Vísir - 25.11.1938, Blaðsíða 7

Vísir - 25.11.1938, Blaðsíða 7
Föstudaginn 25. nóvember 1938. V I S I R 1 T ískusýning vetslunaiinnar „Gullfoss“ að Hótel Borg í gœr. t gær var haldin tískusýning að Hótel Borg og gekst versl- unin Gullfoss fyrir henni. Auk verslunarinnar Gullfoss tóku eftirtalin fyrirtæki þátt í sýningunni og lögðu til það, sem hér greinir: Hattaverslun frú Gunnlaugar Briem hattana, Verslunin Smart náttkjóla, verslun Andrésar Andréssonar skíðaföt, kápur og loðskinnsvörur, Hanskagerð frú Guðrúnar Eiríksdóttur hanskana, snyrtistofan Edina sá um handsnyrtingu, andlits- snyrtingu og hárgreiðslu, en verslunin Gullfoss lagði til alla þá kjóla, sem sýndir voru. FRÁ TÍSKUStNINGUNNI AÐ HÓTEL BORG. Er sýningin liófst kl. 4 s.d. var hvert sæti skipað í sölum hótelsins og bauð frú Helga Sigurðsson, eigandi verslunar- innar Gullfoss, gestina vel- komna. Fyrsta atriði sýningarinnar var að sýndir voru náttkjólar úr versluninni Smart. Voru þeir saumaðir úr satini og Chiffon, af ýmsmn Mtum og ólíkir að gerð. Voru þeir vandaðir að öll- um frágangi og mikið í þá borið. Þá voru sýnd skíðaföt frá Verslun Andrésar Andréssonar. Var það selskinnsvesti með fjórum vösmn, sem lokaðir voru með rennilás og var rauð peysa og hetta noluð við og dökkbláar, síðar skiðabuxur. Vetlingar og legghlífar voru einnig úr selskinni. Þá sýndi sama verslun selskinnskápu, vel sniðna, og brúna loðskinnskápu (swagger) með litlum upp- standandi kraga; ennfremur brúna kápu úr ullarefni, en i bakinu var brúnt kálfskinn í miðju, en að framan, á ofan- verðri kápunni, var einnig kálf- skinn. Einnig voru sýndar tvær kvöldkápur úr loðskinni. Var önnur jjeira úr „gráverki“ og höfð við kjól úr „moiré“, sem settur var saínan úr tveimur lit- um, bláum og bleikum. Hin kápan, — eða öllu fremur slá- in, — var úr hvitum refaskinn- um, en við bana var notaður ljósrauður tyllkjóll með viðu pilsi, sem prýddur var skrauti úr sama efni og með ísaumuðu belti. Var þetla hvorltveggja mjög fallegt. Dagkjólarnir voru allir stuttir, báir í háls- inn og flestir með löngum erm- um. Gerð efnanna var misrnun- andi t. d. var einn kjóllinn úr Gefjunarefni, aðrir úr slcosku efni og enn aðrir úr einlitum ullarefnum. Flestir voru kjól- arnir einfaldir í sniðum, en þó voru eftirmiðdagskjólarnir skrautlegri og efnin í þeim sér- kennílegri en i binum, og voru margir þeirra ísaumaðir. Af dagkjólunum valdi kjóll- inn úr íslenska ullarefninu sér- slaka alhygli. Hann var grár að lit með rauðri spennu að fram- pn og rauðum hnöppum að aft- an, og á blúsunni var vasi prýddur með rauðum stöfum. Kvöldkjólarnir voru allir síðir og iburðar- mildir, ýmist útsaumaðir eða skreyttir á annan liátt. Voru þeir úr ólikum efnum, t. d. silki, gljásilki, „moiré“ og blúndu- efnum. Sem dæmi mætti nefna að einn kjóllinn var útsaumað- ur að ofan og minti á tískuna frá 1880, annar var svartur og allur lagður lakkböndum, þriðji var úr gulu blúnduefni með brúnu silkiskrauti o. s. frv. I Ballkjólarnir voru mjög skrautlegir og voru þeir saumaðir úr „moiré“, „taft“, „tylli“ og „spejlflaueli” og mjúku efni, sem kallað er „englahúð“. Voru sumir þeirra skreyttir „palliettum“, en aðrir með ásaumuðu