Vísir - 20.12.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 20.12.1938, Blaðsíða 3
VÍSIR Ásgeir Ásgeirsson fær ein- kennilega launauppbót. Honum eru greiddar kr. 4200,00 úr Fisk- veiðasjóöi fyrir störf, sem hann liefir ekki unnið. I Bankablaðinu, sem út kom í dag, er athyg'lisverð grein, sem nefnist „Óverjandi greiðvikni“, og er greinin þess eðlis, og fel- ur í sér svo þungar ásakanir á hendur bankaráði, að full á- stæða virðist til að þess verði krafist af því, að það gefi full- nægjandi skýringu á því athæfi, sem rætt er um í grein þessari. Leyfir Yísir sér að birta grein þessa orðrétta, almenningi til at- hugunar. Þar segir svo: Á fundi 13. þ. m. ákvað full- trúaráð ÍJtvegsbankans að greiða hinum nýskipaða banka- stjóra Ásgeiri Ásgeirssyni til viðbótar bankastjóralaunum hans kr. 4.200.00 á ári, frá og með 1. nóv. s.l. úr Fiskveiða- sjóði íslands. Samkvæmt lögum hefir ráð- herra sá, sem fer með sjávarút- vegsmál, þ. e. atvinnumálaráð- herra, á hendi yfirumsjón Fisk- veiðasjóðs íslands, en fram- kvæmdarstjórn hans annast Ct- vegsbankinn. Reikningshald og fjárreiður sjóðsins er aðskilið fjárhag bankans. Er það því eitt af skyldustörf- um bankastjóra Útvegsbankans að gegna framkvæmdarstjóra- störfum sjóðsins jafnt og bank- ans, en aukaþóknun hafa þeir aldrei til þessa fengið greidda fyrir þau störf. Með ákvörðun þessari hefir engu verið breytt um fyrir- ' komulag á framkvæmdarstjórn sjóðsins, þar sem hinir banka- stjórarnir hafa ekki verið leystir frá störfum í þágu sjóðsins, og Ásgeiri Ásgeirssyni hefir lielduf ekki verið falið að liafa þau störf sérslaklega á hendi fyrir bankans liönd. Ekki er lcunnugt, að Ásgeir Ásgeirsson hafi, síðan hann tók við stöðu sinni sem bankastjóri, 4. nóv. s. 1., haft nein afslcifti af stjórn sjóðsins, þótt ákveðið liafi verið, að greiða honum laun fyrir þau frá 1. nóv. s. 1. Fulltrúaráð bankans hefir með ákvörðun þessari sýnt hin- um nýja og með öllu óreynda bankastjóra óverjandi greið- vikni, og stingur svo fljót og greið afgreiðsla á launabótaer- indi hins nýja bankastjóra mjög í stúf við undirtektir og af- greiðslu fulltrúaráðsins á er- indum' óbreyttra starfsmanna bankans og félags þeirra. Er hér um fyrirskipun frá at- vinnumálaráðherra að ræða? Ef svo er, virðist fulltrúaráð- ið vera orðið viljalaust verk- færi í liöndum ráðherranna. En ef svo er ekki, þá skortir full- trúaráðið ekki þor, vilja eða hugkvæmni til úrræða, þá er vildarmenn þess eiga hlut að máli. Þessi meðferð á fé Fiskveiða- sjóðs mun mælast illa fyrir, enda er hún stórlineyksli. N. S. Jón Þórðarson frá Borgar- holti: „UNDIR HElÐUM HIMNI“. Nýkoinin er á bókamarkaðinn ljóðabók eftir Jón Þórðarson, kennara frá Borgarliolti. Nafn bókarinnar: „Undir heiðum himni“, er vel valið, þvi yfir þessum ljóðum hvelfist heiður himinn hollra lífsskoðana. Og í þeim eru