Vísir - 13.12.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 13.12.1938, Blaðsíða 2
V ISIR VÍSIR DAGBLAD Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Géngið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Jólagjafir. lþýðublaðið heldur áfram að ræða um atvinnuleysið í bænum, með svipuðum liætti og áður. í gær birtist ný grein um þetta efni á fyrstu síðu blaðs- ins, þar sem reynt er að skella skuldinni á bæjarstjórnar- meirihlutann fyrir það, að rík- isstjórnin hefir dregið úr fjár- framlögum ríkissjóðs til at- vinnubótanna. „Bæjarstjórnin reynir að skera eins mikið af atvinnubótunum og henni er frekast unt,“ segir blaðið. Áður liafi atvinnumálaráðherra Al- þýðuflokksins knúið bæjar- stjórnina „til að leggja fram aukið fé til atvinnubóta,“ en nú njóti verkamenn ekki stuðnings hans í baráttunni fyrir atvinnu- bótunum. Og þetta er „útkoman af því, þegar ihaldið og fram- sókn eigast ein við,“ að sögn blaðsins. Á yfirstandandi ári leggur bæjarstjórn fram meira fé til atvinnubóta en í fyrra. Það, Séöl' nú er „skorið“ af átvinnubótun- um, er skörið af þéiin áf ríkiá’ stjóminni. Múiilg snýr Alþýðu- blaðið öllu öfugt um þetta, eins og fyrri daginn. Undanfarin ár hefir bæjarstjórninni tekist að fá atvinnumálaráðherra Al- þýðuflokksins til þess að knýja ríkisstjórnina „til að leggja fram aukið fé til atvinnubóta“. Nú nýtur hans ekki við, af því að hann vár „dreginn út úr ríkisstjóminni“ á siðasta þingi. En hinsvegar verður ekki betur séð, en að AÍþýðuflokkutinn ætti áð geta knúið ríkisstjórnina til að „gera skyldu sína“ í þessu efni alveg eins og óður. Alþýðuflokkurinn hefir nú, eins og áður, líf ríkisstjórnar- iimar í hendi sér og þarf því ekki frekar en áður, að láta „ílialdið og framsókn eigast ein við“ um þetta. En afstaða Alþýðuflokksins til verkamann- anna i bænum liefir breyst, frá því sem áður var, og nú VI L L flokkurinn ekki liðsinna „at- vinnulausuin heimilum í bæn- um“. Hann lætur sér í léttu rúmi liggja, þó að rikisstjórnin sýni þeim nú meiri hörku „yfir örðugustu mánuði ársins“, en áður. Nú njóta verkamenn því einskis sluðnings af hans hálfu í baráttunni fyrir at- vinnubótum. Alþýðuflokkurinn þarf að hefna sín á verkamönn- unum fyrir það, að þeir liafa snúisl gegn Iionum. Honum finst það „jafnrétt", þó að þeir fái að þreifa. á því, hverju þeir liafi „kastað frá sér“, með því að hafna handleiðslu hans. Þetta er í fullu samræmi við þá afstöðu, sem flokkurinn tók í allsherjaratkvæðagreiðslu í Dagsbrún, gagnvart kröfunni um aukningu atvinnunnar í bænuipi. Alþýðublaðið var látið beina þeirri áskorun til verka- manna, að greiða atkvæði á móti þeirri kröfu. Flokkurinn væri því ekki sjálfum sér sam- kvæmur, ef hann færi nú að beita óhrifum sínum við rikis- stjórnina, til þess að auka at- vinnuna í bænum. Af þessum sökum er það, sem blað flokksins stagast nú á því dag eftir 'dag, að ríkisstjóm- inni beri engin skylda til þess að leggja fram meira fé til at- vinnubóta, en hún hafi þegar gert. Alþýðuflokkurinn sér sér engan hag í þvi, að orðið verði við kröfum „kommúnistanna í Dagsbrún“, um aukningu at- vinnubótanna. Hann er að reyna að sannfæra verkamennina í bænum og atvinnulausu heimil- in um það, að þeim sé liollara að hlíta hans forsjá, sem nú ráði mestu um málefni verlca- lýðsins í bænum. Þess vegna er honum vel vært þó að nokkuð sé þrengt að liag verkamanna undir jólahátíðina, og þó að ríkisstjórnin sýni þeim eins mikla hörku og hún þorir! Þetta er jólagjöf Alþýðu- flokksins til atvinnulausu heim- ilanna í þessum bæ. En þó að hún kunni að þykja all-kald- ranaleg þá er liún vel til þess fallin að koma mönnum í skiln- ing um það, að það eru ekki fyrst og fremst hagsmunir al- þýðunnar, sém flokkurinn ber fyrir brjósti heldur hans eigin hagsmunir. Og það lætur alþýðan sér von- andi að kenningu verða. Rögnvaldur Sigurjónsson heldur píanóhljómleika í Gamla Bíó í kvöld kl. 7. Hann lauk prófi við Tónlist- arskólann liér og hefir stundað framhaldsnám hjá Marcel Gi- amþi, þektum píanóleikara og kennara i París. — Þetta verð- ur eina tækifærið til að hlusta á hann, þar sem hann er á för- um til Parísar. Ný dýrave'Mltsnar' Iðggjðf í Svíþjón. Nýja dýraverndunarlöggjöf er verið að undirbúa í Sviþjóð. Verður hún fyrst og fremst um meðferð húsdýra og útbúnað peningshúsa, en auk þess eru sett ströng ákvæði gegn því, að dýr séu notuð til vísindalegra tilrauna nema með leyfi heil- brigðismálastjórnarinnar, og slíka heimild má að eins veita nokkurnm tilteknum stofnun- um. Ekki má heldur nota skepn- ur við sýningar eða kvikmynda- töku, ef það útheimtir aðferð, sem veldur dýrum sársauka eða hræðslu. 1 hverri sveitarstjórn á einn meðlimanna að hafa á hendi dýravernd. FÚ. Viðskiita- og gjaldeyrismi! aðainmræðoeini dr. Schachts og breskra ijármáiamama. Einnig hefir hann meöferöis áætlun um útflutning Gyðinga í stór- um stíl. Gyðingar eiga að fá 15 % fjár síns í ríkisskuldabréfum, sem erlendar þjóðir elga að taka við og nota til kaupa á þýskum vörum EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. Tilkynningin um, að dr. Schacht, aðalforstjóri Ríkisbankans þýska sé væntanlegur til Lon- don í yfirstandandi viku, er eitt höfuðum- ræðuefni breskra blaða, og líta menn á ferð hans sem mikilvægan þátt í því starfi, að koma viðskiftalegri sambúð Þjóðverja og Breta í sem best horf, en jafn- framt gera menn sér ljóst, að för dr. Schachts, sem er sá þýskra stjórnmálamanna og fjármálamanna, er einna mests álits nýtur með Bretum, kunni að hafa enn víðtækari áhrif. Stjórnmála-fréttaritari Carol Rúmena- konungur í London. '* Á • j stjórnmálamenn og við- & j skif tasérfræðinga. Einnig er talið víst, að hann muni eiga viðræður við breska 'stjórnmálamenn. Þótt hann jræði ekki við þá sem opin- ber fulltrúi Þýskalands heldur sem f jármálamaður og gestur, eru viðræðurnar taldar mjög mikilvægar, Þau mál, sem dr. Schacht kemur til að ræða eru öll fjárhagslegs eðlis og að minsta kosti eitt þeirra snertir álþjóðapólitískt mál. Dr. Schacht. