Vísir - 02.12.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 02.12.1938, Blaðsíða 2
V I S I R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Samvinna um hvað? 1 útvarpsræðu sinni í gær lét 1 Hermann Jónasson forsætis- ráðlierra orð falla eitthvað á þá leið, að sanibúð stjórnmála- flokkanna í landinu væri hvergi nærri eins góð og skyldi, en nauðsyn væri orðin á því, að sem bráðast yrði úr þvi bætt, og að meiri og betri samvinna mætti með þeim takast en verið hefði. Þess hefir orðið vai-t, að um- mæli ráðherrans hafi verið skil- in þannig, að hann væri með þeim að „undirbúa jarðveginn“ fyrir „þjóðstjórnina“, sem mönnum hefir orðið svo tíðrætt um að undanförnu, að í ráði mundi að efna til. En Hermann Jónasson hefir látið sér svipuð ummæli um munn fara áður, og hafa þó lítt sést merki þess, að flokkur hans hafi nokkurn hug haft á því, að leita samvinnu við andstöðuflokka sína, eða talið það nokkuru máli skifta, livern- ig tækist um sambúðina við þá. Nú er það þó ekki svo að skilja, að ekki mætti hugsast, að samvinna gæti tekist millí flokka, þó að á öndverðum meið hafi yerið um margt, eða jafn- vel flesta hluti milli himins og jarðar. Til shlcs eru dæmi með öðrum þjóðum, og einmitt um þessar mundir virðast horfur á, að þannig muni nú takast til í Frakklandi. Og ef til vill er það þá líka svo, að Framsóknar- flokkurinn ætli nú að láta sér reynslu Frakka á undanförnum árum að kenningu verða og for- sætisráðherra flokksins fara að dæmi franska forsætisráðlierr- ans, sem nú hefir slitið allri samvinnu við fyrri samherja sína, socialista og kommúnista, og þess vegna á ekki annars völ, og ef til vill getur heldur ekki á betra kosið, en að taka liönd- um saman við fyrri andstæð- inga sina, til þess, á síðustu stundu, að bjarga landi sinu og þjóð frá yfirvofandi fjárhags- legu hruni. Sá flokkur, sem nú fer með völd i Frakklandi, róttæki flokkurinn, hefir síðustu árin verið í bandalagi við socialista og kommúnista, og myndað með þeim hina svo kölluðu „al- þýðufylkingu“. Aðalforingi flokksins hafði verið því mjög mótfallinn, að ganga i þetta bandalag, en núverandi forsæt- isráðherra, sem er gamall Iæri- sveinn hans og gekk honum næslur að völdum og virðingu í flokknum, var þess mjög hvetj- andi og fékk því ráðið að svo var gert. En nú liefir einmitt þessi maður, sem róttækastur var af foringjum flokksins og. eindregnastur fylgjandi banda- laginu í upphafi, orðið til þess að rjúfa það. Og það er fyrir þá sök, að hann var orðinn sánnfærður um það, að yfirráð „alþýðufylkingarinnar“ leiddu til glölunar. I nærfelt áralug hafði fjárhag landsins og af- komu atvinnuveganna sífell far- ið hnignandi. Hver sú stjórn, sem gerðist svo djörf, að reyna að ráða bót á þessu, var tafar- laust feld. Alt þelta tímabil liafa socialistar ráðið miklu og jafn- vel mestu um sljórn landsins. Og því meir hefir sigið á ógæfu- hlið, sem þeir hafa haft meiri völd, þó að út yfir hafi tekið, eftir að þeim hættist liðsaukinn frá konnnúnistum, og áhrifa róttæka flokksins gætli minna, eins og i stjórnartíð Leons Blum, socialistaforingjans. Núverandi forsætisráðhei-i-a Frakka hefir ekki, svo kunnugt sé, verið svo mjög margjnáll um sambúð stjórnarflokkanna, eða um nauðsynina á meiri samvinnu þeirra. Hinsvegar hefir hann verið allbersögull um það, hvað gera þurfi, til þess að bjarga við fjárhag landsins og afkomu atvinnuveg- anna. En það kemur svo til kasta stjórnmálaflokkanna, livers um sig, að segja af eða á um það, hvort þeir vilji ljá honum lið til þess að koma því í framkvæmd. — Um undirtekt- ir flokkanna vita menn það eitt með vissu, að socialistar og kommúnistar eru nlgjörlega á öndverðum meið við viðreisnar- tillögur