Vísir - 27.12.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 27.12.1938, Blaðsíða 3
V I S í R Fruisfning Milm JLeikrit í 4 þáttum, eftip Jólianu Frímann. Leikstjópi: Ragnar E. Kvaran. AÐ mun ínega segja, að menn fari í leikhúsið með meiri eftirvæntingu á annan í jólum, heldur en vanalega, þótt um frumsýningar sé að ræða, því að það er orðin hefð, að bjóða þá upp á það besta — að minsta kosti það, sem menn telja best — enda er frumsýn- ing á annan í jólum oft mesti leikviðburður ársins. Hvort svo verður að þessu sinni er ekki enn hægt um að segja, en vist er um það, að leikhúsgestir al- ment munu hafa fagnað því, að íslenskt leikrit varð fyrir val- inu sem jólaleikrit, og þeir munu margir liafa beðið þess með nokkuná eftirvæntingu að kynnast „Fróðá“ Jóhanns Fri- manns á leiksviðinu hér. Margir hafa lesið það og heyrt um get- ið meðferð leikfélagsins á Akur- eyri á því, aðrir vildu kynnast því vegna þess, að þeir hafa kynni af Eyrbyggju, og enn aðr- ir vegna þess að þeir hafa lesið dóma þá — ærið misjafna — sem um leikritið liafa verið hirtir, en alt þetta á sinn þátt i, að leikritið hefir orðið alment umtalsefni manna á meðal. Höfundurinn hefir, eins ög kunnugt er, við samningu leik- ritsins, stuðst við Eyrbyggju að nokkuru leyti, og liann leiðir hér fram á sjónarsviðið Björn Breiðvilcingakappa og fleiri, sem þar koma við sögu, en einn- ig leiðir liann fram „ímyndaðar persónur“, sem enga stoð eiga sér í sögunni“ (Kormákur á Katastöðum og Kaðlín dóttir lians). Höfundurinn segir sjálf- ur: „Mannkynið hefir, síðan fregnir hafa af því borist, flutst búferlum úr óvistlegum holum steinaldarmannsins inn í skýja- ldjúfa nútímamenningarinnar. Segja má, að liinir ytri siðir og menningarástand hafi yfirleitt breytst í samræmi við þessi vistaskifti. En svo virðist, að hið insta eðli mannsins hafi aftur á móti litlum breytingum tekið, þótt stundir hafi liðið fram. — Ástir og afbrýði, rógur og hat- ur, æfilangur misskilningur og dulin lítilsvirðing orkar sjálf- sagt lílct á öllum öldum á stór- brotinn og gáfaðan geðsmuna- mann. Þegar þessi öfl rísa gegn honum — eða í honum ;— á þeim stundum, sem hann er veikastur fyrir, ástvinir hans hafa farisl voveiflega og trúar- efasemdir stríða á hann, geta þau enn þann dag í dag orðið upphaf nýrra Fróðárundra, þeg- ar taugar lians' bila og sál hans myrkvast. — Hitt skiftir raun- ar minstu máli, hvort sá harm- leikur gerist á 11. eða 20. öld“. Slík örlög eru aðalefni leiks þessa, eins og höfundur segir — en það skiftir vitanlega ákaf- lega miklu máli, þegar um harmleik er að ræða —• þegar sýndur er harmleikur, sem ger- ist t. d. á 11. öld, að þar ríki í öllu andi þeirrar aldar svo að þeir, sem á hlýða og á horfa, fái sem sannasta mynd þeirrar aldar, en nútíminn gægist elcki fram annað veifið, en það er það sem dregur úr áhrifunum við lestur og sýningu leikrits Jóhanns Frímanns, sem þö hef- ir margt til síns ágætis og sýnir ótviræða hæfileika til leikrita- gerðar. Meðferð leikendanna er yfir- leitt góð og mörgum leikendum hefir tekist prýðilega. Ragnar E. Kvaran leikur Þórodd skatt- kaupanda, hónda á Fróðá, og tókst honum ekki eins vel og vænta mátti framan. af, en í leikslok, þegar sálarstrið hans er mest og „taugar hans hila og sál hans myrkvast“, er leikur lians afburða góður. Það var eins og Kvaran næði ekki full- um tökum á hlutverkinu fyrr en þá, en vafalaust batnar með- ferð hans á lilutverkinu í fyrri þáttunum. Soffía Guðlaugsdótt- ir