Vísir - 28.11.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 28.11.1938, Blaðsíða 3
 V I S I H Byrjað verður í vor á byggingum að Eiði. Sala happdpættismiða varir enn í þpjá daga. Dregið verður 1. des. Vísir hitti Stefán A. Pálsson kaupmann að máli í morgnn o.t> spurði hann hvað liði sölu happdrættismiða Sjálfstæðisflokks- ins, til ágóða fyrir húsbygginguna að Eiði. Hinn fyrirhugaði skáli að Eiði, samkvæmt teikningu Einars Einarssonar. „Sala happdrættismiða hefir gengið sæmilega og vantar ekki nema herslumuninn til þess að allir miðarnir séu seldir, og verður reynt að selja þá dag- ana, sem eftir eru, þar til dregið verður, og liafa miðarnir verið settir í flestar verslanir í bæn- um og nokkuð er hjá einstak- lingum. Út um land liefir sala mið- anna gengið ágætlega og hafa flestir umboðsmennirnir þegar sent skilagrein, og hefir þeim tekist að selja alla þá miða, sem þeir fengu senda, og eru það því Reykvíkingar, sem þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum iog kaupa miða þá, sem enn eru eftir, enda lcemur ágóðinn af sölunni fyrst og fremst þeim sjálfum til góða.“ „Hvað líður húsbyggjngunni að Eiði?“ „Skemtistaðarnefndin hefir Iátið gera teikningar af liúsinu og annaðist Einar Sveinsson arkitekt þær. Gert er ráð fyr- ir að bygður verði fundarsalur, sem er 30 metrar að leng'd og 11 metrar að breidd og verður það þvi stærsti fundarsalur, sem til er hér á landi. Ennfremur verða smá hliðarsalir innar af aðalsal, fyrir smærri fundi, for- tdyri niikið, eldhús, geymsluher- hergi og snyrtiklefar. Ifefir hús- ið verið boðið út og hefir verið saniþykt að talca tilboði frá Ein- ari Kristjánssyni húsasmiða- múrarameistara, og er ákveðið að byrjað verði á byggingunni strax þegar vorar.“ „Veltur þetta ekki nokkuð á því, livernig sala liappdrættis- miðanna gengur?“ „Jú, það veltur í rauninni alt á því og síðustu miðarnir veita mestan ágóða. Ættu því aHir þeir, sem miða hafa undir hönd- um, að ganga rösklega fram i að selja þá, þessa þrjá daga, sem eftir eru og gera skil til mín, en mig er að liitta í Varð- arhúsinu mestan liluta dags- ins.“ „Hefir þessi undirbúnings- starfsemi ekki mælst vel fyrir manna á meðal?‘ „Jú, fyrir þessu máli er mik- ill áhugi, enda er það eitt víst, áð Reykvikingar eru ánægðir með staðinn, þótt aðbúnaður hafi ekki verið þar svo góður sem skyldi og engin skýli fyrir hendi, af eitthvað hefir verið að veðri, en með auknum þæg- indum eykst ánægja manna af dvölinni þarna inn frá. Þetta skilur almenningur, og má þvi vænta að sala happdrættismið- anna gangi eins vel hér og ann- arstaðar, þar sem þeir liafa selst upp að fullu.“ aðeíns Loftur. ________________ Ávarp _____________________________ til lslenskra stúdenta. 