Vísir - 03.12.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 03.12.1938, Blaðsíða 2
V I S 1 R VfSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR K/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstrœti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Frelsi? * I forystugrein, sem birtist í 1 Alþýðublaðinu i gær, undir fyrirsögninni „Frelsi þjóðarinn. ar“, er kveðið allfast að orði um það, að raunverulegt frelsi þjóð- arinnar sé fyrst og fremst í því fólgið, að mannréttindi hennar ,.,séu trygð og i heiðri haldin, skoðanafrelsið, ritfrelsið og þá fyrst og fremst lýðræðið og þingræðið“. Blaðið Iætur það nú í veðri vaka, að þessu „frelsi þjóðarinn- ar“, skoðanafrelsinu, hugsana- frelsinu, rilfrelsinu og jafnvel einnig lýðræðinu og þingræð- inu, muni hinsvegar ekki alllitil liætta búin, fyrir þá sök, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi „gengið í opinbert bandalag við flokk kommúnista og stutthann eftir megni i verklýðsfélögun- um.“ En ekki hirðir blaðið um að gera nákvæmagreirifyrirþvi, í hverju skyni liafi verið stofn- að til þessa svo kallaða banda- Jags Sjálfstæðisflokksins og kommúnista, en þó má vel skilja það, að höfuðtilgangur „bandalagsins“ muni, að þvi er blaðið fái best séð, vera sá, að afnema skoðanafrelsið i verk- lýðsfélögunum og að níðast á pólitiskum andstæðingum. Öllu vækilegar verður sann- leikanum ekki snúið við. Sjálf- stæðisflokkurinn hefir krafist þess frá öndverðu, að öllum fé- lagísmönnum í verkalýðsfélög- unum væri trygð full. „mann- réttindi“ innan þeirra, án tillits til stjórnmálaskoðana. Hann krefst þess nú, eins og hann hef- ir ávalt krafist þess, að skoðana- lcúgun þeirri, sem Alþýðuflokk- urinn hefir beitt í verkalýðsfé- lögunum, verði af létt og að „trygt sé og í heiðri lialdið“' fult lýðræði innan verkalýðssamlak- anna. Og þó að kommúnistar hafi nú tekið undir þessa kröfu Sjálfstæðisflokksins og tekið upp baráttu fyrir því, að henni verði fullnægt, þá getur flokk- urinn að sjálfsögðu ekki snúist gegn henni, eða látið hana nið- ur falla fyrir þá sök, jafnvel þó að vafasamt megi þykja, að frelsisást kommúnista sé með öllu fölskvalaus. Það þarf nú að vísu engra vitna við um það, hversu ástatt muni vera um ást Alþýðu- flokksins á frelsinu og lýðræð- inu, hvort heldur er innan verkalýðssamtakanna eða þjóð- félagsins. Innan verkalýðssam- takanna er lýðræði algerlega fyrir borð borið, og á sér þar engrar uppreisnar von, ef sá flokkur má ráða. Og alveg sama máli er að gegna um frelsið og mannréttindin i þjóðfélaginu, þar með talið „skoðanafrelsið, liugsanafrelsið og ritfrelsið“! I annari grein Alþýðublaðsins í gær er sagt frá því, að finski fasistaflokkurinn liafi verið leystur upp og bannaður, „að nokkuru leyti fvrir sömu fram- komu“ og Sjálfstæðisflokknr- irm liafi gerst sekur um, eða fyrir það, að lýsa ástandinu í landinu „svo slæniu og aumu sem möjgulegt væri“. En nú seg- ir Alþýðublaðið, að blöð Sjálf- stæðisflokksins liafi „livað eftir annað gerst sek um það, að lýsa ástandinu í landinu piiklu verra en það er“. Blaðið leggur fulla blessun sína yfir þá ákvörðun finska löggjafarvaldsins, að „banna“ umræddan stjórnmála- flokk J>egar af þeirri ástæðu, að hann hafi lýst ástandinu í land- inu ver en þingmeirihlutinn, sem ábyrgð ber á „ástandinu í landinu“, telur rétt vera eða maklegt! Og það áminnir blöð Sjálfstæðisflokksins um það, að gæta vel „tungu“ sinnar fram- vegis, þegar þau geri „ástandið“ hér að umtalsefni, en að öðrum kosti skilst manni, að Sjálfstæð- isflokkurinn geti átt það á hættu, að verða „bannaður“ af löggjafarvaldinu, sem fyrir sök- um er hafður fyrir það, hverilig komið er. Líklega á blöðum