Vísir - 11.12.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 11.12.1938, Blaðsíða 4
ívn&im 4 stafandi af alLskonar vítamín- skorti, liafa valdið hér á ýms- lun ölduin. Ástandið á Islandi. Ef við tökum til athugunar livernig ástandið er hér heima nú í þessum málum, þarf ekki langrar umhugsunar við til að sjá, að það er hörmulegt og ó- forsvaraniegt með öllu. Sú grænmetistegund, sem við höfum einna mest af, eru kar- töflur. Þó eru þær viða af mjög skornum skamli og stundum ó- fáanlegar. Auk þess altof dýrar. Aðrar grænmetistegundir eru að vísu fáanlegar i smáum stíl 3— 4 mánuði af árinu, en livergi svo, að svari eftirspurninni, þrált fyrir það, að verðið er svo hátt, að aðeins efnaðasta fólkið leyfir sér að kaupa það. 8—9 mán. af árinu eru allir ávextir og grænmeti sem sagt ófáanlegt. Komi það fyrir, að náist i það, er verðið svo, að enginn treyst- ist til að kaupa það svo a% neinu gagni sé, lieldur sem lireinasta luxus, rétt til smekkbætis eða hátiðabrigða. Þetta er vitanlega alveg óþol- andi og má ekki tíðkast lengur. Við fórnum miljónum kr. ár- lega í lyf, læknishjálp, spítala- hald og sóttvarnir. En við erum útlokaðir frá þeim lífgrösum og heilsugjafa, sem óhrekjanlega er eitthvert besta og öruggasta vopnið í baráttunni gegn sjúk- dómum og allskonar hcilsu- leysi.. Sjúkdómar og grænmetisneysla. En grænmetið og ávextirnir eru ekki einungis ómetanlegt sem C-vitamíngjafi. Hér á landi er ógrynni af íólki, sem er heilsulaust, óvinn- fært og ólæknandi vegna þess, að það getur ekki neytt þeirra fæðutegunda, sem því eru nauð- synlegar. Þar verður það aftur graenmetið og ávextirnir, sem sárastur skortur er á. Fjöldi fólks gengur hér með meltingarsjúkdóma ár eftir ár, semvitanlegt er að mundi lækn- ast fljótt og vel, ef grænmeti og ávextir væru fyrir hendi. Þá eru nýmasjúkdómar ekki óalgengir, sem er þannig farið, að sjúklingamir mega ekki bragða neina eggjahvítu, og yf- irleitt ekkert nema grænmeti. Það má telja upp marga aðra sjúkdóma, þar sem grænmetið er óhjákvæmilegt til lækninga og til þess að yfirleitt sé hægt að halda þeim í skefjum og varna þvi að þeir fari versnandi. Þar koma til greina ýmsir hjarta- og lifrar-sjúkdómar, sykursýki, ýmsir efnaskiftinga- sjúkdómar, húðsjúkdómar, kölkun í liðum og æðum og yf- irléitt flestir sjúkdómar, sem bafa hækkaðan blóðþrýsting í för með sér. Ástand, sem ráða verður bót á. Við verðum að fara að gera okkur grein fyrir þvi, hvílíkur fjöldi manna gengur hér farinn að heilsu og kröftum, einungis vegna þess, að þeim er fyrir- munað að njóta þeirra fæðuteg- unda sem gætu bætt beilsubrcst þeirra, og engin meðul geta komið í staðinn fyrir. Hér eru engar skýrslur til um það, hvað mörg mannslíf hafa farið forgörðum fjrir örlög fram af þessum ástæðum. Sá listi yrði sjálfsagt langur, ef hann væri rakinn frá upphafi. Jónas Kristjánsson læknir hefir skrifað margar greinar og haldið ágæta f>TÍrlestra um matarliæfi okkar íslendinga, og hvernig mætti breyta því til bóta. Eg er að vísu ekki sain- mála honum í sumum greinum, • en því miður liafa menn; dáúf-! heyrst allt of mikið við kenning- um Iians, og læknarnir stutt hann all of lítið í þeirri góðu baráttu. Það er ilt að vita til þess, að fólk skuli þurfa að dragast gegn um lífið með þrautum og þján- ingum, sjálfu sér til kvalar og öðrum til byrði, vitandi það, að þeir gætu verið nýtir og starf- and borgarar, að eins ef þeir mætlu neyta fæðutegunda, sem • þeim er b;egt frá, vegna mis- skilnings og þekkingarleysis ann'ara. Þeir eru líka ótaldir hér á landi, sem aldrei urðu menn og aldrei náðu því líkamlega og andlega atgervi, sem þeim var fyrirliugað frá náttúrunnar hendi, vegna þess að þá vant- aði vítamínin, sem hefðu getað varið þá fyrir smitandi sjúk- dómum og allskonar vanheil- indum. Ef við að eins veitum því at- hygli, sjáum við hér daglega fjölda