Vísir - 21.12.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 21.12.1938, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstrœti). ðímar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Snúningar. C YRIR nokkurum árum, eða *■ um 1930, samþykti bæjar- stjórn Reykjavikur einróma á- skorun til Alþingis í þá átt, a'ð alt landið yrði gerl að einu fratnfærsluhéraði. Var þá svo komið, að ýms sveitarfélög fengu ekki risið undir fram- færslu þurfamanna sinna, enda var framfærslukostnaðurinn oft livað mestur, lilutfallslega í þeim sveitarfélögum, sem verst voru stæð fjárhagslega. Bæjar- stjórnin taldi því rétt, að ríkið tæki að sér alla fátækrafram- færsluna í landinu, og færi með stjórn fátækramálanna, því að að eins með þeím liætti væri unt að jafna fátækrakostnað- inn sanngjarnlega niður. Það voru nú ekki sjálfstæðis- mennirnir í bæjarstjórninni, sem frumkvæðið áttu að þvi, að þessi samþykt yrði gerð, heldur voru það bæjarfulltrúar Al- þýðuflokksins, enda hafði Al- þýðuflokkurinn gert það að ílokksmáli sinu, að landið alt yrði gerl að einu framfærslu- liéraði. Nú virðist flokkurinn hinsvegar, ef nokkurt mark er takandi á blaði hans, vera ger- samlega snúinn í málinu. liag Reykjavíkurbæjar, heldur allrar þjóðarinnar, sé fullkom- inn voði búinn af „óstjórn íhaldsins“ á framfærslumálum bæjarins, og hefir flokkurinn liaft á reiðum höndum tillögur til stórfeldra umbóta á meðferð þeirra mála. En nú er blaðinu alt í einu snúið alveg við, og málgagn flokksins varar alvar- lega við því, að gera nokkura breytingu á þessari „óstjórn“. „í því fyrirkomulagi (á ó- stjórn fátækramálanna) sem nú er og verið hefir“, segir Tím- inn í gær, „felst óneitanlega mjög mikið aðhald gagnvart ó- skynsamlegri ráðsmensku í þessum málum“. Og hlaðið bætir þvi við, að öll rök hendi til þess, að sú fyrirkomulags- breyting, að gera landið alt að einu framfærsluhéraði, og þar með að fela rikisstjórninni stjórn fátækramálanna, hlyti að stórauka framfærsluútgjöldin frá því, sem þau nú eru! Nú er það vitanlegt, að meg- inþungi framfærsluútgjalda landsins livílir á Reykjavílcur- hæ, og það er fyrirsjáanlegt, að því meir muni sækja í það liorf, sem lengra líður, að óbreyttum framfærslulögunum, sem nú gilda. Framsóknarflokkurinn hefir lialdið því fram, að úr þessum útgjöldum mætli draga til mikilla muna, ef farið væri að ráðum lians. Með þvi að gera landið alt að einu framfærslu- héraði, fengi flokkurinn alla stjórji fátækramálanna í sínar hendur og gæti hagað henni al- gerlega eftir sinni vild. En hvers vegna vill flokkurinn það þá ekki? Er það af því, að hann hafi í rauninni enga trú á „um- bóta“-tillögum sínum og telji að þörf só á aðhaldi „gagnvart óskynsamlegri ráðsmensku“ í þessiun málum af sinni hálfu og rikisstjórnar sinnar? Jdlin nálgast. í gær lætur hlað Alþýðu- flokksins svo um mælt, að það lcomi mönnum „máske ekki svo mjög á óvart“, þótt sjálfstæðis- menn vilji nú, „þegar í óefni er komið, velta fátækraframfær- inu í Reykjavík yfir á ríkið“. Það er nú kunnugt, að síðan bæjarstjóx-n Reykjavíkur sam- þykti áskorunina um að alt landið yrði gert að einu fram- færsluhéraði, hefir framfærslu- kostnaður bæjarins vaxið mjög, og hefir Alþýðuflokkurinn ált drjúgan þátt í þvi, með afskift- um sínum af framfærslulög- gjöfinni. En þvi fer a. m. k. mjög fjarri, að í nokkurt óefni hafi verið komið í því efni, þegar þessi samþvkt var gerð. Hinsvegar er engin von til jjess, að sjálfstæðismenn í Reykjavík snúist nú gegn því, að landið verði gert að einu framfærslu- héraði, að eins fyrir þá sök, að stjórnarflokkunum hefir tekist að velta fátækraframfæri ann- ara sveitai-félaga yfir á Reykja- vík! En Aljiýðuflokkurnn unir því hersýnilega vel, sem unnist hefir á í ]>ví efni! Það kemur nú engum á ó- vart, þó að Framsóknarflokk- urinn