Sjálfsíæð- isflokksins að vera það frjálst, að hugsa sitt um ástandið, svo að „hugsanafrelsi“ þeirra „sé trygt og í lieiðri haldið“! En um skoðanafrelsi þeirra og ritfrelsi á að fara eftir atvikum og geð- þótta þeirra, sem með völdin fara. FnIlfeldisiBS minst i Stokkiiólmi. Stokkhólmi 2. des. FB. Fullveldisafmælis Islands var liátíðlega minst í Stokkliólmi hjá sendiherra íslands og Dan- merkur, Engel, og með minn- ingarsamkomu á Skansen, sem félagið Svíþjóð—ísland og ís- lenska stúdentafélagið í Stokk- hólmi gengust fyrir. Fyrirlestr- ar voru haldnir og skugga- myndir sýndar af kand. S. Þór- arinssyni og Bergström ritstj. íslenskur stúdentakór söng við mikinn fögnuð allra viðstaddra. Undir borðum flutti Wessen prófessor ræðu og var íslenski þjóðsöngurinn leikinn á eftir. H. Wedin skrifstofustjóri flutti ræðu og hylti íslendinga sem eina bræðraþjóðina á Norður- löndum. Áðu r en samkoman var hald- in var aðalfundur félagsins og baðst Wessen prófessor undan endurkosningu og var Tunberg prófessor kosinn í hans stað, en skrifari Sven Jansson lektor, en auk þeirra voru kosnir í stjórn Ahlman prófessor og Wedin skrifstofustjóri, sem áð- ur hafði átt sæti í stjórninni. Wessen prófessor var þakkað mikið og gott starf í þágu fé- lagsins og sænsk-íslenskrar samvinnu af öllum fundar- mönnum. Læknirinn heitir nýútkomin bók eftir Victor Heiser. Bók þessi hefir vakið at- hygli um allan heim. Sjá augl. á öðrum sta'5 í blaðinu í dag. Kvikmyndahúsin. Nýja Bíó sýnir nú óvanalega mynd, sem nefnist „Hefnd bræðr- anna“. Kvikmyndin gerist ví'ða um heim. Aðalhlutverkin eru vel leikin af Richard Green og Lorettu Young. — Gamla Bíó sýnir kvik- myndina „Þrjár kænar stúlkur" (Three Smart Girls) í fyrsta sinni í kvöld. Þetta er amerísk mynd, hressileg og skemtileg. Aðalhlut- verkið leikur fimtán ára gömul stúlka, Deanna Durbin. Hefir hún vakið alheimsathygli fyrir góðan leik, fegurð sína og fagra söng- rödd. Rómaborgarför ChambeFlains veröus? ef til vill frestað. iierra rroKKð i iioorij lessir órásum Itala os lieimtor skýri Thor Jensen 75 ára á Iní, aO sionur Qayda bótar striði. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í morgun. Kröfur ítala á hendur Frökkum hafa skyndilega breytt viðhorfinu í alþjóðamálum. Friðar- horfurnar hafa enn versnað. Og þetta er ann- ar stórviðburðurinn á alþjóðasviðinu, sem er friðar- viðleitni Chamberlains, forsætisráherra Breta, hinn mesti hnekkir. Hinn var, sem kunnugt er, Gyðingaof- sóknirnar, sem svo að segja á svipstundu vöktu andúð gegn Þýskalandi um allan heim. Nú er jafnvel talið svo horfa, að Chamberlain fresti för sinni til Ítalíu, en þangað ætlaði hann í janúar til þess að ræða við Mússó- líni, um friðarmálin, á þeim grundvelli, sem Iagður var í Miinchen, og voru ítalir ákaflega glaðir yfir því, að Chamberlain ákvað að koma, en það var Mússólíni sjálfur, sem vék að því við Chamberlain, er þeir voru í Miinchen, að hyggilegt væri að þeir ræddist við frekara Það hafa sem kunnugt er, í seinni tíð hlaupið margar snurð- ur á þráðinn milli Frakka og ítala. Einkanlega frá því er Frakk- ar tóku þá afstöðu til Abessiníumálanna, sem kunnugt er, og komust ekki á sættir út af þeim málum, fyrr en nú fyrir skemstu, er Frakkar séndu sendiherra á ný til Rómaborgar og viðurkendu yfirráð ítala í Abessiníu. En í ýmsu hafa þess sést merki að ítalir líta á Frakka sem Þránd í Götu fyrir sér og þær skoðanir hafa komið fram, að Mússólíni hafi lagt svo mikla stund á að afla sér vinfengis Breta til þess að hæna þá frá Frökkum. Bresk-frönsk samvinna er þó talin standa á jafn- traustum gruhdvelli og áður. Kröfur þær, sem ítalir nú raun- verulega gera á hendur Frökkum þegar eftir að Frakkar hafa