Vísir - 18.12.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 18.12.1938, Blaðsíða 2
VÍSIR Sigurður Eggerz, bæjarfógeti: ÍHi WM mii kni liii i. Þegar kallið kemnr, - Jegar klukkan $lær, - p ern allir ísiendingar. Sigurður Eggerz bæjarfógeti hefir ávalt staðið fremstur í fylkingu þeirri, sem krafist hefir algers sjálfstæðis íslandi til handa og hefir sýnt að þar fylgir fullur hugur máli. Á sínum tíma lét hann af ráðherradómi af þeim sökum að hann hélt fram kröfum íslendinga í ríkisráði með fullri einurð, og alt frá því hefir sókn hans í sjálfstæðisbaráttunni aldrei brostið. Ræðu þá, sem hér fer á eftir hélt Sig. Eggerz hinn 1. desem- ber s. 1. á fullveldishátíðinni á Akureyri. Á 20 ára fullveldisdegi ís- lands er eðlilegt að vér lítum yfir hin liðnu 20 ár, að vér virð- um fyrir oss hina 19 bræður þessa dags. Eðlilegra er þó, að vér lítum fram í tímann. Hið liðna er sveipað inn í hversdagsflikur verulegleikans, það sem fyrir framan er, geym- ir vonir vorar. Það er hjarta vort, sem vonir vorar eru. örstutt verð eg að dvelja við það hðna. Fyrsta fullveldisdegmum var að ytra úthti lýst svo af góð- skáldimi Þorsteini Gíslasyni í Lögréttu: „Þann dag var veður hér svo fagurt, sem fremst má verða um þetta leyti árs, skýlaus him- inn, frostlaust og kyrt, svo það merktist aðeins á reykjunum upp ur húsunum, að sunnan- blær var í lofti, og ýtti hann móðunni, sem yfir bæinn legst í logni hægt og liægt norður á flóann. Sveitirnar voru auð- ar og mjög dökkar yfir að líta, en hrim á hæstu fjöllum, og sló á það roða við sólarupp- komuna“. Engar veislur voru haldnar til að fagna deginum. Drepsótt- in mikla, influenzan, hafði ver- ið svo þungliögg í garð þjóðar- innar, að um slíkan fögnuð gat eigi verið að ræða, Þegar sambandsiögín voru samþykt, áttu sæti i stjórn ís- lands: Jón Magnússon forsætis- ráherra, Sigm’ður Jónsson frá Ystafelli atvinnumálaráðherra og eg fjármálaráðherra. í nefndunum, sem að samn- ingunum unnu, áttu þessirmenn sæti frá íslands hálfu: Bjarni Jónsson frá Vogi, Ein- ar Arnórsson, Jóhannes Jó- hannesson og Þorsteinn M. Jónsson. Af hálfu Dana: Hage, formaður, J. C. Christ- ensen, Borgbjerg og Arup. Eg hefi á tvennum undan- förnum fullveldishátíðisdögum lýst aðdraganda sambandslag- anna. Eg fer ekki inn á þessi atriði nú. Minni aðeins á, að þegar þeir hittust 1917 í Kaup- mannahöfn, Jón Magnússon og ÍZahle, þá kom þeim saman um að samningatilraunir yrðu gerðar með íslendingum og Dönum um deilumálin, og skyldu þeir samningar fara fram hér heima. Samningatilraunir, sem áður voru gerðar, urðu íslendingum vonbrigði. Kjarninn í sambandslögun- um er sá, að ísland er viður- kent fullvalda ríki. Af þvi leiddi að ísland félck fána sinn viður- kendan. Fánann, sem áður var eins- konar fangi. Ilann mátti ekki draga upp á stjórnarráðshúsinu, nema að Dannebrog væri samtímis dreg- inn við hún. íslendingar máttu ekki sýna þenna fána í erlend- um höfnum. Sá fáni, sem nú var fenginn, blakti frjáls yfir hinu fullvalda ríki. Um fánann sagði eg 1. des- ember það, sem hér fer á eftir: „Fáninn er tákn fullveldisins. Fáninn er ímynd þeirra hug- sjóna, sem þjóðin á fegurstar. Hvert stórvirki, sem unnið er af oss, eykur veg fánans. Hvort sem það er unnið á liöfunum i baráttunni við brim og boða, eða á svæði framkvæmdanna, eða 1 vísindum og fögrum list- um. Því göfugri, sem þjóð vor er, — þvi göfugri verður fáni vor. Vegur hans og frami er frægð þjóðar