Vísir - 30.11.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 30.11.1938, Blaðsíða 2
V I S I R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Altaf að tapa. |UI ÖNNUM dylst það nú ekki, að Alþýðuflokkurinn munj sífelt vera að tapa fylgi í land- inu. Af því leiðir hinsvegar, að það verður með hverjum degi erfiðara, að halda vörnum uppi fyrir þvi, að Framsóknarflokk- urinn fari með stjórn landsins með stuðningi Alþýðuflokksins eins. Þess vegna er það líka að vonum, að ekki að eins Alþýðu- flokkurinn, heldur einnig Fram- sóknarflokkurinn, beri sig þvi aumlegar, sem fylgisleysi Al- þýðuflokksins verður augljós- ara. Samkvæmt niðurstöðum síð- ustu Alþingiskosninga höfðu stjórnarflokkarnir háðir saman- lagt að eins um 44% greiddra atkvæða í landinu að baki sér. Síðan er það kunnugt, að Al- þýðuflokkurinn hefir klofnað, en að eins nýjar Alþingiskosn- ingar geta leitt það í ljós, svo að ekki verði um deilt, hve miklum hluta fylgis síns flokk- urinn hefir tapað samfara þeim klofningi. Hinsvegar má ráða nokkuð i það, af ýmsum atvik- um, sem komið liafa fyrir í sambandi við átökin innan verklýðssamtakanna, og ekki síst af atkvæðagreiðslum, sem fram hafa farið í einstökum verkalýðsf élögum. í vor fór fram allsliprjarat- kvæðagreiðsla i stærsta verka- lýðsfélagi landsins, Dagsbrún, sem i rauninni mátti telja að það ylti á, hvorir ættu að ná yfirhöndinni í verkalýðssamtök- unum, Alþýðuflokksmenn eða konxmúnistar. M. a. fór at- kvæðagreiðslan fram um það, livort svifta ætti kjörna fulltrúa félagsins til Alþýðusambands- þings, sem Alþýðuflokknum fylgdu, umboðum þeirra, og kjósa kommúnista í þeirra stað. í þeirri atkvæðagreiðslu vann Sjálfstæðisflokkurinn að því, að Alþýðuflokksmennirnir bæru hærra hlut. Var það fyrir þá sök, að eðlilegra var þá talið, að Sjálfstæðismennirnir í verk- lýðsfélögunum tæki upp sam- vinnu við Alþýðuflokksmennina í félögunum, heldur en við kommúnistana. En fyrir þenn- an atbeina Sjálfstæðisflokksins bar Alþýðuflokkurinn sigur úr býtum í atkvæðagreiðslunni. Og enginn vafi er á því, að þau úrslit atkvæðagreiðslunnar í Dagsbrún ollu miklu um það, að Alþýðuflokksmennimir báru einnig hærra hlut í atkvæða- greiðslum í öðrum verkalýðsfé- lögum, og að þeir fengu fleiri fulltrúa kosna á Alþýðusam- bandsþingið, en ella hefði orðið. En þegar fram liðu stundir, kom það í Ijós, að Alþýðu- flokksmennimir vildu enga samvinnu hafa við Sjálfstæðis- flokksmennina í verkalýðsfélög- unum, og ekkert annað en að traðka rétti þeirra á alla lund og tryggja sem best einræði Al- þýðuflokksins í verkalýðssam- tökunum. Þess var hinsvegar varla að vænta, að Sjálfslæðis- mennirnir mundu una því til lengdar, að vera þannig notaðir | einvörðungu til þess, að hlaða undir Alþýðuflokkinn, en rétt- ur þeirra til áhrifa á stjórn verklýðssamtakanna væri alger- lega fyrir borð borinn. Sjálfstæðismenn höfðu nú gert sitt til þess, að koma í veg fyrir það, að kommúnistar næðu yfirhöndinni í verkalýðs- samtökunum. Þeir höfðu boðið Alþýðuflokksmönnunum sam- vinnu, en þeirri samvinnu var liafnað. Til þess að ná rétti sín- um, urðu þeir þvi að fara aðrar leiðir, og þess vegna hafa þeir nú tekið upp baráttu fyrir því, i fullkominni andstöðu við Al-! þýðuflokksmennina, að verka- lýðssamtökin verði gerð óháð öllum stjórnmálaflokkum. Kommúnistarnir þm’fa ekki fyr- ir þá sök að ná yfirhöndinni í samtökunum. Með þvi er að eins stefnt að því, að enginn einn stjórnmálaflokkur hafi þar. yfirhöndina, nema þá að liann hafi til þess meirihlutafylgi verkamannanna i landinu. Um þetta hefir nú farið fram ný allsherjaratkvæðagreiðsla í Dagsbrún. í þeirri atkvæða- greiðslu fór Alþýðuflokkurinn mjög halloka, og það kom ótví- rætt í ljós, að hann er í algerð- um minnihluta í félaginu. Og þó má telja það alveg fullvíst, að raunverulegt fylgi flokksins í félaginu muni vera enn minna en séð verður af alkvæðatölun- um. Iirakfarir Alþýðuflokksins í Neskaupstað eru alkunnar. En þar er nú svo komið, að for- spralckar