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og stjórnmálamönn- um, sem kunnastir eru erindum dr. Schachts er talið,, að við- ræður hans við breska stjórnmálamenn muni snúast um þetta þrent aðallega: Fjárhagsleg vandamál, sem stafa af útflutningi Gyðinga frá Þýskalandi. Gjaldeyrismál Þýskalands. Viðskifti yfirleitt. 1. 2. 3. Eins og kunnugt er hafa breskir stjórnmálamenn nýlega gert að umtalsefni hina harðn- andi viðskiftasamkepni milli Þjóðverja og Breta. Þjóðverjar hafa gert hvern viðskiftasamn- inginn á fætur öðrum á grund- velli vöruviðskifta, seinast við Rúmena, og telja Bretar jietta ekki heiðarlega samkepni. Hefir einn ráðherranna nýlega látið skína í það í ræðu, að Bretar myndu, ef nauðsyn krefði vegna harðnandi viðskiftakepni, neyð- ast til þess að Ieggja út í við- skiftastríð við Þjóðverja, og þyrfti enginn að efast um hvernig þvi myndi lykta. Það er vert að minna á það, að þess hefir verið krafist i ýmsum Iöndum, að Þjóðverjar leyfði Gyðingum, sem flýja land þeirra, að hafa einhvern hluta fjármuna sinna með sér. En í gær, í sama mund og til- Icynt var för dr. Schachts, var birt hálf-opinber tilkynning i Þýskalandi, þess efnis, að með- ferð á Gyðingum væri ekki eins hörkuleg og talið væri erlendis, en allar ráðstafanir stjórnarinn- ar myndu nú miðast við að styðja' að útflutningi Gyðinga. Þar var vikið að þvi, að Gyðing- ar erlendis ættu að styðja Gyð- inga í Þýskalandi, til þess að komast þaðan, með því að láta þeim í té erlendan gjaldeyri, eins og þeir gerðu til þess að hjálpa Gyðingum frá Austur- ríki. Öll rök hníga að því, að Þjóð- verjár vilji ná samningum við Breta um viðskiftamálin, til þess að forðast ýfingar og erj- ur á þvi sviði, og ennfremur, að þeir ætli að reyna að að njá sam- komulagi, til þess að greiða fyr- ir útflutningi Gyðinga frá Þýskalandi. Að því er United Press hefir fregnað hefir dr. Schacht með- ferðis til London áætlun um að greiða fyrir stórkostlegum út- flutningi Gyðinga frá Þýska- Iandi. I samkomulagsuppkasti þessu kvað vera gert ráð fyrir, að Gyðingar fái leyfi til þess að taka með sér nokkum hluta andvirðis fjáreignar sinnar eða 15%, en þessi 15% fari þeir með úr landi í þýskum ríkisskulda- bréfum, sem gert er ráð fyrir, að erlendar ríkisstjórnir kaupi og noti til þess að greiða með útflutningsafurðir frá Þýska- Iandi. United Press. Skemtifundur K.R., Síðasti skemtifundur KR á þessu ári, verður haldinn á morgun, mið- vikudag, kl. 8/ siðd. — Skemti- skráin verður þessi: Fyrst syngur harnakór (sá, sem gat sér svo góð- an orðstír í útvarpinu á dögunum), undir stjórn Guðjóns Bjarnasonar. Einsöngvari verður ungfrú Lydia Guðjónsdóttir. Þá verður sýnd hin ágæta kvikmynd Í.S.Í. og afhent verðlaun frá innanfélagsmótunum í sumar. En auk þess verður dansað af hjartans lyst. Fjölmennið KR- ingar á þennan síðasta skemtifund ársins. Iþ. Mynd þessi var tekin við komu Iíarls Rúmeníukonungs til London á dögunum. Yakti það mikla athygli liversu skrauL legur einkennisbúningur hans var. Myndin hér að ofan var tekin er Karl konungur og Georg YI. óku til Buckinghamhallar. 