vorrar“. Þá var oss með sambandslög- unum heimilað að flytja æðsta dómsvald inn í Iandið. Land- varnirnar gátum vér tekið i vorar hendur. Gallarnir voru í 7. gr., — rétt- ur Dana til að fara með utan- ríkismálin í umboði voru og i 6. gr., -— sem heimilar Dönum víðtækan rétt yfir landinu, sem eg hefi nefnt ábúðarréttinn. En á móti þessu vegur 18 gr. — í henni er geymdur hinn gullni lykill að frelsi voru. Eftir 1943 getum vér sagt sambandslögunum upp, ef % í sameinuðu Alþingi eru því sam- þykkir og % allra kjósenda greiða atkvæði, og % af þeim eru með sambandsslitunum. Eg vik svo aftur að 1. full- veidisdegínum. Jón Magnússon var fjarverandi og eg fór með stjórnina fyrir hann. Fjöldi manna hafði komið upp að stjórnarráðshúsinu 1. desember, þar á meðal sendi- menn erlendra ríkja. Eg hélt þar ræðu. Að henni lokinni var hinnklofnifullveldisfánidreginn við hún á stjórnarráðshúsinu og samtimis dregnir upp fánar viðsvegar i bænum. Danska ríkisstjórnin hafði gert ráðstafanir til þess að lier- skip væri á Reykjavíkurhöfn. Og var fánanum heilsað með 21 fallbyssuskoti. Athöfnin var einföld og ó- brotin. Tár hrukku þó úr mörgu auga, er hinn klofni fáni var dreginn við hún á stjórnarráðs- húsinu. Þetta er ekki öll saga hins fyrsta fullveldisdags, en aðeins ógrip af henni. Öllum liér er kunnugt um, að þjóðaratkvæðagreiðsla fór fz-am um sambandslögin, og voru þau samþykt hjá þjóð- inni með miklum meirihluta. Eg hefi aldrei iðrast þess, að eg greiddi atkvæði með sam- bandslögunum. En eg greiddi atkvæði með þeim í því trausti, að uppsagn- arákvæðið væri notað eins fljótt og hægt væri. Mér og mörgum fanst það langur tími að bíða í 25 ár eftir uppsögninni. Og nú ei’u 20 ár liðin af þeim tíma — 20 ár. Og hvernig lzöfum vér not- að þau 20 ár? Þeirri spurningu vil eg ekki svara hér í dag. Hún er svo ná- mikla örðugleika að búa. Eg veit að það er satt. En eg er tengd þeim deilumálum, sem eru dagsins eilífu þrætumál. í þessi 20 ár hefir litlum tíma verið eytt til þess að tala um sambandsmálið. 1928 gerði eg fyrirspurn á Alþingi til ríkisstjórnarinnar um það, livort hún vildi vinna að því lijá þjóðinni, að sam- bandslögunum yrði sagt eins fljótt upp og unt væri. Bæði ríkisstjórnin og for- menn allra flokka svöruðu þessari spurningu á þá leið, að þeir vildu s'egja sambandslögun- um upp. 1937 kom þessi sama spurn- ing fram, og virtust allir flokk- ar þá standa eins og 1928. En það sém mér hefir fund- ist á vanta, er það, að mér finst ekki þetta mál hafa verið rætt nægilega við þjóðina. 1 hvei-jum skóla í landinu virðist mér, að það hefði átt að kenna hvar vér stæðum eftir sambandslögunum. Eg held að það hefði hlotið að skerpa ábyrgðartilfinning- una hjá liverjum einasta kjós- anda í landinu, og með því lield eg að hefði getað skapast al- menningsálit, sem einnig hefði getað orðið öruggur liemill i fjármálum vorum. Raddir hafa heyrst um það, að fjárhagsörðugleikar vorir væru svo miklir, að óvíst væri, hvort vér gætum notað heim- ildina í sambandslögunum til þess að segja sambandinu upp. En má eg spyi-ja, — mundi það bæta úr fjárhagsörðugleikun- um, að láta þjóð, sem er 30 simzum stærri en vér, hafa á- búðari’étt á landinu? En svo svarið þér: Sam- bandsþjóðin notar ekki þessa aðstöðu. Sannarlega hefði liún getað notað aðstöðuna miklu meira. En ekki get eg neitað þvi, að mikið liefir verið kvartað við mig um dragnótaveiðar dönsku skipanna hér úti í firðinum, sem