sent sendiherra til Rómaborgar, og viðurkent ítölsk yfirráð, í Abessiníu, hefir vakið hina mestu furðu. Og einkanlega hefir slegið óhug á breska stjórnmálamenn við þessar fregnir. Thor Jensen er sjötíu og fimm ára í datg, og þótt þess sé getið hér í blaðinu, verður hans aldrei minst að verðleikum fyr en atvinnusaga Islands er skráð og þær stórfeldu breytingar og byltingar raktar, sem orðið hafa í íslensku atvinnulífi síðustu 50 árin. Thor Jensen er brautryðjand- inn á sviði athafnalífsins, — listamaður, sem mótað hefir landið, bæði á liinu ytra borði með stórfeldri ræktun þess, en hefir einnig með forystu sinni í útvegsmálum lagt drjúgan skerf til sjálfstæðis vors og þjóð- menningar. Yerk lians eru heil- steypt og virðuleg eins og mað. urinn sjálfur og vitna best um skapgerð bans og stórhug. Hins er rétt að minnast, að á bak við hin miklu og sjáanlegu afrek þessa merkismanns liggur hið ósýnilega starf lians, og það skyldi enginn ætla, að líf hans hafi verið baráttulaust og braut lians eingöngu rósum stráð. Hitt er sannara, að í lifi lians hafa skifst á skin og skuggar, en Thor Jensen hefir verið hamingjunnar barn að þvi leyti, að honum liefir tekist að vinna !mg á þeim erfiðleikum, sem að garði bafa borið. Með þraut- seigri barát'tu, fyrirliygg'ju og stórliug liefir liann orðið eigin gæfu smiður og getur horft yf- ir farinn veg og glaðst í endur- minningunni, vitandi það, að kröftum sínum liefir hann var- ið fyrst og fremst i þágu þeirrar þjóðar, sem hann liefir búið hjá í 60 ár og tekið hreinu ástfóstri við, þannig að enginn mun sannari Islendingur i þess orðs bestu merkingu, en einmitt liann, enda ber hann á sér ýms. auðkenni liinna fornuhöfðingja, sem mest hafa verið virtir með íslendingum. Thor Jensen hefir gegnt fjölda trúnaðarstörfum fyrir land og þjóð, ogekki síst er mest reyndi á, er heimsófriðurinn geisaði, en síðustu árin hefir hann dregið sig algerlega í hlé og helgað sig öðrum hugðarefn- um sinum og hinum stórfeldu framfaramálum landbúnaðar- ins. I dag munu allir íslendingar minnast Thor Jensens með þakklæti og virðingu og óska honum alls góðs um ókomin ár.. Prjónlessýningin verð- ur opnuð á þriðjudag. Breskir stjórnmálamenn líta nú, að því er United Press hefir fregnað frá áreiðanlegum heimildum, hinum alvarlegustu augum á árásir ítalskra blaða á Frakkland. Líta hinir bresku blaðamenn svo á, að ef ítölsku blöðin haldi uppteknum hætti, geti árásirnar orðið þess valdandi, að Chamberlain fresti hinni fyrirhuguðu för sinni til Rómaborgar til þess að ræða friðarmálin við Mússólíni. Og stjórnmálamenn telja, að erjur milli ítala og Frakka myndu verða hinn mesti hnekkir fyrir Chamberlain í til- raunum hans til þess að tryggja friðinn í álfunni. Að því er United Press hefir einnig fregnað hefir breska stjórnin í hyggju að fyrirskipa Perth lávarði, sendiherra sínum í Rómaborg, að gefa ítölsku stjórninni í skyn, að það væri æskilegt, að ítalska stjórnin og ítölsk blöð töluðu í vinsamlegri anda um Frakkland. Frakknesku blöðin, hvaða flokki sem þau tilheyra, komm- únistablöð jafnt og hægriflokkablöð styðja mótmæli þau, sem Bonnet fól Poncet, hinum nýja sendiherra Frakka í Rómaborg, að bera fram við Ciano greifa, utanríkismálaráðherra Ítalíu, út af blaðaárásunum í garð Frakka. Poncet krafðist þess, að ítalska stjórnin léti þegar í stað í té skýringu á kröfum Ítalíu á hendur Frökkum viðvíkjandi Kor- síku, Nizza og Tunis. Ennfremur krafðist Poncet þess, að skýr- ing væri gefin á því, að blaðamaður, sem talinn væri mæla fyrir munn stjórnarinnar hefði hótað Frakklandi styrjöld. En blaða- maður þessi, signor Gayda, sagði í blaði sínu, Giornale d’Italia, í gær að öll þjóðin stæði hátíðlega