Vísir - 25.11.1938, Blaðsíða 6

Vísir - 25.11.1938, Blaðsíða 6
s FSstiiðagÍHa 25. nérember 1Í>3S VfSIK ÓDÝRTI Strásykur 45 aur kg Molasykur 55 Hveiti 40 Haframjöl 40 Hrisgrjón 40 Kartöflumjöl 45 Sagógrjón 60 Hrísmjöl 35 Matbaunir 70 Salt þurk. 16 L.yftiduft 225 Kaffí óbrent 200 Kaffi br. óm. 290 Kaffi i pökkuin 80 — pk Smjörliki 70 Macarone 45 Rommbúðing m. gl. 40 Bökunardropar 40 — gl. Sykurvatn 145 — fl. Tómatsósa 125 Kristalsápa 50 — pk Blits 45 Hreinshvítt 45 Mum 45 Fix 45 Hp-Top 45 Skúriduft 25 LÁtifi ekki blekkja yður með prósentugjöfum. — Verslið þar sem þér fáið vörurnar bestar og ódýrastar. Vesturgötu 42. —— Sími 2414. Framnesvegi 15. — Sími 1119. Ránargötu 15. --- Sími 3932. Kvensokkar svartir, bómull og ísgarn, 1,95 —2.25. Silki 2.25—3.50. WTRTi ^nirni 'i a im Sími 2285. Grettisgötu 57. Njákgötu 106. — Njálsgötu 14. 47 krðnor kosta odjrnstn kolo. er miðstöð verðbréfaviðskift- anna. — VfSIS KAFFIÐ íferir alla glaða. Brunaslysið mikla i Oslo* Bruninn mikli í Oslo er einhver hinn mesti og sviplegasti, sem nokkuru sinni hefir orðið þar i landi. 29 manns fórust, eins og frá var sagt í skeytum, flestir á hæðinni, þar sem eldurinn kom upp, en nokkurir hentu sér út um glugga og biðu bana í fallinu. Hér birtast noklcurar jnyndir frá brunanum. Efst er mynd frá brunastaðnum, þegar lögregla og brunalið var að flytja á brott lík þeirra, sém fórust. Neðst til liægri er mynd, sem sýnir útgöngudyrnar — merktar x —, en fyrir innáii þær fuildust flest líkin, Hinar tvær niyndirnar él*u af brunarúst- unum. Neðri myndin er frá útför þeirra, SéUl fórust, en þeir voru flestir söinu ættar,af Brand- stru.pættinni i Oslo. — Myndin, þar sem kisturnar standa lilið við hlið, er tekin í nýju bál- stofunni í Oslo. The History of Scandi- navian Litteratures. — Dial Press Inc. NewYorlc. MCMXXXVIII. Rit J>etta, bókmentasaga Norð- urlanda, liefir inni að halda bók- mentasöguyfirlit allra Norður- landaþjóðanna fimm, Norð- manna, Dana, Svia, Finna og íslendinga, frá upphafi til vorra daga. Þessarar bókar var talin mikil þörf vestan hafs, því að ekkert heildaryfirlit allra Norð- urlandabókmenta samandregið í eina bók, var til vestra, enda á bók sú, sem hér er um að ræða, að bæta úr þessari þörf. Vitanlega liefir mikið ver,- ið skrifað um bókmentir Norð- urlanda vestan liafs, en það hefir verið miklum erfiðleikum bundið fyrir þá, sem kynna vilja sér bókmentir Norðurlanda, t. (I. fyrir háskólanemendur, að ná i lil afnota allar þær bækur, sem um þetta fjalla og þeim voru nauðsynlegar til þess að fá rétta hugmynd um efnið. Og fæstir, ef til vill, gátu fengið til afnota allar þær bækur, sem nauðsyn- legar voru, til þess að fá sam- anhangandi yfirlit. Bókmentasagan, sem Dial Press Inc. í New York hefir gef- ið út, byggist á bókmentasögu dr. Giovanni Bacli og hefir Frederika Blankner við Wesí- ern ReserVe University .