Vísir - 05.12.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 05.12.1938, Blaðsíða 4
VlSIR 4 Mánudaginn 5. desember 1938. Hití og þetta, Walter Richards lieitir ensk- n r glæpamaður, sem hóf glæpa- feril sinn 12 ára að aldri, en er nú 34 ára, en í 20 ár hefir hann setið í fangelsi, dæmdur fyrir allskonar glæpi. Fyrir nokkuru snéri liann til hetri vegar og Iiélt þá fyrirlestra í útvarp, þar sem liann skýrði fyrir mönnum hvernig^þeir ættu að verjast inn- hrotsþjófum og koma í veg fyr- ir innbrot, og lagði áherslu á að „glæpir borguðu sig ekki“. Ný- lega var hann dæmdur 1 sex ára fangelsi fyrir rán og grip- deildir. ★ í Leicester liafa nýlega verið lekin fingraför af öll'um lög- regluþjónum í borginni, sam- kvæmt hoði lögreglus tj órans, og gaf hann þá skýringu, að þetta væri gert til þess að komast hjá því, að ruglað væri saman fingraförum glæpamaimanna og lögregluþjónanna, sem hand- fjötluðu hluti á þeim stað, sem glæpur liefði verið drýgður. Lögregluþjónarnir telja, að þetta sé tilefnislaus fásinna með Útvarpstæki með rafhlöðum óskast til leigu í nokkra mánuði. Tilboð legg- ist á afgr. Yísis, merkl: „Radio“ fyrir þriðjudagskvöld. HERRA SLAUFUR, BINDI og TREFLAR í úrvali. Sími 2285. Grettisgötu 57. Njálsgötu 106. — Njálsgötu 14. því að þeir hafi sérstaklega lært að forðast að meðhöndla hluti, sem að einhverju leyti kunna að standa í sambandi við glæpi, og ]iað hafi aldrei komið fyrir að fingraför þeirra hafi fundist á slíkum munum. Borgararnir séu ekki skyldir lil að láta taka fingramót sín, nema því aðeins að þeir séu grunaðir um glæp og séu því lögregluþjónarnir settir ])arna skör lægra en aðrir borgarar. ★ Danielle Darrieux, franska kvikmyndadísin, var ráðin til Ilollywood á árinu 1937, en nú hefir hún snúið baki við Amer- íku. Segir liún að forráðamenn kvikmyndafélags þess, sem liún réðist til, hafi viljað umlurna andliti hennar, líkama og sál, en liún hafi staðið gegn því, og þeir hafi gefist upp eftir sex mánuði og sagt að hún væri of tilfundin. Útvarpid vikuna 21.—26. nóv. Efni útvarpsins þessa viku má teljast hafa verið í góðu meðallagi. Fátt af því hefir ver- ið tilþrifamikið, en ekkert til- takanlega lélegt. Að vísu liefði sumt úr þætti Gööa Kartöílnrnar frá Hornafipöi eru komnar. Ný bék: Bjfirn flDgmaðnr ep komin í bókavepslanip. Skðgarmenn KF.UM Ny orðabók Ensk-íslenskt opðasafn eftir BOGA ÓLAFSSON og ÁRNA GUÐNASON. Verð kr. 6.50. Bókarerslan Sigfúsar Ejmanússoiar. Jóns Eyþórssonar, „um daginn og veginn“, að ýmsra dómi mátt missa sig. Menn eru „að velta því fyrir sér“, hvaða erindi þessi gamli maður að norðan liafi eiginlega átt að hljóðnemanum. Var það kvæðasnild hans eða álit hans um bókmentir, sem Jóni þótti svo mikið til koma, að það ætti erindi lil hlustenda? Þá er það einnig nokkurt vafa- mál, hvort bréf sr. Sigurðar Gislasonar um líkbrennslu hafi verið rétlilega valið sýnishorn til að kvnna skoðanir ])eirra, sem eru líkbrennslu mótfallnir. Menn ræða yfirleitt líkbrennslu- málið af stillingu hér á landi, og er það gotl. En er nokkur bættari með því að farið sé að sýna á því máli skoplega hlið, eins og Jón Eyþ. óneitanlega gerði með þvi að lesa upp bréf sr. Sigurðar? Þrjú fróðleg Islandssöguer- indi hafa verið flutt í vikunni. Ber fyrst að geta erindis Dr. Björns K. Þórólfssonar um upp- haf einokunarverslunar á Is- landi og Málmeyjarkaupmenn. Var þar vel farið með efni og vandvirknislega. Sagði doktor- inn frá konungsbréfi, sem fund- ist hefir nýlega í safni i Málm- ey, er sýnir að einokunarversl- un Dana hér, er í raun réttri sett á stofn 1. júní 1601, en ekki 1602 eins og talið liefir