1. desember n. k. er 20 ára afmæli íslensks fullveldis. Það er í samræmi við þann þátt, sem íslenskir stúdentar hafa átt í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar, að þeir hafa gert 1. desember að há- tíðisdegi sínum. Þjóðfélagsleg aðstaða þeirra skipaði þeim í fylkingarbrjóst í baráttunni fyrir frelsi og fullveldi þjóðarinnar. íslendingar hafa notið ávaxta þessarar baráttu um tveggja áratuga sk.eið. 1. desember n. k. gengst Stúdentaráð Háskólans fyrir hátíðahöldum í tilefni þessa merka afmælis En til þess að þau hátíðahöld megi vel fram fara, verða sem flestir stúdentar að taka þátt í þeim, leggja sinn skerf til þess, að þau verði í samræmi við mikilvægi þeirra atburða, sem minst er með þeim. Stúdentaráðið skorar þess vegna á alla stúdenta, eldri sem yngri, að leggjast á eitt með að gera þessi hátíðahöld sem svipmest. Stúdentar! Fjölmennið í skrúðgöngu ykkar, greiðið fyrir sölu Stúdentablaðsins, sem kemur út stærra og vandaðra en áður, berið hátíðamerki þau, sem seld verða, og greiðið fyrir sölu þeirra! Enginn stúdent sem ann fullveldi og frelsi þjóðarinnar, getur eða má láta þessi hátíðahöld hjá líða án þess að stuðla að því á einhvern hátt, að gera þau sem eftirmiunilegust. Stúdentaráðið, sem málsvari háskólastúdenta hefir og trygt sér atbeina Stúdentafélags Reykjavíkur til þess að hvetja til og vinna að almennri þátttöku eldri stúdenta í hátíðahöldunum. Reynslan hefir sýnt það, að þótt íslenskir stúdentar hafi mismunandi stjórnmálaskoðanir, hafa þeir oftast getað sam- einast um minningu hins endurheimta frelsis. í trausti þess, að svo muni enn vera, væntir Stúdentaráðið þess, að 1. desember n. k. verði íslenskir stúdentar fyrst og fremst stúdentar, sem fagna sameiginlega frelsi og full- veldi þjóðarinnar, en ekki sundurleitur hópur innbyrðis stríð- andi einstaklinga. í stjórn Stúdentaráðs, Sigurður Bjarnason, formaður. Bjarni Vilhjálmsson ritari. Hannes Þórðarson gjaldkeri. E dUvoMáSiglnfirði. Ofsaveður gekk yfir Norður- land í jgærkveldi og í nótt og mun hafa valdið allmiklu tjóni víða, að því er fréttaritari Vísis á Siglufirði tjáði blaðinu í morgun. Á Siglufirði fauk þak af húsi, sem stendur utarlega á Grand- anum og er eign Axels Vatns- dals. Skeði þetta seint í gær- kveldi og flutti þá kona Axels og barn þeirra í nágrannahús, en Axel sjálfur hafðist þar við um nóttina. Kl. 5 varð Axel var við reyk í húsinu og er hann aðgætti þetta nánar var eldur kominn upp í einu herberginu og þegar orðinn allmikill. Slökkvilið bæj- arins kom fljótlega á vettvang, en við ekkert varð ráðið sökum óveðurs og brann húsið til kaldra kola. Talið er víst, að kviknað hafi í húsinu út frá rafmagni, enda logaði á öllum rafleiðslum af þeim sökum, að virar slóust saman, og varð rafstöðin að laka strauminn af kl. 2 um nóttina. Kl. 5 um nóttina hleypti rafstöðin straumi aftur á vír- ana, og kviknaði þá i húsi því, sem að ofan greinir. Voru ljósin tekin af aftur og ekki opnað fyrir strauminn fyr en kl. 10 í morgun. I gærkveldi sliinaði niður loftnet og hentist í ljósavír og kviknaði við það i liúsi Jólianns Garibaldasonar. Skemdist inis- ið allmikið og brunnu innan- stokksmunir í einu herbergi, en með því að menn voru viðstadd- ir er eldurinn kom upp tókst að slökkva liann fljótlega, en þá hafði hann valdið allverulegu tjöni. Vírar slitnuðu mjög víða á Siglufirði og er nú unnið að því að bæta þær skemdir, sem crðið liafa, enda hefir veður lægt verulega frá því sem var í nótt, en er þó allhvast ennþá. Ctrimdarædi japanskra hemanna í Norður-Kína Niðurl. Korn handa hestum her- mannanna. Fjölda niörg dæmi, sem fréttaritarinn var sjálfur vitni