tæki fiskinn frá landsins börnum. Og viðar veiða Danir með dragnótum en hér, — á Skagafirði, fyrir Austurlandi og viðai’. Þetta er nú réttur þeirra. Vér getum ekki ámælt þeim, þó þeir noti þenna rétt, en vér getum ámælt oss sjálfum, ef vér lát- u m þá nota þenna rétt lengur en nauðsynlegt er. En það er satt, — Danir hefðu getað notað þenna rétt miklu meira en þeir hafa gert. Þá eru utanríkismálin. Hver einasta þjóð, sem með þjóðum getum talist, skoðar þessi mál höfuðmál sín. Og nærri með hverjum degi sem Iíður er þýðing þessara mála að verða augljósari. Þau eru orðin fastur liður í mestu nauðsynja- málmn vorum. Hvaða þýðingu mundi það ekki hafa fyrir þjóðina, að eiga örugga menn úr sínum hópi til þess að vaka yfir markaðsspurs- málum vorum í útlöndum. Stauning talaði nýlega um oss og Grænlendinga. Hann tal- aði mikið um örðugleika vora. Þegar vér eignumst sjálfir utani’íkisráðherra, þá leyfum vér honum ekki að koma með yfii-Iýsingu um fátækt vora. Þannig var uinhorfs í Downing Street, meðan samningar stórþjóðanna stóðu yfir. Sir Samuel Hoare kemur af stjórnarfundi, en úti fyrir bíða blaðaljósmyndarar og mikill mannfjöldi, sem stóð þar dag eftir dag. Eg veit, að vér eigum við ekki að sama skapi viss um, að rétt sé að segja, að vér séum fá- tækir. Er þjóð, sem á hin ríku fiskimið, er þjóð, sem á tak- mai’kalaust landrými, er þjóð, sem á hið mikla afl í fossun- um, —- er hún fátæk? Og nú spyr eg: Er það ekki skylda vor gegn oss sjálfum, gegn eftir- komendum vorum, sem eiga að erfa landið, — er eldci skylda vor að verja þessa eign? Er ekki skylda vor að losa oss við allar kvaðir, sem á lienni hvila? Getur það verið vafamál, að vér eigum ekki aðeins % kjós- enda í landinu að greiða at- kvæði með uppsögninni? Vér eigum allir kjósendur í landinu að greiða atkvæði með henni. Ef þetla er rétt, —- og liver getur neitað þvi að þetta sé rétt, — er þá ekki skylda vor að ræða við þjóðina um þessi mál. Er það ekki skylda vor að sjá um, að hún verði undirbúin þegar kallið kemur. I ræðu á allshei’jar-stúdenta- móti á Þingvöllum, sagði eg, að vér yi’ðum að nota hverja stund sem eftir væri til að undirbúa oss midir að taka öll vor mál i vorar hendur á réttum tíma. Mig hefir aldrei brostið einurð til að segja jiað i stjórnmálun- um, sem eg taldi vera rétt. 1914 sagði eg konungi voruzii og Dönum hug vorn allan, Islend- inganna. Má vera, að sú ber- sögli lzafi átt eizihvez’n þátt i að vér fengum sambandslögin. Eg segi yður i dag, að kjarn- inn í íslenskum stjórnmálum er að vér eignumst landið kvaða- laust, og tökum öll mál vor í vorar hendur. Hann er meiri viz-ði sá kjarni eiz þær dægurflugur, sem eltar eru i flokkuzium. Ef þjóðin ætti fasta trú á þessuzn kjarna, mundi hún færa allar þær fórnir, sem nauðsyn- legar væru. Eg sé ekki að zieitt það hafi skeð, sem gæti gert oss hikandi í þessu máli. Eg veit, að á 1. fullveldisdeginum áttu menn Örugga trú á þvi, að smáþjóð- irnar yrðu verndaðar. Sú trú er veikari nú ezz áður. En vér stönduzn betur að vígi en znaz-gar aðz’ar smáþjóðir. Staða vor á hnettinum er vor vernd. Jafnvægisatz-iðið er vor vernd. Jafnvel það, hve litlir vér erum, er vor vernd. Stórþjóðiz-nar hafa jafnan sýnt hinni litlu znenningarþjóð vorri velvild. Því skyldi sú velvild ekki halda áfram? Vér höfuzn í sambandslögun- um lýst yfir ævarandi hlutleysi voru. Ef alt þetta ekki dugii’, — þá er eitt vist, — að engin smá- þjóð er þess megnug, að