Vísir - 25.11.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 25.11.1938, Blaðsíða 3
Föstudagdnn 25. nóvember 1938. 3 VÍSIR GuMitlaugur Einarsson: Starfsemi og skipulag Rauðakrossfélaganna. Ve^kefnin eru ófæmandi og nauðsyn á aamhug og samstarfi í þessum málum. Einmitt þessa daga fyrir 20 árum voru Rauðakrossfélög ó- friðarþjóðanna önnum kafin við að gera heildarskýrslur um mannfallið í heimsstyrjöldinni. Það voru ófagrar tölur — 8V2 miljón manns höfðu fallið, sem ófriðurinn hafði beinlínis orð- ið að fjörtjóni, þrátt fyrir alla læknishjálp og hjúkrun hinna stóru og vel æfðu líknarsveita Rauðakrossfélaganna. miljónir manna deyja árlega í heiminum, svo að vitað sé, þar af 30% eða 3 miljónir af or- sökum, sem stafa af röngu líf- erni, livort sem þar er eingöngu þekkingarleysi til að dreifa eða einnig getuleysi, ásamt vilja- leysi eða dugleysi, að losa sig undan oki vanans. Þessi pró- senttala var reiknuð út í þcim löndum, sem liæst standa í þekkingu og framförum í lieil- hrigðismálum, og livað mundi þá um liin, þar sem heilbrigðis- mál eru vanrækt og standa á lágu stigi. Þetta mátti eklri svo til ganga. Þarna sáu Rauðakrossfélögin verðugt verkefni um ófyrirsjá- anlega framtíð. Þetta er ástæðan til þess, að þau hafa enn aukið afköst sín á sviði heilbrigðismála og ný ver- ið stofnuð, svo að þau eru nú í svo að segja öllum þjóðlönd- um lieims. Vinna, þali síðan, og aldrei ákafar en nú, að bættum heilbrigðisháttum og sérstak- lega að því að fyrirbyggja sjúk- dóma — auk síns gamla likn- arstarfs í stórslysum, drepsótt- um og liernaði. — Þau eru í dag 64 talsins og hafa rúmlega 36 miljónir félaga, þar af er rúml. helmingurinn æskulýðshreyfing Rauðakrossins, eða ungliða- deild, sem vinnur að því með aðstoð kennarastéttarinnar, að kenna börnunum að meta góða heilsu og temja sér góðar heil- brigðisvenjur, auk þess sem hún með bréfaskriftum barnanna heimsendanna á milli glæðir skilning og hræðraþel og sam- starf þjóða í milli, án tillits til trúarbragða, kynstofns eða stjórnmálaskoðana. í ungliða- deild Rauðakrossins liggur f jör- egg framtíðarstarfs Alþjóða- Rauðakrossins. Þess vegna leggja framsýnustu þjóðir mikla áherslu á þá starfsemi. Það væri nóg efni í margar blaðagreinar að gefa, þó ekki væri nema stutt yfir- lit yfir starfsemi og afrek Al- þjóða-Rauðakrossins og Rauða- krossfélaganna þessi 20 ár. Því miður eru engin tök á því hér nú, starfið er svo margþætt.'Eg verð að láta mér nægja að nefna 4 aðalþættina og nokkrar undir- greinir þeirra. Þá er fyrst líknardeildin, sem auk liknarstarfs i ófriði tekur að sér að hjálpa, þegar ein- hverja þjóðarógæfu ber að garði hungursneyð, eldgos og jarðskjálftar, hráðar drepsóttir o. s. frv. Það er elckert smá- vægilegl líknarstarf, sem Rauði krossinn innir af hendi nú á Spáni eða i Kína, og áður i Abessiniu og Suður-Ameríku eða við Missisippiflóðin. svo að nokkur dæmi séu nefnd. I öðru lagi heilsuverndardeild sem berst fyrir réttum lífernis- máta i mat og drykk, atvinnu- og heimilislifnáðarbáttum og hefir margvíslega fræðslu til Gunnlaugur Einarsson læknir. Rauðakrossfélögin stóðu liögg- dofa, eins og raunar allur heim- urinn er hann átlaði sig á þess- um hörmungum. Aldrei liöfðu Rauðakrossfélögin lagt jafn- anikið á sig og í heimsslyrjöld- inni og aldrei verið mannfleiri né voldugri en í lok liennar, og samt var tjónið svona óskap- 3egt. — Sumir höfðu áliyggjur af, hvað gera ætti við þessar glæsilegu