vilji ekki nú, frekar en áður, fallast á það, að landið vei-ði gert að einu framfærslu- héraði. Hinsvegar kunna rök þau, sem Tíminn færir gegn ]>ví i gær, að koma mönnum kyn- lega fyrir sjónir. Eins og kunn- ugt er, liefir því verið haldið fram af hálfu Framsóknar- flokksins, að ekki að eins fjár- Undirbúningur undir jóla- hald er hafinn i öllum kristn- um löndum. Þessi undirbúningur er þó misjafn, og fer hann eftir efn- um og ástæðum og áliugamál- um einstaklinganna. Flestir reyna að prýða heim- kynni sín um jólin og þau eru fremur öllum öðrum hátíðum, hátíð barnanna og heimilanna. Það er ein stétt fremur öðr- um, sem vegna stöðu sinnar, ekki á þess kost oft og tíðum að dvelja á heimili sínu, með fjölskyldu sinni um jólin. Það er sjómannastéttin. Kristilegt sjómannaslai’f hef- ir fyrir löngu komið auga á þetla og heitir sér því fyrir sér- stökum jólasamkomum fyrir sjómenn, svo að kvöldin geti orðið þeim sem heimilislegust og ánægjulegust í alla staði. Slíkar samkomur undirbýr nú Sjómannastofan í Tryggva- götu 2, eins og undanfarin ár. En þessi jólafagnaður hefir út- gjöld í för með sér, þar sem bæði verða gefnar veitingar og jólapakkar, en pakkarnir eru ó- missandi; það ber öllum saman um. Starfsemi stofunnar eru mik- ið til borin uppi af frjálsum gjöfum Reykvíkinga, og svo hefir einnig vei-ið með gjafir til jólafagnaðarins. Margir minnast sjómannanna að maklegleikum um jólin. — Gleðjið éinhvern með þvi að senda jólapakka og munið að ! senda bréf eða nafnspjald með. | Þá getið þið kannske síðar feng- Chamberlain krefur Hore-Belisha um skýrslu um vigbunaðarframkvæmdirnar. Hore'Belisha á konung’siundi. — Ungu ihaldsrádherrarnir vilja Kuldamir í Bretlandi losna við national-liberala úr hafa ordið 35 manns að hana. stjórniani. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Oppreistartilraun aðstoðarráðherranna í bresku stjórninni er aftur í dag eitt höfuðefni Lund- únadagblaðanna. Það vakti feikna athygli, að Hore-Belisha hermála- ráðherra fór á konungsfund í gær, en að því búnu ræddi hann við Chamberlain. Komst orðrómur á kreik um það, að Hore-Belisha mundi ætla að segja af sér, en hann mun þó ekki gera það í bili, hvað sem síðar verður. Hore-Belisha ræddi ítarlega við Chamberlain um ó- ánægju og gagnrýni aðstoðar-ráðherranna eða upp- reistartilraun þeirra, eins og blöðin kalla hana, og gaf Hore-Belisha Chamberlain ýmsar upplýsingar um hvernig gengi með framkvæmd vígbúnaðaraukningar- innar. Að því er stjórnmálamenn fullyrða snýst aðalágrein- ingurinn um hermálaráðuneytið og Hore-Belisha her- málaráðherra sjálfan, en sagt er, að aðstoðarráðherr- arnir þrír, sem látið hafa í I jós óánæg ju og gagnrýni, krefjist, að hann biðjist lausnar. Telja þeir hann ekld liafa sýnt þann dugnað og þekkingu i starfi sínu sem æskilegt væri. Að því er stjórnmálafréttaritari Daily Mail segir í dag, fór Chamberlain fram á það við Hore-Belisha, að hann sendi sér ítarlega, sundurliðaða skýrslu um fram- kvæmd vígbúnaðaraukningarinnar. Er ekki búist við, að Chamberlain taki neina ákvörð- un í málinu, fyrr en hann hefir lengið jiessa skýrslu. Sumir stjórnmálamenn eru þeirrar skoðunar, að höfuðor- sök uppreistartilraunar hinna ungu íhalds-ráðherra, sé sú, að þeir vilji losna við hina þjóð- stjórnarfrjálslyndu ráðherra úr stjórninni. Frjálsl. flokkurinn er, sem kunnugt er, klofinn og fylgir nokkur hluti hans þjóð,- stjórninni, en liinn er í stjórnar- andstöðu undir forystu Sir Ar- ehibalds Sinclair). United Press. Rðmafaorgarfðr Chamberlaios. Hore-Belisha hefir tilkynt, að hreski herinn þurfi að fá 20.000 nýliða i hyrjun næsta árs, til aukningar og í stað þeirra, sem úr ganga. Búið væri að taka 40.000 nýlða í herinn á yfir- standandi ári. Skýrði Hore-Be- lisha frá þessu í þingræðu. er liann svaraði