða verkfalla. Járnbraut sú sém verkfalls- menn náðu á sitt vald, er nú starfrækt af stjórninni. Stjórnin gerir sér góðar vonir um, að geta bælt niður mótþróa verk- fallsmanna. SARRAUT 1 AÞENU. Samkvæmt fregn frá Berlín fer von Ribbentrop til Parisar 28. nóvember. Albert Sarraut, innanrikisráðherra, sem var við útför Kamals Ataturks sem full- trúi Frakklands, fór frá Istam- bul til Aþenuborgar, í boði grisku stjórnarinnar, og átti við hana mikilvægar umræður. United Press. London, 25. nóv. F|Ú. í fregn frá Johannesburgh segir frá þvi, að fasistafundur, sem haldinn var þar í borginni i gærkveldi, hafi leitt til þess, að múgurinn safnaðist saman til þess að láta í ljós andúð sína á fasismanum. Lenti þarna i skærum og varð lögreglan að nota táragas til þess að dreifa múgnum. 30 manns særðust. LIÐSSAMDRÁTTUR VIÐ LANDAMÆRI RUTHENIU. Samkvæmt fregn frá Prag di-aga nú bæði Pólverjar og Ungverjar lið saman við landamæri Rutlieníu og fara árásir pólskra hermanna á Rutheníu í vöxt. Ankakosningin í We&t Ltwisfiam. íhaldsflokknrinn hélt kiflrdæminn. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. Aukakosningar þær, sem nú fara fram í Bretlandi vekja mikla athygli, þvi að aðaldeilumálið í þeim öllum er utan- ríkismálastefna stjórnarinnar. Vekja niðurstöður aukakosning- anna aukna atliygli vegna þess, að ýmsar likur bendi til, að þingkosningar fari fram á næsta ári. Að undanförnu liafa verið liáðar aukakosningar á nokkrum stöðum og í þremur seinustu kjördæmunum voru úrslitin stjórninni óhagstæð. í gær fór fram aukakosning í West Lewisham, og hélt Ihalds- flokkurinn kjördæminu. Frambjóðandi flokksins, Henry Brooke, lilaut 22.587 atkvæði, en frambjóðandi jafnaðarmanna, Skeffington, 16.939. í allsherjarþingkosningunum seinustu hafði íhaldsframbjóð- andinn 12.370 atkvæði fram yfir frambjóðanda jafnaðarmanna, en nú 5648. Jafnaðarmenn liafa bætt þarna við sig 2136 at- kvæðum, miðað við þingkosningarnar. Lundúnablöðunum í morgun verður tíðrætt um þessi kosn- ingaúrslit. Andstæðingablöð stjórnarinnar halda því fram, að kosningaúrslitin sýni, að stefna Chamberlains bafi minna fylgi en menn hafi ætlað. Fylgistap íhaldsflokksins í West Lewis- ham stafi af því, að kjósendurnir sé að missa traust á utan- ríkismálastefnu Chamberlains. United Press. KRISTJÁN X. og IIÁKON NOREGSKONUNGUR, bróðir hans, við komu hins síðarnefnda til Kaupmannahafnar í haust, í tilefni af 80 ára afmæli Valdimars prins. Bretar ætla að haía stóran, vel ætðan fastaher til taks, Frðhknm til aðstoðar ef á þá vérður ráðist. Samelning breska og franska flnghersins. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. Tilkynt hefir verið, að Sir Kingsley Wood, breski flugmála- ráðherrann, muni fara til París þ. 2. desember, til viðræðna við Guy la Chambre, flugmálaráðherra Frakklands. Munu þeir ræða um aukna lofthernaðarlega samvinnu Breta og Frakka og raunverulega sameiningu loftherja beggja þjóðanna á styrjaldartímum. Ýmsir stjórnmálamenn ætla, að Bretar hafi fallist á, að koma sér upp mannmörgum, velæfðum fastaher, til þess að nota á meginlandinu Frökkum til aðstoðar, ef á þá verður ráðist. Orðrómur um þetta var á kreiki' í London í gær og ábyrgir stjórnmálamenn telja, að hann hafi við rök að styðjast. Aðalviðræður bresku og frönsku ráðherranna í gær voru um landvarnamálin, hvernig ráða beri fram úr veilunum á land- vörnum Breta og Frakka. Ennfremur ræddu þeir Spánarmálin og er talið að ráðherrarnir hafi verið á einu máli um það, að nú væri óhentugur tími til þess að taka ákvörðun um hemað- arréttindi handa Franco. Franco hafði búist við, að samkomu- lag mundi nást um þetta nú. United Press. Daládier liefir lýst yfir þvi við blaðamenn, að hann leggi áherslu á, að franska þjóðin hafi vottað hresku ráðherrun- um þakklæti sitt og virðingu með mikilli lirifni. Ennfremur, að vinsamlegt samkomulag hafi náðst milli ráðherranna um öll þau alþjóðamál, sem um hafi verið rætt, og liafi umræð- urnar yfirleitt orðið til mikils stuðnings fransk-breskri sam- vinnu. Chamberlain og Dala- dier kalladir svikarar Berlín, 25. nóv. FÚ. 1 blöðum spönsku stjórnar- innar kemur fram mikil gremja í garð frönsku og ensku ráð- herranna, er þau ræða um fundi þeirra í París þessa dagana. — Virðist spænska stjórnin óttast, að Franco verði á þessum fundi veitt hemaðarréttindi. Cliam- berlain, Daladier og Bonnet eru nefndir svikarar o. s. frv. CHAMBERLAIN RÆÐIR VIÐ HERTOGANN AF WINDSOR. Opinber tilkynning var gefin út í gærkveldi um viðræðui'nar er þeim var lokið og þvi lýst yfir, að fullkomð samkomulag hefði orðið um 511 atriði. Lagði Chanrberlain til að franskir og Iireskir ráðherrar héldu jafnan með sér fundi öðru hvoru. — Chamberlain og Halifax Iávarð- ur áttu hálfrar stundar viðræðu við hertogann af Windsor í hó- leli einu i París. Var hertoga- frúin einnig viðstödd. Föru- nautar Chamberlains segja, að þar sem forsætisráðherrann liafi elcki séð liertogann síðan bann sagði af sér konungdómi bafi það verið eðlilegt, að hann notaði þetta tældfæri til þess að lieilsa upp á hann. — (Úr FÚ- skeyti). I veðrinu mikla um síðustu helgi slitnaði vélbát- urinn Skallagrímur af legu á Húsa- víkurhöfn. Rak hann á land og brotnaði. (FÚ.).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.