gljásilki. Mætti þar t. d. nefna kjól úr rósalitaðri „englahúð“, með ásauinuðum, svörtiun blómum og var sið, svört slá úr „spejlflaueli“ notuð við hann. Þá vár annar úr grænu „spejlflaueb“ með breiðu „korselet-belti“ aljiöktu „palli- ettum“. Ennfremur má nefna svartan kjól úr„tylli“ og „tafti“. Var bann hlýralaus en bonum haldið uppi með þar til gjerðum stífum. Hann var aðskorinn Bleikur kjóll og hvít slá úr refaskinni. með víðíu pilsi, sem laigt var leggingum (pífum). Svört, breið blúnda er notuð við liann, sem má bvort sem heldur er leggja yfir axlirnar eða liafa yf- ir höfðinu. ;i i Hattarnir. Við kjólana voru sýndir liatt- ar frá liattaverslun frú Gunn- laugar Briem. Við dagkjólana voru battarnir allir með háum kolli. Ifattarnir, sem notaðir vom við eftirmiðdagskjólana voru af ýmsum gerðum, sumir þeirra flatir með bandi aftur fyrir bnakkann, en aðrir með háum kolli, og flestir voru þeir prýddir fjöðrum og voru þeir allir með slöri, og í sama Ut og kjóllinn, sem þeir voru sýndir við. i Hárgreiðslu liafði snyrtistofan Ednia ann- ast og var liún prýðileg af bendi leyst og igerði sitt til þess að heildarsvipur sýningarinnar var ágætur og í fullu samræmi við svip kjólanna. — Hanskar þeir, sem sýndir voru, gerðu einnig sitt til þess að móta sýninguna, en þeir voru frá Hanskagerð- inni í Austurstræti 5. Stúlkur þær, sem sýndu kjól- ana, voru sex: Ungfrúrnar Est- her Hallgrímsson, S. Sætermo- en, Esther Rosenberg og Unn- ur Benediktsson, ennfremur frúrnar Klara Anderson og Yvonne Dungal. Sýningarstjóri var Lárus Ing- ólfsson. Skýrði hann gerð kjól- anna og skemti með eftirherm- um í hléinu. Sýningin fór ágætlega fram og var öllum aðstandendum til sóma. Var bún endurtekin í gærkveldi fyrir fullu liúsi á- boi-fenda. Járningar nefnjst ný bók, eftir Tlieódór Arnbjörnsson frá Ósi, ráðunaut Búnaðarfélagsins. Er þetta fimta rit í búfræðiritaflokki, sem félagið gefur út. Þetta er bók, sem allir hestamenn og bændur þurfa að eignast. Hún kostar 3 kr. og 4 kr. ib. Bókar- innar verður nánara getið síðar. NÝJASTA TÍSKA í HÁRGREIÐSLU OG SNYRTINGU. — Frá ísafirði Fyrsta skipi ítierðariéi- aisios Miiio lileypt at stokkuoum. Fyrsta skip úlgerðarfélagsins Munins í ísafirði bljóp af stokkunum 17. þ. m. — Skipið er rúmlega 24 smálestir að stærð, og stærsta skip, sem sem hefir verið smíð- að á Vestfjörðum. 1 skipinu er 90 liestafla Diesel-vél. Bárður Tómasson smíðaði skipið. Afli hefir verið góður í ísa- fjarðardjúpi undanfarið. Þrjátiu og fimm trilluþátar og árabátar úr ísafjarðarkaupstað stunda veiðar. — Heimilisiðnaðarfélag ísfirðinga liefir haldið 2 sauma- námskeið undanfarið. Hefir hvert þeirra staðið yfir í hálfan mánuð. Kennari var ungfrú Kristjana Samúelsdóttir. Síðara námskeiðinu lauk um síðustu lielgi og var þá böfð sýning í barnaskólanum á unnum mun- um. FÚ. ASalfundur Verslunar- félags Reykjavíkur. Stjórnarkosning. Verslunarmannafélags Reykja- víkur var haldinn í gærkvöldi For- maður var kosinn Friðþjófur Ó. Johnson, því að Egill Guttorms- son, sem verið hefir formaður und- anfarin 4 ár, baðst undan endur- kosningu. MeÖstjórnendur voru kosnir Bogi Benediktsson og Sig- urður Jóhannsson, sem voru endur- kosnir, og Egill Guttormsson, en þessir voru fyrir í stjórninni: Ás- geir Ásgeirsson, Árni Haraldsson og Stefán G. Björnsson. 