Vísir - 02.12.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 02.12.1938, Blaðsíða 4
V IS IR Knattspyrnan á Englandi. Á morgun fara fram þessir leikir og er leikið á velli þess fé- fagsíns, sem nefnt. er á undan: lársenal .Aston Villa Blackpool Brentford Berby County Everton Grimsby Buddexsfiéld. Portsmouth Sunderland "W'hampton Birmingham Charlton Leicester City Middlesbro’ Liverpool Chelsea Leeds United Stoke City Manchester U. Bolton Preston X»essir sömu leikir fóru svo i fyrra: Arsenal—Birmingham 0 :0; Blaekpool—Leicester 2:4; Brentford—Middlesbro’ 3:3; Derby C.—Liverpool 4:1; Ever- fton—Chelsea 4:1; Grimsby T. 1 —Leeds U. 1:1; HuddeiV>field —Stoke C. 3:0; Sunderland— [ Bolton W. 3:1; W’hamptonW. | —Preston N. E. 0:0. Ifisi virðist þetta vera nokkuð j létt umferð. Reiknar blaðið með beímasígri í öllum leikjunum, xiema mtUi Blackpool og Lei- cester og Grimsby og Leeds; þar býst hlaðið við jafntefli. Mjög ótrúlegt virðist þó, að ; ekkert félagið sigri að heiman. I Er ekki að vita, nema Manch. . United og Bolton spjari sig og j taki bæði sligin, en það fréttum | við á mánudag. Bœtar- fréiitr I0 0.F. 1= 1201228 V2 = Véðrið í morgun. ‘ 5 Reykjavík 2 st', heitast í gær .3, kaldast í nótt t st. Heitasf á landinu í mor-gUH 4 st:, á Papey, • kaldast o st.,. á Iíorni. — Yfirlit: Alkíjúp, en nærri kyrstæð lægð yf- ;ir hafinu milli ístands og Noregs. -— IJm-fur■; Suðvesturland, Faxa- Hreg norðanátt. Urkomulaust. Skip Eimskipafélagsíns. . fGúIlfoss var á Síglufirði. Goða- foss er á leið til Vestmannaeyj a frá Kaupmannahöfn. Brúarfoss er á leiS til Vestmannæyja frá Leith. Ðettifoss er á leið til Grimsby. Sel- foss er á útleið frá Siglufirði. — Lagarfoss er við Norðurland. Súðin var á Eskifirði í gær á suðurleið. Hjónaband. í gær voru gefin.saman í hjóna- fcand, af síra Árna Sigurðssyni, ungfrú Selma Ásmundsdóttir, Laugaveg 2, og kand. phil. Arnór ’Halldórsson, Grettisgötu 2. Heimili tmgu hjönanna er að Flókagötu 12. Gíslí Magnússon múrari, Brávallagötu 8, á 75 ára afrnæli í clag. Gísli fluttist hingað til bæj- arins 1891 og hefir húið hér síð- anr lengst af í austurbænum. Hann er Eyfirðingur að uppruua (f. að Urðum í Svarfaðardal 2. des. 1863). Gísli er gömlum Reykvíkiugum að góðu kunnur, glaður, reifur og góð- ur f'élagi. Ber hann aldurinn vel og er enn sívinnandi. ern og fjörugur, sem ungur væri. — Vinir þínir og kunningjar senda þér í dag hlýjar árnaðaróskir, Gísli minn! Garnall kunningi. Farþegar með Dettifossi til útlanda í fyrrakvöld: Guðm. Elísson, Ásm. Guðjónsson, Gunnar Ólafsson, ungfrú Anna Claessen, Ingibjörg Magnúsdóttir, Þorv. Skúlason og frú, Valgerður Árna- dóttir, Ragnh. Þóroddsdóttir, Ein- ar Guðmundsson, Guðm. D. Krist- insson. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.13 Islenskukensla. 