Vísir - 31.12.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 31.12.1938, Blaðsíða 2
2 VÍSIR Laugardagiim 31. desember 1938. VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3100 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hvað er framundan? KAÐ er sagt um Tilus keisara * Rómverja, að eftir að liann tók við keisaradómi, gerðist liann svo mildur og hugsaði svo um hag þjóðar sinnar, að liefði liann ekki hvern dag eitthvað golt látið af sér leiða, taldi hann sig liafa glatað deginum. Áður hafði Titus verið lierforingi og heitt einstakri grimd, meðal annars er hann hertók Jerúsal- em. j i Það verður ekki sagt um ís- lensku stjórnarherrana að þeir skoði liuga sinn á hverju kvöldi, til þess að líla yfir unnin slörf. Þótt þeir liafi áður farið að dæmi Titusar og beitt herfor- ingjabrögðum hans, hafa þeir ekki tekið sinnaskiftum svo sem skyldi verið hafa. í dag liorfir þjóðin yfir far- inn veg með því að árið liverfur í aldanna skaul, og hún gengur úr skugga um að á því ári, sem nú er liðið, hefir svo dagur lið- *ið af degi, að lítt hefir verið hirt um það, sem liðið er og enn síð- ur um hitt, sem er framundan, þótt stundin bíði grátdöpur starfsins. En hver á sökina á þessu sinnuleysi, þessum Mjall- hvi tars vefni, sem á þj óðinni hef i r hvílt? Það eitt er vist að ei hefði skuturinn eftir legið, ef fast hefði verið róið fram í, og má telja það sök ríkisstjórnarinnar, að ekki hefir verið liafist handa, og sameiginlegum átökum beitt til viðreisnar. Það væri þýðingarlaus sjálf- blekking, ef menn ímynduðu sér að erfiðleikar þeir, sem fram undan eru verði yfirunnir án starfs eða þess að fórnir séu færðar, og enginn tími er til að iðrast óhappaverka eða liopa á hæli, því að það er undir ])jóð- inni sjálfri komið hvort hún heldur kýs að vera eigin böðull eða eigin herra, en liitt er nauð- svn að snúið verði við á þeirri óhappabraut, sem leitt hefir stöðugt aftur á bak og til hins verra. Nú er svo komið að aðalat- vinnuvegir okkar hafa fengið skuldaskil, en þó eru þeir engu betur sladdir, nema síður sé eftir öll hin löghelguðu vanskil. Á þessum vanmegna atvinnu- vegum á ríkið að byggja tilveru sína, og það krefst í fullri blindni í botnlausu hítina þess fjár, sem atvinnuvegirnir mega ekki missa. Nú er það eitt eftir að ríkis- stjórnin fái skuldaskil á syndum 'sínum, og það fær liún ef breytt verður um stefnu, þannig að hætt sé að færa athafnalífið i fjötra ogfrelsið gefið einstkling- unum til handa, eftir því sem frekast er unt á þessum erfiðu tímum. Haldi ríkisstjórnin á- fram fyrra óráðsfálmi í ofmetn- aði sínum og beiti valdi sínu með fullum fordæðuskap, má liún vita það, að hún tekur út refsingu sina sem fordæða fyr eða síðar, með því að sök bítur sekan. Þegar þess er gætt að land þetta liafa plágur herjað á síð- asta ári og þær plágur eru heimabruggaðar, afglöp fyrri stjórna, — syndir feðranna, sem koma niður á börnunum, — og ekki er enn séð hvert aflnoð þjóðin geldur af þessum sökum, verða líkurnar til viðreisnar enn minni, með því að stofninn, sem alt byggist á er orðinn einskis- virði. Á þetta við landbúnaðinn, en liitt er mönnum einnig kunn. ugt, að hrynjandi markaðir sjávarútvegsins verða heldur ekki til bjargar, nema að ráð séu tekin í tima, nýrra markaða aflað og framleiðendur styrktir eftir því sem frekast eru föng á. Á najsta ári verður að hefjast handa um að byggja upp at- vinnuvegina, í stað þess að í- þyngja þeim og sliga þá með öllu. Það hefir verið teflt á tæp- asta vaðið og nú verður að snúa við. Á því veltur afkoman á ár- inu 1939, og á því ári sést hvort ráðandi menn iðrast synda sinna að dæmi Titusar, eða lifa áfram að óbreyttum bætti. 