fórnfúsu liknarsveitir á friðartímum, sem færu í hönd. Átti að segja við þær: Þökk fyrir ykkar líknarfórn, nú niegið þið fara heirn, ykkar er ekki þörf lengur, þvi að heims- styrjöld verður ekki aftur með- an við lifum. — Nei — tæpast liöfðu félögin áttað sig á dánar- töflunum fyr en beiðnirnar k.omu hvaðanæfa úr ófriðar- löndunum um hjálp, þvi að í kjölfar ófriðarins sigldi hung- ursneyð og ýmsir harðréttis- sjúkdómar, drcpsótlir geisuðu hjá útpíndum og viðnámslaus- um líernaðarþjóðunum, tæring- in braust út í ahnætti sínu og fangaflutningarnir voru ó- leyst gáta. Það siðastnefnda tók Fridthiof Nansen að sér með þvi skilyrði, að Rauðakrossfé- lög allra landa vildu hjálpa til. Rauðakrossfélögin og lijálpar- sveitir þeirra fengu nóg um að hugsa. — Þannig atvikaðisl það að Rauðakrossfélögin tóku að sér öll þessi viðfangsefni í heil- brigðismálum á friðartímum, með tilstyrk og fjárhagsaðstoð Þjóðabandalagsins og sinna eig- in ríkisstjórna, að ógleymdum mörgum stórgjöfulum líknar- mönnum og friðarvinum um heim allan. Og það var langt frá að geta þeirra hrykki til. Þau juku afköst sín og getu með þvi að fá fleiri félaga og stofna ný félög hjá þjóðum, sem stóðn utan við, og félögin komust brátt úr rúml. 25 upp í rúml. 50. Samtímis mynduðu þau með sér alþjóðasamband, sem nefn- isl Liga og á heima í París. Hún samræmir kraftana og samein- ar átökin og rannsakar marga hluti. Við nánari athuganir á rann- sóknum þeirra í heiminum, sem deyja svokölluðum eðlilegum dáuða, og talningu á árlegum dauðsföllum, kom í ljós, að 9 þess að koma í veg fyrir sjúk- dóma. Þar undir liefir hann sér- staklega tekið sér fram um alls- konar barnavernd og um að berjast gegn berklaveiki, krabbameini og kynsjúkdóm- um, óþrifnaði og sýklaberum úr dýrarikinu, hverju nafni sem ]>efnast. Þriðja deildin annast hjúkr- unarmál. Tóku Ráuðakrossfé- lögin þau mál svo föstum tök- um með því að stofna fyrir- myndarskóla í London fyrir hjúkrunarkonur um allan lieim i öllum greinum starfs þeirra, og lieitir hann Redford College. Auk þess liafa yfir 40 Rauða- krossfélög af 62, hjúkrunar- kvennaskóla, og eru flestir þehra taldir bestu skólarnir þar i landi. 115 löndum hafa Rauða- krossfélögin annast hjúkrunar- málin frá rótum. Auk þess hef- ir Redford College kent efnileg- um hjúkrunarkonum frá öllum löndum, þar á meðal 7 frá ís- landi á vegum R. Kr. I. Þeim er ætlað að liafa aflað sér sérkunn- átlu í barnavernd, í skólalijúkr- 1111, heilsuvernd o. íl., sem lieimgskólarnir vcila ekki, og eiga þær svo að kenna út frá sér, Hefir þetta reynst prýði- lega, þótt minna gæti í þeim löndum. þar sem lijúkrunarmál eru í góðu lagi. Verður því eklci annað sagt en að Alþjóða-Rauði- krossinn hafi sett svip á lijúkr- unarmálin og hafið þau til liærra veldis og með því fengið lykil að framkvæmd ýmissa heilbrigðismála, sem ahnars væri óhugsandi að framkvæma. Á 4. starfsdeild Rauðakross- ins, ungliðadeildina, hefi eg minst, og verður það að nægja i þetta sinn. í fljótu bragði kann svo að virðast sem Rauðikrossinn hafi í þessum framkvæmdum sínum gengið um of inn á starfssvið heilhrigðisstjórna ríkjanna. En það mun viðurkcnt af öllum heilhrigðisstjórnum, að Rauði- krossinn hafi allra stofnana besta aðstöðu til allsherjarstarfs og afkasta í þessum málum, enda nýtur liann allstaðar styrks rikjanna á cinhvern hátt, og sumstaðar geysi mikils. Það er því siður en svo að nokkur heilbrigðisstjórn hafi horn í síðu