í hlutverki Þuríðar Barkar- dóttur mun leikhúsgestum lengi minnisstæð — liún vex með hverju spori frá því er hún í fyrsta jþætti ræðir við Þórgunni vistkonu, er segir henni frá róg- mælgi Þóris viðleggs og þar til á ógnarstundinni, er kemur til átaka milli hennar og manns hennar i hofinu, er hann ætlar að fórna því dýrmætasta, sem þau bæði eiga — blóta syni þeirra — sem Þuríður á skelf- ingarstund þessari verður að játa, að er ekki sonur Þórodds. En hæst náði Soffía í list sinni áður — eftir viðskilnaðinn við gamlan elskhuga sinn, Björn Breiðvikingakappa, er forlögin vega þegar í sama knérunn —• veita henni annað sárið til og enn meira en hið fyrra. Eg trúi ekki, að nokkur leiklistarvinur mundi vilja verða af því, að sjá hversu afhurða vel frú Soffíu tekst að lýsa sálarstríði og hetjulund fornkonunnar á þess- ari stund. Þá var nútíðin með B.TÖRN BREIÐVÍKINGAKAPPI, ÞURÍÐUR BARKARDÓTTIR. (Þorst. Ö. Stephensen og Soffí a Guðlaugsdóttir). ÞORGRÍMA GAT.DRAKINNA OG ÞÓRIR VIÐLEGGUR, (Gunnþórunn Halldórsdóttir og Brynj. Jóhannesson). öllu gleymd 1 svip — en söng- ur þeirra, sem báru lik drukn- aðs sonar hennar og gangan út af sviðinu spilti nokkuð áhrifun- um. Þorsteinn Ö. Stepliensen lék Björn Breiðvikingakappa af góðum skilningi, prúðmannlega og djarflega, og skeikaði ekki. Þau Brynjólfur Jóhannesson (Þórir viðleggur) og Gunnþór- unn Halldórsdóttir (Þorgríma galdrakinna) leystu hlutverk sín afburða vel af hendi, en nokkuð var Þórir viðleggur Gyðingslegur. Konnákur var leikinn af góðum skilningi af Val Gíslasyni og gerfi hans var ágætt. Kaðlínu dóttur hans lélc Edda Kvaran, sem mun vera byrjandi i listinni, og fórst skörulega úr hendi. Sólveig Eyj- ólfsdóttir lék Þórgunni vist- konu og sómdi hún sér vel í gerfi fornkonunnar, en skortir þjálfun á við flesta þá, sem áð- ur voru nefndir. Það kom fyrir að stöku leik- endur háru fullhratt fram. Þar voru þau Þorsteinn Ö. Stephen- sen og Soffia Guðlaugsdóttir mjög til fyrirmyndar. Það var liæfilegur hraði í leik þeirra, ör- yggi, festa, engin mistök. Hið sama má i rauninni segja um þau Brynjólf og Gunnþórunni. Samleikur þeirra í þriðja þætti var snildarlegur. Meðferðin á leikritinu er Leikfélaginu Q sóma, og það getur engum dulist, að þegar Leikfélagið tekur islenskt leik- rit til meðferðar, er alt tekið traustari tökum, af meiri festu og næmari skilningi, og það er einmitt leiðin, sem Leikfélagið á að fara, að taka sem flest ís- lensk leikrit til sýningar, til þess að skapa liér blómgandi leik- listarlif — að sýna fleiri islensk leikrit en það hefir gert á seinni árum. Þar er jarðvegurinn. Þar njóta hæfileikar leikendanna sin hest. Þau skilja leikliúsgestirnir hest og kunna hest að meta. Með þessu er kannske lögð besta undirstaðan að því að þroska leikhúsgestina. Það á lika að vera hlutverk Leikfélagsins að vera lyftistöng þeim, sem hæfi- leika liafa til leikritagerðar, með þvi að taka þau leikrit til sýningar, sem frambærileg eru. Það má vera, að það sé ekki um auðugan garð að gresja, en Leikfélagið sjálft liefir á valdi sínu að lilynna að þeim gróðri, sem er að vaxa upp. Það hefir hlynt að þeim gróðri — en það mætti gera það betur, með því að taka fleiri íslensk leikrit til sýningar. Leikfélagið á þakkir skilið fyrir að hafa ráðist i að sýna „Fróðá“ og allan heiður skilið fyrir meðferð sina á því. Leik- endur voru kallaðir fram að sýningu lokinni og þökkuð frammistaðan með dynjandi lófataki, én ýmsir leikendanna fengu lófatak að