Vísir - 27.12.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 27.12.1938, Blaðsíða 2
V I S IR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Sf ma r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Samstarf. Cormaður Framsóknarflokks- ins lét svo um mælt fyrir ekki all-löngu, að alt yrði „að bera sig", og hefir oft verið vitnað í þau ummæli síðan. En „fræg" hafa þessi ummæli orðið með réttu eða röngu fyrir þá sök, að þau þóttu bera þvi vitni, að f orystumönnum Fram- sóknarflokksins hefði ekki áður verið allskostar ljós sá sann- leikur, sem formaður flokksins gerði þamiig grein fyrir, i sam- baudi við taprekstur atvinnu- veganna á undanförnum árum. Undanfarin stjórnarár Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins hefir eins og raunar áður verið hlúð allverulega að landbúnaðinum. Um það hafa allir flokkar yerið samtaka. Um afkomu sjávarútvegsins hefir minna verið hirt. Og i rauninni virðist það hafa verið skoðun valdhafanna í landinu, að um útgerðarfyrirtækin skifti það engu, þó að þau væri rekin með tapi, eða þó öllu fremur, að þau ættu að vera rekin með tapi, að minsta kosti togaraútgerðin. Á útgerðina hafa stöðugt verið lagðar þyngri og þyngri byrðar. Og þó að henni hafi verið íviln- að eitthvað með annari hend- inni, þá hefir það verið tekið margfalt aftur með hinni. Ef það er nú svo, að Fram- sóknarflokkurinn sé nú farinn að láta sér skiljast það, að ein- hverja breytingu þurfi að gera á þessu, svo að útgerðin geti „borið sig", eiiis og formaður flokksins sagði að „alt" yrði að gera, þá ber að sjálfsögðu að fagna því. En það verður að ef- ast mjög um það, að hann geti vænst stuðnings Alþýðuflokks- ins til nokkurra slikra aðgerða. Þess sjást engin merki, að Al- þýðuflokkurinn hafi látið sann- færast um það, að „alt yrði að bera sig". Um togaraútgerðina virðist hann að minsta kosti enn vera þeirrar skoðunar, að hún þurfi ekki að bera sig. Það þurfi aðeins að koma rekstri hennar i hendur ríkisins eða bæjarfé- laganna, og svo skifti það engu máli, hvort hún beri sig eða ekki. — En ef Framsóknar- flokkurinn vill nú ekki fallast á það, að „þjöðnýta" togaraút- gerðina, og ekkert samkomulag geti orðið milli hans og. Al- þýðuflokksins í því efni, þá verður ekki séð, að nokkuru sé nær um viðreisn útgerðarinnar, meðan Framsóknarflokkurinn heldur dauðahaldi í stjórnar- samvinnuna við Alþýðuflokk- inn, þrátt fyrir yfirlýsinguna um að alt verði að bera sig. Ef til vill eru það þessi vand- kvæði á framhaldandi stjórnar- samvinnu við Alþýðuflokkinn, sem hafa valdið því, að forsæt- isráðherrann vakti máls á nauð- syninni á víðtækara samstarfi' flokkanna i landinu. En ber þá ekki flokkunum of mikið á milli í þessu efni, til þess að um viðtækara samstarf geti orðið að ræða? London, 26. des. — FU. Karel Capek, rithöfundurinn heimsfrægi, er látinn. Hann var fæddur í Bæheimi þ. 9. janúar 1890. Liggja eftir hann alls 30 bækur og var hann fyrir all- löngu orðinn einn af kunnustu skáldsagnahöfundum Tékkó- slóvakíu. Mentun sína hlaut Capek í Prag, Berlín og París, og gerðist rithöfundur þegar á stúdentsárum, og mun aðallega hafa skrifað smásögur fyrst í stað. En hann gaf sig brátt einnig að blaðamensku, þýð- ingastarfsemi og samdi leikrit og var leikstjóri. Capek komst i náin kynni við Mazaryk, for- seta Tékkóslóvakiu, og skrifaði bók um hann í íveimur bindum. Meðal hinna mörgu bóka Cap- ;ks er ein um garðrækt, en fristundir sínar notaði hann til garðræktar og til þess að auka þekkingu sína á henni. Eitt hinna síðari verka Capeks var leikrit, sem fjallaði um ein- ræði og lýðræði. Margar af bók- um Capeks voru þýddar á enska tungu og sum leikrit hans voru sýnd í leikhúsum í Englandi. Bandarikin við öiln bú- in. - Atlantshafsflotinn, 35 hersklp, hafðnr til taks. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í gær. Tilkynningin um, að Atlants- hafsfloti sá, sem verið hefir um nokkurt skeið undanfarið við austurströnd Bandaríkjanna, skuli hafa bækistöðvar á austur- ströndinni til frambúðar, sam- kvæmt tilskipun, sem gengur í gildi 6. janúar, vekur hina mestu athygli hvarvetna, og þykir af þessari ákvörðun Bandaríkjastjórnar mega ráða, að hún telji horfur í alþjóða- málum hinar ískyggilegustu og kjósi að vera við öllu búin. Hin versnandi sambúð Bandaríkj- anna og Þýskalands er af sum- um talin hafa haft sín áhrif í þessu efni. í Atlantshafsflota þessum verða 35 herskip. United Press. Söngskemtanip á Akranesi. Theódór Árnason söngstjóri hefir dvalið undanfarið á Akra- nesi og hefir æft karlakórinn „Svani", en i kórnum eru 30 manns. Höfðu æfingar legið niðri hjá félaginu nokkuð á annað ár, en svo kappsamlega hefir kórinn æft, að hann hélt i gær tvær söngskemtanir á Akra- nesci við hinar ágætustu mót- lökur. Á fyrri söngskemtunina, sem haldin var kl. 3 síðd. var boðið öllum skólabörnum i kauptún- inu. Síðari söngskemtunin hófst kl. 8% og var mjög vel sótt og var kórnum og söngstjóra tekið með miklum fögnuði og létu menn hið besta af skemtuninni. Sóknin á Kataloníu-vínstöðvunum EftÍF þplggja daga sókn, iaafdi liei* Fpaneos sótt fram lengst 30 km. og tekid yfti* 3000 fanga. Barcelonastjórnin vongóð um, að sóknin hafi mishepnast. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. r Itilkynningnm Burgosstjórnarinnar í morgun segir frá því, að hersveitir hennar á Kata- lóníuvígstöðvunum hafi haldið áfram sókn sinni í gær og í morgun. Á Tremp-svæðinu hafa þær sótt fram 6 kílómétra og algerlega umkringt þorpin Cogull og Granadella. Barcelona-st jórnin tilkynnir opinberlega, að árásum þ.jóðernissinna á Granea, Fraga og Cogull, hafi verið hrundið. Samkvænit skeytum fréttaritara United Press er staða Francohersins nú sú, að víglinan er frá Balaguer- svæðinu til neðri Segre nokkuru fyrir neðan Lerida. Hafa þeir náð nokkuru landsvæði á sitt vald og eins svæði norðar. London, í gær. Samkvæmt opinberri tilkynningu Burgosstjórnarinnar hafði sókn hersveita þjóðernissinna gengið vel síðastliðinn föstudag. Þann dag, segir í tilkynningunum, sóttu hersveitirnar fram að meðaltali 12 kilómetra, og víða lagði lýðveldisherinn á flótta, ári þess að gera tilraun til þess að stöðva hersveitirnar, sem fram sóttu. Sumstaðar eru varnarstöðvar fjandmannanna gersam- lega umkringdar og hefir öll vörn þeirra gersamlega bilað á fjórum stöðum. Yfir þúsund fangar hafa verið teknir höndum og f jölda margar fallbyssur, vélbyssur og önnur hergögn. _Jl*i.'.1-^ Ægilegt járnbrautarslys. 85 menn farast. London, 26. des. — FÚ Áttatíu manns fórust í járnbrautarslysi í Rúmeníu á jóla- kvöld og barst fregnin ekki til Bukarest fyrr en í morgun, vegna símslita og samgönguerfiðleika, af völdum hríðarveðra. Slys þetta varð í Bessarabíu, í norðurhluta landsins. Rákust tvær járnbrautarlestir á, er þær voru á fullri ferð, og var blind- hríð, er áreksturinn varð. Samgöngumálaráðherrann er farinn á vettvang og var þegar er fregnin barst til Bukarest brugðið við með að fyrirskipa hvers konar hjálparstarfsemi, sem tök voru á. Líklegt þykir, að margt meiddra farþega sé enn á slysstaðnum. London, 26. des. — FÚ. Seinustu fregnir frá Rúmen- íu herma, að samkvæmt opin- berri tilkynníngu hafi 65 manns farist i járnbrautarslysinu i Bessarabíu, en 320 meiðst. Ótt- ast er, að fleiri hafi farist en kunnugt er um. Flestir þeir, sem meiddust, hafa nú verið fluttir i sjúkrahús. Tvær járnbrautar- lestir með