barna, sem ráfa um liálf- sinnulaus, grá og guggin, slöpp og þreytuleg, lasin og voluð, vegna þess að þau vantar í sig þann kraft, sem mold, — loft, — og sól sameina í gróðri jarð- ar. Hver sá, sem hefir aðstöðu til að bæta böl þessara barna, og gerir það ekki, hann er að svíkja sína eigin þjóð og rækta sjúk- dóma í landinu. píanóleikari. Það mun ekki vera nein þörf á því að kynna þennan unga og efnilega píanóleikara fyrir Reykvíkingum. Allir þeir, sem fylgst Iiafa með því, sem hér hefir gerst á sviði tónlistarlífs- ins undanfarin ár, vita liver maðurinn er. Þeir muna eftir honum frá píanótónleikum Tón- listarskólans, en á þeim vakti hann á sér athygli sem efnileg- ur nemandi, og þeir muna ekki síður eftir píanóhljómleik hans hér fyrir rúmu ári síðan, er hann hélt upp á eigin spýtur. Þeir tókust þannig, að liann gaf meira en flestir höfðu búist við. Síðan hefir Rögnvaldur verið við nám í París. Eg hefi séð um- sögn kennara Iians um hann og er hún á þá leið, að Rögnvaldur sé gæddur ótviræðum tónlistar- gáfum og meðfæddum tækni- hæfileikum. Fer þessi umsögn kennara hans í sömu átt og blöðin hér tóku á sínum tíma fram um hann, að liann sé „pí- anistiskur“ eða hafi í sér hið rétta „vitamin“ píanóleikarans. Rögnvaldur er nú á förum til frekara náms. Munu þeir, sem sækja þenna hljómliek gera tvent, fá að heyra góða og vel flutta músik og styrkja efnileg- an mann til náms. B. A. MÓTORNÁMSKEIÐ Fiskifélags Islands hófst á Ak- ureyri 20. f. nu með rúmlega 30 nemendum. Námskeiðsstjóri er Jón Sigurðsson vélfræðingur frá Hrísey og meðkennari Páll HalTdórsson erindreki Filskifé- Iagsins. (FÚ). ÚR KEFLAVÍK hafa róið 12 bátar undanfarið, Afli hefir verið frá 3000 til 5000 kílógr. á bát í róðri. Togari kaupir fiskinn til útflutnings. Engin síldveiði hefir verið síð- ustu daga. FÚ. Nokkur orð til „veg- faranda“ í Alþýðu- blaðinu. í rusladálki Alþýðublaðsins, sem kendur er við Hannes á horninu, ralcst eg á skrif ein- hvers sem nefnir sig „vegfar- anda“ Og er þar verið að gera athugasemdir við gjörðir þeii’ra manna er stóðu að liundraðára- minningarathöfn kirkjugarðsins við Suðurgötu. Vegfarandi segist vera eins og „hundur í hofferð hverri“ og hygg eg að það sé eitt af því fáa sem hann segir satt í greinar- stúf sínum. Vegfarandi! Þér talið um við- gerðina á líkhúsinu og teljið að hún mmii hafa verið fram- kvæmd aðallega sem atvinnu- bótavinna fyrir einn af efna- mönnum bæjarins. Yður finst hann „búralegur“ og segið að hann hafi „kjalfalctað“ í mesla fúann og þetta sé vafasamt verk. Viðgerðin á húsinu fór fram fyrir áskorun allra prest- anna í Reykjavík og var Sigurði Halldórssyni trésmiðameistara falið að sjá um viðgerðina. Hann lét smíða nýja glugga í liúsið og útidyrahurð og gerði þar að auki við það nauðsynleg- asta. Þetta var gjört á ódýrasta liátt sem hægt var, og má hver trúa því seni trúa vill, að Sig- urður Halldórsson hafi liaft þetta sem atvinnubótavinnu. Það munu þeir einir gera, sem eru með lílui hugarfari og „Vegfarandi“ og þeir sannleiks- snauðustu af taglhnýtingum Hannesar á horninu. Aðal kostnaðurinn við verkið var málaravinnan, en liana framkvæmdi faglærður málari. Um kransinn, sem lagður var á elsta leiðið í garðinum segið þér: „Eg flaut í kjölfar sessunaut- ar míns (út úr húsinu), sem bar krans einn óásjálegan, gerðan úr tilbúnum eða visnuni blóm- um“ o. s. frv. Kransinn var gerður af frú Önnu Hallgrímsson, og tel eg vafasaint, að aðrir taki lienni fram í því verki. Hann var gerð- ur úr nýjum, dýrum og falleg- um blómum, s. s. Thugu, sem er fallega græn, mjög fíngerð, og fullþroskuðum blómknöpp- um af Chrysanteum, sem marg- ir þekkja hér. Þér segist hafa komist í and- lega „stemningu“ undir sálma- söngnum og minningarræðunni, en kransinn liafi eyðilagt liana. Vel má það vera, en þá hefir „stemningin“ verið lág. Það er liaft eftir