20. nðvember er [i óðhátiða dagur Mexicá'iúa. Síðastliðinn 20. nóvember liéldu Mexikóbúar hátiðlegan 28. „fæðingardag“ byltingarinn- ar — hreyfingarinnar, sem krafðist í fyrstu að eins auk- inna réttinda til handa alþýð- unni, en lauk með því, að verða rnesta friðsamlega gjörbylting á þjóðfélagi, sem sögur fara af. Einkunnarorð byltingar- manna, sem voru undir forustu Francisco I. Maderos, voru ofur hógvær: „Ahnennan kosningar- rétt — engar endurkosningar.“ Þetta var árið 1910. Madero og menn lians voru orðnir þreyttir á aðferð þeirri, er harðstjórinn Porfirio Diaz notaði til þéss að halda í völdin. Árið 1910 hafði hann setið í valdastóji í 30 ár. Fyrst frá 1876—8Ó og síðan ó- slitið frá 1884. Þetta ár — 1910 —bauð hann sig enn fram til forsetakosningar og varafor- setaefnið -— Ramon Carrol —, sem miklar líkur voru til að mundi taka við af Diaz, var al- ment mjög hataður af alþýðu inanna. Diaz lét af völdum 1911. Byltingarmenn unnu sigur 25. maí 1911, en þann dag Iagði Diaz niður völd. Fór hann til Frakklands og lést þar í útlegð. En 20. nóvember er þó talinn þjóðhátíðardagur Mexikó-búa, enda þótt byltingin, sem liófst þann dag 1910, hafi farið út um þúfur. 20. nóv. árið 1910 var Madero staddur í Eagle Pass í Texas- fylki. Átti hann þar von á miklu liði uppreistarmanna og ætlaði hann að taka með þvi bæinn Piedra Negras í Mexikó. En lið- veislan kom aldrei. Ekkert skeði í Mexiko City, Pachura og öðr- um borgum, eins og ætlanin hafði verið. I Puebla komst her- stjórnin að samsærinu og aðal- maðurinn, Aquiles Serdan — og fjölskylda hans — varðist Iög- reglunni i 11 klst., er hún gerði árás á heimili lians. Serdan og 16 félagar hans féllu, en alls 150 hermenn biðu bana, áður en uppreistin var bæld niður í Pu- ebla. En stjórnarflokkarnir voru jió farnir að sjá, að harðstjórn Diaz gæti orðið þeim hættuleg og kröfðust frjálslyndari stjórn- ar. Madero skrifaði siðan bók um þetta. Nefndi hann hana „Forsetakosningin Í91Ö“ og vakti hún óhemju meðaumkvun með mexikönsku þjóðinni. ' ; ■■ U: • V '>l ^ Madero var landeigandi. Madero var sjálfur kominn af auðugri landeigendaætt i Norð- ur-Mexico. Engu að síður ávann hann sér hylli almúgans, og menn eins og Doroteo Arango, — sem þektastur er undir nafn- inu Pancho Villa — flyktust undir fána hans. Fylgi Maderos var mest í norðurhluta landsins, en í Suður-Mexikó varð Indíána bændaforinginn Emiliano Za- patá fyrirliðinn. Vígóp lians var: , Landrými og frelsi“. Sjál'f hreyfingin gegn endur- kosningu forsetanna fór þó bráðum út um þúfur, því að hún var eiginlega úr sögunni, er Madero var myrtur aðeins einu ári, þrem mánuðum og 19 dög- um eftir að hann varð forseti. Á sínum tíma héldu menn, að byltingunni væri lokið, þegar Alvaro Obregon varð forseti 1920. En síðan 1934, er núver- andi forseti, Lazaro Cardenas, var kosinn, hafa liinir sömu komist á aðra skoðun: Séð að byltingin er eilíf, sé altaf að þróast og endurnýja sjálfa sig. VIÐSKIFTI LÖMUÐ í MEMEL London 13. des. FÚ. Sagt er að viðskifti í mörgum lilutum Memel hafi að miklu leyti lagst niður og fjöldi Gyð- inga sé að búa sig undir, að fara úr landi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.