Vísir - 31.12.1938, Blaðsíða 3

Vísir - 31.12.1938, Blaðsíða 3
VlSIR ÓFRTÐARVOFAN. Menn skyldu ætla að myndin hér að ofan væri af Mars-búa, sem komið liefði í heimsókn liingað til jarðarinnar, en þetta er liermaður, sem stendur á verði, og liefir sandpoka sér til ldífðar. Á árinu 1938 liefir ófriðarhlikan ógnað Evrópu, og mjóu hefir munað að styrjöld yrði ekki afstýrt. Má með sanni segja að myndin sé táknandi fyrir árið sem liðið er. 30. stilHber 19(3. Grein sú er hér fer á eftir birtist í Parísarblaðinu „Le Fig- aro“ og er eftir franska rithöfundinn Georges Duhamel. Hann er meðlimur „akademisins“ franska. — Eg hrökk upp úr fasta svefni, greip dagblaðið sem lá á nátthorðinu við rúmið mitt og fór að lesa. Á næstum hverri síðu voru geysistórar fyrirsagnir, en eg undraðist það ekkert. Þvi að um margra iára hil, hafa hinar ótrú- legustu fréttir verið daglegt brauð lijá okkur. En fyrirsagn- irnar, sem eg sá í þetta sinn, voru á þá leið, að þær létu hvaða blaðlesanda sem var, fara að skjálfa á beinunum. „Þýska. land“ — þannig liljóðaði aðal- fyrirsögnin — „krefst algers sjálfstæðis þeim Þjóðverjum til handa, er búa í New York“. — Litlu neðar á síðunni stóð þessi fyrirsögn: „Lágmarkskrafa Þjóðverja er, að allir sem ekki eru af þýsku bergi brotnir, hverfi þegar á brott af Long Is- land og úr Jersey City, svo og að þýsk lögregla einvörðungu verði í þeim bæjum þar sem þýskt fólk er 2% af öllum íbú- um“. Mér fanst þessar fréttir vera í hæsta máta eftirtektarverðar og fór því að lesa smáletruðu greinarnar, sem ritstjórarnir setja á milli fyrirsagnanna, en fólk er löngu liætt að lesa. Að þessu sinni voi’u greinarnar þó allmarkverðar. I þeim stóð að nasistar hertu nú ótrúlega mikið á áróðrin- um á meginlandi Ameríku og að fólk í undirlægjuríkjum þeirra — Honduras og San Domingo — gerði háværar kröfur um að lagt væri út í heilagt stríð og völdu sér herópið: „Ein þjóð, eitt riki, einn leiðtogi!“ Þá var þar líka sagt frá því, að í Santiago hefði slegið í bardaga milli hreinna Aría og úrkvnj- aðra spænsk-indianskra Mestiza, svo og að Ríkið væri stað- ráðið í þvi að leggja undir sig Patagóníu í Argentínu, því að þar færi frarn hættulegur and- nasitiskur áróður. Það gat og að lesa í blaðinu, að Norður-Ameríka orsakaði mestan óróa í heiminum. Eg las t. d. þýðingu á ræðu mikilli, sem hinn heimsfrægi dr. Ozna hafði haldið daginn áður í tilefni af setningu þings „hinna óháðu andans manna“, sem fór fram í Ramberg. Þar voru saman- komnir livorki meira né minna en 27 þús. skáld og 18 þús. heimspekingar og sagnfræðing- ar, allir uppaldir samkvæmt hinum nýju aðferðum Ríkisins. í ræðu sinni komst dr. Ozna m. a. svo að orði: „Við fyllumst ýmist reiði eða meðaumkvun, er við reynum að gera okkur ljóst, hvílíkar óltalegar þján- ingar hinir þýsku bræður vorir verða að þola i Bandaríkjunum yfirleitt og i New York sérstak- lega. Fjöldi þeirra fær enga at- vinnu, öðrum er varpað í fang- elsi. Sumir hafa meira að segja verið sendir í rafmagnsstólinn og gefið það að sök, að þeir væri glæpamenn er hefði brotið hin borgaralegu lög. Hið þýska hlóð lirópar á hefnd og þess skal verða hefnt. Ykkur er vart úr minni liðið, hvernig okkur tókst að hjarga hinum þýsku bræðrum í Aust- i urríki og Bæheimi, að hinu þýska móðurbrjósti og síðar meira að segja þeim, sem bjuggu í Ungverjalandi og Rúmeníu. Við