Vísir - 19.12.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 19.12.1938, Blaðsíða 2
V ISÍ H VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðj an h/f. Nýjung. I SÍÐASTA blaði Tínians birt- * ist grein, eftir formann Frartisóknarflokksins, sem hann kallar „nýjung í útvegsmál- um“. — í grein þessari er bent á það úrræði, til að rétta við hag sjávarútvegsins, að stofna „allslierjar innkaups- félag allra sjómanna og út- gerðarmanna um olíu, veiðar- færi og salt“. Segir höf. að það sé vitað, að olían og veiðarfær- in séu seld „með mjög veru- legri álagningu og saltið gæti ærið ódýrara“. Það er nú misskilningur höf- undarins, að það sé nokkur „nýjung“ í útvegsmálum, að út- gerðarmenn stofni til slíks fé- lagsskapar með sér, og ætti honum að minsta kosti að vera kunnugt um það í sambandi við starfsemi kaupfélaganna. Einnig eru honum vafalaust kunn samtök útgerðarmanna í Vestmannaeyjum, um sameig- inleg innkaup á olíu. En mis- jafnlega munu slíkar tilraunir hafa gefist þegar til lengdar hefir látið. Höf. segist „nýlega“ hafa hent á þá staðreynd, að sveita- bændur, sem búi við verslun kaupfélaganna og Sambands- ins, finni enganvegnn til hall- æriskvíða. En það er heldur engin „nýjung“, að kaupfélags- sinnar hefji samvinnuverslun- ina til skýjanna. En þó að sveitabændur, sem við verslun kaupfélaganna og Sambandsins búa, finni ef til vill ekki svo mjög til „hallæriskvíða“ í jjennan svipinn, þá er þess skðmst a?í minnast, að stofnað var til allsherjar kreppuhjálpar fyrir alla sveitabændur, og hefir þess hvergi verið getið, að við- skiftamenn kaupfélaganna og Sambandsins hafi haft þeirrar hjálpar minni þörf en aðrir bændur. Til kreppuhjálpar þessarar var varið 8—10 milj- ónum króna í kreppulártum, auk stórfeldra skuldaeftirgjafa. Og þó fer því fjarri, að nokkur trygging sé fengin fyrir því, að sú saga endurtaki sig ekki. Það veltur algerlega á því, hversu vel sveitabúskapurinn „ber sig“ í framtíðinni. Og um sjávarút- veginn er að sálfsögðu sama máli að gegna. Ef hann bæri sig, þá þyrftu útgerðarmenn engan „hallæriskvíða“ að bera í brjósti. Nú segir formaður Fram- sóknarflokksins liinsvegar, að þetta „samlag“ sem hann ráð- leggur útgerðarmönnum, að stofna til innkaupa á útgerða- vörum, „geti aldrei þrifist með taphættu af útlánum“. Þar yrði að vera „staðgreiðsla“, segir hann, eg fyrsti veðréttur í afla yrði að vera til tryggingar. En til þess áð um „staðgreiðslu” geti verið að ræða, verður sam- lagið eða samlögin, ef um fleiri en eitt er að ræða, að fá pen- ingalán í bönkunum, til þess að greiða andvirði nauðsynja sinna fyrirfram, í „stórkaupum“. Yrðu bankarnir þannig að taka á sig alla „taphættuna“ og leggja fram slórum meira fé til rekst- urs útgerðarinnar en þeir gera nú. Eins og nú er ástatl kynnu nokkurir örðugleikar að verða á þvi fyrir bankana, að afla þess rekstrarfjár, jafnvel jxi að „Alþingi og ríkisstjóm“ veitti þeim stuðning sinn til þess, eða samlögunum, eins og J. J. gefur fyrirheit um, að gert muni' verða. En um annan „stuðn- ing“, af hálfu Alþingis og ríkis- stjórnar, yrði vart að ræða en ríkisábyrgð á öllu þessu rekstr- arfé. Yrði þá öll áhætta útgerð- arinnar lögð á ríkissjóð og mundi þá skamt til allsherjar; þjóðnýtingar útgerðarinnar. En ef það vakir fyrir for- manni Framsóknarflokksins, að koma á þjóðnýtingu útgerð- arinnar með þessum hætti, þá má ef til vill kalla það „nýjung í útvegsmálunum“. Innbrot í