þýtt hana á ensku, eða endur-ritað, til þess að hún yrði í þvi formi, sem hentast þótti, hvorttveggja í senn lieimildarrit fyrir há- skólanemendur.sem vilja kynna sér Norðurlandabókmentir, og alþýðlegt rit, til lesturs fyrir alla þá, sem fögrum bókmentum ynna, Iíaflar bókarinnar um bók- mentir Norðmanna, Dana og Svia, byggjast á bókmentasögu dr. Bachs, en kaflarnir um bók- mentir íslands, bókmentir ís- lendinga í Vesturheimi og bók- mentir Finnlands eru allir samdir af dr. Richard Beck, kennara við háskólann i Norð- ur-Dakota. 1 formála bókarinn- ar segir Frederika Blankner, að þessar yfirlitsgreinar dr. Becks um bókmentír íslands og Finn- lands sé liinar ítarlegustu, sem enn hafi komið út á enska tungu. Er það orðið mikið verk, sem eftir dr. Beck liggur í þágu ís- lenskra bókmenta. Það mim ó- Iiætt að fullyrða, að hann verji öllum frístundum sínum til þess að skrifa greinar um Island og íslenskar bókmentir, eða semja fyrirlestra um sama efni. Beck er enn maður á besta aldri, liðlega fertugur, og hygg eg, að ekki væri of mikið sagt, að hann liefði unnið svo mikið að þvi, að útbreiða þekkingu á Islandi vestan hafs, að þar hafi enginn verið atliafnameiri á heilli, langri ævi. Dr. Beck er löngu orðinn kunnur sem háskólamaður og fræðari um öll Bandaríkin, og það, að lionum var falið að vinna það verk, sem liér er um að ræða, er enn vottur þess, hvers álits liann nýtur. Tilgangurinn með línum þess- um er að vekja athygli á fróð- legri og skemtilega skrifaðri bók, sem vafalaust mun koma að miklu gagni háskólanemum í Bandaríkjunum og víðar, og verða mikið lesin vestan hafs, og því auka mikið þekkingu manna þar á bókmenlum Norð- urlanda yfirleitt. a. I ************ RAFTÆKJA y\NOAaAS-ÚDÝRAH SÆK.ÍUM A SENOÍIM — Rístu á fætur, vinur minn. Öllu er óhætt, þeir lögðu á flótta! Ert þú ntikið særður? — Sár mín eru rnikil og stór. Eg er hræddur unt, að það sé bráð- lega úti um mig .... — Vonandi er engin hæ.tta á því! Eg er Hrói höttur og skal veita þér alla hjálp, sem þarf! —• Hrói höttur! Eg er sannarlega hundheppinn! Hrói höttur, eini maðurinn á Englandi, sem .... GESTURINN GÆFUSAMI. 36 má svo segja. Eg sá þær — lieyrði þær syngja i New York“. Rose, sú eldri, greip alt í einu í handlegg Martins. ,,Eigum við að dansa?“ „Eg dansa ekki nógu vel, er eg smeykur um“, sagði liann. „En eg dansa vel“, sagði Rose úkveðin, „svo vel, að þér munuð dansa betur við mig en þér hafið nokkurti sínni fyrr gert“. Þau fóru af stað og Martin sannfærðist þeg- ar um að Rose hufði ekki ofhælt sjálfri sér. „Eg get ekki séð, að það sé neitt að atliuga við yður sem dansara“, sagði Rose, er þau námu staðar og biðu {>ess, að lagið yrði leikið aftur, þvi að tíansleikendurnir létu ósk sína í ljós um það, með því að klappa. Er QuiIIand vinur yð- ar ?“ „Við erum gjóðir kunningjar“, sagði Martin. „Við vorum starfsmenn hjá sama firma“. „Þér eruð líkari þeim Englendingum, sem við heyrum frá sagt og lesum um vestra, en Percy Quilland. — Ilann er kannske dálítið um jof hávaðasamur. ýtir sér áfram eins og pilt- arnir okkar vestra, en liann vantar eitthvað, sem þeir hafa“. „Eg liefi aldrei verið í Bandaríkjunum“, sagði Martin. „Þér ættuð að verða samferða vestur“, sagði Rose. „Kringum hnöttinn“, sagði Martin. „Væri það ekki yndislegt?