lians. En vitanlega gætir starfs hans meir þar sem þörf- in er hrýnni og því minna, sem fleiri félög eru fyrir, sem starfa á líkum gi'undvelli, þvi að liann fer ekki í kapp við þau. Að lokum vil eg minna les- endur á: 1) að liin sívaxandi eft- irspum eftir námskeiðum í heimahjúkrun og hjálp í við- lögum sýnir vinsældir þeirrar starfsemi, sem R. Kr. I. liefir rekið með vaxandi krafti síðan liann var stofnaður og eflaust hefir gert mikið gagn. 2) Sanna ummæli dr. Símonar J. Ágústs- sonar i einu dagblaði bæjarins í fyrradag, að útgáfa Unga ís- lands er spor í rélta átt, og má Rauðikross íslands og liver sem væri vel við dóm lians una. I 3. lagi er sjúkraskýli Rauðakross Islands í Sandgerði djörf tilraun til að hæta úr brýnni þörf, og vinsældir baðanna þar vekja Óslrir og vonir Rauðakross ís- lands til að vera þess megnug- ur, að geta komið böðum upp í fleiri sjóiplássum og kauptún- um. Ýms fleiri afrek Rauðakross íslands mætti nefna, sem sanna að liann, þrátt fyrir þröngan fjárliag og htinn og oft engan styrk, hefir sýnt fullan vilja og talsverða getu til þess að verða að liði á svipaðan hátt og Rauðakrossfélög annara þjóða. ðtbreiðslufundnr Heimdallar. Fjörngt félagslif fjölbreytt starfsskrá Félagið Heimdallur liélt út- hreiðslufund i fyrrakvöld og var fundurinn haldinn i Varð- arhúsinu. Fjölmenni var mikið og mátti heita að livert sæti væi'i skipað og fór fundurinn hið hesta fram. Jóhann Möller lióf umræður og lýsti stefnum socialista og kommúnista, hæði fræðilega og einnig liinu hvernig þær liefðu verið og staðist þegar á reyndi. Drap hann á tviskinnung þann, sem*þessar stefnur hefðu í sér falinn, og hvernig þær ynnu markvist að niðurrifi innan hvers þjóðfélags. Bárður Jakobsson stud. jur. rakti sögu sósíalismans í sovét- ríkjunum, og lýsti því hvernig stjórnin hefði neyðst til að hverfa fró hinni uppliaflegu stefnu sem tekin var eftir bylt- inguna og sem i því var falin, að afnema eignarétt og erfða- rétt, en hvorttveggja þetta, hefði verið innleitt að nýju. Axel Tulinius stud. jur. ræddi um viðhorfin til sjólfstæðismál- anna og livað gera bæri til þess að þjóðin heimti sjálfstæði sitt að fullu, og borgið yrði hennar hag í atvinnu- og verslunarmál- um. Kristján Guðlaugsson ræddi verslunarmálin og þær stefnur, sem uppi hefðu verið á því sviði og hverjar hefðu reynst liajipadrýgstar. Rakti liann að nokkuru þau höft, sem nú væru á öllum sviðum og hverjar horfur væru framundan. Gunnar Tlioroddsen ræddi um atvinnumálin, einkum með tillili til æskunnar i landinu og stefhu Sjálfstæðisflokksins og tillögur til úrlausnar. Var gerður góður rómur að öllum ræðunum og stóð fund- urinn fram undir kl. 11. Margir ungir menn gengu í félagið að fundinum loknum. Félagið Heimdallur hefir samið fjölbreytta starfsskrá fyrir vet- urinn og er félagslífið með miklum blóma. Útgefðarmenn á Siglu- flrði senda háta sína til Suíurnesja. Fréttaritari Visis á Siglufirði skýrir blaðinu svo frá áð sæmilegur afli liafi verið að undanförnu þar nyrðra, þegar á sjó hefir gefið Fengu bátar 6—7000 pd. í í’óðri og var all- verulegur hluti aflans ísa. Einn bátur fór nýlega fram á Skaga- grunnshorn, 35 mllur út, og afl- aði um 10.000 pund fiskjar. Nú upp á síðkastið hafa gæftir verið mjög slæmar og ekkert verið róið. Ýmsir hátaeigendur eru þeg- ar farnir að búa út báta sína til suðurfarar og ætla þeir að gera út hér á Suðumesjum, en Bæj arstj ópnarkosningap í Belgíu. Degrelle á