Vísir - 01.12.1938, Blaðsíða 49

Vísir - 01.12.1938, Blaðsíða 49
VlSIR 49 12 iðnaðarmannafélög og 23 iðnfélög. Hafa iðnþingin, sem háð eru annaðhvort ár, og sam- bandsstjórin liaft fjölda mála, er miklu skifta fyrir iðnaðinn, til meðferðar, leyst sum, en undirbúið önnur. Skal ég sem dæmi henda á mál þau, er nefnd eru hér að framan, gjaldeyrismál, tollamál, iðn- fræðslu, iðnlöggjöf, nýja iðn- og iðjumöguleika, peningamál og lánstofnanir fyrir iðnaðinn, ennfremur blaðútgáfu, sýning- ar, gerðardóm og ótal margt fleira. Með síðustu breytingunni á iðnaðarnámslögunum komst iðnfræðslan í fastara form, en ennþá vantar iðnaðarnáms- reglugerðina, þótt komið sé hátt á annað ár síðan lögin voru slaðfest og frumvarp til reglugerðar, samþykt af iðn- þingi, liafi legið hjá rikisstjórn- inni nokkuð á annað ár. Fyrir 20 árum var aðeins einn iðn- skóli hér á landi, iðnskól- inn í Reykjavík, með tæpa eitt iiundrað nemendur. Nú eru skólarnir 9 og nemendafjöldinn alls um 300. Árin 1929 og 1930 var meiri atvinna fyrir iðnaðarmenn en nokkru sinni fyr hér á landi. Undirhúningur Alþingishátið- arinnar þurfti mjög margt iðn- aðarmanna og streymdu þeir því liingað viða að af landinu, en samtímis hafði rikið og ein- staklingar með liöndum ýmsar byggingar og önnur mannvirki, sem ekki var beint hátíðarund- irbúningur, en tók til sín tals- verðan vinnukraft. Á þessum árum fjölgaði því iðnaðar- mönnum svo ört, að nemend- ur iðnskólans í Reykjavik urðu t. d. á 4. hundrað. Síðan fækk- aði nemendum nokkuð, en þeir hafa þó aldrei komisL niður fyrir 200. Árleg viðhót við lióp iðnaðarmanna í Reykjavík er þvi um 60 og munu nú vera hér 2100—2200 iðnaðarmenn. Skýrslur eru ekki til um fjölda iðnaðarmanna hér árið 1918, en eftir því, sem ég lief kom- ist næst, liafa þeir varla verið fleiri en 1300. Iðngreinum hef- ir einnig fjölgað og eru nú taldar um 50. Til samanhurð- ar við listann frá 1918 (1903) skal ég hér nefna liverjar þær eru: Rakaraiðn, bátasmíði, beyk- isiðn, bifvélavirkjun, bílasmíði, blikksmíði, bókbandsiðn, feld- skurður, framreiðsla, gull- og silfursmíði, gaslögn, hár- greiðsla, hárskurður og rakara- iðn, hattasaumur, húsasmíði, húsgagnabólstrun, liúsgagna- smíði, járnsmiði, járnsteypa, ketil- og plötusmíði, klæð- skurður, kökugerð, leturgröft- ur, ljósmyndun, málun, mat- reiðsla, mótasmiði, múrun, myndmótun og myndataka, myndföldun, myndskurður, netagerð, pípulögn, prenlsetn- ing, prentun, rafvélavirkjun, rafvirkjun, reiða- og seglasaum- ur, reiðtýgja- og aktýgjasmiði, rennismiði, skipasmíði, skó- smiði, steinsmíði, sútun, tága- rið, úrsmíði, útvarpsvirkjun, vagnasmíði, veggfóðrun og vél- virkjun. Iðjugreinum og iðjufyrirtækj- um hefi einnig fjölgað svo, að nú mun tala þeirra tvöföld við það, sem var fyrir tuttugu ár- um. Eru hér nú starfandi 7 smjörlíkisgerðir, 3 ullarverk- smiðjur, 5 niðursuðuverk- smiðjur, 2 skinnaverksmiðjur (gærurotun) og 4 sútanir. 1 öl- gerð, 8 gosdrykkjuverksmiðj- ur og saftgerðir, 1 sjóklæða- gerð, 1 vinnufatagerð, 2 skyrlu- gerðir, 6 hanskagerðir, 1 slifsa- gerð, 1 axla- og sokkabanda- gerð, 2 hraðsaumastofur, 4 prjónastofur, 1 sporthúfugerð, 3 skóverksmiðjur, 1 hnappa- og sylgjugerð, 8 sápuverk- smiðjur, 12 sælgætis- og efna- gerðir (er framleiða súkku- laði, brjóstsykur, karamellur, konfekt, ávaxtasultu, hökunar- dropa, hárvötn, fegurðarmeðöl o. f 1.), 3 kexverksmiðjur, 5 kaffihrenslur og kaffibætis- gerðir, 17 sildarverksmiðjur og 6 fiskimjölsverksmiðjur, 24 is- liús, 7 mjólkur- og rjómabú og um 16 fiskþurkunarhús, 2 kassagerðir, 1 stáltunnugerð, 1 trétunnugerð, 1 belgjagerð, 1 hampiðja, 6 veiðarfæraverk- smiðjur, 2 málningarverk- smiðjur, 1 raftækjaverksmiðja (ofnar og eldavélar), 3 stál- ofnagerðir, 1 flöskugerð, 1 gler- slípun, 1 flókagerð, 1 límgerð, 1 pappírspokagerð, 1 keramik- vinnustofa, 1 dósaverksmiðja, 3 efnalaugar, 2 gufupressur, 1 ildis- og acetylenverksmiðja, 2 lýsishreinsistöðvar, 1 gasstöð, nokkrar smærri og stærri raf- magnsstöð-viar og margt fleira. Enn fremur má nefna 7—8 vél- smiðjur, 7 skipasmiðastöðvar, um 15 stærri trésmíðavinnu- stofur, 13—14 prentsmiðjur, 1 kelil- og plötusmiðju, 1 silfur- verksmiðju og 2 pípugerðir, þótt þau tilheyri handiðnum. Þessi verkstæði eru ýmist orð- in svo stór eða framleiða vör- ur án pöntunar og eru því í eðli sínu iðjufyrirtæki, en ekki $ 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.