miklar víðáttur, því höfundurinn fer sinna ferða og er engum líkur nema sjálfum sér. Hann er frjáls sem skáld. Ljóð þessi eru létt og fáguð kendaljóð og verður hvergi vart neinnar mistaka i meðferð rims. Yfirleitt eru ljóðin inerki- lega laus við alt viðvanings handbragð, sem altaf má þó bú- ast við, þegar um frumsmíðar er að ræða. Eitthvert besta kvæðið í bókinni heitir „Papar“. Það endar iá þessa leið: „Þótt spor þeirra týndust í tóm -—- sem tónbrot i eilífðar firð, þeir vaka í línum vors lands, í litum, í samhljómi og kyrð. — Hún ómar frá úthafsins rönd og ilmar i blómknappsins skál og ljómar í dalanna dýrð, bin draumlynda, keltneska sál“. ! I stuttu máli: Bók þessi spáir góðu um framtið höfundarins sem skálds. Og „jólasveinninn“ hefir áreiðanlega marga hluti ó- merkilegri í poka sínum en þessa bók, og mætti hann gjarnan dreifa henni sem víðast. Grétar Fells. Styðjið og styrkið Vetrarhjálpina! B CBÍOP fréttír I. 0 0. F. = Ob. 1 P. = 12012208 1/4 — E.S. — 9 P.st. Veðrið í morgun. 1 Reykjavík 4 st., heitast i gær 6, kaldast í nótt 2 st. Úrkoma i gær og nótt 10.0 mm. Heitast á land- inu í morgun 5 st., á Reykjanesi, Papey og Blönduósi; kaldast 3 st., á Ákureyri, Dalatanga, Sandi, Grímsey 0. v. — Yfirlit: Grunn lægð yfir Grænlandshafi. Hæð yfir Norðurlöndum. — Horfur: Suð- vesturland til Vestfjarða: Sunnan kaldi. Skúrir. Peningagjafir til Vetrarhj. X. kr. 20.00, N. N. kr. 5.00, inn- komið á dansleik að Hótel Borg 17/12. kr. 216.00, G. B. kr. 10.00, starfsfólkið hjá Sig. Þ. Skjaldberg kr. 40.00, Ása og Ingi kr. 25.00, Eyjólfur kr. 5.00, S. K. kr. 10.00, Nonni og Bina kr. 20.00, starfsfólk hjá Efnagerð Reykjavíkur kr. 33.00, starfsfólk Útvegsbankans kr. 175.00, Runólfur Guðjónsson kr. 15.OO, starfsfólk hjá Braunsverslun kr. 24.00, Ólafur Kristjánsson, Laugaveg 73, kr. 20.00, J. G. kr. 10.00, A. D. kr. 10.00, starfsfólk hjá Versl. Geysi kr. 48.25, áheit kr. 5.00, Guðjón Guðmundsson, Lgv. 165, kr. 5.00, Ágúst og María kr. 10.00, Þóra Friðriksson & Co. kr. 25.00, Elísabet Foss kr. 20.00, B. kr. 30.00, Sveinn Jónsson kr. 10.00, Starfsfólk hjá Smjörlíkisgerðinni Smári kr. 2.00, E. S. kr. 25.00, Svanhvit kr. 10.00. Kærar þakkir. —- F. h. Vetrarhjálparinnar Stefán A. Pálsson. Iteykvíkingar. Þér, sem hafið styrkt og eflt Vetrarhjálpina, fyr og síðar. Mun- ið hana vel nú, á þessum niiklu at- vinnuleysistímum. Oft hefir þörfin verið mikil fyrir drengilega hjálp, en sjaldan jafn brýn ög nú. Um- sóknir um hjálp eru með allra mesta móti, t. d. í gær bárust Vetrarhjálp- inni 136 beiðnir um aðstoð, og sýn- ir það glögt, hversu þörfin er mik- il. Skrifstofa Vetrarhjálparinnar er í Varðarhúsinu uppi. — Síminn er 5164. Óþekti sjómaðurinn. Eins og Vísir hefir skýrt frá, fóru forstöðumenn Sjómannadags- ins þess á leit við bæjarráð, að það veitti ókeypis rafmagn til þess að lýsa upp minnismerki