111 stjórn skapar örvæntingu og landflótta meðal lýðsins, en góð stjórn gleðilegt nýtt ár. Bœjcfp fréffír Jr/eá//egs uýárs ósÆar 'óÆJísír ölí- um íesÖ7idum sí/ii/m. Vísir er tólf síður í dag. Næsta blað kemur út næstk. þriðjud., 3. .jan. 1939- Áramótamessur. / dómkirkjunni: Kl. 6 í kvöld, Dr. theol. Jón biskup Helgason. Sr. Friðrik Hallgrím'sson verður fyrir altari. Á morgun kl. 2, síra Bjarni Jóns- son; kl. 5, síra Friðrik Hallgríms- son. / fríkirkjunni: Kl. 6 í kvöld aft- ansöngur, síra Árni Sigurðsson. — Á morgun kl. 2, síra Árni Sigurðs- son. Næturlæknir í nótt. Ólafur Þorsteinsson, Mánagötu 4, simi 2255. Næturvörður í Keykja- vikur apóteki og Lyfjabúðinni Ið- unni. Ilelgidagslæknir á nýársdag: Páll Sigurðsson, Hávallagötu 15, sími 4959- Næturlæknir 1. jan. Alíred Gíslason, Brávallagötu 22, sími 3894. Næturvörður í Lauga- vegs apóteki og Ingólfs apóteki. Næturlæknir 2. jan. Axel Blöndal, Mánagötu 1, sími 3951. Næturvörður í Laugavegs apóteki og Ingólfs apóteki. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.00 Aftansöngur í dóm- kirkjunni. (Prédikun dr. theol. Jón biskup Helgason (kveðjuorð). Fyr- ir altari: síra Friðrik Hallgríms- son). 19.15 Nýárskveðjur. 20.00 Fréttir. 20.15 Lúðrasveit Reykja- víkur leikur. 20.45 Gamanvísur (Bjarni Björnsson leikari). 21.05 Danshljómsveit Bjarna Böðvarsson- ar leikur og syngur. 21.35 Danslög og létt lög. 23.30 Annáll ársins 1938 (V. Þ. G.). 23.55 Sálmur. 24.00 Klukknahringing. 00.05 Ára- mótakveðja. Slökkviliðið var kvatt vestur að Öldugötu 29 á áttunda tímanum í gærkveldi. Hafði kviknað þar í púðurkerling- um i búðarhillu í versl. Sig. Hall- dórssonar. Urðu talsverðar skemd- ir af þessu. Þjóðverjar áforma mikla aukningu flotans. Þeip ætla að koma sép upp jafnöflugum kafbátaflota og Bretar ftiafa nú. ElNKASKEYTl TIL VlSIS. London í gærkveldi. Fréttaritari United Press í Berlín símar þaðan síðdegis í dag, að þýska stjórnin hafi ákveðið að tilkynna bresku stjórninni, að Þýskaland ætli að auka kafbátaflota sinn svo að það hafi jafn- marga kafbáta og Bretland. Samkvæmt flotamálasamningnum frá 1935 er Þýskalandi heimiJt að hafa kafbátafiota, sem sé samtals að smálestatölu 45% af kafbátaflota Bretlands, en samningurinn inniheldur einnig ákvæði um það, að Þjóðverjar megi hafa jafnöflugan kafbátaflota og Bretar, ef þeir telji sér það nauðsynlegt. Að þvi er fréttaritari United Press einnig hefir fregnað, áforma Þjóðverjar líka að smíða nokkur 10.000 smálesta beifiskip, vegna þess að Rússar eru nú að auka beitiskipaflota sinn. Breska flotamálasérfræðinganefndin kemur nú sam- an á fund til þess að ræða þessi áform Þjóðverja. Kfnverjar vilja sam- þykkja fridarskilmála Japana - - sem viðræðugrundvöll, en þvf aðeins, að þeip liverfi á brott úp Kína með her sinn. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í gærkveldi. Samkvæmt fregn frá Hongkong hefir Wang-Ching-wai, for- seti hins pólitíska ráðs kínversku stjórnarinnar, lýst yfir því, að ráðið hafi lagt til við Chiang Kai-shek, að friðarskilmálar Konoye, forsætisráðherra Japana, verði samþyktir sem við- ræðugrundvöllur. Wang-Ching-wei leggur hinsvegar áherslu á, að það sé skil- yrði af hálfu Kínverja, að Japanir hverfi þegar í stað á brott úr Kína með her sinn. United Press. Samdráttur Rússa ogPólverja EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í gær. Eins og kunnugt er hefir ver- ið um nokkurn samdrátt að ræða að undanförnu milli Rússa og Pólverja, og er það ótti hinna síðarnefndu við Þjóðverja, sem hefir haft þessi áhrif. Virðist svo sem náin samvinna sé að hefjast milli Rússa og Pólverja á ýmsum sviðum og vekur það m. a. athygli nú, að von er á nefnd . .rússneskra . .fjármála- manna og hagfræðinga til Var- sjá, til þess að, ræða við pólska sérfræðinga og pólsku stjórn- ina. United Press. Útvarpið á morgun. Kl. 9.45 Morguntónleikar (plöt- ur) : a) Píanókonsert, eftir Bach. 1)) Symfónía í B-dúr, eftir J. Chr. Bach. c) Konsert í C-dúr, fyrir hörpu og flautu, eftir Mozart. xi.oo Messa i dómkirkjunni (síra Bjarni Jónsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.00 Ávarp forsætisráðherra. 14.00 Messa í fríkirkjunni (síra Árni Sigurðsson). 15.30 Miðdegistónleik- ar frá Hótel Borg. 17.40 Útvarp til útlanda (24.52 m). 19.50 Fréttir. 