Vísir - 08.12.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 08.12.1938, Blaðsíða 3
VIS ÍR Svend Aggerholm leikhússtjóri skýrir frá dvöl sinni á íslandi í dönskum blöðum Eins og öllum er í fersku minni kom Svend Aggerholm leik- hússtjóri hingað síðastliðið haust og‘ dvaldist hér fimm vikur og Ias upp úr „Adam Homo“ eftir Paludan Muller. Við heim- komuna til Kaupmannahafnar áttu blaðamenn viðtal við Svend Aggerholm og ber hann oss hið besta söguna. Birtist hér eitt viðtalið nokkuð stytt í lauslegri þýðingu og geta menn af þvi glögglega séð, að herra Aggerholm ber hinn hlýjasta hug til íslands eftir sín skömmu kynni af landi og þjóð, og væri vel, ef ísland eignaðist sem flesta slíka vini erlendis. Svend Aggerholm leikliús- stjóri er kominn heim eftir fimm vikna dvöl á íslandi — og vér spyrjum hann tíðinda frn hinni köldu ey norður í höfum. — Eg hafði ekki af neinuin kulda að segja, segir Svend Aggerhohn með mótmæla- hreim í röddinni. Það var sól- skin norður á íslandi og veður- far var líkt og í október hér. Eg fór til íslands að tilhlutun utan- ríkismálaráðuneytisins, sem ræður yfir árlegri fjárveitingu til slikrar heimsóknar, og eru ýmist sendir listamenn eða vís- indamenn, og mér var það á- nægjuefni að verða fyrir valinu í þetta skifti. Eg var gestur í sendiherrabústaðnum allan tímann og mér leið alveg fyrir- taksvel. Reykjavík er fyrst og fremst horg lieimilislífsins. Menn leggja þar mikla rækt við heimilislífið og félags- og sam- kvæmislífið er liið ánægjuleg- asta. Skemtanalíf á horð við það, sem erlendis tíðkast, er ekki um að ræða í Reykjavík. Þar eru tvö kvikmyndaleikhús, en vínveitingar fara í rauninni að eins fram í veitingasölum Hótel Borg. Að eins þar geta menn til dæmis fengið danskt öl. Á öðrum stöðum verða Inenn að drekkft sódavatn eða íslenskt öl. Þá vil eg nefna leikhúsið, sem hefir enn ekki flutt í fram- tíðarhúsakynni sín, því að ekki hefir verið gengið frá iiúsinu að innan og það og allur útbúnaður kemur til með að kosta mikið fé. Það er þess vegna leikið í leigðum sal og alt fer fram und- ir óvenjulegum kringumstæð- um. Blaðamaðurinn spyr hvort ekki sé fastir leikarar starfandi í Reykjavik og svarar Svend Aggerhohn því svo: — Jú, en leikararnir eru sjálf- boðaliðar. Það eru menn, sem vinna sín daglegu störf í bönk- um og í skrifstofum og koma saman til æfinga á kvöldin en vitanlega alt af sama fólkið, svo að liér er ekki um félag viðvan- inga að ræða, heldur æfða leikara, sem farast leik- störfin prýðilega úr hendi. Hér er það ástin til listarinnar, sem er driffjöðrin, því að launin eru, að eg hygg, smá. Eg sá leikinn enska skopleikinn „For the Love of Mike“ í Reykjavík, og tókst leikurunum vel, þótt það sé engan veginn auðunnið lilutverk að flytja sérkennilegt SVEND AGGERHOLM. enskt leikrit frá London til Reykjavíkur. Vitanlega er leik- ið á íslensku. Eg hafði hoðist til ef liægt væri að koma þvi við, að annast leikstjórn á einu leik- riti, meðan eg væri í Reykjavík, og leika með, og hafði eg rætt um þetta við R. E. Kvaran, for- mann Leikfélagsins og for- stöðumann Ferðaskrifstofunn- ar, er hann var í Kaupmanna- höfn, en svo fór það þvi miður svo, að ekki gat orðið af þvi, þar sem hr. Kvaran dvaldist lengur en hann liafði búist við i mikilvægum erindum í London, varðandi þátttöku Islands í sýn- ingunni í New York. Meðan eg dvaldist i