Vísir - 01.12.1938, Blaðsíða 11

Vísir - 01.12.1938, Blaðsíða 11
YlSIR 11 hins opinbex'a, vegna viðhún- aðar í'yrir alþingishátíðina og annara franikvæmda. Árin 1927 og 1928 höfðu verið velli- ár fyrir þjóðina, enda var út- flutningur þessara tveggja ára 25 milj. kr. hærri en innflutn- ingurinn. í stað þess að nota þetta mikla fé til þess að tryggja fjárliagsaðstöðu lands- ins út á við, var þvi varið i eyðslueyri, til misjafnlega þarfra framkvæmda og sást ríkisstjórnin litt fyrir. ■—- Árið 1930 verður verslunarjöfnuður- inn óhagstæður um nálega 12 miljónir króna, og þrátt fyrir 23 milj. kr. liagstæðan jöfn.uð næstu þrjú árin á undan, var það ár tekið rikislán erlendis, 12 milj. kr. Stórlega aukin útgjöld og framkvæmdir liins opin- hera 1929 og 1930 er aðal- orsök þess, hversu vanbúin þjóðin var kreppunni. Þjóðin var likt stödd og hóndi, sem lendir i vorharðindum þrotinn að heyjurn. — Alt, sem aflasl liafði á góðu árunum, var eytt og meira en það. Kreppan liel’- ir reynst íslendingum erfiðari en flestum öðrum þjóðum. Ber til þess aðallega tvent: Iiin op- inbera eyðsla fyrir kreppuna og fjármálastefnan, sem ríkt liefir síðan. Skuldir rikissjóðs erlendis 1928 eru taldar að nema 23 milj. kr., ef talin eru með lán, sem að einhverju leyti hafa gengið til bankanna. Ár- ið 1935 eru þessar skuldir komnar upp í um 42 rnilj. kr. samkvæmt rikisreikningi fyrir það ár. Ekki verður annað sagt, en að hin fyrstu 10 ár fullveldis- ins hafi gengið giftusamlega. Kreppunni, sem skall yfir 1920, lauk fljótt. Eftir það kom hvert árið öðru hetra. En þjóðin og stjórnendur hennar sýndu, að þeim var ósýnt um að geyma fengins fjár. Þjóðin liafði lilla reynslu í því að fara með eigin fjármál. Hana skorti allan þroska í þeim efnum. Ár- angurinn varð og sá, að á góðu árunum fyrir heimskreppuna hyrjaði þjóðin á því í ríkum mæli, að lifa um efni frarn. Hún hefir gert það undanfar- in 10 ár, eða helming þess tíma- bils, er hún liefir verið full- valda þjóð. Sá mundi ekki þykja góður búmaður, sem þannig hagaði sér á fyrstu hú- skaparárum sinum. Heimskreppan og höftin. Ivreppan 1930 var skilgetið afkvæmi styrj aldarinnar, þótt hún kæmi ekki fyrr en 10 ár- um síðar. Alment er talið, að liún liafi staðið til 1934. Eftir það tók vöruverð að lxækka á heimsmarkaðinum og náði liá - marki siðari hluta árs 1937. Nú er heimurinn i viðj um nýrrar viðskiftakreppu og frá þvi i fyrra hafa ýmsar vörur lækk- að mjög í verði, sumar um helming vei’ðs. Þannig er ástatt með eina aðal-útflutningsvöru vora, sildarlýsið, eins og kunn- ugt er. 1 fyrra var liæsta verð 21—22 sterlingspund liverl tonn, en er nú selt á 10—12 sterlingspund. Verðliækkunar- alda síðuslu þriggja ára liefir að visu hætt stórlega úr afleið- ingum kreppunnar liér. Hefði sú alda ekki risið, er liklegt að liér væri nú alt i rústum. En liinn mikli aftui'hati lieimsvið- skiftanna síðustu árin hefir ekki gert vart við sig liér að sama skapi og annarsstaðar. Orsakirnar eru margar, en megin-ástæðan verður að telj- ast sú, að þjóðinni var reistur hurðarásinn um öxl með ó- hemju eyðslu i góðærinu und- an kreppunni. Sést það meðal annars á því að landsmenn eru þann veg undir kreppuna hún- ir, að taka varð 12 milj. kr. lán á fyrsta ári liennar, svo að bankarnir gæti það ár staðið i skilum við útlönd. Úr vand- ræðunum var hætt í svip, en 1931 voru innflutningshöftin sett á. Þá gátu hankarnir ekki lengur staðist straum af yfir- færslum til útlanda, eftir því sem um var beðið. Innflutningshöftin liafa nú staðið i sjö ár og all- an þann tíma hafa farið vaxandi erfiðleikar með greiðsl- ur til útlanda. Hert hef- ir verið á höftunum með ári hverju. Lagabálkurinn um gjaldeyrisverslunina vex á hverju þingi. Samt eru þessi mál i meira öngþveiti nú en þau hafa nokkru sinni áður verið. Eramkvæmd liaftanna hefir sætt hinni hörðustu gagn- rýni frá verslunarsléllinni og mun íramtiðin sýna, að slíkt var ekki gert að ósekju. Versl- unarhöft geta ekki bætt nein þjóðfélagsmein til langframa. Því lengur sem þau standa, því skaðlegri verða þau. Eg skal ekki efast um, að þeir, sem telja höftin nauðsynleg, geri það af sannfæringu og fullum drengskap. En það var líka sannfæring Danakonunga á 17. öld, að einokunarverslunin væri heilladrýgsta viðskipta- skipulag fyrir Islendinga og þeim hentast. Fjármál rílcisins. Fjármálastefna ríkisins mót- g Göta“ Báta- og Landmótorar trá 2 upp 17 | hestöfl. Allar frekari upplýsingar getur | Verslun Jóns Þórdarsonar Reykjavik. « soooooooooctscooooocooootsoooooococooootsocooocooooooootK Nýtísku bólstruð húsgögn. Körfustólar og borð. Vöggur. Bréfakörfur. Blómakörfur Pvottakörfur. Vönduð vinna. Verð við allra hæfi. itioíiooootsoat:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.