andstæðingi sín- um. — Fyrirspurn viðvíkjandi gagnrýni aðstoðarráðherranna, m. a. um það, lxvort þeir mundu verða að segja af sér, kvaðst Hore-Belislia ekki geta svarað. Þingm. krafðist svars og svaiaði Chamberlain þvi, að ekki skyldi leggja of mikið upp úr hlaðafregnum um þetta mál. Einkaskeyti til Vísis. t London í morgun. Fannkomur voru miklar um gervallar Bretlandseyjar í gær, og dró úr frostinu, einkum á Suður-Englandi, en í Norður- Englandi voru frosthörkur og hi-íðarveður. Þrjátíu og fimm manns liafa nú farist af völdum kuldanna í Bretlandi. Kuldarnir ná nú alt suður á miðja ítaliu, en norðarlega í Noregi, Sval- barða og víðar svo langt norð- ur frá eru hlýindi. Frosthörkur miklar halda áfram á meinland- inu. Samgöngur liafa stöðvast víða á meginlandinu, vegna fannkomu. Árásln á La Goardia Atvinnulaus verkamaður réð- ist í gær á La Guardia borgar- stjóra í New Yorlc, er hann var á Jeið í Ráðhúsið. Sló hann La Guardia í liöfuðið og féll liann við. La Guardia stóð upp og sló á handlegg mannsins, svo að hann varð máttlaus. Fólk, sem hafði safnast þarna saman, réðist á manninn, en lögreglan bjargaði honum og flutti hann á spítala all-meiddan eftir meðferð múgsins. La Guardia fékk fyrir nokk- uru nafnlaust liótunarbréf, merkt liakakrossi. Var hótað að drepa hann, ef hann liætti ekki að ráðast á nazista. Hrydj uverkin i Palestina. Hryðjuverk lialda enn áfram í Palestinu, en víðtækar ráð- stafanir gerðar til þess að tryggja friðinn, einkanlega í Bethleliem, um jólin. Á eyjum við Holland og Þýskaland, við Norðursjó, eru engar samgöngur við land, og vantar matvæli og meðul. Flug- vélar Lufthansa munu reyna að lialda uppi samgöngum nauðsynja. I París er 15 stiga frost. Eru kuldarnir liöfuðum- ræðuefni manna. Oslo 20. des. í morgun var 7 stiga hiti sumstaðar í Norður-Noregi, en 5 stiga frost suður á Italiu. Á Isafirði á Svalharða var í gær l>i iggja stiga liiti og rigning, en í Berlín og París 15—16 stiga frost. NRP—FB. LIÐSFORINGJAR I HER FRANCOS HANDTEKNIR. London, 21. des. — FÚ. Á Spáni hafa margir liðs- foringjar uppreistarmanna verið handteknir í máli sem enn er ekki nema að litlu leyti upplýst. Handtakan stendur í sambandi við skjöl sem áttu að hafa fundist í ferðatösku Mr. Goodman, sem er einn af starfsmönnum bresku ræðismannsskrifstof- unnar. Var hann á leið inn í Frakkland, er skjölin fund- ust. London í morgun. Alvarleg misklíð er komin upp milli Rússa og Japana. Orð- sendingar fara milli þeirra um þetta. Deilurnar standa í sam- handi við Mansjúkó, — Fimm japönsk herfylki liafa verið flutt til Mansjúkó frá Norður- Kína. United Press. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. ítölsku hlöðin gera ekki að umtalsefni ræður þeirra Cham- herlains og Bonnet. En þau ræða mjög mikið liina fyrirhug- uðu för Chamherlain til Róma- borgar. United Press. Ofsúknnm mútmælt. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Á alþjóðafundi lagakennara í Amsterdam er mótmælt kyn- þátta- og trúarofsóknum og grimdarlegri meðferð, sem fram fer í vissum löndum. Telja þeir þetta striða móti lögum, rétti og mannúð, United Pi-ess. ið að vita, hver verður gjafar ykkar aðnjótandi. Þeir, sem kynnu að vilja styðja jólafagnað sjómanna- stofunnar, geri svo vel og til- kynni það á Tryggvagötu 2 eða í sima 1347. Sigurður Guðmundsson. BRESKAR HERSVEITIR I BETHLEHEM. Uppreistarsveitir Ai-aba réðu lögum og lofum í Betleliem um nokkurra vikna skeið, en Eng- lendingar hröktu þá þaðan* án þess að til verulegrar blóðsúthellinga kæmi. Hér á myndinni sjásl götuvígi, hlaðin úr sandpokum og varin með gaddavírsgirðingum, en hak við þær eru vélbyssú- sveitir og hifhjólasveitir á verði. Víggirðingar þessar eru framan við Fæðingarkirkjuna í Betle- hem. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.