20.15 Tónleikar (plötur) : Níunda Symfónía, eftir Beethoven. United Press. IRAN SLÍTUR STJORN- MÁLASAMBANDI VIÐ FRAKKLAND. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London í gærkveldi. Frá Teheran í Iran (Per- íu) er símað, að ríkisstjórn- in hafi slitið stjórnmálasam- bandi við Frakkland. Hefir verið birt opinber tilkynning um þetta efni. Orsökin er sú, að frönsk blöð hafa ráðist á Iran. United Press. í FÚ-fregn í gærkveldi seg- ir, að í frönskum blöðum hafi verið birtar skrítur um shah- inn af Iran og telur stjóm Iran þær móðgun við hann og Iran. Útvarpið 2. janúar. Kl. 12.00 Hádegisútvarp. 19.20 Hljómplötur: Göngulög. 19.33 Skíðamínútur. 19.50 Fréttir. 20.15 Um daginn og veginn. 20.35 Hljóm- plötur: íslensk sönglög. 21.00 Hús- mæðratimi: Hlutverk fjólunnar (frú Aðalbjörg Sigurðardóttir). 21.20 Hljómplötur: Norræn al- þýðulög. 22.00 Fréttaágrip. Hljóm- plötur: J.étt lög. Leikhúsið. Sjónleikurinn Fróðá liefir nú verið sýndur tvisvar við ágæta aðsóku og viðtökur. —• Næsta sýning verður á morgun, nýárs- dag. — Hér er mynd af Þorsteini Ö. Stephensen sem „Björn Breið- víkingakappi“. Hvers vegna eigum við að drekka mjólk? Prófessor E. Langfeldt segir m. a.: Hafið þið nokkru sinni hugs- að um það, að heili ykkar þarf á mjólk að halda? Eða um það, að mjólkurfeitin eykur mót- stöðuaflið gegn næmum sjúk- dómum? Eða um það, að mjólk á að vera kjarninn í öllu heil- brigðu mataræði? Engin önnur næring getur komið í stað mjólkur. Mjólk liefir alla þá eiginleika, sem öll önnur næringarefni liafa að geyma. Kjöt, fiskur, brauð og smjör, kartöflur og sykur geta að vísu, í réttum hlutföllum, liaft sama næringargildi og mjólk, en hverju fyrir sig er þeim ábótavant, þar eð þau vantar ýms efni, sem nauðsyn- leg eru fyrir líkamann. I mjólk eru öll næringarefni: Eggja- hvítuefni, kolvetni, fita, sölt og fjörefni. Þýðingarmesta eggjahvítu- efni mjólkur er ostaefnið, sem er svokallað fullkomið eggja- hvítuefni, þ. e. a. s. mönnum getur nægl ostefni eitt af eggja- livítuefnum. Ostefnið er einnig þýðingarmikið vegna þess, að það inniheldur fosfórsýru, og liún er ákaflega mikilvæg fyrir börn, sem eru að vaxa. Fosfór- sýra gengur nefnilega í sam- band við kalkið, sem líka er í mjólk, og þessi Ivö efni eiga þátt í beinmyndun hjá börnum. Feitin í mjólkinni er einnig ein- kennileg og sérstaks eðlis. Hún inniheldur fjörefni A og D, sem leysast upp í fitu. Hið fyrra er nauðsynlegt fvrir heilbrigðan vöxt og veitir meiri viðnáms- þrótt gegn smitun. Hið síðara tryggir eðlilega beinmyndun, kemur í veg fyrir og læknar beinkröm. I mjólk eru einnig önnur fjör- efni, sem leysast upp í vatni, nefnilega B og C. Hið fyrra kemur í veg fyrir og læknar beriberi, en liið síðara slcyrbjúg. Steinefnin í mjólkinni eru og mjög þýðingarmikil. Mjólk er þess vegna nauð- synleg, bæði fyrir börn og full- orðna. Hún er fullkomin fyrir- myndar-næring, sem ætti að vera stærri hluti af daglegri fæðu, en liún er nú hér á landi. Menn eiga að drekka einn lítra af mjólk daglega. Ef menn gera það, koma þeir að miklu leyti í veg fyrir afleiðingarnar af röngu mataræði. Og með því að láta mjólk vera kjarnanu í öllu heilbrigðu mataræði, er trygt, að börnin verði heil- brigðari og liraustari og fái góðar tennur. Við eigum því að drekka mjólk, í fyrsta lagi af þvi, að hún tryggir hinni uppvax- andi kynslóð hreysti og Iieil- hrigði. í öðru lagi af því, að með meiri mjólkurneyslu verð- ur landið betur sjálfbjarga og færist nær því takmarlci, að þjóðin gæti fætt sig sjálf. Adv. Gleðilegt nýár. Þökkum það gamla. Skipverjar á b.v. Kári. Á VÍGSTÖÐVUNUM I KÍNA. Mynd þessi er af sveit úr stórskotaliði Japana á vígstöðvunum í Kína. Yfirforingjarnir eru að gera athuganir sínar, áður en merki verður gefið um, að skothríðina skuli hefja. Eins og sjá má á myndinni láta yfirforingjarnir fara eins vel um sig og bægt er, miðað við kringumstæðurnar, því að þeir hafa armstóla með sér á vígstöðvarnar. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.