1 vara- stjórn: Gísli Sigurbjörnsson, Hjört- ur Hansson og Óli J. Ólason. End- urskoðendur: Einar Björnsson og og Þorsteinn Bjarnason (endur- kosnir). Ferðahækur VUhjálms Nýtt heftl. Nýtt befti er nú komið af Ferðabókum Vilhjálms Stef- ássonar — bið fimtánda í röð- inni. Er þar framhald á kaflan- um „Nýtt land kannað“. Næstu kaflar lieita „Nýja landið kann- að“, „Melvilleeyjá og Mac- Cluresund“, „Þvert yfir Banks- eyju“ og „Okkur er bjargað4, af Louis Lane skipstjóra (upphaf). Margar myndir fylgja og ágætt kort um „ferðalög og rann- sóknir 1915“. a. Hattap — Töskup Allra nýjasta tíska í dömuliötlum og töskum. Vepslun Sigríðar Helgadóttur (Hattav. M. Leví). (Hljóðfærav. K. Viðar). Lækjargötu 2. HLJÓÐFÆRAHÍJS REYKJAVÍKUR. Hafið þér séð hið nýjasta á sviði töskutískunnar frá Wien — París — Berlín. Handa litlu stúlkunum: SllÍPley tÖSkUF Allar fáanlegar músikvörur fyrirliggjandi. ÍÞRÓTTAMAL IÞRÓTTALIF ! HAFNARFIRÐI Frli. af 5. síðu. I Hafnarfirði er til iþrótta- vallarsvæði sem líefir öll hin ákjósanlegustu skilyrði frá náttúrumiar liendi. Staður þessi er „Víðislaðir“ sem svo mörgum munu vera kunnir af binum mörgu útiskemtunum sem þar hafa verið haldnar. Skjól er þar fyrir öllum fáttum, og tún sem liægt væri að taka þegar til notkunar án nokkurr- ar lagfæringar sem íþróttavöll. Það verður ekki annað sagt, en að það sé ófyrirgefanleg glópska af bæjarstjórninni, að ganga fram lijá þessum stað sem íþróttavallarstæði, en taka ann- an stað margfalt óbeppilegri. Sundlaug er engin til í Hafn- arfirði; áliugi befir að vísu ver- ið mikill lijá almenningi fyrir sundlaugarbyggingu, og kosin nefnd af ýmsum aðilum til að sjá um málið, fyrir nokkurum árum, en árangur af störfum nefndarinnar er lítt sjáanlegur. Enda eklci við miklu að búast því að ágreiningur komst upp í nefndinni, um bverskonar sund- laug skyldi verða bygð, sjólaug eða vatnslaug. Hafa störf nefnd- arinnar farið í togstreitu um það efni. Flestir þeir, sem stunda íþróttir í Hafnarfirði eru verka- menn og sjómenn. Iðnaðarmenn og verslunarmenn eru fáir; en það er eftirtektarvert að þeir sem bestum árangrinum bafa náð, eru verslunarmenn. eða iðnaðarmenn. Þetta skal eigi skilið svo, að ekki séu eins góð íþróttamannsefni í hópi verka- manna og sjómanna; öðru nær. Orsök þeása er sú, að timi sá sem sjómenn og verkamenn bafa til að leggja stund á íþrótt- ir, er svo skammur. Því megnið af árinu eru þessir menn fjar- verandi. Á vertið úti á sjó eða i liinum ýmsu verstöðum. En á sumrin fara flestir til Norður- lands í síldarvinnu. Þá orsakar nálægð Hafnar- f jarðar við Reykjavik ekki bvað minstan örðugleika fyrir hafn- firska íþróttaiðkendur. Eflaust furða margir sig á jiessari stað- hæfingu þvi að vissulega lítur það þannig út i fljótu bragði, að það sé liagur hafnfirskra iþróttamanna en ekki óhagur að vera svo nærri Reykjavík, og því verður ekki neitað að það liefir sín góðu áhrif fyrir iþróttamenn í Hafnarfirði að geta fylgst með öllum framför- um og nýungum i íþróttamál- um sem fram koma i Reykja- vík eins og höfuðstaðarbúar