“ sagði Rose og and- varpaði af ánægju við tilhugsunina. Þau dönsuðu saman aftur og aftur og drukku meira. Martin var ekki eins lilédrægur og í fyrstu og Rose var að verða alúðlegri og alúð- legri. „Hvað eg er fegin, að þið komuð“, sagði hún við Marlin, er Martin leiddi liana til sætis. „Eg vareinmana. Daisy á vin. Hann kemur seinna“. „Og þér?“ spurði hann djarflega. „Eg hefi víst verið að bíða eftir yður“, sagði Rose. Percy veifaði til þeirra yfir borðið, eins og til þess að óska þeim til hamingju með eitthvað, í gamni vitanlega. Þjónninn kom með meira vín og*alt í einu fóru sömu tilfinningar og áður að ná tökum á Martin. Hann kunni ekki við and- rúmsloftið þarna — hið seiðandi, freistandi augnaráð Rose hljóp nú í taugarnar á honum — munnur hennar hálfopinn, varirnar rauðar, fallegar — eins og skapaðar til að kyssa — en hann hafði andúð á henni sem öðru — og hann var farinn að verkja í höfuðið. Og þó langaði liann til að henda sér út í glauminn, gefa sjálfum sér lausan tauminn — þetta eina kvöld, sem átti að marka tímamót í lífi lians. En inst inni hafði hann andúð á öllu því, sem kringum hann var. Og það var auðséð hvaða hlutverk liann átti að leika. Daisy virtist hafa gefið upp alla von um, að „vinur“ liennar kæmi og það kom æ gi-einilegar i Ijós, að hún sætti sig hið besta við hinn nýja kunningja sinn og félaga, Percy Quilland. En Rose varð æ kunningjalegri og hlýlegri við Mar- tin. Hún nolaði sér aðstöðu sína er þau döns- uðu -— og hún dansaði aðdáanlega vel — til þess að reyna að heilla Martin. „Við skulum fara“, sagði hún hvíslandi, að loknuin löngum, hægum draumvalsi. „Ef vin- ur yðar hagar sér eins og á skipinu, fer hann ekki að hátta fyr en í fyrramálið, og eg vil ekki vaka í alla nótt — eg þarf að æfa mig í fyrra- málið“. „Eg hefi ekki borgað reikninginn“, sagði liann. Hann greip í þessa afsökun eins og hálm- strá -r- til þess að geta dregið á langinn að fara. Hann tók upp úttroðna veskið sitt og horgaði þjóninum og gaf honum rikulega þjórfé. En Rose greip af óþolinmæði í handlegg hans: „Komið nú“, sagði hún af ákaía. En í þessum svifum staðnæmdist ungur mað- ur við borð þeirra. Martin leit upp undrandi. Það var enginn annar en Gerald Garnham, sem kominn var, og það var auðséð, að hann var meira en litið drukkinn. IX. kapituli. Gerald Garnham stóð kyrr —- óeðlilega kyrr, með svartan yfirfraklca á handleggnum og staf í liendi, og var gullhnúður á endanum. Pípu- hatt hafði liann á höfði, aftarlegar en vel fór á. En þrátt fyrir það, að liann hafði fengið sér neðan í því meira en góðu liófi gegndi, var hann snyrtilega til fara, fötin fóru vel, og jafnvel hálsbindið. En liann var fölari miklu en að venju og maður hafði á tilfinningunni, að ef liann gerði tilraun til þess að færa sig úr stað mundi illa fara. Yfirmenn samkomustaðarins

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.