Reykjavik las eg at- hyglisvert leikrit eftir föður Kvarans, leikritið „Hallsteinn og Dóra“, þrangið sérkennilegu íslensku andrúmslofti og liygg eg, að það mundi vekja mikla athygli liér ef jafn mikilliæfur listamaður og Reumert tæki að sér aðalhlutverkið. Svend Aggerliolm getur þess því næst, að þær systurnar Anna og Emilía Borg liafi leik- ið i þessu leikriti hér, og minn- ist virðulega leikstarfsemi móð- ur þeirra, frú Stefaníu heitinnar Guðmundsdótlur. Svend Aggerholm segir að lokum: — Heimili Reykvíkinga eru fögur — með nútíma sniði en aðlaðandi. Þar eru fögur nnál- verk á veggjum og góðar bækur í liillunum — þar er sá menn- ingarbragur, að manni hlýtur að líða vel. Mér er það mikið fagn- aðarefni, að hafa fengið tæki- færi til persónulegra kynna við íslendinga. Kýlapest í sauflfe komin opp i Reyfejadai op er té þegar farið að hrynja niður. Karakúlhrútur talinn hafa bopid sj úkdóminn, Vísir hafði af því fréttir í gær að tlþþ væri komin mögnuð f járpest í Reykjadal í Þingeyjarsýslu. Er það kýlasótt, sem sæk- ir á fé, aðallega í hálsi og á höfði, og mun fé þegar hafa drepist á nokkurum bæjum þar í dalnum úr pest þessari. Heimildarmaður blaðsins skýrði svo frá, að bændur þar nyrðra álitu að sýkin hefði borist í héraðið með karakúlhrút, sem þangað var keyptur, enda mætti rekja sýkina bæ frá bæ, þar sem hrúturinn hefði verið. Er mikill uggur í bændumvegna fjárpestar þessarar, sem þegar hefir náð mikilli útbreiðslu. Sídasti póstup fyrir jól. í gær fóru þrjú skip til hafna úti á landi og éiru það síðustu póstferðir fyrir jól. Þessi skip voru Brúarfoss, Goðafoss og Súðin. Mun mörgum þykja það bagalegt og eldd að ástæðu- lausu, þar sem enn eru 16 dagar til jóla. Tafði það einnig fyrir afgreiðslu póstsins í gær, að póstmenn þurftu að afgreiða samtímis þrjár sendingar út um land, enda seinkaði skipunum. Vísir átti tal við búnaðarmála- stjóra, Steingrím Steinþórsson, í morgun og hað liann um nán- ari upplýsingar viðvíkjandi fjárpest þessari og skýrði hann svo frá, að Búnaðarfélaginu hefði nýlega horisl bréf frá Helga Sigtryggssyni, bónda að Hallbjarnarstöðum i Reykjadal. í bréfi sínu segir liann að i fé sinu hafi borið á illkynjaðri veiki, sem aðallega kemur fram í kýlum og ígerðum í hálsi, sem hafast illa við, og telur Helgi sig þegar hafa mist nokkrar ær úr pest þessari. Frekari kvartanir S vegna pestar þessarar liafa ekki , borist Búnaðarfélaginu. ! Halldóri Pálssyni, ráðunaut i félagsins i búfjármálum og bú- [ fjársjúkdómum, hefir verið fal- ið að rannsaka veiki þessa nán- ar og mun hann mjög bráðlega hefjast lianda um rannsóknir á pestinni, en liann er sem stend- ur i ferðalagi fyrir austan fjall, en kemur úr því næstu daga. Búnaðarmálastjóri gat ekki gefið frekari upplýsingar um málið á þessu stigi. Sé það rétt, sem talið er nyrðra, að veiki þessi hafi bor- ist með karakúlhrútnum, virð- ist ólánið ekld ætla að ríða við einteyming fyrir íslenska bænd- ur, og verður enn ekki séð, hverjar afleiðingarnar verða. Þegar þess er minnst, að fyrir allmörgum árum stóðu liarðar deilur um innflutning erlends sauðfjár, og Magnús heitinn dýralæknir varaði þrávegis við þeirri hætlu, sem af honum gæti stafað, og gætnum mönn- um mátti vera ljós, verður að teljast, að mjög liafi verið ras- að fyrir ráð fram um innflutn- ing og einangrun á hinu erlenda íe að þessu sinni, þótt allir voni, að