Aðal- stræti 6 1 fyrrinótt var brotist inn í rakarastofuna i Aðalstræti 6 með þeim liætti, að brotin var rúða i hurð, seilst inn og smekk- lás opnaður. Stolið var fimm rakhnífum, tiu greiðum, nokk- urum glösum af hárvatni o. s. frv. Hæstaréttardómar í moroun. Undirréttardómur um ólöglega áfengisssölu staðfestur. í Hæstarétti var upp kveðinn í morgun dómur i máli valds- stjórnarinnar gegn ólafi Kjart- ani Ólafssyni, fyrir ólöglega á- fengissölu. í undirrétti var hann dæmdur í 60 daga fang- elsi við venjulegt fangaviður- væri og 2200 króna sekt. Var þeim dómi áfrýjað og staðfesti Hæstiréttur hann í morgun. Dómur fyrir brot á áfengis- og bifreiðalögunum. Hæstiréttur kvað einnig í morgun upp dóm í máli valds- stjórnarinnar gegn Theodóri Kristni Guðmundssyni, fyrir brot á bifreiða- og áfengislög- unum. Var hann í undirrétti dæmdur í 200 kr. sekt og svift- ur ökuleyfi ævilangt. Hæstirétt- ur staðfesti dóm undirréttar. Hraðskák á Aknreyri. EINKASKEYTI TIL VlSIS. Akureyri í morgun. Hraðskákkepni Skákfélags Akureyrar var háð í gærdag og voru þátttakendur tuttugu að tölu. Baldur Möller varð efstur, fékk 17y2 vinning af 19 mögu- legum, annar Guðmundur Am- laugsson með 16% og þriðji Guðm. Guðlaugsson 14% vinn. Næstir urðu Júlíus Bogason, Jó- hann Snorrason og Jóliann Möller, með 13 vinninga hver. Baldur fór áleiðis suður i nótt með e.s. Heklu. Er skák- félagið mjög ánægt með komu Baldurs og telur sig aldrei hafa fengið betri gest. Jakob. Göring verður Chamberlain sendur til Italiu, þegar þeir og Mussolini ræðast við. Samkomnlag nm þetta talið ðrángnr af Lnndnnaiðr dr. Schachts. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Lundúnablaðið Daily Herald skýrir frá því í morgun, að sá árangur hafi orðið af för dr. Schachts til London, að Göring marskálkur hittir Chamberlain á ftalíu, þegar Chamberlain fer þangað til viðræðna við Mussolini í næsta mánuði. Mussolini hefir fallist á þetta fyrir sitt leyti og er talið mjög líklegt, að Chamberlain og Göring hittist á sveitarsetri Mussolini Roco Delle Caminate. Hvert umræðuefni þeirra Chamberlains og Görings verður er ekki kunnugt, en gera má ráð fyrir, að þeir muni halda áfram viðræðum um sum þeirra mála, sem dr. Schacht hreyfði í London. Það hefir að undanförnu vakið talsverða óánægju í Ítalíu, enda þótt aðstaða Mussolini sé sennilega sterkari en nokkuru sinni, að menn hta svo á, að Mussolini verði að fara að vilja Hitlers. Ennfremur er talið, að Gyðingaofsóknirnar á Itahu, sem að vísu eru ekki neitl i líkingu við það, sem er í Þýskalandi, séu óvinsælar með þjóðinni. Ekki er enn kunnugt hvort þeir Göring og Chamberlain ræð- ast við sérstaklega, eða hvort Göring verður viðstaddur þegar þeir ræðast við Chamberlain, Halifax lávarður og Mússólíni og Ciano greifi. Það var að vísu gert ráð fyrir, að Þjóðverjum yrði skýrt jafnóðum frá þeim viðræðum, en samkomulagið um Göring þykir benda til, að Hitler vilji hafa hönd i bagga með því, sem fram fer í Rómaborg, auk þess sem aðkallandi er að reyna að ná samkomulagi um viðskiftamálin við Breta. í ræðu þerri, sem Mússólíni flutti í gær, í hinni nýju námu- mannaborg, Carbonia, á Sardiniu, mintist hann ekki á utan- ríksmálin, en menn höfðu beðið eftir því með talsverðri eftir- væntingu, einkum stjórnmálamenn, að hann gerði það. United Press. London 18. des. FÚ. Samkvæmt skýrslum, sem birtar voru í Berlín í dag, er ó- hagstæður verslunar j öf nuður Þýskalands fyrstu ellefu mán- uði ársins sem nemur 17 milj. sterlingspunda. 