lækna, hjúkrunar- konur, nauðsynleg tæki og um- búnað, starfsmenn til þess að vinna á slysastaðnum við að leita í rústunum og hreinsa þar til o. s. frv. Orsök slyssins er talin sú, að rangt merki hafi verið gefið, með þeirri afleiðingu, að lest- irnar, sem fóru i gagnstæða átt, mætust á ein-spora braut. En í tilkynningum stjórnar- innar í Barcelona er ólík frá- sögn. Af henni má ráða, að þjóðernissinnar hafa byrjað sókn sína með allmiklum krafti en lýðveldissinnar segjast hvar- vetna hafa hrundið sókninni á víglínu, sem er 50 kílómetrar á lengd, og víðast liggur samhliða ánni alt til Balaguer og Lerida. Bardagarnir halda áfram og fallbyssuskothríð er haldið á- fram á vígstöðvunum án þess hlé verði á. Barcelonafregnir í morgun herma, að hersveitir Barcelona- stjórnarinnar hafi hvergi látið undan síga, nema á stöku stað. í tilkynningunum í morgun er því haldið f ram, að í framvarða- sveitum hersveita Franos séu Márahersveitir og ítalskar her- sveitir. Það verður ekki sagt, segir i tilkynningum Barcelonastjórn- arinnar, að nokkur teljandi ár- angur hafi orðið af þriggja daga látlausri fallbyssuskothrið á varnarlínur stjórnarhersins á Kataloniuvígstöðvunum, nema helst í kringum Almatret. Barcelonastjórnin hefir bestu vonir um, að sókn þjóðernis- sinna, sem á aðfangadag jóla hafði verið aukin svo, að vig- línan var orðin 150 kilómetrar á Iengd, muni mishepnast. Burgosstjórnin tilkynnir í morgun, að á bardagasvæðinu við Segre, sæki hersveitir hennar fram, og séu komnar inn í úthverfi Granadella, sem er í 30 kilómetra fjarlægð frá þeim stað, sem sóknin hófst á suðm- á bóginn. Kringum Tremp hafa hersveitir Franco sótt fram 10 kílómetra. Hersveitir þjóðernissinna tóku 3000 fanga á Segre-svæðinu, að því er haldið er fram í Burgos- fregnum. United Press. A aneað hnnðrað maons biðn bana jðlidaganaíU.S.A. af slysfðrnm. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Vegna óvenjulega víðtækra ráðstafana var minna um um- ferðarslys í Bandaríkjunum um jólaleytið að þessu sinni en vanalega. Á aðfangadagskvöld kl. 12 höfðu til dæmis aðeins sjö menn beðið bana af umferðar- slysum í New York, afleiðing- um drykkjuskapar o. s. frv. 31 maður voru fluttir í sjúkrahús •• Franskir jafnaðarmenn hsimta rðttæka itanrikismálastefnn. London, í morgun. Frakkneski jafnaðarmanna- flokkurinn hefir verið á fundi í Mont Rouge í Frakklandi jóla- dagana. Stefna Leons Blums, foringja flokksins, náði fylgi fulltrúa- þingsins, en hann bar fram til- lögu um að kref jast róttækari stefnu í utanríkismálum en þá, sem ríkisstjórnin fylgir. Paul Faure bar fram tillögu, sem fór í þá átt, að flokksfund- urinn lýsti sig samþykkan ut- anríkismálastefnu, sem bygðist á grundvelli Miinchenarsam- þyktarinnar. Hlaut sú tillaga 2873 atkvæði, en tillaga Blums fékk 4322 atkvæði. 1004 greiddu ekki atkvæði. United Press. : ¦ •"¦ LEON BLUM. vegna drykkjuæðis. En alls biðu á annað hundrað, manns bana í Bandaríkjunum jóladagana af ýmiskonar slysförum, afleiðing- um drykkjuskapar o. s. frv. — Sjálfsmorð eru með færra móti. United Press. Næturlæknir: Kjartan Ólafsson, Lækjargötu 6B, sími 2614. — Næturvörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúð- inni íðunni. FBAGA — „HLIÐ" KATALONIU. Borgin Fraga hefir stundum verið kölluð „hliðið" — þ. e. hliðið, sem Franco þarf að komast í gegnum til þess að geta lagt Iíataloníu undir sig. A borg þessa er minst í einkaskeytum til Vísis i dag. Áður hefir verið grimmilega barist á þessum slóðum, eins og sjá má af mynd þeirri sem hér birtist. Borgin stendur við Ebrofljót og fremst á myndinni er hrú, 'sem hefir verið eyðilögð í bardögum. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.