Alþýðublaðið - 24.07.1928, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.07.1928, Blaðsíða 3
ALÞÝBUBLAÐIÐ 3 Lybby’s mjólk Alt af jafn góð Alt af bezt Lybby’s tómatsósa. 400 metra hlaup. Þáttttakendur 7. Fyxstur varð Ingvax Ólafsson (K. R.) á 59,3 sek„ sem er nýtt, met. Annar var Clafur Tryggvason (í. R.) á 60,6 sek og fór eirmig fram úr gamla metinu. Þriðji Ólafur Guðmunds- son (K. R.) 63 sek. í kvöld verður kept I 3000 metra hlaupi og verða margir pátttalk- endur. Aðgangur ókeypis fyrii alla Á föstudagskvöldið verður loka- páttur mótsins og verður pá kept í sundi út víð sundskálann í Ör- ffrisey. Erlend símskeytl. Valtýr Guðmundsson látinn. Khöfn, FB„ 23. júlL. Valtýr Guðmundsson prófessor andaðist í gær eftir langvinn veík'indi. Friðarmálin. Frá New York er símað: Öll fjórtán ríkin, sem ’ítellogg utan- rikismá laráðhe rra Bandaríikjanina hafði boðið að undirskrífa ófrið- arbanns-sa'mininiginn, hafa lofað að skrifa undir hann. ,, „ . i Franskir námamenn gera verkfall. Frá París er simað: Sjötíu pús- undir námamanna hafa gert verk- fall í Saar-dalnum. Vinna náma- menn pessir í kolanámum. Eigi ei! getið um ástaeður til ' verk- fal/lsins í skeytunum úr námu- héraðinu enn sem komið er. Frá Kingsbay er símað: Sænski hjálparleiðangurinin er farinn heim. Krassin fer tíl Gautaborgar til viðgerðar. Leitin að loftskipsflokknum. Frá Berlín er simað: Blaðið AII- gemeine Zeitung skýrir frá pví, að Italir hafi pantað tvær flug- vélar hjá pýzkri fflugvélaverk- smiðju. Flugvólar pessar á að nota í Lejtimni að loftskipsfloikkn- um. Franska lögreglan kemst að pvi að samsærismenn undir- búa byltingu á Spáni. Frá Párís er símað: Frakkneska lögreglan á landamærum Spánar og Frakklands hefir uppgötvað, eð samsærismehn, undirbjuggu banatilræði við Spánarkonung og ætluðu jafnframt að koma af stað byltingu á Spáni. Qpið bréf til hr. Ágústs Jónssonar, Grettis- götu 8, Rvik. Með pví að efni bréfs pessa er ekki einkamál, heldur hugleiðihg- ar um efni, er alla varðar, datt mér í hug að hafa bréfið „opið“ og’biðja Alpýðublaðið fyrir. Rvik, Lækjargötu 10, 26. 6. 192a Kæri vinur! Ég er sannfærður um, að pekk- ing og vizka eru hin eimu algildu og sígildu sáluhjálparmeðöl. Ekk- ert annað dugar, pegar til lengdar lætur. En mennirnir eru fæstir vitrir, óg pví er ástandið eins og pað er. Tökum t. d. ástandið á sviði pjóðfélagsmálanna. Enm pá lítur út fyrir, að margir skilji ekki jafn-einfaldan sannleika og pann, að samvinna sé betri en sam keppni, að friður, sé betri en ófriður, að kærleikur sé betri en hatur! Samvizka manna, sem einstaklinga, er vöknuð, að meira eða minna leyti, en hin' pegnfélagslega eða pjóðfélagslega samvizka (den sociale Samvittig- hed) er alls ekki tekin að rumska hjá alt of mörgum. Hún sefur svefni ranglætisins! Ég skal reynn að skýxa lítilsháttar, hvað ég á við. Hvernig stendur á hinum miklu umkvörtunum og hinu mikla mögli, sem við könnumst svo vel við, pegar um opinber gjöld e r að ræða ? Hvernig stend- ur á pví, að opinber gjöld éru svo oft goldin með eftirtölum og tregðu, ef pau eru ekki látin af hendi með enn pá meiri geð- vonzku — reiði? Hví er mönnum ekki ljúft að leggja fram sinn skerf — og hann sem stærstan — á altari almenningsheilla og ör- yggis? Það er af pví, að hin pegnfélagslega samvizka er ekki vöknuð. Það er af pví, að enn pá einangra menn sig, í andlegum skfningi, og halda, í fávizku sfnni, að pjóðfélagslíkamanum geti íið- ið vel, pótt svo og svo margir limir hans pjáist. Tökum annað dæmi. Jafnaðar- menn vilja, eins og kunnugt er, gera jarðir allar að ríkiseign. Þeg- Þar rerið er að reyna að espa bændur til andstöðu gegn jafn- aðarmönnum, er oft komist að orði eitthvað á pessa leið: Bænd- ur góðir! Jafnaðarmennirnir — pað eru mennirnir, sem vilja taka af ykkur jarðirnar ykkar. Hvernig lízt ykkur á? . . . Með pes§u er verið að ávarpa pab, sem lœgst tr í sálum bændanna — eigingirn- ina. Með pessu er kröfum jafn- aðarmanna skotið undir úrskurð pess eðlispáttar, sem aldrei á að hafa æðsta- úrskurðarvaldið í lífi mamia, — undir úrskurð