Axlar-Birni, þá er liann gekk úr kirkju: ,Það eru sólarlitlir dagar, piltar', en þá var glaða sólskin, en þér sjáið dauð og visin blóm, þar sem aðrir sjá þau lifandi. J. TUNNU VERKSMIÐ J AN á Akureyri tók til starfa 3. þ. m. Smíðaðar verða 50.000 tunnur í vetur. Unnið er allan sólar- hringinn og liafa alls 46 menn vinnu við verksmiðjuna. (FÚ). SIGURÐUR BIRKIS söngkennari liefir dvalist á Pat- reksfirði undanfarnar vikur og æft Karlakórinn Fram. Hélt kórinn samsöng í gærkvekli við góða aðsókn og ágætar viðtök- ur. Söngstjóri er Jónas Magnús- son skólastjóri. Kórinn fór í dag til Bíldudals og heldur samsöng þar annað kvöld. (F|Ú í gær.) •SfiMUÞfáiíM^llí Öé&éíft*/éi^$3§:. I. -II Ii ri,il,i,|.,|l|-'||....................................... Pétur Jakobsson: Ljósheimar (Ijóð). Árið 1925 gaf sami höf. út ljóðabók er nefndist Vorboðar, er sýndi að hann er liagyrðingur sæmilegur, en Pétur Jakobsson lætur lítið yfir sér og viðurkenn- ir sjálfur, að liann krefst þess ekki að vera settur á bekk með skáldum, en gerir það sér til hugarliægðar, að fást við skáld- skap. Pétur segir sjálfur: Hvernig væri hér i heim, ef ei skógar — þýðir — þrestir, — þessir litlu sumargestir — kæmu með sinn liörpuhreim. Hljótt og dauft og ekkert yndi andi vor það finna myndi. Þeir stóru eru ekki alt, ætíð þetta muna skalt. í /Vt Jarðarför Margpétap Guöbrandsdóttur fer fram ihánudaginn 12. þ. m. kl. IV2 e. hád. frá heimili hennar, Víðimel 39. F. li. aðstandenda Steinunn Guðbrandsdóttir. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför Sigupðar Þopgrímssonap, fyrrverandi pósts, Stað í Hrútafirði. Fyrir hönd aðstandenda. Anna og Sveinn Hallgrímsson. Ljósmyndaalbiím Flest af Ijóðum þeim, sem í bókinni eru, eru tækifærisljóð, kveðin við komu konunga eða afmæli og um aðra merkamenn, svo og við ýmsa atburði, sem geðhrif hafa vakið hjiá liöf., en út í sparðaleitir er ekki farandi, með því að þá vofir sverð skáldsins yfir höfði ritdómar- ans, svo sem slef þetta ber vott um: Ef þið reýnið ritdómarar að rýra mína ljóðagerð og sparðaleitir leggið út í lagið gamla á slíkri ferð. Til þjóðarinnar eg mér ætla áfrýja þeim dómi hér og hlíta glaður hennar dómi, Hæstiréttur minn þar er. gáð og ðdýr nýkomin. Bðtoverslnnin Mímir h.t. Austurstræti 1. — Síml 1336. Duyiegur maður óskast til að safna líftryggingum. Tilboð með mynd leggist á afgreiðslu blaðsins, merkt: „Duglegur“ * VAKA heitir nýtt rit, sem hafið liefir göngu sína og fer myndarlega af stað. Fjallar það um þjóð- félags- og menningarmál og er gefið út að tilhlutun Vöku- manna, en ritstjóri er Valdimar Jóhannsson. Efni ritsins er að þessu sinni: Valdimar Jóliannsson: Fylgt úr blaði. EgiII Bjarnason: Hvort vakir þú æska? (kvæði). Ás- geir Ásgeirsson: Einræði og lýðræði. Guðm. Ingi Kristjáns- son: Utan úr löndum (kvæði). Sveinn Vikingur: Berurjóður. Hallgrímur Jónasson: Hvað bíð- ur Suður-Jótlands? Guðmund- ur Gíslason: Stefna Vökumanna Leo Tolstoy: Vegna kærleika (saga). Guðm. Daníelsson: Listaverkið. Erlendur frá Tind- um: Hvöt til æskunnar (kvæði). Helgi Sæmundsson: Stefnið fram (kvæði). Magnús Jónsson: Ilvernig á að vernda lýðræðið. Kristján Einarsson: Engjadagur (kvæði). Guðm. Gíslason: Al- hyglisverð menningarstarfsemi. ísalc Jónsson: Uppeldi foreldr- anna. Egill Bjarnason: fslensk glíma o. m. fl. Shirley Teuiple í kvikmyndinni Broshýr er nú komin í bókaverslanir. Besta myndin sem Shirley Temple hefir leikið í. Iíostar í bandi að eins kr. 1.80. BROSHÝRer besta barnabókin og ó- dýrasta. sQísöoQöooöoöööööQöQOöööcoöOooQQQöoeQOQöooQöOöOQaQQQoot I Skídabuxur | | Værðarvodir j | er besta jölagjðfio. Fæst í 1 1 „ÁLAFOSS“ | íbooooooooooooooocooooooooooooooootiooooíiootxsotioosiooíxx S5r Lítið í giiiggana í dag! GEYSIR. Fatadeildin. Skoð d jólasýningii Hlj c ðíæfahússins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.