betur rætist úr en á horfist. Þáttur karakúlhrútanna er þó þegar orðinn það umfangsmik- ill i íslensku atvinnulif’, að vel væri liann þess verður, að hon- um væri gaumur gefinn, og inn- flutningur þeirra og ferill um Iandið rakinn i heild. Slysavarnafélagið. Kvikmyndasýning félagsins hefst í kvöld kl. 9 í VarSarhúsinu. Verö- ur fyrst sýnd eldsvarnarmynd og síðan mynd, er fjallar um lifgun úr dauðadái. Aðgangur kostar 50 aura, og eru miSar seldir vi<5 inn- ganginn. Missir ökti' ieyfi æfilacgt. í gær kvað Hæstiréttur upp dóm yfir hílstjóra að nafni Jón Júlíus Jónsson, er kærður var fyrir brot á áfengislögunum og bif r eiðalöglunum. Málavextir voru þeir, að 8. júli i sumar fór J. J. J. að skemta sér með tveim öðrum mönnum, en fékk þann þriðja til þess að aka bíl sinum, R. 904. Var farið t,il Baldtirshaga og setið þar um stund, en síðan far- ið út i bilinn aftur. Þar varð Jón Júlíus saupsátt- ur við drykkjubræður sína og lauk deilunni þannig, að þeir fóru úr bílnum og braut þá ann- ar afturrúðu hans í bræði sinni. Við þetta skarst sá á liendi og fór félagi lians og sá, er J. J. J. hafði fengið til að aka fyrir sig, afsíðis til að binda um sárið. En er þeir komu aftur var billinn allur á brott. IJringdu þeir á bil til Reykja- vikur, en á leiðinni uppeftir varð hann ekki var við R. 904. Á leið niður eftir komu þeir svo að lionum út af veginum við Árbæ. Kvaðst J. J. J. ekkert muna af því, sem gerðist. í lögreglurétti var J. J. J. dæmdur í 300 kr selct og sviftur ökuleyfi æfilangt. Hann áfrýj- aði, en Hæstiréttur slaðfesti dóminn. Skákmótið á Akupeyri. Einkaskeyti til Vísis. Akureyri i morgun. Sjötta umferð skákþingsins var tefld i gærkveldi og fór svo: Baldur Möller vann Jón Ingi- marsson, Jóhann vann Björn, Unnsteinn vann Jón Sigurðsson en aðrar skákir bíða. Jakob. NÝLENDUMÁLIN. Frh. af 2. síðu. stöðugum undirróðri gegn af- liendingu nýlendnanna. Blaðið segir, að röksemdir MacDonalds hvili ekki á réttlátum grund- velli. Völkischer Beobachter bendir á það, að ibúar nýlendna Þjóðverja hafi ekki verið að því spurðir, er umboðsstjórn var sett þar á stofn, af Þjóðabanda- laginu, hvort þeir væri þvi sam- þykkir. United Press. Panl prlns af Jngoslavín I heimsókn í Parls. London i morgun. Prins Paul af Jugoslovíu er nú staddur i París og var gestur Lebrun ríkisforseta og frúar hans i morgun. Paul prins er á heimleið frá Englandi. Bonnet utanríkismálaráð- herra hefir veitt áheyrn sendi- herra Breta og skýrt honum frá viðræðum sinum og von Ribb- cntrops. United Press. FJ ELRGSPRENTSttlÐJ U NNAR Ö£ST\fc 25 járnTarðliðS' menn teknir fastir. London. FÚ. 25 járnvarðliðsmenn í Rú- meníu liafa enn verið teknir fastir vegna árásarinnar á of- ursta úr rúmenska hernum á mánudaginn var. Þeir tveir, sem stóðu beinlínis að árásinni voru >egar í stað teknir fastir og er annar þeirra laganemi, og yfir- lýstur meðlimur launmorð- ingjasveitarflokksins semkallar sig „Krossbræður“. Flestir þess- ara 25 eru nemendur í æðri skólum eða stúdentar. Ingibjörg Benediktsdóttir: Frá afdal til Aðalstrætis. Ljóðmæli. Frá ómunatíð hefir verið svo liljótt um störf og hugsjónir al- lýðukvenna, að það þykir tíð- indum sæta, þegar sú þögn er rofin. Hinir síðustu tímar liafa k') sannað, að konur eiga jafn fjölþætt sálarlíf og karlar, og meigjast margar þeirra til lista, vísinda og hverskonar andlegr- ar starfsemi. Einna