18.45 Þýskukensla. 19.20 Erindi Fiskifé- lagsins: Saltfiskframleiðslan síð- asta áratuginn, I. (Finnbogi Guð- mundsson útgerðarmaður). 19.50 Fréttir. 20.15 Útvarpssagan. 20.45 Hljómplötur : Létt lög. 21.00 Æsku- lýðsþáttur (Imðvíg Guðmundsson skólastj.). 21.20 Strokkvartett út- varpsins leikur. 21.40 Hljómplötur: Harmóníkulög. (22.00 Fréttaágrip). Góðteniplarastúkan Frón hefir fengið Stjórnarráðsleyfi fyrir happdrætti til ágóða fyrir starfsemi sína. Ágætir munir eru í happdrætti þessu, ennfremur margir peningavinningar, og mið- að við verðmæti vinninganna, eru miðarnir, sem gefnir hafa verið út, tiltölulega fáir. Stúkan Frón hefir undanfarið látið rnikið starf af sér standa til eflingar bindindis í bæn- um, og ber sannarlega að þakka það, en það gera bæjarbúar best með því að taka þeim vel, er bjóða happdrættismiðana. INNBROT 1 H AFN ARFIRÐI. I fyrrinótt var framið inn- brot í Hafnarfirði í verslun Ein- ars Þorgilssonar, verslun Gisla Gunnarssonar og verslunina Málm. Var stolið peningum og reyktobaki, en ekki er vilað enn hve miklu. Mólið er í rannsókn. (FÚ.) Prentmyn dastofan LEIFTUR býr tit /. f/okks prent- myndir fyrir íægsta verd. Hafn. 17. Sími 5379. 47 krðnur kosta ðdýrostu kolin. GEIR44. ZOEGA Símar 1964 og 4017. FÚ. 20. nóv. ! Jarðarför Guðrúnar Valgerðar Guðbrandsdóttur frá Ólafsvík, sem andaðist 9. þ. m. af afleiðingum bílslyss í Reykjavík 5. þ. m., fór fram í |Ólafsvík að viðstöddu fjölmenni , víðsvegar að. Ungmennafélagið j Víkingur fór í skrúðgöngu á undan kistu frá lieimili hinnar látnu að kirkju og þaðan í j kirkjugarð. ITAPAD'flJNDIDJ FUNDIST hefir budda. Vitj- ist á Sölvliólsgötu 12, kjallaran- um. (3 PAKKl með kvensokl^um í tapaðist i gær í miðbænum. — Finnandi vinsamlegast beðinn að gera aðvart í síma 3954. (4 TAPAST hefir sjálfblekung- ur í gullhulstri. Viilsamlegast skilist í Kron, Alþýðuliúsið. (19 SlÆNSlAl VÉLRITUNARKENSLA. Ce- cilie Helgason. Sími 3165. Við- talstími 12—1 og 7—8. (486 FUNDÍæW'rÍLKYNNINCAíl Barnastúkan SVAVA nr. 24. 40 ára afmælisskemtun verður i Templarahúsinu laugard. 3. des. ld. 7 —12 síðd. Húsið opnað kl. 6V2 ■— Aðgöngumiðar á 50 aura fyrir skuldlausá félaga og kr. 1,25 fyrir gesti og félaga annara stúkna, fást hjá gæslu- manni í dag og á laugardag í Templaraliúsinu kl. 10—12 árd. og 2—5 síðd. — Hátíðarfundur verðui’ haldinn sunnud. 11. des. Þá verður tekið á móti heilla- óskum og heimsóknum og eldri og yngri heiðursfélögum stúk- unnar afhent skírteini sin. (23 HCISNÆEÍI HJÓN, með eitt harn, óska eftir stofu eða tveim litlum her- hergjum og eldliúsi 1. janúar. Tilboð, merkt: „Vélstjóri“, sendist Vísi. (1 ■vinnaB DÖMUKÁPUR, draktir og kjólar, einnig allskonar barna- föt, er sniðið og mátað. Sauma- stofan Laugavegi 12 uppi. Inn- gangur frá