Vísir - 31.12.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 31.12.1938, Blaðsíða 3
Laugardaginií 31. desember 1938. VISI ft u „Meyjáskemrrian verdur sýnd á annan í nýárl. ..>■ ■ . -_* Hijómsveit Reykjavíkur stendur fyrir sýningrunni. Fyrir fimm árum tók Tónlistarfélagið upp þá nýbreytni að sýna hér óperettu, og varð Meyjaskemman fyrir valinu. Þessi sýning félagsins vakti mikla athygli og var svo vel sótt, að sýn- ingarkvöld voru milli 35 og 40 í alt. Síðan hefir félagið sýnt aðra óperettu, Bláu kápuna, sem ávann sér engu síður vinsældir en hin. Nú hygst Tónlistarfélagið, eða réttara sagt Hljómsveit Reykjavíkur, að efna til sýningar á Meyjaskemmunni 2. jan. HARALDUR BJÖRNSSON. Vísir hitti Harald Björnsson leikstjóra að máli í gser og spurði hann frekari frétta um leiksýningu þessa og undirbún- ing hennar. Hverjir hafa unnið að undir- húningi sýningarinnar ? „Sú breyting hefir orðið á að hinn nýi söngstjóri Tónlistar- félagsíns dr. Vietor von Ur- hantscliitsch er söngstjóri við leikiim, en eg hefi liaft með höndum leikstjórnina. Á leikn- um sjálfum hefir su breyting -verið gérð að frú Ásta Norð- mann liefir samið nýja dansa, •sem sýndir verða, og ljóð sem feld voru niður við fyrstu sýn- ingu leiksins verða feld inn i hann að nýju, þannig að nú •verður ópcrettan sýnd öll i lieild, 'eins ög hhn er frá hendi höf- undarins.“ Hefir mikil breyting orðið á hlutverkaskipan ? ! 3jJá, hún liefir orðið allmikil, 'og mætti þar nefna að ungfrú 'Sigrún Magnúsdóttir leikur nú Hönnu, Pétur Jónsson leikur Schober, Lárus Ingólfsson leik- ur Nowotny, en eg greifann. Brúðhjónin eru leikin af frú Tlelgu Weisschappel og Kjart- Sigurjónssyni, frú Hönnu Guðjónsdóttur og Ragnari Árnasyni.“ Margt af þessu fólki virðist vera nýgræðingar í listhmi? „Já, það er flest nýliðar á leiksviðinu, en það liefir verið •æft af kappi undanfarnar vikur. I>að eitt nægir ekki að músikk- ín sé góð, heldur er hitt ekki siður aðalatriðið að leikendurn- 'ir kunni að lialda á textanum, hæði söngtextanum og hinu mælta máli, en það þarf mikið til, m. a. áf því að í Iðnó er hljömsvéitin á sama gólffleti og áhorfendur, en ekki i niðurgraf. inni stúku, eins og tíðkast i leik- húsum.“ Dr, VON URBANTSCHITSCH. Hve stór er hljómsveitin? I hljómsveitinni eru 20 manns og er hún þannig nokkuð stærri en síðast. Hefir hinn nýi söng- stjóri dr. von Urbantselútsch verið þinn ákjósanlegasti i samvinnu. Hann er bæði ná- kvæmur listamaður og auk þfess vanur leiklmsmaður, og hefir meðal annars stjórnað leikhúshljómsveit í Vín. Geri eg mér hestu vonir ultl árangurinn af samvinnu okkar. Þá Itlá held- ur ekki gleyma því að leíkend- urnir hafa sýnt mjög mikinn á- huga á hinum löngu og erfiðu æfingum okkar, sem oft liafa staðið i 7—8 klst., með litlum hvildum.“ Búist þið við að halda áfram að sýna óperettur? „Reynsla undanfarinna ára hefir sýnt, að eins og er geðjast áhorfendum best að slikum sýn- ingum, og það er eðlilegt að svo sé, þar eð íslendingar eru mjög ljóðelskir og sönglmeigðir og hér í vetrarkuldanum og myrkr- inu þrá menn gleði og söng öllu öðru fremur, sem vonlegt er. Á eg hér ekki aðeins við Reykvík- inga heldur og aðra leikhúsgesti út um land, sem véittu okkur hinar vinsamlegustu móttökur er við ferðuðumst um íandið og sýndum Bláu kápuna“. Hvar liafið þér lialdið æfing- ar? „Að nokkru leyti í Iðnó. Annars hefir Tónlistarfélagið húsnæði í hinu fagra þjóðleik- húsi okkar.“ Vel á minst. Hvernig er að- búðin og skilyrðin til vinnu í þj óðleikhúsinu ? „Eins og áilir vita héfir ekk- ert verið unnið að sniíði íiihali- húss, en sárt er til þess að vita, að verða að vinna í litlu her- bergi í þessu stóra húsi, þar sem eitt stærsta leiksvið á Norður- löndum er rétt við liliðina á manni, en vonandi stendur það til bóta eins og annað.