launum meðan á sýningunni stóð, fyrir af- burða leik, svo sem þau frú Soffía Guðlaugsdóttir, Brynj- ólfur Jóliannesson og Gunnþór- unn Halldórsdóttir. Leiksviðs- og ljósaúthúnaður var ágætur. Leiktjöld eru eftir Vigfús S. Jónsson (lánuð af Leikfél. Akureyrar) og Lárus Ingólfsson. Búningar eru sum- part lánaðir frá Leikfél. Akur- eyrar og Þjóðminjasafninu i Reykjavík. A. Th. Dettifoss bjargar bátshöfn frá Þingeyri. Bátinn hafdi hrakið i 4 stundir vegna vélbilunar. Þegar Dettifoss kom hingað að vestan á aðfangadag var með skipinu áhöfnin á vélbátnum Rafnari frá Þingeyri. Hafði Rafnar sokkið undan Öndverðarnesi, en Dettifoss bjargað á- höfninni, þremur mönnum. Vísir átti tal við Einar Stef- ánsson, skipstjóra á«Dettifossi i morgun og sagðist honum svo frá þessum athurðum: — Um kl. 9 á Þorláksmessu- kvöldi vorum við á ferð undan Öndverðarnesi. Var eg á stjórn- palli ásamt einum stýrimanna og siáum þá einkennilegt ljós til hafs, all langt undan. Afréð eg að ekki myndi saka að aðgæta nánar, hverskonar Ijós þetta væri. Var þarna þá vélhátur- inn Rafnar frá Þingeyri. Bátverjar sáu okkur ekki fyrr en við vorum komnir fast að þeim, vegna birtunnar af þeirra eigin ljósi. Þegar við vor- um komnir í kallfæri spurðum við þá hvað að væri, en þeir svöruðu að vélin væri biluð og hefði þeir verið á reki í 4 stundir. Tókum við svo bátinn upp að lilésíðunni og bundum hann þar, en klukkan var um ellefu, er við gátum lagt af stað aftur og fórum þá að eins með hálfri ferð. Vildi eg gera það sem hægt væri til að bjarga bátn- um, en veðustofan spáði roki um nóttina. Var hvassviðri og SlðkkTiiiðið á annríkt. Kallað út 4 sinnum. f',. * «... r: w % Slökkviliðið var kallað út fjórum sinnum á 24 klukku- stundum nú um helgina, frá kl. 3 á aðfangadag til kl. 3 á jóla- dag. Hvergi var þó mikill eld- ur og á tveim stöðum var alls enginn eldur. Fyrst var liðið kvatt að Lauf- ásvegi 58. Var þá kl. 3 á að- fangadag. Reyndist þar enginn eldur, reyk liafði aðeins slegið niður. Næsta úthoð kom kl. 5,10 sama dag, þá vestur að Lang- toltsvegi 2. Þar liafði kviknað í þili balc við eldavél. Var þilið rifið upp og eldurinn, sem var litill, slöktur á svipstundur. Þriðja úthoðið kom kl. 9,48 á jóladagsmorgun. Var liðið þá kvatt að brauðgerð kaupfélags- ins við Bankastræti. Var þar verið að þurka mó á hitadunki, en kviknað í honum og lagði mikinn reyk af. Var fljótlega slökt í mónum. Síðasta útboðið kom kl. 2,55 síðd. á jóladag, að Laugavegi. Þar reyndist þó enginn eldur, heldur hafði hitadunkur verið hitaður svo duglega, að málning á honum, eða í nánd við hann sviðnaði. Leitad að gosi nypöra. Dr. Trausti Einarsson á Akur- eyri skýrir fréttaritara útvarps- ins á Akureyri þannig frá fjall- göngu gerðri til þess að forvitn- ast um eldgos á öræfum norðan Vatnajökuls: Þrír menn frá Akureyri — Ólafur Jónsson framkvstj., Guðmundur Arnlaugsson kenn- ari og eg, Trausti Einarsson -— dvöldum aðfaranótt hins 23. þ. m. á Torfafelli, inst í Eyjafirði. Lágum við hátt uppi í hlíðum fjallsins til kl. 6 að morgni og var allan þann tíma vont skygni, en um þetta leyti rofaði til og gengum við þá alveg upp iá fjallið. Þaðan var ágætt út- sýni til Dyngjufjalla og Kverk- fjalla og teljum við að ljós- glampar úr gosum á öðrum hvorum staðnum hefði ekki getað dulist okkur, því að lágt ský lá yfir öllu svæðinu og hefðu gosglampar vafalaust speglast í því. — Ekki sást held- ur neinn reykur eða önnur merki um eldgos á svæðinu norðan Vatnajökuls. Örn