mest virðist þó bera á því, hve ríkar þær eru af ljóðrænum liugsunum. En daglegar áhyggjur og þrotlaust strit krefst allrar þeirrar orku, sem þær eiga yfir að ráða. Að- eins á milli þátta — á andvöku- og einverustundum — leita þær sér hvildar í þvi, að seiða liljóma af strengjum, sem þó aldrei náðu fullum þroska, vegna þröngra lifskjara. Þessir „ómar af lögum og brot af brög- um“, er þeim hugljúf svölun — andvarp leitandi sálar —, sem að eins í draumsýnum æskunn- ar sá hilla undir þær Furðu- strendur, þar sem viðsýni og viskulindir felast í skauti sannr- ar mentunar, Ein þessara kvenna er frú Ingibjörg Benediktsdóttir. Þær dísir, sem stóðu við vöggu henn- ar, gáfu henni margar dýrmætar gjafir, þótt ljóðgáfan hafi jafn- an verið henni kærust þeirra allra. En þær gleymdu að sjá lienni fyrir þeim farkosti, er sæmdi hæfileikunum. Þrátt fyr- ir það hefir hún náð lengi'a og liærra en flestar jiær konur, sem lagt hafa leið sina i líka átt. Hún á svo hrifnæma strengi, að þeir geta ómað jafn þýðlega, hvernig sem umhverfið er, livort sem hún situr við rokkinn eða rakar á teignum. Henni lætur vel, „að samrýma sumarsins störf, við sólbros og vorfuglakvak“. Kvæðin frá æskuárunum eru viðkvæm og heit af þrá eftir meiri andlegri næringu og stærra sjónarsviði: „Hvað er sárra en köllun hjá sér finna, er kringumstæður lifsins aftra að sinna? Geturðu ei vorkent æskuvonum ungum, þó ói þeim við dauðans hrammi þungum? Þú veist hve þungt það veitist ungu hjarta, að verða að kveðja draumaland- ið bjarta, að finna líf sitt skortsins viðj- um vafið, og verða i æsku að sökkva niður í kafið, að elska hvelið fagra, heiða og háa, en hljóta að þjást og hverfa í sorpið lága.“ Með fullorðinsáranum verðia viðfangsefnin stærri og kvæðiia blæfegurri og dýprL Vil eg sér- staldega nefna kvæðið „Endor- minning“, sem geymir svo margar fagi'ar hugsanfr: „Báran, háran liassta: brimhvit reis af sj ór lækkaði við landið, lágt þar stundi og — dó. Ölduhvikið áður, ekkert snerti mig. Þetta eina andvarp.. minti mig á þig. Sé eg fifil fallinn, fölna á slegnri grumL. lykja ljósri krónu, hða í höfgan blund. Veit þó ljósflóð lífsins leiftra í kringum sig. Alt það unga er hnígur minnir mig á Þig* Rök hins fargra og rétta* ræðusnillings mál: læsast oft seni örvar inn í hverja sál. Eldstraum aflsins finn eg endurnæra mig. Alvaran og andinn minnir mig á þig.“ Siðustu kvæðin fela í sér a- kveðnaeggjan til alþýðukvenna, um að neyta betur réttar sins og orlui til að ná meiri og meíri þroska: „Að dreyma og unna, vaxa og vinna, i visku og þroska vort kveneðli finna, mun efnið og kjarninn á ö- komnum dögum í alþýðukvennanna framtíðar- sögum.**' Eg veit að kvæði frú Ingí- hjargar Benediktsdóttur verSa öllum ljóðvinum kærkomín, enda eru mörg þeirra með þvi besta, sem sést hefír á prenti eftir íslenskar konur. — Frá gangur bókarinnar er allur tónn prýðilegasti, og að Iesfrí hennar loknum mun verða efst í hug- um margra þetta erindi höfund- arins: „Hjartans mál og hjartaglóðiiD hlýjar, Iýsir, vekur. Þennan helga arineldinn enginn frá mér tekur.“ Þóra Jónsdóttir frá KirkjuhaE. Þorlákur þreytti verður leikinn í kvöld fyrir lækk- að verð. Nýtt daglega: Fisktars Kjötfars Saxaö kjöt Miödags- pylsu.r' Kindabjugu Soöin svid o. m. tfl» Slmar 1636 & 18341 HIÖTBÚBIN BDRB adeins Loftur,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.