ráðherrans. Ef til vill yrði niðurstaðan sú sama hér, ef um ákveðnar við- reisnartillögur væri að ræða, sein liklógar væru til þess að verða að gagni. Forsætisráð- herrann hefir ef til vill eitthvert hugboð um það, byrjar því á öfugum enda og skorar -á flokk- ana til samvinnu — um eitt- hvað, sem enginn veit livað er. Skákfélag Akureyrap 20 ára. Skákfélag Akureyrar heldur 20 ára starfsafmæli sitt hátíð- legt þessa dagana, og hefst í kvöld skákkepni sem mikill fjöldi skákmanna tekur þátt í. Baldur Möller hefir sótt fé- lagið heim af hálfu sunnlenskra skákmanna. Meistaraflokkur og fyrsti flokkur tefla saman, en þátttakendur eru þeir, sem hér greinir: Guðmundur Arnlaugs- son, Jóhann Snorrason, Júlíus Bogason, Guðmundur Guð- laugsson, Guðmundur Eirílcs- son, Unnsteinn Stefánsson, Jón Ingimarsson, Jón Sigurðsson og Björn Halldórsson. I öðrum flokki keppa 20 fé- lagar. Skákkepnin hefst í kvöld. Bæj apbpuni. Bærinn að Uppsölum í Seyð- isfirði i Djúpi brann til ösku 25. þ. m. Bærinn var timburhús, pappa- og járnvarið. Matvælum tókst að bjarga og talsverðum innnstokksmunum. Bærinn var vátrygður fyrir fimm þúsund krónur. Innanstokksmunir voru óvátrygðir. (FÚ.) Franski sendikennarinn J. Haupt, flytur fyrirlestur í kvöld kl. 8, um Victor Hugo, í há- skólanum. ltalir hafa í hótunum við Frakka. Þeir heimta að Frakkar iáti af hendi við þá hafnsrborgioa Jibonti í Franska Somalilandi. - Ennfremur er líklegt eð beir geri tilkali til Nizza, Savoya-héu aðs, Túnis og Korslko. Verkaíýðtirmi seéri baki við forsprðkkum sínum og stttddi stjðrnina. EINKASKEYTI TIL’ VlSIS. London, í morgun. Atburðurinn í ítölsku fulltrúadeildinni, er Ciano greifi flutti ræðu sína þar í fyrradag, hefir vakið alheimsathygli, enda þótt allsherjar- verkfallið í Frakklandi drægi að sér athygli manna hvarvetna þann dag. Þegar Ciano greifi komst svo að orði, að það væri undir framtíðinni komið, hvert mark- mið ítalska þjóðin setti sér, reis allur þingheimur á fæt- ur og æpti: Nizza, Korsíka, Tunis. Létu þingmenn fas- ista þannig í ljós vilja sinn — þann vilja, að ítalir gerði kröfur til þessara landa af Frökkum. Franskir stjórnmálamenn og frönsk blöð höfðu um nóg að hugsa daginn, sem þetta gerðist, vegna allsherjarverkfallsins, og minna var um þennan atburð rætt þess vegna. Og 1 gær- morgun, þótt öll blöð gerðu þetta að umtalsefni, var alment litið svo á, að hér væri um skipulagðan atburð að ræða fyrirfram ákveðinn, í undirróðurs og æsinga skyni heima fyrir. Frakkar litu ekki svo á, eftir blöðunum í gær að dæma, að þeir telji neina hættu á ferðum, — Italir meini lítið með þessu, — þetta hafi verið ætlað til „heimanotkunar“. En það er að koma skýrara og skýrara í ljós, að Italir ætla að bera fram kröfur til Frakka um að þeir láti borgir og lönd af hendi við sig, og ekki að eins Tunis og Korsíku heldur og héraðið Savoy í Frakklandi og borgina Jibouti, sem er hafnar- borg í Franska Somalilandi, og væri Itölum ákaflega mikilvæg, vegna yfirráða sinna í Abessiníu. ítölsku blöðin hafa nú hafið baráttu, sem tekur af allan vafa um hvað ítalir ætla sér fyrir í þessum efnum. ítölsku blöðin krefjast þess, að Frakkar láti af hendi Jibouti í Franska Somalilandi og jafnframt, að samið verði liið bráðasta um öll deilumáí út af Tunis, Korsiku og Nizza og Savoyhéraði. En það má lesa milli línanna að ítalir muni fara eins langt og þeir komast í þessum samkomulagsumleitunum, ef Frakkar fallast þá á, að nokkuð sé um að semja. En þetta sýnir Ijóslega hvert ítalir stefna. Þeir líta á Italíu sem stórveldi og telja Frakka svo veika fyrir að þeir geti borið fram slíkar kröfur sem að framan greinir á hendun þeim. Blaðið Telegrafo sem er eígn Ciano-ættarinnar, liefir