Bergslaðastræti. — (344 ÁGÆTT herhergi, ódýrt, til leigu strax. Þingholtsstræti 28, ________________(5 VEGNA brottflutnings er snoturt kvistherhergi til ieigu, ÍVi-ii* reglusáma, einhleypa. Sími 4776. (7 2 HERBERGI og eldhús“TÍÍ leigu við miðbæinn strax eða 1. janúar. Tilhoð merkt „70“ send- ist Vísi. (10 HERBERGI óskast nú þegar innan Vitastígs. Tilboð merkt ,,Desember“ sendist afgr. blaðs- ins. (11 UNG barnlaus lijón óska sirax eftir einni stofu og eld- húsi. Fyrirframgreiðsla ef ósk- að er. Tilhoð merkt „Bárnlaus hjón“ sendist Vísi. (16 REYKJAVÍÍvUR elsta kem- iska fatahreinsunar- og við- J gerðarverkstæði, hreytir öllum fötum. Allskonar viðgerðir og pressun. Pressunarvélar eru ekki notaðar. Komið til fag- mannsins Rydelsborg klæð- skera, Laufásveg 25. Sími 3510. STÚLKA óskast stuttán fiiiiSj Sími 1837. (2 VANTAR afgreiðslustúlku í veitingahús. Uppl. í síma 2504 ' (6 SAUMA kven- og barnafatn- að. Hverfisgötu 34, þriðju hæð. (13 DÖMUKJÓLAR, kápur og fleira fæst saumað, sniðið og; mátað á Kárastíg 4. (15 fsidA Abfci ryFipl LdafnadfjcfdJ HAFNFIRÐINGAR. I mat- inn: Nýtt dilkakjöt og nýreykt hangikjöt, bjúgu, grænmeti alls- konar. Stebbabúð, símar 9291, 9219, 9142. (26 Kkaopskapuri HVÍTT bómullargarn, bleikj- að og óhleikjað í stórum og litl- um linotum. — Þorsteinshúð. Hringbraut 61, sími 2803. -— Grundarstíg 12, sími 3247. (24 HORNAFJARÐAR-kartöflur og valdar Gulrófur í heilum pokum og smásölu. Þorsteins- húð, Hringhraut 61, sími 2803. Grundarstíg 12, sími 3247. (25 HVEITI, Alexandra í 10 pd. léreftspokum 2,25, í 50 kg. pok- um 19,50. Swan liveiti í 7 pd. léreftspokum á 1,50. Hveiti 1. fiokks i 50 lcg. pokum 17,50. Þorsteinshúð, Hringbraut 61. Simi 2803. Grundarstíg 12, sími 3247. (23 BORÐ, allar stærðir og gerð- ir fyrirliggjandi í Áfram Lauga- vegi 18 frá 10 kr. til 90 kr. stk. Fást með ágætum greiðsluskil- málum, t. d. 5 kr. afborgun af 15 kr. borðunum, 10 kr. af 25 kr. borðum, 15 kr. af 35 kr. borðunum o. s. frv. Allir ha,g- sýnir menn kaupa húsgögn í Versl Áfram, Laugavegi 18, —- Sími 3919, . (22 ÚTVARPSTÆKÍ t/Tel(efuYdÚ en'1' áem nýtt Jil sölú. Úþþl. i síma 2239 kl. 5 ..9 í kvölci. (10 . .KAUPUM FLÖSKUR, söyii- glös, whiskypela, bóndósir. — Sækjum heim. — Sími 5333. — Flöskuversl. Hafnarstræti 21. (20 KERRUPOKAR margar gerð- ir fyrirliggjandi. Magni h.f., Þingholtsstræti 23. (131 SLIFSI frá 3,75. Svuntuefni frá 5.63. Georgette í upphluts- sett frá 11,25 í settið. Versl. „Dyngja“.