sameinuð með stjórninni um þessar kröfur og væri reiðubúin að fara í stríð gegn Frökkum, ef til slíks kæmi. Þá er mikið um það rætt hversu langt Þjóðverjar muni fara í því, að styðja kröfur ítala á hendur Frökkum. Það hefir flogið fyrir að franska stjórnin muni nota tækifærið, þegar von Ribb- entrop kemur til Parísar á þriðjudaginn — en þá stendur til, að hann og Bonnet undirskrifi þýsk-frönsku friðaryfirlýsing- una — og biðji hann um skýringu á afstöðu þýsku sitjórnarinn- ar til þessara mála, — fari fram á að fá vitneskju um hversu langt Þjóðverjar sé reiðubúnir að ganga kröfum ítala til stuðn- ings. Þannig búast Frakkar við að geta, er Ribbentrop kemur, komist að raun um hversu einlægir Þjóðverjar sé í vinmælgi sinni við Frakka. Ýms hinna frönsku blaða búast við því, að ítalska stjórnin muni formlega bera fram kröfur á hendur Frakklandi bráð- lega, svo sem um sjálfstjórn til handa Itölum í Tunis, endur- skoðun landamæra Tunis og Libyu o. fl. United Press. Undirbúningi Prjónlessýningarinnar í Markaðsskálanum er nú svo vel á veg komin, að hún mun verða opnuð á þriðjudag næstkomandi, kl. 3. Til sýningarinnar er stofnað fyrir forgöngu frú Önnu Ásmundsdóttur og frú Laufeyjar Vilhjálmsdóttur. Tíðindamaður Vísis hefir í dag bitt frú Önnu Ásmundsdótt- ir að máli og spurt hana um undirtektir landslcvenna. — Undirtektir liafa verið á- gætar og mikill ábugi hjá öll- um þeim konum, sem við liöf- um talað við. Gerum við okk- ur vonir um, að á sýningunni verði margt, sem fólk liafi gagn og ánægju af að sjá. Vitanlega er hér um byrjun að ræða, en við vonum að með þessari sýn- ingu sé lagður grundvöllur að því, að hægt verði að fram- kvæma þá hugmynd okkar, að efna til prjónlessýningar á hverju ári. M. a. verður sýnis- hornasafn það,sem frú Halldóra Bjarnadóttir á, á sýningunni, en hún sýndi það víða i Vestur- lieimi og á Englandi og vakti liina mestu aðdáun. Ennfremur safn, sem Samband norðlenskra kvenna liefir safnað í mörg ár. 1 þessum söfnnm er allskonar tóskaparvinna og margt fagurt og sérkennilegt. Þá verða sýnis. liorn af norsku og færeysku prjónlesi, og ýms áliöld, sem notuð eru við tóskaparvinnu, s. s. spunavcl, kembivél o. m. fl. Til nýlundu má telja, að á sýn- ingunni verður rokkur, sem gengur fyrir rafmagni o. fl. Einar Kristjánsson auglýs- ingastjóri liefir tekið að sér að annast fyrirkomulag í sýning- arskálunum. Það er merkur viðburður, að sýning þessi er haldin. Hér ev mikið verkefni fyrir hendi og nauðsynlegt að auka tóskapar- vinnuna í landinu, taka hið besta til fyrirmyndar, og vinna að því, að hún geti fullnægt inn- lendri éftirspurn, sem hefir auk- ist gífurlega með sívaxandi iðk. un vetraríþrótta. Vér íslendingar þurfum að nota íslenska ull meira en vér gerum til jafnaðar, því að hún er án efa hlýjasta og besta efnið, sem þjóðin getur fengið. Mand drottnirg verönr grafín I Otlo 8. dei Oslo í dag. Á ríkisráðsfundi hefir verið ákveðið, að útför Maud drotn- igar fari fram fimludaginn 8. desember næstkomaudi. Opin- ber minningarguðsþjónusta fer fram i Vár Frelsers Kirke kl. 1. Jarðsetningin fer fram í við- ur víst hinna nánustu í liallar- kirkjunni í Akcrshus og hefir vcrið ákveðið að fullnustu, að það verði varanlegur greftrun- arstaður, en upphaflega höfðu ýrnsir verið því fylgjandj, að líkið væri jarðsett í Þránd- heimsdómkirkju, en konungur óskaði þess persónulega, að lík- ið væri grafið í Oslo, en lýsti þó yfir, að ef það væri vilji þjóð- arinnar, að líkið væri grafið í Þrándheimskirkju, mundi liann ekki hafa á móti því. Hertoginn af Gloucester kem- ur fram fyrir hönd Georgs Bretakonungs við jarðarförina. NRP—FB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.