óþekta sjó- mannsins í Fossvogskirkjugarði. Nú samþykti bæjarráð á siðasta fundi sínum, að verða við þessu. Sjómannastofan er í Tryggvagötu 2. Opin alla daga. Um hátíðirnar verður þar jólafagnaður fyrir sjómenn, inn- lenda og erlenda, eins og að und- anförnu. Þeir, sent vilja styðja jóla- fagnað stofunnar með gjöfum, geri svo vel að gera aðvart, sem fyrst, í síma 1347. Hjúskapur. < Síðastl. laugardag voru gefin saman í hjónaband af lögmanni ung- frú Ása Björnsdóttir, Vesturgötu 20, og Viggó Gíslason, vélstjóri, Hverfisgötu 96. Heimili þeirra er á Ásvallagötu 25. Bifreið ekið út af Hafnarfjarðarvegi. Kl. 12.40 í gær var lögregluvarð- stofunni tilkynt, að bifreiðinni R-825 hefði verið ekið út af vegin- um milli Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar. Tvei’r menn voru í bifreið- inni, en hvorugur meiddist. Lög- reglan í Hafnarfirði tók málið til athugunar. Parþegar með Dettifossi frá útlöndum i nótt: Óskar Hall- dórsson, Kristján Fjeldsted, Pétur Magnússon, Pétur Pétursson, ung- frú Jónína Rútsdóttir, Karl Ólafs- son. Mæðrastyrksnefndin. Minnist þess starfs, er nefndin vinnur og styrkið hana í því. Skipafregnir. Gullfoss fór frá Eyjum um há- degið, kemur hingað i kveld. Goða- foss er á leið til Hull frá Vest- mannaeyjum. Brúarfoss er væntan- legur til Grimsby i kveld. Dettifoss og Selfoss komu frá útlöndum í gær. Lagarfoss er í Kaupmanna- höfn. Aflasala. Bv. Haukanes seldi í Grimsby í gær 1736 vættir fyrir 1361 stpd. Höfnin. Gyllir og Hannes ráðherra komu frá útlöndum i gærkveldi, Snorri goði í nótt. Kolaskip er komið hing- að með farm til ríkisstjórnarinnar. Hetjuverðlaun. Þrem íslendingum, tveim stúlk- uni og einum manni, hefir verið úthlutað verðlaunum úr Carnegie- sjóðnum. Þau heita: Guðjón Vig- fús Árnason, sjómaður, Ráðagerði á Akranesi (hann fékk 500 kr.), Jónína Elíasdóttir, Nesi í Isafjarð- arsýslu, og Elísa Elíasdóttir, sama stað. Hlutu þær hvor um sig 300 kr. Andlátsfregn. Á sunnudaginn andaðist Geir Jón Jónsson, gjaldkeri Isafoldarprent- smiðju, í Landspítalanum. Mæðrastyrksnefndin. Minnist þess starfs, er nefndin vinnur og styrkið hana i því. Varðarfundur er í kveld kl. 8)4 í Varðarhús- inu. Sig. alþm. Kristjánsson hefur umræður um sjávarútvegsmálin. Sigurður er annar fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í milliþinganefnd- inni um rannsókn togaraútgerðar- innar, og er því þessum málum manna kunnugastur. Baðhúsið verður opið sem hér segir fyrir jólin: I kveld, fimtudag og föstu- dag til miðnættis. Annað kveld er opið til kl. 8 síðd., og á laugardag- inn til kl. 2 síðd. Skrifstofa Vetrarhjálparinnar er í Varðarhúsinu, uppi. Simihn tr 5164. Enginn gjöf er svo lítil, að hún komi ekki að tilætluðum notum. — Styrkið gott málefni og gleðjið fátæka fyrir jólin, það gef- ur yður sjálfum gleðileg jól. Styðjið of? styrkið Vetrarhjálpina! Útvarpið í kvöld. Kl. 18.45 Enskukensla. 