______________(582 GEORGETTE slæður, Georg- elle vasaklútar í góðu úrvali. Versl. „Dyngja“. (583 TAFTSILKI einlit, munstrað í samkvæmiskjóla á 6,25 mtr. Versl. „Dyngja“. (584 DÖMUKRAGAR, barnakrag- ar, altaf bætast við nýjar teg- undir. Kjólapífur. — Versl. ,.Dyngja“._____________(585 DÖMUBELTI, ekta skinn og gerfiskinn, margar gerðir, frá 1,50 stk. Versl. „Dyngja“. (586 SAMKVÆMISTÖSKUR, nýj- ar tegundir. Versl. „Dyngja“. —- (587 SILKINÆRFÖT í gjafaköss- um. Silkiholir, Silkibuxur, Silki- undirkjólar, altaf ódýrast í Versl. „Dyngja“. (588 KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. Björn Jóns- son, Vesturgötu 28. Sími 3594. (510 KAUPI gull og silfur th bræðslu; einnig gull og silfur- peninga. Jón Sigmxmdsson, gull- smiður, Laugavegi 8. (491 ISLENSK FRÍMERKI kaupir ávalt liæsta verði Gísli Sigur- björnsson, Austurstræti 12 (áð- ur afgr. Vísis). (1087 BÚTASALA, Taubútasala í nokkra daga. Kápubúðin Lauga- vegi 35. Sigurður Guðmunds- son. (21 „VlOLETTÁ“ ög „EN AÚT EN I BUDAPEST“ á nótum óskast. Uppl. í síma 4034. (12 TIL SÖLU útvarpstæki sem nýtf og Kaktusar í pottum. — Þórsgötu 2. (14 TIL SÖLU 4 lampa Marconi- tæki eftir klukakn 6 i. dag.. — Laugavegi 49 A. (17 BÓNVÉL til sölu á Blóm- vallagötu 48 (Verkamannabú- stöðunum). (18 — Sögur í mýndum fyrir börn.HRÓI HÖTTUR og menn hans. 234. DJARFLEGT STÖKK. — Þið eruð ljótu þorpararnir! Og ekki kunnið þið að berjast. Eg skal kenna ykkur að bera sverð. En borðið, sem Hrói stendur á, er ekki traust. Það veltur. — Gerum nú út af við hann! En Hrói er fimari en þeir gera ráð fyrir og verst þeim liggjandi á hnjánum. — Gætið þess, að hann komist ekki undan. Fljótir! Hann drepur sig vonandi á þessu stökki. 7ESTUIÍTNN 'GÆFUSAMI. -4 1 í Hann leit seni snöggvast enn einu sinni á fé- lagana tvo, sem hann liafði aðstoðað. Þeir leidd- «ist meðfram limagirðingu frá þjóðveginum, og aS því er virtist ræddu þeir eitthvað af mikilli Æilvörugefni og ákafa. XI. kapituli. Martin ók iiin i Norwich, þessa einkennilegu borg, sem honuni fanst þá og síðar einlivern weginn ólik ölluin öðrum borgum — það var éitthvað við hana. sem honum fanst fjarri virki- leíkajivnn, en það var kannske vegna hins furðu- lega æfintýris, sem hann liafði lent í þar. Ilann ók framhjá vagnskrifli gistihússins, sem liann hafði svo óft ekið í milli gistihússins og stöðvar- ínnar. Ekillinn kannaðist - hálfvegis við hann, þrátt fyrir það, að Martin sat nú við stýrið í skrautlegum þíl, og ekillinn gapti og góndi af undrun. En Martin fanst furðulegt til þess að Iiugsa, að hann oftlega hafði setið í horni í gístihúsvagninum með sýnishornakassa sína og koffort uppi á vagnþakinu, — að hann hafði setið mörgum sinnum í þessum vagni, talað um söluhorfur við einhvern keppinaut sinn og þar fram eftir götunum. Hann ók framhjá einni verksmiðjunni, þar sem hann hafði iðulega beð- ið, áliyggjufullur yfir því, hvort honum mundi auðnast að selja þar eitthvað, og hann sá einn sinna gömlu keppinauta á stjákli þar fyrir ut- an. Og er liann leit upp í einn gluggann sá liann forstjóranum bregða fyrir, gildvöxnum, leiðin- legum náunga, sem hann liafði