floklcsins hafa orðið að grípa til þess óyndisúrræðis, að „hleypa upp“ fundum í verkalýðsfélaginu, til að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslur, svo að fylgisleysi þeirra kæmi ekki 1 ljós. I bæjarstjórnarkosn- ingunni í september voru þó á- liöld um fylgi þeirra og komm- únista. Þá er það enn til marks um fylgishrun Alþýðuflokksins, að kommúnistar eru nú sem óð- ast að stofna nýflokksfélögvíðs- vegar um landið, i kaupstöðum og kauptúnum, og eru þau fé- lög svo mannmörg, að ekki get- ur lijá því farið, að mikill þorri félagsmanna séu fyrverandi Al- þýðuflokksmenn. — Og hvað stoðar það, þó að blöð stjórnar- flokkanna reyni af öllum mætti að fela þessar staðreyndir og Ieiða athygli almennings frá þeim, með því að tönnlast í sí- fellu á þvi, að nú sé komin á samvinna milli Sjálfstæðis- flokksins og kommúnista? Þeir þurfa ekki að ætla það, að Al- þýðuflokkurinn geti heirnt aft- ur fylgi sitt með slíkum vaðli. Og það breytir engu um þá stað- reynd, að eins og nú er komið, geta þeir ekki farið áfram með völd í landinu, án þess að leita sér stuðnings annarsstaðar frá. Til þess er sameiginlegt kjós- endafylgi þeirra orðið alt of lít- ið, jafnvel þó að gert væri ráð fyrir þvi, að flóttinn frá Alþýðu- floklcnum væri nú stöðvaður í bil{i, sem engar líkur eru til. Því að svo virðist, sem lands- fólkinu þyki nú orðið alt annað betra en Alþýðuflokkurinn. aðeins Loftur. 1 París komst engxn truflun á samgöngur, né athafna- og viöskiftalíf. - Nokkur þátt- taka í verkfallinu í Marseille og IBrest. EINKASKEYTI TIL VfSIS. London í morgun. Nikkuru fyrir dögun í morgun virtist allsherjar- verkfallið hafa farið út um þúfur í París, en í Marseille og sumstaðar annarsstaðar var þátttakan í verkfallinu almennari. Yfirleitt virtist horfa svo í morgun snemma, að allsherjarverkfallið hefði mishepnast, þar sem verkalýðurinn allur tók ekki þátt í því og verkfallsmönnum hefir hvarvetna mistekist að koma á algerri vinnustöðvun. Stjórnin hélt áfram að boða hinar ströngustu ráð- stafanir, vegna verkfallsins, þar til seint í gærkveldi. Þanuig var tilkynt, að allir starfsmenn hins opinbera, sem tæki þátt í verkfallinu, yrði tafarlaust sviftir stöðum sínum. Heimtaði sjómin lista frá öllum ríkisfyrirtækjum og stofnun- um yfir nöfn þeirra manna, sem ekki komu til vinnu sinnar í morgun. Þessar ráðstafanir og fleiri, sem sýndu að stjómin lét engan bilbug á sér finna gerðu marga starfsmenn ríkisins, er ætluðu að taka þátt í verkfallinu, hikandi, og að lokum á- kváðu fjölda margir þeirra að starfa sem vanalega. Það er líklegt, að það hafi mikil áhrif um alt Frakk- land, þegar í dag, að allsherjarverkfallið virðist hafa farið út um þúfur í París. Járnbrautarsamgöngur halda þar áfram og strætisvagn- ar hins opinbera eru í förum. Allar búðir eru opnar og markaðsskálar, kaffistofur, gildaskálar póst- og símastöðvar. Sum Parísarblaðanna í morgun komu út í minna broti en vanalega, að eins „Action Francaise“ og „Epoque“ í vanalegri stærð. Sveitir úr hemum og borgarliðinu eru á verði á öllum járnbrautarstöðvum og herlið er á verði við opinberar byggingar, öldungadeildina, fulltrúadeildina, Ráðhúið o. s. frv. í París hefir flutningur og afgreiðsla á mjólk og ís farið fram á vanalegan liátt og trufl- unarlaust. Yopnað lið fylgdi með mörg- um þeirra póstbifreiða, sem fóru um borgina. Frá Marseille berast hinsveg- ar tíðindi sem sýna, að þátttak- an hefir verið þar tiltölulega meiri, enda munu kommúnist- ar eiga meira fylgi að fagna í Marseille en nokkurri annari borg Frakklands. Aðeins fáar lestir hafa farið frá járnbrautarslöðvum borg- arinnar, og sá hluti borgarinn- ar, sem nefnist „livita borgin“, er eins og virki, þar sem búist er við árás. Þar er alt krökt af hermönnum, sem hafa mik- ið af brynvörðum bifreiðum, vélbyssum og öðrum hernað- artækjum. Strætisvagnar og sporvagn- ar eru ekki í gangi. Starfs- mennirnir komu á vettvang, en tóku ekki til slarfa. Verkfallsmenn, sem sest höfðu að í verksmiðjum, voru