vernda oss gegn stórþjóðunum. Þá vil eg enn leggja áherslu ó, að uppsögn sambandslag- anna er eingöngu íslenskt mál. Danir hafa samþykt það. Vér mundum á eftir getað lifað i fullri vináttu við sambandsþjóð vora og öll Norðurlönd. Það znundi styrkja alla fram- þróun vora að vera jafn rétthár aðili hiziuzn Noz-ðuz’lözidunuzn i hinni noz’z’ænu samvinnu. Ef vér notuðuzn ekki upp- sagnarréttinn, þá znundi af því leiða þegjandi fyrirlitning frænda vorra allra á Norður- lönduzn. Þá fyrirlitningu þoluzn vér eigi. Vér erum inzi við lijarta- ræturnar líkir hinum ágætu frændþjóðum vorum. Aðals- iziaz-k þeirra er, að þær vilja eiga og vernda lazzd sitt. Ef þeim væri settur fjárhaldsmað- ur i utanríkismálum þeirra, mundu fánar hjá þeim drúpa í liálfa stöng. Vér biðjum að sú óhamingja hendi aldrei neina af frænd- þjóðum voz’um. Vér viljum vera eins sterkir i sjálfstæðisþrá vorri, eins og fz-ændur vorir aðrir á Noi’ður- löndum. Vér getunz ekki minst þessa 20. fullveldisdags vors á veg- legri hátt en að strengja þess heit, að mæta við kjörborðið, er atkvæðagreiðslan um uppsögn sambandslaganna fer fram. Strjúka þá allar kvaðiz-nar af landinu, sem á því hvila. Ekki %, heldur allir — allir að kjör- borðinu þá. Þegar kallið kemur. — Þegar klukkan slær. — Þá eru allir Islendingar. Ufsaveiðar í Hafnarfirði. Undanfarið hefir vez’ið upp- gripaafli af ufsa i Hafnai’firði. Hafa menn getað niokað lion- um upp úr höfninni og margir notfært sér það til atvinnubóta, því að ekkert gerir eða getur bærinn gert lil að draga úr eymdinni. Er ufsinn síðan seldur til skepnufóðuz’s austur í sveitir og fást 4 kr.- fyrir tunnuna. Pertinax ekki af baki dottino. London í gær. FÚ. Fregn sú, sem fz’anski blaða- maðurinn Pertinax birti i blaði sinu í gær, l'regn um það, að Chamberlain ætlaði að bjóða Mussolini Breska Somaliland, til þess að fá þá til þess að aft- urkalla aðrar kröfuz’, lzefir orð- ið umlalsefni blaða um allan heim. Þrátt fyrir það, að lýst liafi verið yfir þvi í London í gær, af opinberri hálfu, að ekki væri kunnugt, að þessi fregn hefði við nokkuð að styðjast, hefir Pertinax endurtekið um- mæli sín í dag. Kveðst hann hafa liaft svo góða heimild fyrir fregn sinni, að hann liefði ekki getað efast um að hún hefði við rök að styðjast. Og hann kveðst enn liafa gildar ástæður til að ætla, að heimildarmaður sinn bafi rétt fyrir sér. Kveðst Perti- nax hafa fengið fz’ekai’i upplýs- ingar, sem staðfesti það, sem hann liafi haft eftir lionurn í þessu efni. Heimsviðsktpti. London í gær. Þjóðabandalagið hefir birt júní-septemberskýrslu sína um framleiðsluna í heiminum. Út- flutningur Bandaríkjanna hefir aukist um 17%, Kanada um 11% og Þýskalands um 4%. Um útflutningsaukningu er lika að ræða í Belgíu, Hollandi, Dan- mörku og Noregi, en minni í Englandi og Svíþjóð. Útflutn- ingurinn í heild liefir aukist um 8% miðað við sama límabl í fyrra. Innflutningur hefir aulc- ist að meðaltali í sept.—okt. um 4—5%, aðallega í Þýskalandi, Frakklandi og Bandai’íkjunum. United Pz’ess. London i gær. í opinberri yfirlýsingu um viðræður dr.Schachts og Monta- gue Normans, aðallzankastjóra Englandsbanka, segir aðeins, að dr. Scliacht liafi rætt við hann lil þess að stofna til aukinna, persónulegra og viðskiftalegra kynna. I blöðum er því hinsveg- ar haldið fram sem áður, að þeir hafi rætt Gyðingamálin og fjárliagsmál í sambandi við þau.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.