orðið að smjaðra fyrir. Martin hætti við þá ákvörðun að aka lil gisti- hússins, þar sem hann var vanur að gista, því að honum fanst nú ógeðfelt til þess að hugsa, að vera þar innan um sína gömlu kunningja og keppinauta. Ók hann því til liins fornlega, en vel kunna ferðamannagistihúss borgarinnar. Hann kom híl sínum fyrir í bilageymslunni, leigði sér herhergi, og fór svo að ganga um borgina sér til skemtunar — skoða hana frá öðrum sjónarhólum en áður. Hann var ekki lengur ungur sölumaður, sem hafði áhyggjur af því, hvort honum mundi hepnast að koma í kring sölu. Ilann hafði eins og af sjálfu sér komíst í sama skap og ferða- menn þeir, sem áhyggjulaust geta leitað uppi það, sem þeir hafa ánægju af að sjá og kynn- ast. Hann var léttur í spori og aldrei liafði liann gengið um Norwich eins glaður í lund. Hann sá, að borgin hafði mikla fegurð að geyma, sem hann hafði ekki veitt athygli fyrr. Honum fanst sá bragur á öllu, að liann hefði friðandi, róandi áhrif. Hann hafði ekki bundið fastmælum, að liitta nokkurn mann, hann hafði engum skyld- um að gegna. Ekkert sem viðskiftum við kom gat valdið honum áhyggjum, eins og í fyrri ferð- um hans um Norwich. Hann gekk í nánd við dómlcirkjuna, hring- inn í kringum hana, og hann sá, að hann hafði ekki fyrr en nú gert sér fyllilega grein fyrir fegurð hennar — til dæmis turninum, sem hann virti lengi fyrir sér frá stað, sem hann sérstak- lega taldi hann njóta sín vel frá. Og svo gekk hann áfram, eftir steinnibbóttri götu, og fyrr en hann vissi af var liann kom- inn að húsinu einkennilega. Þylcka hurðin, út- skorna, sem hafði vakið svo mjög athygli hans, var lokuð og öll gluggatjöld voru dregin niður. Jafnvel nú, er sól skein liátt á lofti, fanst hon- um eíttlivað furðulegt og dulai-fult við húsið. Hann stóð þarna um stund. Svo liringdi hann dyrabjöllunni. Sennilega var þó einhver hús- gætir þarna. Og meðan hann beið þarna varð honum fyrst Ijóst, að í raun og veru hafði hann farið til Norwich ákveðinna erinda. Eftir nokkura stund voru dyrnar opnaðar og konan, sem kom til dyra var auðsjáanlega hús- gætir eða húsgætis-kona. „Er Ardrington lávarður heima?“ spurði Martin. Konan vartist mjög undrandi. „Lávarðurinn hefir ekki komið hér frá þvi er liann fór af spítalanum. En raunar er hann hér mjög sjaldan.“ „Ilvar get eg hitt hann að máli?“ Konan horfði rannsakandi augum á Martin, eins og hún vildi reyna að gera sér grein fyrir hvernig maður þetta væri, en það var kannske dálítið erfitt, um þessar mundir, að átta sig á Martin. „Lávarðurinn er i Ardrington park,“ sagði hún. „Er það langt héðan?“ spurði Martin. „Um átta mílur. En lávarðurinn tekur ekki á móti neinum í heimsókn. Þér gætuð sparað yð- ur ómakið að fara þangað.“ ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.