Vísir - 01.12.1938, Blaðsíða 1

Vísir - 01.12.1938, Blaðsíða 1
1918 FULLVELDIS AFMÆLI ISLANDS 1. DESEMBER 1938 Benedikt Sveinsson fyrv. alpm. Jón Sigurðsson reisti frelsis- baráttu íslands á „óskertum landsréttindum Islands frá elstu timum". Sú langa og stranga barátta stóð undir hans merkjum heil- an mannsaldur. Er óþarft að rekja hana hér, þar sem marg- sinnis hefir verið um hana rit- að. Má i því efni vísa til ævisögu J. S. eftir Eirik Briem í And vafa VI. ári, rit Jóns Aðils sagn- fræðings og siðast en ekki sist ins mikla rits prófessors Páls Eggerts Ólasonar um J. S., er Þjóðvinafélagið gaf út og er þvi i margra höndum, — að ó- töldum þeim mörgu og ágætu ritum og ritgerðum, er eftir J. S. liggja sjálfan. Atburðir þeir, er gerðust á þjóðfundinum 1851 eru stórum merkilegir. Þar átti samkvæmt konungsboði að ákveða um lög- gjöf og meðferð íslenskra mála gagnvart konungi. Hafði það mál alt verið rækilega undirbú- ið á íslandi i hverju héraði, eft- ir því sem kostur var á. Fulltrúi erlenda valdsins sleit þjóðfund- inum, sem kunnugt ei*, án þess að fulltrúar þjóðarinnar ætti kost á að ganga frá tillögum sín- um á formlegan og lögskipaðan hátt, eins og kommgur hafði ætlast til að gert yrði og góður rekspölur var á kominn af full- trúanna hálfu. En þeir stóðu fast og trúlega á verði fyrir rétti þjóðarinnar og létu ekki þokast frá sínum réttarkröfum og sátu við sinn keip, þótt við ofurefli væri að etja. Hafa þeir atburðir lengi verið í minnum hafðir og munu seint firnast. Enginn Islendingur liggur „þj óðfundarmönnunum" á háLsi fyrir það, þótt þeir héldi fast og ákveðið á málstað þjóðarinn- ar. Þeir hófu það leiðarmerki á loft, er lengi stóð. Þótt engum BENEDIKT SVEINSSON. breytingum yrði framgengt næstu tuttugu árin á stjórnar- háttum landsins, þá hefir is- lenska þjóðin aldrei skelt skuld- inni á forvígismenn sína fyrir of mikla fastheldni á forn rétt- indi sín, enda mundi það hafa orðið skammgóður vermir, .þótt einhverjar smávægilegar íviln- anir kynni að hafa fengist í framkvæmd — gegn þvi, að horfið hefði verið frá þeim rétt- argrundvelli, er kröfurnar um sjálfforræði íslands voru bygð- ar á. Nokkuru síðar en „stétta- þingin" hófust í Danmörku og meðan embættismannanefndin starfaði i Beykjavik að íslands- málum (1839—41) gerði inn einvaldi konungur þær ráðstaf- anir gagnvart íslandi með bréfi sínu 20. maí 1840, að nefndin „skuli athuga, hvort ekki muni vel fallið að setja ráðgjafarþing á íslandi, og hvort ekki sé rétt- ast að nefna fulltrúaþingið al- þing, og eiga það á Þingvelli sem alþing hið forna, og laga eftir þessu enu forna þingi svo mikið sem verða má". Með þessum fyrirmælum var inn á- gæti konungur að hlaða undir það, að Islendingar mætti sjálf- ir hafa þing í landinu sjálfu á borð við Dani og að það yrði sem virðulegust stofnun, með þvi að það yrði sem mest lagað eftir inu forna þingi. En Alþingi var síðan stofnað með konungs- bréfi 1843. Danakonungur lét af hendi einveldi sitt sem kunnugt er við ina dönsku þegna sína og var málum þeirra skipað með grundvallarlögunum dönsku 1849. En i bréfi konungs varð- andi Islendinga 23. sept. 1848 var því heitið, að ekki skyldi á- kveðið um stöðu íslands gagn- vart inu danska ríki fyrr en lög- lega kjörinn fulltrúafundur i landinu sjálfu hefði látið i ljós óskir sinar um það efni. Var þvi þjóðfundinum ætlað i þessu efni samskonar verksvið sem ríkis- þing Dana hafði i sínum mál- um. Nú varð ekki gengið frá þeim störfum, sem Þjóðfundinum (1851) var ætlað. Hélt því kon- ungur sömu stöðu gagnvart landi voru og þjóð sem áður og tslendingar gagnvart honvun, þ. e. — að hann hélt áfram að vera einvaldur yfir Islandi, eins og talið var, að hann hefði verið siðan Kópavogsfundurinn var háður 1662, sællar minningar. Báðgjafarstjórn Danmerkur- rikis ásældist þó afskifti íslands mála eftir sem áður. Eftir all- mikið stímabrak á 7. áratugi aldarinnar gerðust þau firn, að löggjafarvald Danmerkur setti lög, er út voru gefin 2. janúar 1871 „um stöðu íslands í rík- inu". Hljóðar 1. grein þeirra svo: „ísland er óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með sérstökum landsréttindum." Þessi lagasetning ins danska Töggjafarvalds var einbert of- riki, hreint valdarán, bæði gagn- vart Islandi og inum einvalda konungi Islands mála, — ský- laust brot á fyrrgreindu yfir- lýstu heitorði hans til íslenzku þjóðarinnar. Jón Sigurðsson segir i ræki- legri ritgerð um „lög" þessi í Nýjum félagsritum XXIII. 65, — að „næst liggi" að taka svo, „að stjórnin hafi nú fengið sér liðveizlu rikisþingsins til þess að koma á ísland valdboðnum lögum, eða kúgunarlögum, sem fulltrúaþing íslendinga hefir aldrei séð, að öðru leyti aldrei samþykkt, og enda i þfiðja lagi afneitað að samþykkja. Með þessum kúgunarlögum lætur rikisþingið eins og það veiti Is- lendingum eða alþingi löggjaf- arvald í sérstökum málum Is- lands, sem aldrei hafa heyrt undir danskt ríkisþing, (sem ráðgjafinn sjálfur játar ....)." Varð sú og raunin á, að næsta Alþingi (1871) lýsti þegar ein- dregnum mótmælum af íslands hálfu gegn gildi þessara svo nefndu „stöðulaga". Islenzk þjóð hefir aldrei veitt þeim forndega viðurkenning og til frekari áréttingar lýsti Alþingi enn að nýju neitun á gildi þeirra með þingsályktun í Nd. árið 1911. Þessi „stöðulög" vóru þó af danskra stjórnarvalda hálfú haldin svo sem lög um langa hrið og vóru notuð af þeirra hálfu sem nokkurskonar sker- garður, er sjálfstæðiskröfur ís- lendinga vóru látnar stranda á úm marga tugi ára.*) Sjaldan mun Islendingum *) Það er nærri gaman að minnast þess, að inn alkunni stjórnmálamaður og lögfr., dr. Kn. Berlin, hélt sem vonlegt var 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.