1 nóvembermán- uði einum varð óhagstæður verslunarjöfnuður 6 milj. ster- lingspunda Fposthöpkur á Cnglandi. Sjórinii lagðup við sudur- stpönd landsins. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgnn. Frosthörkur eru á Englandi, en þar til fyrir tveimur dögum hefir verið hlýtt í veðri, en umhleypingasamt og rosar miklir. Frosthörkur hafa ekki verið eins miklar og nú undangengin tíu ár. Sjórinn er lagður við suðurströnd landsins all-Iangt út. Vegna bilana, sem orsökuðust af frosthörkunni, varð B. B. C. /Breska útvarpsfélagið) að fresta útsendingum í fjórar klukku- stundir í gær. Tveir menn hafa frosið í hel á Suður-Englandi. Mikil fann- koma var víða um England í gær og í morgun snjóaði í London. 1 BELGÍU VAR 50.000 ÍBÚA BORG í STÓRHÆTTU, ER TJÖRUGEYMAR SPRUNGU VEGNA KULDANNA. London í morgun. Frá Brtígge i Belgíu berast þær fregnir, að borgin hafi verið í mikilli hættu stödd í gærkveldi, er geymar, sem í voru þús- undir smálesta af tjöru- og tjöruolíu, sprungu vegna kuldanna. Var þetta í námunda við gasstöðina. Tvö hundruð hermenn voru kvaddir á vettvang slökkviliði borgarinnar til aðstoðar við að hindra útbreiðslu eldsins. (Briigge er skamt frá strönd Belgíu og tengir skipaskurður hana við Zeebrugge. íbúatala er yfir 50.000). United Press. London 18. des. FÚ. j Kalundborg, 19. des. F(Ú. Á einstaka stað í Póllandi lief- j Óvenjulegar vetrarhörkur ei'u ir verið mælt upp í 60 stiga nú i Danmörku og snjókoma sumstaðar allmikil. Hefir fann- kyngi sumstaðar valdið töfum á járnbrautarsamgöngum, aðal-' lega eru það hinar léttari mót- orknúðu lestir, sem illa komast áfram. Sumstaðar hafa járn- brautarlestir setið fastar nokk- ura hríð. Mest hefir snjóað á Suður- Sjálandi og þar er enn snjó- koma í dag. Minnst á Norður- frost. Svo margt fólk hefir kalið i Póllandi, að skólabörnum hef- ir verið sagt að lialda sig heima og fer fólk sem allra minst út. í Tékkoslóvakíu er einnig grimdar kuldi og þar við bætist að sumstaðar er mjög kolalítið, vegna þess, að meiri hlutinn af kolanámum landsins er kom- inn í hendur Þjóðverja. Verð á kolum hefir tvöfaldast. Kind bjargað úr fönn eftir 22 sólarhringa. Einkennileg tilviljun. I ofviðrinu mikla, er togarinn ólafur fórst, urðu margir bænd- ur hart úti, með því að fé þeirra var á beit, og skall veðrið svo skyndilega á, að ekki var ráðrúm til að smala fénu í tæka tíð, og hrakti það því og fenti. Jón Jónsson bóndi að Daðastöðum á Reykjaströnd í Skaga- firði hefir nýlega skrifað kunningja sínum, og skýrir hann svo frá, að hann hafi mist alt fé sitt í fönn, en eftir mikla leit og erfiðleika tókst honum að finna það og grafa úr fönninni, að undanteknum tveimur ám, sem ekki fundust. Leið nú og beið, en hinn 12. þ. m. fanst önnur kindin, og gerðist það með þeim hætti, sem hér greinir, og er sú frásögn orðrétt tekin eftir bréfinu: „Eg mun hafa sagt þér frá því í síðasta bréfi, að mig vant- aði tvær ærnar mínar, og nú í dag kemur til mín maður ofan úr fjalli, var að ganga við rjúp- ur, spyr mig að livort eg vilji ekki ganga með sér upp í fjall með skóflu. Segist hafa séð holu grafna i skafl, eftir tófu. — Við á stað og förum að grafa í skafl- inn, fylgjum eftir göngunum, sem tófan gróf, og voru þau 6 álna löng, og þar finnum við aðra ána lifandi, svo mælum við skaflþyktina yfir henni og var hún rúmar 4 álnir. —■ Eg tek ábyrgð á að rétt sé frá