í dag birt skorin orða grein, þar sem gefið er í skyn, að Italir kynnu að beita valdi, ef Frakkar láta sér ekki skiljast, að þeim muni ekki tjóa, að streitast á móti því, að ítalir núi settu marki í sinni þjóðlegu útþenslubaráttu. En ítalir hafi fyrst og fremst sett sér það markmið, að vemda ít- alska menn hvar sem þeir búa í í heiminum og gæta réttinda þeirra í hvívetna, og vernda ít- ölsk lönd hvarvetna og italska tungu. Þessi ummæli má skilja á þann hátt, að ítalir hafi hér í liuga öll þau lönd, em hafa lot- ið yfirráðum ítala áður fyrr. Önnur blöð ítala hafa birt greinar í sömu átt. United. Press. -T'J' Savoy-héraðið í Frakklandi liggur milli Alpafjalla, Rohne- ár og Genfarvatns og skiftist í Savoie og Haute Savoie. Árið 1034 varð Savoy greifadæmi og síðar hertogadæmi og réðu þar greifar og hertogar ríkjum þar til 1860, en voru þá orðnir kon- ungar Sardiníu. Ghambéry var höfuðborgin. Savoy var franskt 1792—1816. Árið 1860 létu ítal- ir Savoy af liendi við Frakka fyrir l>á aðstoð, sem Napoleon III. hafði -veitt Ítalíu, en ítölsk áhrif hafa alla tíð verið ströng í Savoy. Nizza er einhver mikilvæg- asta hafnarborg Frakka við Miðjarðarhaf og mikil iðnaðar- og ferðmannaborg. íbútala liennar er um 185.000. — Borg- in hefir lotið yfirráðum ítala og Frakka og fleiri þjóðum fyrr á tímum, en frá 1860 hefir hún verið undir yfirráðum Frakka. Korsika er eyja mikil í Mið-. jarðarliafi, sem Frakkar eiga. Ilún er 114 enskar mílur á lengd og að flatarmáli 3367 fer- h. m. Vegalengdin frá Nizza er að eins 106 mílur og er það þvi ekki tilviljun, að Italir tala um Nizza og Korsiku í sömu and- ránni. Korsika er fjöllótt og hafnir eru þar góðar. Genúa seldi Frakkl. Korsiku 1768, en 1793 voru Frakkar liraktir það- an.Bretar réðu ríkjum áKorsiku í 2 ár, en 1796 fengu Frakkar hana aftur og varð fylki úr Frakklandi. Ibúatalan er yfir 300.000. Tunis er franskt verndarríki í Norður-Afríku, 48.300 ferhm. enskar. • Ibúatalan er 2.500.000. Frakkar hafa haft yfirráð í Tun- is frá 1881. Þar eru mjög marg- ir ítalir búsettir. Evrópumenn í Tunis munu vera um 200.000. Hafnarborgin Jibouti eða Dji- bouti er mjög mikilvæg, vegna þess hversu höfnin er góð og vegna járnbrautarinnar til Addis Abeba. íbúatala borgar- innar er um 10.000. Stórrád facistanna innlimaði öll liérud Libyu í ítalska konungsríkið meö sérstakri tilskipun. EINKASKEYTI TIL YÍSIS. London í morgun, Stórráð Fasistaflokksins sam- þykti j á fundi sínum í fyrra- kvöld tilskipun um að innlima öll héruð Lybiu í ílalska kon- ungsrílcið. Ennfremur var sam- þykt tilskipun þess efnis, að all- ir Móliammeðstrúarmenn í Libyu, sem verið hafa eða eru í ítalska hernum, fái sérstök ítölsk borgarabréf. United Press. EINKASKEYTI TIL VÍSI#: London í morgun. Frönsku blöðin komu öll út í morgun og í sínu venjulega broti. Það er hvarvetna viðurkent, að allsherjarverk- fallið hafi mistekist. Leon Blum, leiðtogi sósíalista, viðurkennir, að það hafi ekki tekist að koma á allsherjarverk- falli, en hann kveðst efast um, að hægt sé að halda því fram með réttu, að Daladier hafi unnið sigur, því að djúpið milli stjórnarinnar og verkalýðsins hafi breikkað. Aðalritari verk- lýðsfélaganna Jouhaux telur sig, eftir atvikum ánægðan með árangurinn, þegar tekið sé tillit til þess, að stjórnin hótaði starfsmönnum ríkisins stöðusviftingu, ef þeir tæki þátt í verk- fallinu o. s. frv. — Af stjórnarinnar hálfu og stuðningsmanna hennar er því haldið fram, að úrslitin sé hinn mesti ósigur fyrir verklýðssambandið. DALADIER FORSÆTISRÁÐHERRA TALAR í ,ÚTVARP. Daladier flutti útvarpsræðu í fyrrakvöld og sagði m. a. að leið- togar sósíalista og kommúnista hefði sagt, að allsherjarverk- fallsdagurinn mundi