verið. Einnig leiddi liann rök að þvi, að Málmeyjarkaupmenn liafi verið „leppar“ Hansakaup- manna, meðan þeir versluðu hér. Rödd doktorsins er djúpur bassi, sem fer vel í útvarpi. Þá flutti Sveinbj. Sigurjóns- son mag. annað erindi sitt um þjóðdansa og vikivaka. Var það skipulega samið og skörulega flutt. Erindaflokkur Svein- bjarnar á auðsjáanlega að baki sér langar rannsóknir og mikla vinnu. Loks er svo að geta er- indis Oscars Clausen: Hallæri og gjafakorn“. Það er orðið talsvert verk, sem liggur eflir Oscar Clausen um sögu Snæ- fellsness og verslunarsögu, og hafði þetta erindi mikinn fróð- leik að flvtja. En nieðferð hans á íslensku máli, var á nokkrum stöðum ábótavant, t. d. skakkar heygingarendingar og valasamt orðalag. Ætti Clausen ekki að láta slíka smáóvandvirkni skemma gé)ð erindi, sem liann flytur. Ef lil vill mætti finna að þeirri niðurröðun dagskrár, að hafa tvö Islandssöguerindi á sömu kvöldvöku, ekki síst þar sem erindi var flutt kvöldið áð- ur um sömu fræðigrein. Það er gott að útvarpið leggi rækt við sögu landsins, en slíkum erind- um verður að dreifa innan um annað efni, ef vel á að fara. Urn önnur erindi þessa viku er gott eill að segja. Erindi frú Aðalbjargar Sigurðardóttur um verklegt nám ungra stúlkna liafði merkilegar tillögur að geyma. Heilbrigðisþáttur próf. Guðm. Thoroddsen um fætur og lieilsu- vernd þeirra var léttur og alþýð- legur og því líklegur til að ná til almennings. Og þá var einnig öllum vorkunnarlaust að fylgj- ast með Gunnlaugi J. Fossberg á kvnnisför hans gegnum véla- rúmið. Það erindi var þægilega flutt og vel sett fram. Loks koin svo gamanleikurinn „Apa- kötturinn" á laugard., gamall og broslegur kunningi, sem tók sig vel út undir stjórn Gunnþór- unnar. Kvöld Rauða Kross íslands var einnig ánægjulegt. Fór vel á þvi, að svo ágætt félag fengi að vekja atliygli á starfsemi sinni í útvarpinu. Erindi lækn- anna voru hin eftirtektarverð- ustu, einkum niunu hinar víð- læku og stórhuga tillögur Sig- urðar Sigurðssonar berkayfir- læknis um lieilsuverndarmálin hafa gefið mörgum þarft um-. hugsunarefni. Það kvöld var einnig tvísöng- ur þeirra Ólafs Beinteinssonar og Sveinbjarnar Þorsteinssonar með gítar-undirleik. Útvarpið ætti að lofa hlustendum að heyra oftar til þeirra. Létt og alkunn lög sungin af viðfeldn- um röddum eiga altaf vinsækl- um að fagna hjá allri alþýðu. Eggert Claessen áæstaréttarmálaflutningsmaður Skrifstofa: Oddfellowhúsinu. Vonarstræti 10, austurdyr. Sími: 1171. Viðtalsími: 10—12 árd. Gnfrófur fidjrar f beilum pokum vmi* Laugavegi 1. Crtbú. Fjölnisvegi 2. Prentmyn dastofan LEIFTUR býr til 1. f/okks prent- myndir fyrir iægsta i erð. Hafn. 17. Sími 5379. ifl krdnur kosta údyrnstu kolin. Símar 1964 og 4017. líiöíiíiöacsíiöísíiöísíiíiössíiíisíííiíiöí — Sjáðu, maðurinn dettur af hest- inum. Við verðum víst að veita honum hjálp, hann er í öngviti. — Hann er allmikið særður. — sjáffu, hann hefir hringinn. — heyri hófadyn, hvar eigum viÖ Og — Við verðum að bjarga honum, Eg af því að hann hefir hringinn. — Komdu hingað með hnsknippin, fljótur ... — Hæ, þorparar! Hafið þið sé mann þeysa fram hjá rétt áðan? — Nei, hér hefir enginn farið fram hjá. 5ESTURINN GÆFUSAMI. <43 leggjandi áhrif á sinn innri mann. Hans fyrra líf var einskis virði í augum hans — gömlu vin- ír hans og kunningjar eins og þokukendar minningar fólks, sem hann hafði kynst i fyrri tilveru. XII. kapituli. Dainn eftir ók Martin i hægðum sínum út úr borginni, uns hann kom að liliði nokkuru á girðingu svo ramlegri, að líkust var kastalavíg- girðingu fornri. Martin horfði í kringum sig undrandi. Milu vegar eða