eigin- girninnar. Mundi / eltki sá, sem vildi bændunum vel, í raun og sarmleika, kynna peim jafnaðair- inenn með alt öðrum hætti, t. d. eitthvað á pessa leið: Þarna eru mennirnir, sem vilja gefa ykkur kost á pví að fórna ykkur fyrir heildina. Verið peiim pakklátir fyrir, að peir gefa ykkur tækifæri til pess að sýwa dxenglyndi ykkar. Hér er um tvö ólík sjónarmið að ræða. Hvort er göfugra, og heillavænilegra fyrir heildina? — Ég hygg að spurningin svari sér sjálf . Þetta dæmi sýnir svo glögt, sem hugsast getux, hve hin pegn- félagslega samvizka er skamt á veg komin. Þau rök eru oftast talin bezt, er sannfæra menn um, að buddan muni léttast, pó ekki sé nema í bili! Enn pá hugsa menn yfirleitt mest um sjálfa sig og sinn hag — en lítið eða ekk- ert um heildina. Einstaklings- hyggjan ræður lögum og lofnm. Heildarhyggjan (hinn sanni So- cialismus) býr við sult og seiru, prátt fyrir allan okkar kristin- dóm. Nú ' munt pú, ef til viM, segja, að ég sé npkkuð svdrtsýnn, en ég fæ ekki betur séð, en að ástandið sé svona svaxt. En ég sé ekki tómt myrkur. Samvinnu- stefnan og jafnaðárstefnan eru eins konar kymdlar í pessu myrkri, og vissulega ætti Guð- spekin að vera pess megnug að vekja hina pegnfélagslegu sam- vizku og knýja menn til pess að lifa hugsjón bræðralagsins, líka á sviði pjóðfélagsmálanna. Hvem- ig sem á pví stendur, eru margir hinir kristnu kirkjuhöfðingjar allra manna ólíklegastir titl pess að taka að sér, með réttum hætti, mál- stað hinna fátæku og smáu. Hjálpar er varla að vænta úr peirri átt, nema pví að eins, að kristindómur kirkjunnar, eiins og hann er nú, taki miklum breyt- ingum og óvæntum. Hér læt ég nú staðar numið. Ég hefði ekki skrifað pér petta bréf, ef ég vissi ekki, að pú ert ^ingur í anda og pví frjálslyndur. Það er einn af ókostum ellinnar, að henni hættir við að hreiðra um sig og stirðna i gömlum hugs- anavenjum og ýmsum ytri skorð- um. Til að verjast pví parf mjög víðsýnan og árvakran anda. Þetta mun pér hafa tekist, ef ég pekki pig rétt. Ef pú ert íhaldsmaður (sem pú gefur í skýn), ert pú eiim af vitrustu og elskulegustu í- haldsmönnum, fiem ég hefíi pekt Með vinarkveðju. Þinn einlægur Grétar Fells. Innlend tíðíndi. Siglufirði, FB„ 23. júlL. Ágæt veðrátta undaníarma daga. Síldarafli góður. Alls er búið að setja á land í bræðslu ca. 30,000 mál síldar. Síldin veiðist mest á Skagafirði og Húnaflóa. Sjúkrahúsið er tekið til starfa. Akureyri, FB„ 23. júlL Eldur kom í dag upp í Hótél; Goðafoss, hefir sennilega kvikn- að út frá skorsteininum. Tókst að slökkva eldinn, áður en alt húsið brann, en er anmars stórskemt. Vörður verður haldinn um húsið í nótt. Feikna síldarafli undanfarina daga. Skip stranda. Menn bjargast. M/b. Mars úr Vestmannaeyjum strandaðs á SiglunesriS. E/s. Óð- inn kom par til hjúlpar og náði skipinu út lítið skemdu. M/b. Rap úr Vestmannaeyjum strandaðd á SkaMarifi. Mannbjörg. Skipið er fult af sjó. Liflar líkur til pess, að hægt verði að nfii pví út. (FB.) Framfarir á Eyrarbakka. Laugardagskvöldið 14. júlí sL var ég staddur á Eyxarbakka og var að hugsa um, hvað dauft væri' orðið yfir porpinu, og hvort ,pað ætti annars nokitra framtíð fyrir. höndum í búskap til Iands eða sjávar. Er mér pá Mtið „upp ,á mýri“, og sé, hvar bíll kemur .fullur af heyi, beina leið ■ að sjó ,frá Flóa- gafli, par sem aðal slægjulönd Eyrbekkinga liggja. Það er ærinn vegur að flytja heyföng alla ,jjá, leið með hestafli einu, og hefir pað valdið Eyrbekkingum peim, sem landbúnað stunda, svo mikl- inn erfiðleikum, að vart hefir ver- ið við irnandi. Mér, sem var pað kunnugt, ,að alt til pessa hefir pessi vegur ver- ið ófær bílum og pví aldrei ver- ið farinn fyr með peim hætti, varð heldur en ekki starsýnt á petta, og varð mér fljótlega ljóst, að hér er um verulegar fram- farir að ræða, og að petta var sannur fyrirboði betri tíma fyrír hreppsfélagið, og að petta er fyrsti árrobi hins nýja dags ,Eyr- arbakka, sem er að byrja ,að rísa úr myrkri næturinnar, sem hin kalda hönd örlaganrua hefir fjötr- að hann í.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.