verða sögulegur dagur — og það hefði líka farið svo, en það hefði orðið á alt annan hátt en leiðtogar verka- lýðsins hefði ætlað, því að þjóðin hefði ekki sameinast gegn stjórninni, heldur stutt hana, og mikill hluti verkalýðsins hefði snúist á sveif með henni, þrátt fyrir fyrirskipanir forsprakkanna. í fregmmi frá Frakklandi er leidd sérstök athygli að því, að ekkert manntjón varð í verk- fallinu. —- Af 26.000 opinberum slarfsmönnum í París vantaði aðeins 250 — hinir allir komu til vinnu sinnar. Af póst- og simamönnum vantaði 0.75%. Daladier sagði í útvarpsræðu sinni að 30. nóvember yrði alla tíð talinn mikill dagur í sögn Frakldands, því að, þá liefði þjóðin látið í ljós samúð sína með stjóminni og samþykki með hinum fjárhagslegu við- reisnartillöiglum. Eg þarf ekki að taka fram, sagði Daladier, að cftir útvarpsræðu mína á sunnudaginn fékk eg mikinn fjölda skeyta og hréfa, um sam- úð og stuðning og hafa Frakkar nú sem svo oft fyrrum sýnt, að þeir standa sameinaðir, þegar heill ættjarðarinnar er í veði. Hér hefir komið i ljós kraftur heillar, sameinaðrar þjóðar. Frakkland er sterkara í dag en það var í gær. Reynaud fjármálaráðherra flutti ræðu í ameríska félaginu i gærkveldi. Talaði hann á ensku og var ræðu hans útvarp- Mussolini bað Hitler að blffa Schussnigg. EINKASKEYTI til vísis. London í morgun. Fréttaritari United Press í Rómaborg símar þaðan í morg- un, að Mussolini ' hafi fyrir nokkurum vikum snúið sér til Hitlers og mælst til þess, að hann félli frá öllum fyrirætlun- um um málshöfðun eða öðrum ráðstöfunum gagnvart Schus- nigg fyrrverandi kanslara Aust- urríkis, sem hefir raunverulega verið hafður í haldi síðan er Þýskaland innlimaði Austurríki. Hitler brást vel við málaleitan Mussolini og svaraði honum því, að Schussnigg yrði ekkert mein gert, og mundi hann verða lát- inn laus innan skamms tíma, gegn því skilyrði, að hann héldi kyrru fyrir í Auturríki eða Þýskalandi, undir eftirliti þýsku lögreglunnar. United Press. að til Bandaríkjanna. Reynaud sagði, að 30. nóvember hefði verið unninn mikill sigur í Frakklandi — ekki væri þar um að ræða sigur einnar stéttar yfir annari eða eins flokks yfir öðrum, heldur væri hér um þjóðarsigur að ræða. Þjóðin hefði sýnt, að hún væri fús til þess að fórna öllu vegna ætt- jarðarinnar og það mundi gleðja Bandarikjamenn meira en flestar þjóðir aðrar að vita, að slíkur hugur er enn sem fyrrum ríkjandi með frönsku þjóðinni. Ráðherrafundur var haldinn í gær og ákveðið að kalla saman þingið þ. 8. desember. Slys við Lands- bankaviðbygg- inguna. Slys varð í morgun um kl. 71/2 við Landsbankaviðbygging- una, sem verið er að reisa. Sig- urður Björnsson yfirsmiður hrapaði úr tveggja metra hæð niður í kjallara og meiddist. — Slysið vildi til með þeim hætti, að planki hrotnaði, er Sigurður steig á hann af vinnupalli. Lögi-eglan flutti Sigurð á Landspítalann og var hann skoðaður þar og rönlgenmyndir teknar. Hafði hann ekki hlotið nein alvarleg meiðsli, en marist talsveiÓ; á baki, og var hann fluttur heim fyrir hádegi. Barnastúkan Svava, nr. 23, heldur afmælisfagnað á morgun.. Hún var stofnuS 4. des. 1898, af þáverandi Stórgæslumanni Sigurði Júl. Jóhannessym, nú lækni í Ame- ríku, og var hann fyrsti gæslutnað- ur stúkunnar. — Nú væri vel við- eigandi, að þeir vinir stúkunnar, sem ástæður hafa til þess, mintust hennar með því a‘Ö gerast æfifélag- ar hennar (12 kr. æfigjald), svo og mcÖ þvi aÖ sækja skemtun hennar og árna félögtuium heilla. — Há- tíðar-fundur stúkunnar verður sunnud. ix. desember næstk. Gut. Næturlæknir: Axel Blöndal, Mángötu 1, sími 3951. Næturvörður í Reykjavíkur apóteki og Lyf jabúðinni Iðunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.