að, væri hægíl að koma með til sönnunar þvi, að japanskir her- menn notuðu íbúðarhús heiðar- legra borgara fyrir hesthús, ef stofurnar voru næglega stórar til þess. Hersveitír Japana flytja með sér matvæli til eigin nota, en þær krefjast þess, að bændur láti korn af hendi lianda hest- um Iiersins. Kínverjar í Norð- ur-Kina gefa eklci stórgripum korn. Þeir fá aðeins hey. En Japanir tóku kornið, sem fólkið ætlaði að nota sér til matar þar til næsta uppskera væri komin í garð, og fóðruðu liesta sína á því. Og ofan á þetta fóru þeir þannig að því, að fóðra hest- ana, að mikið af góðu korni fór til spillis. Þegar liveitið var að verða fullþroska á ökrunum leiddu Japanir ljestfl sina þang- að og létu þá vera þar á beit. Hestarnir tróðu niður kornið og mikið af uppskerunni spiltisteða cyðilagðist. Þetta yar gert þótt íbúarnir væri allir af vilja gerð- ir lil þess að láta hermönnunm í té hey lianda hestum þeirra. Vegma þessarar framkomu jap- anskra hermanna búa tugþús- undir manna fyrir norðan Gulafljót við hinn mesta matar- skort. Sumir liafa neyðst til þess að leggja trjálauf og trjábörk sér lil munns. Þegar Japanir setjast að í ein- hverju þorpi eða bæ, koma þeir vanalega með frilluhópa með sér, aðallega stúlkur frá Kóreu cg Japan. Þeir hafa einnig reynt að safna saman kínverskum stúlkum í þessu augnamiði. All- ir vita, að kínverskir liermenn eru engir englar, og að vændis- konur eru í öllum kínverskum borgum. En framkoma Japana gagnvart kínverskum konum á götum útí og óhÓfLegur drykkjuskapur þeirra er hvort- tveggja hinn mesti viðbjóður kínversku þjóðinni. Virðingarlevsi fyrir lífinu. Þegar Japanir fara frá vig- girtum borgum til þorpanna í grend, hefna þeir sín hvarvelna, þar sem þeir telja að íbúarnir Iiafi tekið þátt í árásum á þá. Stundum skjóta þeir af fall- byssum á þorpin eða fara inn í húsin, raða fólkinu upp og skjóta það niður með vélbyss- um sínum. Sumstaðar liafa þeir kveikt i húsum, ef þeir Iiafa gi-un um að fjandmenn þeirra séu þar fyrir. Annarsstaðar, er þeir fara gegnum þorpin, h.eimta þeir það, sem þeiri segj- ast þurfa. Hér skal sagt frá at- viki, sem sýnir ljóslega skemd- arfýsn og virðingarleysi fyrir lífinu — en það .er aðeins eitt dæmi af mörgum slikum. Flokkur japanskra hermanna kom inn i þorp eitt. Hermenn- irnir heimtuðu rúmfatnað. Einn þorpsbúa rétti japönskum her- manni rúmteppi. Hermaðurinn tók við því og rak svo Kínverj- an í gegir með byssusting sin- um. Það eru atvik slík sem þessi, sem liafa vakið i hugum hinna góðlyndu og þolinmóðu bænda í Norður-Kína óslökkv- andi hatur á Japönum. Það er sannfæring fréttarit- arans, hvernig sem styrjöldinni reiðir af, að Japanir hafi komið þannig fram við Kínverja, að þeir beri slíkan haturshjug í brjósti til þeirra, að það verður ógerlegt fyrir Japani að stjórna þeim héruðum, sem þeir her- taka. Japanir bera enga virðingu fyrir Kínverjum. Þeir hafa svi- virt alt, sem þeim er heilag't. Kinverskir bændur eru vanir að strita og bera litið úr býtum. Þeir eru vanir því ,að greiða þungar skattabyrðar og þeir bafa orðið að búa við innan- landsstyfjaldir og átt það yfir höfði sér, að ræningjar kærni og gerði liinn mesta usla. En