undanlialdi. ekki skylda til að velja þá úr flokki bæjarráðsmanna. Þetta var í fyrsta skifti, sem fascistanir eða Rexistarnir tóku þátt í bæjarstjórnarkosningum. Aðalflokkarnir eru ihaldsmenn (Roman-kajiolikkar) sem fengu 33.88% atkvæða 1932, jafna'ðar- menn, sem þá fengu 33.55% og frjálslyndir, sem fengu 20.14% atkvæða, en það sem eftir var gekk til kommúnista og smá- flokka. Frjálslyndir unnu á í kosn- ingunum i október s.l., einkán- lega í Rrussel, að meðtöldum út- borgum, íhaldsmenn bættu að- stöðu sína dálítið, en jafnaðar- menn héldu viðast því, sem þeir höfðu, en mistu þó nokkur sæti til kommúnista. Heildarniður- staða kosnmganna sýnir, að þjóðin er fráhverf stefnu Rex- ista. Fyrir þá er niðurstaðan herfilegur ósigur. Ósigur þeirra stafar vafalaust mikið af því, að Degrelle liafði engar um- bótatillögur fram að bera, sem fengu neitt fylgi. Hann er mælskumaður, duglegur og fylginn sér við að „rifa niður“, en fólkið hefir enga trú á, að hann geti „bygt upp“. I fæðing- arhæ sínum, Bouillon, þar sem hann fékk 35 % greiddra at- kvæða í þingkosningunum fékk hann 10% greiddra atkvæða nú. I einu sterkasta vigi Rexista, Brussel, fengu þeir 10% greiddra atkvæða, en 18,7% í þingkosningunum, i Liege, einni mestu iðnaðarborg landsins, 12%, en í þingkosningunum fengu þeir jxir 23% greiddra at- kvæða. Leon Degrelle. Bæjarstjórnarkosningar fóru fram í Belgiu í sl. mánuði og kosningaúrslitin leiddu í ljós, að fascistar eru á undanlialdi. — Flokkur þeirra undir forystu Degrelle fékk aðeins 5% greiddra atkvæða, en við þing- kosningarnar 1936 hlaut hann ÍO'/< greiddra atkvæða. Ivosið var í 2672 borgum og þorpum. Bæjarstjórnarkosningar í Belgiu fara fram sjötta livert ór, og eru í gamni kallaðar „millipilsa- kosningar“ þar í landi, af því að konur eru i meirihluta meðal kjósendanna eða 161.000 flciri en karlar, en alls eru á kjörskrá 5.500.000 kjósendur. Kjósendurnir greiða aðeins atkvæði um bæjarfulltrúa, ekki 11111 borgastjóraefni, því að þá [ skipar konungur, og honum ber ÍTALSKAR SPRENGJUFLUGVÉLAR I NOREGI. Norðmenn hafa keypt nokkrar sprengjuflugvélar af ítölum og greitt andvirðið með sjávarafurðum. Ilér sést fyrsta flugvélin, sem kom lil Noregs frá Italíu, og norsku flugmennirnir, sem sóttu hana. STELLA WALSH, sem kepli fyrir Pólverja á Olympiuleikunum i Berlin 1936, (ók ])ált í Evrópumeistara- móti kvenna i Vínarborg i liaust og lenti þá í æfintýri, sem hæglega hefði gelað endað illa. Er hún var á lcið til Póllands um Tékkóslóvakíu var hún handtekin og grunuð um að vera njósnari. Hið sanna kom þó fljótlega í ljós og var liún þá laus látin á ný. Stella Walsh er búin að vinna um 600 verðlaunagripi, bikara, peninga o. þ. h. búist er við að útgerð verði lítil fré Siglufirði i vetur að öðru leyti. Beitulílið er þar eins og sakir standa. Styrkur til vélbáta- byggiaga hér á landi. Á þingi flutti Sigurður Krist- jánsson frumvarp þess efnis að menn skyldu styrktir til báta- kaupa af því fé, sem Fiskimála- nefnd liefir til umráða og varið skyldi til togarakaupa, en frumvarp hans náði ekki fram að ganga. Nú hefir rikisstjórnin söðlað um og skýrir Tíniinn. frá þvi að liún ætli að bera fram frumvarp Sigurðar Kristjóns- sonar á næsta þingi, þannig að varið verði 150 þús. kr. af þessu fé til styrktar þeim, sem báta vilja kaupa. Þetta er spor i rétla átt og ætti ríkisstjórnin oftar að fara að ráðum sjálf- stæðismanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.