Vísir - 01.12.1938, Blaðsíða 45

Vísir - 01.12.1938, Blaðsíða 45
VÍSIR 45 i # það frumvarp fjallaði um. Og þegar Jón heitinn dó úr spönsku veikinni 1918, féll mál- ið niður í bili, eða þangað til 1922. Þá var málið aftur lagl fyrir, samkv. áskorun frá Al- þingi 1919, en í nokkuð breyttri mynd frá 1917. í það skifti komst málið heldur ekki fram, meðal annars af því, að Versl- unarráðið (eða Kaupmanna- ráðið, eins og það mun liafa heitið þá), óskaði eftir því, að kaflinn um verslunaratvinnu yrði tekinn út úr frumvarpinu (jg lagður fyrir Alþingi sem sér- stakt frumvarp. Þegar Gísli heitinil Guðmundsson varð for- maður Iðnaðarmannafélagsins í Reykj avík, árið 1925, lióf hann fljótlega að undirhúa löggjöf um iðju og iðnað og um iðn- aðarnám. Fékk hann tvo menn úr félaginu utan stjórnarinnar. til samvinnu við Iiana um þennan undirbúning. í utanför um þetta leyti kynti Gisli heit- inn sér löggjöf Norðurlanda- þjóðanna á þessu sviði, eink- um Norðmanna, sem í því efni voru lengst komnir, og kom liann með ýmsar bendingar og góð ráð þaðan. Þessi frumvörp náðu sam- þykki Alþingis árið 1927, en í mjög breyttri mynd frá því, er stjórn Iðnaðarmannafélagsins liafði gefið þeim, einkum lög- in um iðju og iðnað. Meðal annars voru ákvæðin um iðn- ráðin feld niður. En þótt ýms- ir gallar á hvorttveggi lögun- um kæmu í ljós við fram- kvæmd þeirra, þá var með þeim stigið stórt og mikilvægt byrjunarskref, sem hefur liafl víðtækar afleiðingar fyrir iðju og iðnað í landinu, og mikil réttarbót fengin, sem hefur ekki aðeins veitt iðnaðarmönn- um betri aðstöðu en áður var, heldur einnig komið af stað samtökum og vakningu, sem hafa ált sinn drjúga þátt i hinni miklu aukningu iðju- og iðnaðar liér á landi hin síðustu ár. Samkvæmt lögunum um iðn- aðarnám bar að setja reglu- gerð um sveinspróf o. fl. við- vílcjandi náminu. Nefnd sú, er hafði fengið það verkefni, að gera uppkast að þessari reglu- gerð, rak sig brátt á það, að misráðið hafði verið að fella niður ákvæðin um stofnun iðn- ráðs og reyndi því að taka þaxi upp í reglugerðina, en fékk það ekki staðfest. Við samningu reglugerðarinnar þurfti að fá upplýsingar frá iðnaðarmönn- um liér í Reykjavík, frá iðnað- armönnum úti um alt land, og frá nágrannalöndum vorum. Og við framkvæmd laganna þurfa lögreglustjórar um land alt að fá upplýsingar um hvert sérstakfmál og livern iðnaðar- mann. Þessar uppýsingar er ekki hægt að fá, nema til sé stofnun, er liefir það verkefni með liöndum, að safna þeim saman og hafa þær til taks á einum stað. Þetta er eitt aðal- verkefni iðnráðanna, og sam- kvæmt þessum upplýsingum, sem þau hafa safnað sér ,gera þau tillögur um iðnréttinda- málin í samræmi við iðnlög- gjöfina. Þegar allar tilraunir til þess að fá samþykt opinber ákvæði um stofnun iðnráðs höfðu slraiulað, samþykti Iðnaðar- mannafélag'ið i Reykjavík að gangast fyrir stofnun iðnráðs hér i Reykjavík, og var það sið- an stofnað 23. des. 1928. 1 kjöl- far þess fylgdu svo iðnráð í hinum stærri kaupstöðum landsins, Hafnarfirði, ísafirði, Akureyri og Vestmannaeyjum. Einnig stofnun sérfélaga í fjölda iðngreina i Reykjavík og síðar fleiri kaupstöðum, hæði meistara- og sveinafélaga, siðan iðnaðarmannafélög í smærri kaupstöðum og stærri kauptúnum, og loks stofnun Landssambands Iðnaðarmanna 21. júní 1932. Samtímis þessum frjálsu samtökum iðnaðarmanna og í sambandi við þau hafa starfað hér nefndir að athugun iðn- aðarmála. Árið 1932 starfaði stjórnskipuð nefnd i iðju- og iðnaðarmálum, samkvæmt á- lyktun Alþingis, að athugun á tollamálum iðnaðarins og möguleikum á nýjum fram- kvæmdum í iðnaði, og órið eft- ir kaus Iðnaðarmannafélagið í Revkjavík nefnd með sams konar verkefni, auk þess sem iðnþingin og Landssambandið hafa jafnan haft þau mál til meðferðar. Hafa þessar athug- anir orðið til þess að benda á marga nýja möguleika, sem síðan hafa verið notaðir, og til þess að koma af stað og fá framgengt miklum lagfæring- um á þeirri tollalöggjöf, sem islenskur iðnaður átti við að búa. Við athugun nefndanna kom nefnilega í ljós ennþá skýrar en af umkvörtunum einstakra iðngreina, að mjög víða var efni til iðnaðarvinnu hérlendis tollað, en fullunna erlenda framleiðslan tollfrjáls, eða efnið tollað hærra en full- unna varan. Skal eg sem dæmi nefna, að bækur voru toll- frjálsar, en efni til þeirra allt tollað, hátar og skip tollfrjáls, en allt efru til þeirra töllað, Blikk- oi Xleykj avík, Verksmlðjusínii 3125. - Skrifstofusimi 3126. Heimasímí 4125. J. B. Pétursson hefir ásamt Kristni bróður sín- um rekið blikksmiðju í Reykjavík síðan 1908, og tóku þeir bræður við þeirri starfsemi af föður sín- um, Pétri Jónssyni, er lést það ár. Þessi verk- smiðja er löngu landskunn orðin og hefir hún selt allskonar blikkvörur, svo sem þakrennur, þak- glugga, vegg- og loftrör, lifrarbræðsluáhöld alls- konar, olíugeyma og ljósker handa skipum, niður- suðudósir o. fl. — í marsmánuði 1934 keyptu þeir bræður vélar til stállýsistunnugerðar og hófu þá starfsemi í þeirri grein. Er hér um algert brautryðjandastarf að ræða, því að þessi iðnaður hefir aldrei verið stund- aður áður hér á landi, en sakir þess að vér íslend- ingar erum mikil fiskveiðaþjóð, er þörf vor mikil í þessum efnum, og sýna verslunarskýrslur vorar, að fluttar hafa verið hingað frá útlöndum 21—23 þúsund stállýsistunnur á ári hverju. Er Stállýsis- tunnugerð þeirra bræðra tilraun til að flytja þenn- an iðnað inn í landið og gera þannig hvorttveggja í senn, að spara kaup á útlendri valútu og auka vinnu hér heima fyrir. Verksmiðja þessi vinnur eingöngu úr 1. flokks efni og með nýtísku áhöldum, og eru tunnur henn- ar að verði og gæíium algerlega samkepnisfærar við útlendar tunnur. Skal þess ennfremur getið, að verksmiðjan hefir fullkomna aðstöðu til að fullnægja notkunarþörf íslendinga á þessu sviði og það þó að eftirspurnin aukist að miklum mun. 12

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.