19.20 Er- indi Búnaðarfélagsins: Sauðfjár- slátrunin í haust (Páll Zophonías- son ráðunautur). 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Samgöngur og sam- göngutæki á Islandi fyrir 45 árum (Sigurður Thoroddsen verkfr., e.). 20.40 Hljómplötur: Létt lög. 20.45 — Fræðsluflokkur: Hávamál, IV. (Vilhjálmur Þ. Gíslason). 21.05 Symfóníutónleikar: a) Tónleikar Tónlistarskólans. 21.45 Fréttaágrip. 21.50 Symfóníutónleikar (plötur) : b) Symfónía nr. 1, eftir Sibelius. Mnnið að Samband panta jólahangibjötið í tíma. isL samvinnuíélaga, Einn dagnr nr æfi Shirley Temple með mörgum stórum og falleg- um myndum er kærkomnasta jólabók litlu barnanna. Tii heimil s notkunar FYRIRLIGG JANDI: Gólflakk, Gullbronce, Aluminiumbronce, Málning löguð, allir litir, Mislit Lökk, Glær lökk, Japanlakk, Fægilögur, Gólfbón, Húsgagnaáburður, Windolin, Stálull, Gólfklútar, Þvottasnúrur, Penslar f jölda teg., Sandpappír, Smergel, Vatnsfötur, Saumur allskonar, Handlugtir, Lampaglös allar stærð- ir, — Nátttýrur. „Geysir“ V eiðarf æraverslunin. Oóðar og ódýrar jélabækm*: Veraldarsaga Wells. Guðm. Finnbogason íslenskaði.— 316 bls. þéttletraðar í Skírnisbroti. 20 uppdrættir. Verð: 6 krónur. í vönduðu bandi 9 krónur. Sálkönnunin. Eftir Alf Ahlberg. ■—- Jón Magnússon þýddL -64 bls. þéttletraðar. Verð: 2 krónur. Uppruni ísiendinga sagna. Eftir Knut Liestöl. — Björn Guðfinnsson íslenzkaði. — 223-f8 bls. Verð: 5 kr- BÓKADEILD MENNINGARSJÓÐS. Nokkur piani og orgel til sölu. Pálmar ísólfsson, Ódinsgötu 8 Simi 4920, Þrihjoiin og dfikkavagn»rnir vekja lirifningu almennings og þá ekki sist barnanna. Talið við okkur strax þvi það er naumur tími til jóla og mjög tak- markað sem við afgreiðum fyrir jól. FÁFNIR Hverfisgötu 16 A. — Sími 2631. Pétor litli er ákjósanleg jólabók handa drengjum. Gleymið því ekki þegar þið veljið jólagjafimar. Heimilisfaðirinn er farinn að lmgsa um kaup á jólagjöfum. Sonurinn óskar að fá Litla lávarðinn eða Njáls sögu þumalings, litla dóttirin kýs helst kongsdótturina fögru eða Þrjú æfintýri. Fermda dólt- irin velur Dætur Reykjavíkur en frúin Bókina mína og Minn- ingar frú Ingunnar frá Kornsá. stittsiöOíiíiCííísooíioocxíossísoöeooooöoaísoouooíittueíKsoíSísoíSísooeseíe « Kringam ísland Kringum ísland er vinsælasta barnaspilið. Gefið börnum yðar þau leikföng, er barnið lærir af. Nýja Leiktangagerðin Skólavörðustíg 18. KsesesesesooesesesQesoesesoooesesesesQesoesesoesoesesQoesooesesoescesesesesesesoesiaEst Sigurdur Einarsson ; Miklir menn Mjög fróðleg og skemtileg bók^I Ágæt jólagjöf Verd: ób. k;r. 4.60, í góðu bandi kr. 6,25.. Jólagjafir: LESLAMPAR. Silki og pergamentskermar. Mikið úrval. Skepmabúðin Laugavegi 15. Börnin snotur og ódýr myndabók fyrir og dýrin börnin. Hentug jólagjöf. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.