skýrt. Ærin er þá búin að standa þarna í algerðri sveltu (þvi að það var bara inelur í gilinu, sem liún stóð i) í 22% sólarliring, tófan var búin að bíta utan um munninn á lienni og sáum við að töluvert hafði blætt úr ánni, en þegar við vorum búnir að ná henni upp, gat liún gengið hjálparlaust heim, með hvild- um þó. — En mögur var hún orðin, sem ekki er að furða. Nú er spurningin, verður hægt að láta hana lifa? Það verður áreiðanlega reynt, því engin hætta er með dýrbitið þvi það var grunt og alveg ný- afstaðið. — Við leituðum mikið að hinni ánni, en höfum ekki fundið hana ennþá. Er afar hræddur um að hún sé undir sama skaflinum, skamt frá. Það er sárt að hugsa til þess ef kvelst úr henni lífið, þvi óvist er að tófan visi á hana. Þessi ær hefði aldrei fundist með lifi ef tófan hefði ekki grafið göng- in, og svona heppilega viljað til • að maður kom að — sennilega strax á eftir, því annars hefði tófan verið búin að drepa ána, em gat sér enga björg veitt —“ Jótlandi. Frostharka er víða all- mikil — um og yfir 12 stig. í Stettin i Þýskalandi er i dag 16 stiga frost á Celsius og 23 stiga frost í Dölunum í Svíþjóð. Bílslys varð í dag við Hede- husene í Danmörku. Ætlaði bifreið frá Kaupmannahöfn fram úr öðrum bíl og neyddi hann þar með að fara svo utar- lega á vegabrún, að hann valt um koll. Slösuðust f jórar mann- eskjur, sem í bílnum voru, eig- andinn, kona hans og tvær kon- ur aðrar. Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar. frá starfsfólki í Arnarhvoli 30 kr., frá Arnh. Jónsdóttur 20 kr., frá II. S. (áheit) 50 kr., frá Slát- urfél. Suðurlands 20 kg. kjöt, frá starfsfólki Sjúkrasamlagsins 32 kr. Innilegar þakkir! Gunnar Tlioroddsen og Guð- mundur Benediktsson fóru i gær til Stokkseyrar til þess að vera viðstaddir stofnfund sjálf- stæðisfélags þar á staðnum, en Gunnar hefir undanfarið unnið að undirbúningi félagsstofnun- ar ásamt ýmsum áhugamönn- um á Stokkseyri. Á stofnfund- inum í gær var mikið fjölmenni saman komið og voru stofnend- ur 90. Félagið heitir Sjálfstæðis- félag Slokkseyrarhrepps, en stjórn þess skipa: Bjarni Júní- usson formaður, meðstjórnend- ur: Guðjón Jónsson Miðhúsum, Þorgeir Bjarnason Ilæringsstöð- um, Shnon Sturlaugsson Kaðla- stöðum og Magnús Sigurðsson Móhúsum. Gunnar Tlioroddsen setti fundinn, en fundarstjóri var kosinn Ásgeir Eiríksson oddviti.. Flutti Gunnar þvi næst erindi, en aðrir, sem tóku til máls á fundinum, voru: Guðmmidur Benediktsson, Ásgeir Eiriksson, Bjarni Júníusson, Gísli Pálsson í Hoftúni og Jón Sigurðsson frá Hjalla í Ölfusi. Fundurinn fór ágætlega fram og var mikill áhugi meðal manna, enda má vænta mikils starfs frá hendi félagsins í þágu flokksins. Kvikmynd um vík- ingaferðii nar. Iíhöfn. FÚ. í ráði er að búa til kvikmynd um vikingaferðirnar og verður kvikmyndastjóranum Frank Lloyd, sem m. a. er kunnur ‘yrir kvikmyndina „Cavalcade“, falin stjórn verlcsins. Kvik- myndin um víkingaferðirnar verður gerð ú komandi ári. — Smíðuð verða víkingaskip til notkunar við töku kvikmyndar- innar, og í öllu farið eftir leið- beiningum fornfræðinga um gerð þeirra, svo að þau verði sem nákvæmastar eftirlíkingar víkingaskipa á Norðurlöndum. Búningar allir verða einnig gerðir samlcvæmt því, sem tíðkaðist á víkingatímunum. Sölubörn, sem selja vilja „Úti“, eru beðin að koma á Hverfisgötu 41 í dag. Blaðið kostar 50 aura, og 10 aurar greiddir í sölulaun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.