sjálfir. Samt sem áður er hinn napri sannleikur sá, að þessi og önnur liin góðu áhrif Reykjavíkur upphefjast alveg og verða nei- kvæð af eftirfarandi ástæðum: Hafnfirskum almenningi hættir við að gera samanburð á reyk- vískum og hafnfirskum iþrótta- mönnum. Samanburður þessi Hairslrar nýtísku litir og gerðir. Töskup og belti 1. flokks vinna í miklu úrvali. Hanskagerð Gnðrúnar ElríksdöttDr Austurstræti 5. verður eðlilega bafnfirsknnn íþróttamönnum mjög óliag- stæður. Afleiðing þessa saman- burðar verður svo sú, að faröf- ur þær sem HafnfirSingpr gera til íþróttamanna sinna verða 5 alla staði ósanngjarnar. Komíð hefir það fyrir og þafi oftar eia einu sinni, að jiegar bafnfirsknr íþróttamaður hefir veríð faríniE að skara fram úr, ná góðum; árangri i einni eða fleimm i- þróttagreinum, að hann hefir fengið ginnandi atrfnnutilboð i Reykjavík, tekið þvi, ilengst þnrf orðið Reykvíkingur. Þetta eru skilyrði til íþröttar iðkana i Hafnarfirði. Enginia getur með sanngirni vænsl! stórra íþróttasigra, eða mikila og glæsilegs árangurs, af iþróttamönnum sem slikan að- búnað bafa. Þrátt fvrír alla þessa örðugleika sem hér hafa verið upp taldir, lifir og dafnar í Hafnarfirði margþætt íþrótta- lif. Starfandi eru þar fjögnr íþróttafélög, með miklu fjöri og dugnaði. Eiga þau sinn höf- uðþátt í þvi að skilningur og á- hugi almennings fer vaxanda með hverju ári sem líður á gagnsemi og hollustu íþróttar iðkana.. Fimleikamót aö sumpi. Leikfimi er iþrótt, sem mikið er iðkuð hér i bæ, hæði í skól- um og af íþróttafélögum, og má segja, að leikfimi sé undirslað- an undir flestuni öðrum iþrótt- um. T. d. munu nú um 4—5 hundruð manns iðka leikfimi i íþróttahúsi Jóns Þorsfefnssmiar fyrir utan ýmsa skóla, er þar hafa kenslu. Sumarið 1930, á þúsund ára afmæli AJþingis var haldin á Þingvöllum sú stærsta Ieíkfím- is-hópsýning, er sést hefir Iiér á landi og öllnm þeim, er un» hana sáu, til mikils sóma, og á- horfendum til stór ánægju og mun þeim, er hana sáu seint ór minni líða. Síðan hafa verið haldin tvö fimleikamót, annað vorið 1935 og hitt vorið 1937'I Fóru þau skipulega og vel fram og þótti áhorfendúm mikið til þeirra koma. Eg vil nú stinga upp á þvf, að stjórn I. S. I. komi á myndé arlegri leikfimis-hópsýninga ii vor, í samráði við skóla og í- þróttafélög, og ætti nú þegar að liefjast undirbúnihgur undir liana. Til dæanis mætti húa til! æfingakerfi, sem kent yrði eftir samtímis hjá öllum íþróttk1- kennurum bæjarins. Nu er vitað að kennararnir kenna mi'smim- andi leikfimis-aðferðir, en værí þó ekki liægt að fá þá til að flétta, ef eg mætti svo að orði komast, æfingakerfið inn í æf- ingar sínar, og svo þegar fram á vorið kæmi, þá færi fram aHs- herjarsamæfingar. Þetta æöi aS geta orðið stór og myndarleg hópsýning. Helst ætti ekki að vera færra en þrjú til fjögjur hundruð manns í hemií. Það mundu áreiðanlega verða marg- ir, er vildu sjá þá sýningu. — Það yrði fögnr sjón, að sjá þrjút til fjögur hundruð unga, röska og föngulega pilta, undír is^- lenska fánanum og fánum fé- laga sinna, ganga eftir göfura bæjarins suðúr á íþrótfavöll og sýna þar mjúlca en þróttmikla leikfimi. G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.