Vísir - 01.12.1938, Blaðsíða 39

Vísir - 01.12.1938, Blaðsíða 39
VlSIR 39 sambandi liefir ekki þótt á- stæða til að gera greinarmun á þeim og eiginkonum. Tala barna á framfæri ann- ara er 2687, tala munaðar- lausra barna 33, tala barna inn- an 16 ára alls 2720 eða 51.1% af styrkþegunum. Framfær- endurnir eru nokkuð yfir % af tölu styrkþeganna alls. Af ein- hleypum styrkþegum er tæpur helmingurinn 16—60 ára. Af þeim eru að sjálfsögðu margir öryrkjar að einhverju eða öllu levti, og annað sjúkt eða las- burða fólk. Um % af styrk- upphæðinni gengur til fjöl- skyldufólks. Tafla III sýnir livenær styrk- þegarnir, þ. e. framfærendurn- ir, 1937, liafa komið á fram- færi. Rúm 62% styrkþeganna hafa komið á framfæri hæjar- ins árið 1934 og síðan, en nær 16% 1931—33, eða rétt 78% siðan 1931. Styrkirnir til þessa fólks nema 74% af styrkupp- hæðinni alls, en 56.5% til styrkþega frá árunum 1934— 37. Meðalstyrkurinn á styrk- þega er nokkru lægri hjá þeim, sem komið hafa á framfæri hin síðari árin, en hinum, eða 360 kr. til styrkþega frá því fvrir 1927, rúmar 320 kr. til styrkþega frá 1927—33 og rúm- ar 260 kr. til styrkþega frá 1934—37. Hér að framan var þess get- ið, að hin mikla framfærslu- byrði bæjarins ætti, beint og ó- beint, rætur sínar að rekja til hins stöðuga aðstreymis fólks til bæjarins. Atvinnuleysið, sem við það skapast í bænum, neyðir marga bæjarbúa til að leita á náðir hins opinbera, og mikill hluti hins aðflutta fólks verður að fara sömu leið. Með breytingu framfærslulag- anna fellur það bænum strax til byrði. Af styrkupphæðinni 1937 gengu 267 þús. kr. til fólks, sem verið liafði annara sveita slyrkþegar til 1. jan. 1936, 9,3 þús. til fólks fluttu til bæjar- ins á árinu 1937, 38,3 þús. kr. til fólks fluttu árið 1936, 40 þús. til fólks fluttu 1935, og um 41 þús. kr. til fólks fluttu 1934. Ef framfærslulögin hefðu verið óbreytt, mundi m. ö. o. um 400 þús. kr. af styrkjunum i töflu III hafa fallið öðrum bæjar- og sveitarfélögum til skuldar, eða tæpur % fram- færisins. Svipuðu máli mun hafa verið að gegna um fram- færið 1936. Gefa þessar tölur mönnum nokkra hugmynd um hvaða afleiðingar aðstreymi fólks til bæjarins hefir fyrir Rúðng'ler Búðarrúður Hamrað gler Opalgler Gangstéttagler Veggjagler Öryggisgler — í bíla — Hrágler Spegilgler Krossviðnr Birki Fura Eik Mahogni Trésmíða- vélar útvegum við frá þektum verksmiðjum í Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi. Verkfæri til trésmíðavéla jafnan fyrirliggjandi. — Sementsblönd- unarvélar og steypumót. Oaboon- Járnvörur cjrjótmuinings plötnr til bygginga vélar o.fl. LUDVIG STORR LAUGAVEG-15 Símnefni: Storr. Sími: 3333 Speglar- Glerslípun. Speglar búnir til bæði úr slípuðu og óslípuðu gleri. Gamlir speglar silfurlagð- ir að nýju. Allskonar glerplötur svo sem borðplötur, glerhurð- ir í skápa, bílrúður, gler- hillur, gler í búðarinnrétt- ingar og margt fleira af- greitt eftir pöntunum. — Glerslipun og Speg'lag'erd HF Sími: 5151. Klapparstíg 16.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.