lengur liafði hann ek- ið meðfram háum vegg og fyrir handan hann hafði hann ekki eygt neitt, nema liá tré, en efst á veggjunum voru gaddar miklir. Nú liafði veg- iirinn skyndilega sveigst að hliðinu rnikla og fanst Martin eitthvað skuggalegt og dularfult við alt. Hér virtist sannarlega enginn velkom- inn. Illiðið var ramlega læst og öll gluggastjöld voru dregin fyrir í húsi dyravarðarins. Alt í einu kom Martin auga á verkamann, sem var að vinna á grasflöt utan girðingar- innar. „Er þetta ldiðið, sem mað,ur fer í gegnum lil Ardrington Park?“ spurði hann manninn. Maðurinn leit upp. „Svo trúi eg“, svaraði liann, „cn eg hýst eklci við að yður verði hleypt inn.“ „Hvers vegna ekki?“ „Lávarðurinn er kenjóttur — hann Iiefir gef- ið fyrirskipanir um að hleypa engum inn.“ Maðurinn liafði ekki fleiri orð um og fór aftur að starfa. Martin blés í liorn sitt, uns maður nokkur í fornlegum þjóns-einkennisbúningi kom út úr húsinu. Hann var nöldurslegur á svip og var auðséð, að honum mislíkaði, að verða fyrir ó- þarfa ónæði. „Ilvað er yður á höndum?“ spurði hann. „Eg ætla til liússins,“ sagði Martin. „Ardring- ton lávarður mun vera heima?“ „Lávarðurinn er heima, en hann tekur ekki á móti gestum,“ svaraði maðurinn. Martin varð hverft við. Það var meira en vanaleg ógestrisni, sem hér hlaut að vera á hak við. „Ællið þér að lelja mér trú um, að eg geli ekki ekið upp að húsinu til þess að reka erindi mitt?“ „Þér farið ekki gegnum þella hlið, lierra, undir neinum kringumstæðum“, sagði maður- inn. „Ef þér eigið erindi að reka við lávarðinn, er best fyrir yður að skrifa.“ Martin lmgsaði málið stundarkorn. En í þess- um svifum var blásið í bifreiðarhorn innan girð- ingarinnar — af nokkurri óþolinmæði. Maður- inn brá við og opnaði hliðið, til þess að bifreið- in kæmist út, en liliðið lokaðist jafnharðan á eftir henni. Martin veitli engu efirtekt fyrir innan hliðið — því að liann sá ekkert nema stúlkuna, sem sat við stýrið. Hann varð alt í einu undarlega skapi farinn, þannig, að hann gat enga grein gert sér fyrir lilfinningum sin- um. Þannig liafði honum aldrei liðið áður. Ilann var æstur, glaður, ákafur, ótlasleginn —- alt í senn. Og mærin, bláeyg, fögur, með dálítið hæðnislegl bros á vörum, horfði á hann. Hann hafði all af munað hana, brosandi þannig. Bif- reiðin nam staðar við hliðina á bifreiðinni hans. „Komið þér sælir, herra Barnes“, sagði lafði Blanche kurteislega. „Kornið þér sælar, lafði Blanchc“, svaraði hann. Ilún horfði á liann alhugunaraugum um stund og af nokkurri undrun. Ef til vill sá liún, að hann var einkennilega skapi farinn þessa stund, án þess þó að gera sér Ijóst, hver ástæðan var. Hún talaði með nokkurum semingi — og það var sem hún væri að gefa lionum tíma til þess að jafna sig. „Mig furðai’ á að rekast á yður hér,“ sagði hún, „uppi í sveit, — við hið forboðna lilið. Eg hélt, að þér væruð að lireiðra um yður í Lond- on — koma yður fyrir sem þægilegast. En með- al annara orða, þér eigið þó vænti eg ekki er- indi að reka við frænda minn? Það liafa lilaup- ið í liann kenjar rétt einu sinni — og það bitnar á okkur öllum. Allir gestir eru skotnir — eða relcnir á dyr, er ekki svo, Reynolds?“ Dyravörðurinn tók í hattbarðið. „Eg mundi ekki taka svo djúpt í árinni“, svaraði hann, „en enginn aðkomandi hefir farið gegnum hliðið frá því er lávarðurinn gaf fyrir- skipanir sínar.“ „Eg verð að játa lireinskilnislega, að mér lék liugur á að segja nokkur orð við Ardringlon lávarð. En eg hafði enga hugmynd um, hvcr: u erfitt er að ná tali af honum. Það er víst 1 st að eg skrifi honum.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.