Japanir hafa að óþörfu spilt ]>ví, að þeir gæti haft ofan af fyrir sér, og í cngu skeytt um siði, venjur og trú Kínverja, og afleiðingin er sú, að óslökkv- andi hatur er vakið í sálum kínversku bændanna í garð kúgaranna. EldsYarnaYiba Slysavarnafélagslps: [IdsviOi 09 lllslneíto getup staíað af biluðum paílögnum. og raftækjum. - Leltið því sti*ax við- gerðar Fjöldamargir eldsvoðar verða árlega vegna þess að fólk gleymir að taka strauminn af straujárnunum eftir notkun. á slíku. Notlö ávalt góðar Járnrlstar undír straujárnin og takið strauminn af þeim, strax og notkun er iobið. Raflagnir þar sem bruna- hætta er, þ. e. á þeim stöðum, þar sem eldfim efni eru geymd eða safnast fyrir svo veruleg brunahætta getur af þeim staf- að, svo sem í geymslum versl- ana, tóvinnuhúsum, sápugerð- um, heylilöðum, steinolíu- geymslum, bensíngeymslum, bilskúrum o. fl. skal samkv. 69. gr. reglugerðar RafmagnseftirL rikisins vera gúmaðar taugar i lokuðum, samanskrúfuðum stálpípum, og gúm-blýstrengja- lagnir. Samkv. sömu reglug. 32. gr_ má ekki setja lausataugar þann- ig, að þeim sé hætt við áverka og ekki hengja þær á eða vefja; þeirn um nagla, króka o. þvíL Ennfremur mega venjulegir lausastrengir ekki vera lengri en 2 metrar. Eldsvoði á langardagskveld. KI. 8V2 á laugardag kom eld- iir upp í Merkjasteini, — Vest- urgötu 12, — á annari hæð. Á þeirri hæð er saumastofa og voru upptök eldsins þau, að straujárn hafði verið lagt á mið- stöðvarofn, en það kveikti í veggnum. Slökkviliðinu tókst að kæfa eldinn, en þá liöfðu tvö her- bergi brunnið nokkuð að inn- an. IJélt síðan Iiðið heim, en varðmenn voru settir í liúsið. En nokkru eftir að liðið var farið heim á leið, gaus eldur- inn upp aftur og var nú verra að berjast við hann. Tókst þó að kæfa hann eftir nokkura töf, en þá voru tvær hæðir brunn- ar innan að mestu. VACUUM OiL COMPAMY Hafið ávalt hugfast er þér kaupið olíu í mótorbát yð- YA CU U M OfOR . LIUR Ranða Krossipnm hafa bæst 300 félagar IJtbreiðsluviku Rauða Kross- ins er nú lokið og átti Vísir í morgun tal við Jakob Hafstein, ’ frkvstj. og spurði hann um ár- J angur vikunnar. — Árangurinn af útbreiðslu- ‘ vikunni hefir verið ágætur. Alt að því 300 nýir meðlimir hafa hæst félaginu, en þó hefir ekki borist skilagrein frá öllum, sem safnað hafa meðlimum. Vei'ður meðlimasöfnun lxaldið áfram til Vacme eða Motoroíl H frá Vacovm Oil C * A ?. Aðalumboðið fyrir IsIandL li. BBneilssi s íi 1. des., þar sem undirtektír al- mennings hafa verið svo góðar. VE3ÐLAUNABÓK Nýlega efndi sænska bókaútgáfan Natur och kultur til verS- launasamkepni um bók fyrir drengi á aldrinunx 12—15 ára. Fyi’stu verðlaun, 2000 krönur, lilaut Harald Victorin, fyrir bók um kappflug í kringum jörðina. Margar flugvélar taka þátt i kappfluginu og er meiri „spenningur“ í frásögninni á köflura en títt er í unglingabókum en öll er bókin óvenjulega skemti- lega rituð. Þessi ágæta bólc er nix komin út á íslensku i snildarlegri þýð- ingu Frevsteins Gunnarssonar skólastjóra. Bóldna kallar Iianra Kappflugið umhverfis jörðina. Þeir, sem vilja gefa drengjum skemtilega bók, velja þessa. 18 myndir eru í bókinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.