hraklir þaðan með hervaldi. í Brest, þar sem er önnur aðalflotahöfn Fralcklands, hafa 'i HERMENN Á YERÐI VIÐ OPINBERAR BYGGINGAR. starfsmennirnir í vopnaverk- smiðjunum ákveðið, að taka þátt í allsherjarverkfallinu, enda þólt stjórnin liefði kvatt þá i herinn lil þess að knýja þá til þess að taka ekki þátt í verkfallinu. Forseti lýðveldisins undir- skrifaði lieimildarlög í gær, Iianda ríkisstjórninnni, til allra nauðsynlegra ráðstafana til þess að halda uppi opinberri starfrækslu. Blum skrifaði Daladier í gær og fullvissaði liann um, að verkfallinu væri elcki beint gegn stefnu stjórnarinnar yfir- leitt, og alls elcki gegn utan- ríkismálastefnu hennar, heldur eingöngu gegn fjárhagslegum tilskipunum hennar. , Bæjarstjórn Parísar þakkaði stjórninni í dag djarflegar ráð- slafanir hennar til þess að halda Uppi reglu í París. í Lille tóku 35—50% af þeim, sem upphaflega ætluðu að vera með í allsherjarverk- fallinu, þátt í þvi. í Bordeaux eru verkfalls- menn einna fjölmennastir. Seinustu fregnir lierma, að í Marseille og svo sé í fleslum borgum landsins, að alt gangi sinn vanagang. Þar sem póstflutningar liafa lafist, er búist við, að alt kom- ist í vanalegt liorf upp úr liá- degi. í franska útvarpinu er lýst yfir, að engin ástæða sé til að ætla, að nokkur hætta sé yfir- vofandi í Frakklandi — eklcert hafi gerst, sem gefi neinum manni, erlendis tilefni til þess að halda fram, að franska þjóðin sé tvístruð. ítrekaðar tilraunir voru gerð- ar til þess af Paul Boncour,fyrr- verandi ráðherra, með stuðn- ingi flokks síns (sem er einn af hægri flokkunum) að koma á sættum, en þær urðu árangurs- lausar. Samband félaga upp- gjafahermanna gerði einnig slíkar tilraunir, en alt varð ár- angurslaust. í París tók lögreglan fasta 30 verkamenn í kaffihúsi einu ná- lægt Gare Lazare, sem höfðu á- formað að koma því til leiðar, með því að láta verkamenn vera á verði nálægt járnbrautar- stöðvunum, að jámbrautar- starfsmenn færi ekki til vinnu í gærkveldi gaf verkalýðs- sambandið út opinbera til- kynningu, þar sem því var lýst yfir, að verkfallið yrði að ná fram að ganga, livað sem það kostaði. í París er fjöldi lögreglu- manna og liermanna við þau störf, sem annars eru unnin af venjulegum borgurum. I Va- lenciennes hafa hersveitir tek- ið nokkrar verksmiðjur á vald silt. Seinustu fregnir í morgun benda til, að ekki muni takast að koma á allsherjarverkfalli, a. m. k. ekki i Paris. Járnbraut- arlestir og bifreiðar ganga eins Dg venjulega. (Úr FÚ.-skeyti). smnar. United Press. POUL BONCOUR. Vetrar hj álpin s. 1. vetnr veitti nærri 3ooo manns aðstoð sína. Nú hefst starfsemi hennar að nýju. Vetrarhjálpin er um það bil að taka til starfa á ný, eða um næstu helgi, undir forystu Stefáns A. Pálssonar, en hann hefir sýnt hinn mesta áhuga og dugnað í þessu starfi. Sam- kvæmt skýrslu, sem Vísir hefir fengið frá Stefáni, nutu nærri 3000 manns /2999) aðstoðar Vetrarhjálparinnar síðast. En fleiri munu hjálpar þurfi nú en þá, og margir munu þeir verða, sem styðja starfsemi Vetrarhjálparinnar. KAUPHÖLLIN í PARlS. Vetrarhjálpin hóf starfsemi sína í fyrra 1. des., og starfaði til febrúarloka. Af matvælum var úthlutað 870 sendingum, að verðmæti kr. 17.631,67, af mjólk 10.015 lítrum, af kolum 88 smálestum 350 kg., af fatn- aði 6365 flíkum, að verðmæti kr. 26.475,81, en alls var út- hlutað á starfstímabilinu fyrir um 54.000 kr. 678 fjölskyldur nutu aðstoð- ar, og var meðlimatala þeirra 2711, þar af 1550 börn, en enn- fremur nutu aðstoðar 288 ein- staklingar, aðallega einstæð gamalmenni. Auk þess voru sendar jólagjafir til allra sjúk- linga á Farsóttahúsinu og til ganda fólksins á Grund, alls 178 sendingar. Pengingjafir námu á tíma- bilinu kr. 16.449,74, en auk þess mikið af matvælum, kolum, mjólk o. s. frv. Vegna mikils atvinnuleysis er þörfin enn meiri nú en áð- ur fyrir starfsemi Vetrarhjálp- arinnar. Ætti þvi allir, sem þess eru megnugir, að styðja hana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.