tll sfÐís f lií- iiæjarbaniasiiólaiiimi, Magnús Jónsson höndi að> Ballará á Skarðsströnd er ný~ lega kominn hingað lil hæjarlns og hafði meðferðis óvenjulegani farangur, en það er örrs einm þriggja ára, sem alist Iiefir upp> að Ballará frá því er hann var mánaðar gamall, en þá var hanö tekinn úr lireiðrinu, seni var i svokölluðum Arnarldettí innani- vert við Krókanesvog. VoríS íafði verið kalt og mikill snjór í fjöllum, og ernir verpa ekki i Arnarkletti nema i köldum vor- um, og liafa ekki gert það nema i þetta eina skifti frá {>vi er vlagnús fluttist að Ballará, en iað var árið 1914. Uppliaflega voru tveír ungar í hreiðrinu, en annar veslaðist út af og var þé um hálfsmán- aðar gamall. Virtist hinri nng- inn ætla að Ijara sömu Ieið, og tók Magnús hann því úr hreiðr- inu, til þess að bjarga honum,- Framan af var öminn gæfur, en gerðist svo skapstyggari og einræðisfterra allra dýra á hæn- um, og liafa þau vart verið ör- ugg í hans nærveru úti við. Ernir eru sjaldséðir hér á landi og telja fuglafræðingar |iá ekki marga þótt friðaðir hafl verið um nokkurt árabil. Ýmsir menn liér syðra mæltust til þess við Magnús, að hann kæml með þennan sjaldgæfa fugl til sýnis hér í bænum, þannig að mönnum gæfist kostur á að sjá hann og er fiann nú til sýnis næstu daga í Miðhæjarbarna- skólanmn frá kl. 10;—12’ og 1— 11 að kveldi. Hér er um einstakt tækifærl að ræða til þess að sjá hinra fagra konung islenskra fugla, og má vænta þess að menn láti tækifærið sér ekki úr greipum ganga, því að Magnús heldur bráðlega heim með fuglínn aft- ur. Maður hverfur, flnst örendur. Þann 23. þ. m. um kl. 17 var lögreglunni á Siglufirðí tilkynt að Páll Björnsson, Líndargötu 11B hefði liorfið heiman að frá sér um daginn. Var þegax hafin leit og um kl, 19 fanst PáH ör- endur við bryggju smábáta- hafnarinnar. — Páll var 7Ö ára að aldri og orðinn mjög heíku- veill. Hann lætur eftir síg konu og 3 uppkomin börn. — FÚ-, Áheit á Slysavarnaféíag íslands. Björn Pálsson, Kvískerjum, io kr., Gísli Guðjónsson, Hlíð, io kr., N. N. io kr.. Helga Hánnesdóttir I kr., Sveinn Þór, NorÖfirði, io kr., ' O. M. 5 kr„ N. N. 5 kr„ Klara Helgadóttir 10 kr„ ónefndur 2 kr„ Ivarl O. Jónsson 2 kr„ Valgerður Helgadóttir, Gauksdal, 5 kr„. — Kærar þakkir., •— J. E. B. allmikill sjór, er við tókum bát- inn upp að síðunni, en um ld. 12 var hann sokkinn. Þetta var lítill vélbátur með þilfari og var á leið hingað til Reykjavikur, hafði verið keypt- ur hingað. Þrír menn voru á bátnum og hét formaður Tryggvi. A. m. k. tveir togarar fóru framhjá þeim félögum án þess að sinna neyðarmerki þeirra, en vera má að þeir hafi talið það vera Ijóshauju frá tog- ara en þeir setja þær oft við landhelgislínuna til þess að fara ekki inn fyrir hana. VlSIR FYRIR 25 ÁRUM 19. des. 1913. Á sjó gefur aldrei. Hey garíga nú mjög upp, en bótin er að ó- venju mörgu fé var slátrað b haUst og er enn verið að slátra.. 3 hestar drápust hér í fjörunni eina nóttina. Voru tveír með lífsmarki þegar að var komið, en einn stéindauður. Þetta hefiir komið fvrir nokkrum sinnmra áður hér og vita menn ekkí or~ sökina, en halda að það komi af óliolliistu af fjöruþanginu, sens þeir éta. , Símabilanir af mannavölduns hefir orðið vart hér á símaleið- inni milli Stokkscyrar og Gaul~ verjabær. Er það um 10 rastat vegur. Hefir oft verið skemduú’ siminn á þessari leið, err mí sið ast var stolið 60 stíknni aí þræðinum auk annars smávegis,.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.