“ Það má telja lítinn vafa, að Reykvíkingar munu fagna því, að fá tækifæri til að heilsa lúnu nýja ári, með því að fara í leik- liúsið og sjá Meyjaskemmuna. Söngur, Ijóð og list eiga að móta andlegt líf Islendinga eins og annara þjóða. Nýárskveðjar sjúmaona 30. des. FB. Óskum vinum og vanda- mönnum gleðilegs nýárs með þökk fyrir hið liðna. Skipverjar á Rán. Gleðilegt nýár. Þökk fyrir hið liðna. Skipshöfnin á Tryggva gamla. Óskum öllum landsmönnum gleðilegs árs og friðar verði framtiðin íslands. Skipshöfnin á Júpiter. Óskum vinum og vanda- mönnum gleðilegs nýárs. Þökk- um liðna árið. Skipverjar á Arinbimi hcrsj. Óskum vinum og vanda- mönnum gieðilegs nýárs. Þökk- uin, iiðna árið. Skipverjar á Braga. Óskum vinum og ættingjum gleðílegs nýárs. Þökkum liðið. Skipverjar á Sindra, Sigurður Magnússon yflrlækair á Vífilsstöíum lætur af störfum í dag. Brautryðjandi, sem þjóðln stendur í þakklætisskuld við. Sigurður Magnússon yfirlæknir á Vífilsstöðum lætur af störf- um í dag, en við tekur Helgi læknir Ingvarsson, sem verið hefir aðstoðarlæknir á hælinu, nú um margra ára skeið. Sigurður Magnússon læknir er 69 ára að aldri, en yfirlæknir á Vífilsstaðahæli hefir hann verið frá því er hælið var bygt og tók til starfa, en það var á vorinu 1910. GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Bifre iða s tö'ðin Örin. Þegar Sigurður prófessor Magnússon lætur af slörfum, er það viðburður, sem snertir þjóðina alla, en ekki eingöngu þá mörgu sjúklinga, sem verið liafa undir Iians handleiðslu og senda lionum nú þakkir sínar. Sigurður prófessor liefir helgað sig allan þvi starfi, sem honum var falið að gegna, og er það allra kunnugra dómur, að hann hafi rækt störf sín með svo mikilli samviskusemi, að einsdæmi mun vera, enda nýt- ur hann fylsta trausts allra lækna og annara, sem vit liafa á starfi lians og skilyrði hafa til að dæma um það. Sigurður prófessor Magnús- son tók kandidatspróf i Kaup- mannahöfn árið 1901, og flutt- ist þá liingað til landsins. Gegndi liann störfum Guð- mundar prófessors Magnússon- ar við Læknaskölann árin 1901 —1902, en þá fór hann til Dan- hierkur til framhaldsnáms og dvaldi þar til ársins 1907. Starf- aði hann þai- pt IHÖFpm sjúkra- húsum og heilsuhælum, og öðl- aðist þar mikla þekkingu og reynslu, enda standa Danir mjög framarlega á sviði lækna- vísindanna, Árið 1907 fluttist Sigurður hingað til lands og starfaði sem læknir hér í hæn- um til ársins 1909, er hann réð- ist að Vifilsstaðahæli, sem þá var rekið af Heilsuhælisfélao- 'O inu, sem hafði beitt sér fyrir byggingu þess. Það ár fór Sig- urður prófessor utan, til þess að undirbúa sig undir starfann og ferðaðist þá víða um, m. a. til Danmerkur, Þýskalands og Austurríkis, og kynti sér þar rekstur og fyrirkomulag herklahæla. Þegar ríkið tók að sér rekst- ur hælisins, réðist Sigurður prófessor í þjónuslu þess. En á árunum 1910—1920 gegndi hann einn læknisstörfmn við hælið, og munu þá störf hans hafa verið æðimikil. Árið 1921 fékk liann aðstoðarlækni, og liefir haft jafnan síðan. Prófessor Sigurður Magnús- son mun kunnur erlendis, öðr- ( um íslenskum læknum fremur, cnda liefir liann skrifað mikið um berklamál og heilsuhæla- rekstur í erlend fræðirit, og svo segja kunnugir menn, að starfs- bræður lians þar hafi á lion- um hið mesta álit og dáist að slarfsemi þeirri og árangri, sem hann hefir náð i þaráttu sinni gegn berklunum hór á landi, — en i þeim málum lief- ir liann frá upphafi átt alla forustuna, Sigurður Magniisson er enn ern og lætur lítt á sjá, enda hefir hann óskerta starfskrafta, og hefði þeirra hluta vegna getaS gegnt starfi sinu með fullum sóma. Mun svo mörg- um finnast, sem þjóðin þakki honum ekki sem skyldi, það mikla starf, sem hann hefir unnið i hennar þágu. En þótt hann njóti lítils þakklætis frá hendi stjórnarvaldanna, mun öll alþýða manna mæla öðrum rómi. Sigurður prófessor Magn- ússon hefir unnið mikið braut- ryðjendastarf á sínu sviði, og það starf gleymist ekki, en verður vel metið um framtíð alla. PÉTUR JÓNSSON (BARON VON SCHOBER) OG NÍNA SVBINSDÓTTIR (GRISI). — Það er að brennaT Hverja einustu mínútu, alt árið, eru hús að brenna og fyrir eldinum er enginn óhultur. Það er því ekki að ástæðulausu að allir hugsandi menn, sem vilja bera umhyggju fyrir heimili sínu, telja sér skylt að BRUNATRYGGJAINNBÚ sitt. Nú um áramótin skuluð þér, sem ekki hafið áður hugs- að um þetta með alvöru, taka þá nauðsynlegu ákvörð- un, að brunatryggja húsmuui yðar. Kostnaðurinn er hverfandi lítill. En eins þurfið þér að gæta. Tryggingin þarf að sjálf- sögðu að vera tekin hqá SJÓVÁTRYGGING. Hringið í síma 1700. Sjóvátryggingarfélag íslands h.f.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.