fundum líka til réttmæts stolts, þegar við brut- umsl til Svartahafsslranda und- ir blaktandi hakakrossfána vor. um — til Svartahafsins — hins alþýska liafs! Við þurftum að eins að liækka röddina litið eitt, —• líkt og móðir kallar á börn sín — til þess að Þjóðverjarnir á Norður-Italiu vörpuðu sér í faðm vorn og við gátum flutt landamæri okkar alla leið til Pó-fljótsins, án þess að hinir ítölsku hræður vorir hreyfðu hinuin minstu mótmælum — og þökkum vér þeim hérmeð enn- þá einu sinni. Rétt er það að visu, að við urðum að reiða hið hárbeitta, þýska sverð okkar til liöggs, áð- ur en okkur lækist að leiða Hol. lendinga, Belgiumenn og Sviss- lendinga til föðurhúsanna. En við það verður gleði okkar yfir að sjá þá meðal okkar —- í liinu þýska móðurriki — ennþá meiri. Danmörk lét segjast af reiði vorri og Skandinaviu- skaginn, sem var altof fámenn- ur í samanburði við náttúrauð- æfi, tóku með sannri gleði á móti hermönnum okkar, sem útbreiddu þar hugmyndir okk- ar um frið og réttlæti og tókst það vel, eins og allsstaðar ann- arsstaðar. Við skárumst í leik- inn lil hagnaðar fyrir bræður vora í Ural. Hakakrossfáninn blaktir nú yfir miklum hlutum Asíu og Afríku. Sú fádæma frekja, sem Ame- ríkumenn sýna okkur — þeir eru sem kunnugt er, mjög und- irokaðir af Gyðingum — getur samt ekki hrætt Þýskaland, með hinum 200 miljónum frjálsborinna borgara sinna, sem allir hera utan á sér hið friðsamlega innræti sitt. New York skal verða að opna lilið sin fyrir frelsurunum. Áður en langt um líður munu bræður vorir í Ástralíu kalla á okkur til hjálpar. Bræður vorir í Ástralíu eiga við afskaplega kúgun að húa. í Ástralíu eru hvorki meira né minna en 267 hreinir Þjóð- verjar og það mun hrátt koma á daginn, að barátta þeirra hef- ir ekki verið til einskis. Hinn nýi þýski floti er hinn stærsti í heimi. Hann mun bráðlega flytja Ástralíu boðskap um hamingju mannkynsins frá leiðtoga vorum, frá leiðtoga mannkynsins .... “ Eg lagði blaðið frá mér og var að detta út af aftur, þegar mér varð litið á dagsetninguna: 30. september 1945. GLEÐILEGT NÝÁRÍ ÞðkB fyrir viðskiftin á Iiðna árinu. Skipaútgerð ríkisins. GLEÐILEGT NÝÁRÍ Þökkum viðskiftin á liðna árinu. Niðursuðuverksmiðja S. 1. F. GLEÐILEGT NÝÁR! Þökkum viðskiftin á liðna árinu. Kaffibætisverksmiðjan Frcgja. GLEÐILEGT NÝÁRI Þökkum viðskiftin á liðna árinu. Sápuverksmiðjaii Sjöfn. GLEÐILEGT NÝÁRI Þökkum viðskiftin á liðna árinu. Kolasalan s.f. GLEÐILEGT NÝÁRÍ Þökkum viðskiftin á liðna árinu. Snyrtivöru verksmiðjan Pirola. GLEÐILEGT NÝÁR! GLEÐILEGT NÝÁR! i i í $. 2 r Jl ? i < 1 | GLEÐILEGT NÝÁR! I GLEÐILEGT NÝÁR! ' Þökkum viðskiftin á liðna árinu. Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. 1 ; Þökk fvrir viðskiftin j Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. ' > á liðna árinu. Verslunin Vík. BLÓM & ÁVEXTIR. Versl. FELL. ,r J Verslunin Fram. jUj 7 Fatabáðin. "í t SÍÍODOOtÍÍÍSÍOíÍOÖÖOOíítíOOOOíXíOÍ Óska öllum viðskiftavinum mínum GÓÐS OG FARSÆLS ÁRS, og þakka viðskiftin á liðnu ári. Jón Loftsson, byggingarefnaverslun. Vikurfélagið li. f. GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fjTÍr viðskiftin á liðna árinu. Bókaverslun Þór. B. Þorlákssonar. GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Aðalstöðin. Óskum öllum viðskiftavinum okkar 1;' GLEÐILEGS NÝÁRS! og þökkum viðskiftin á liðna árinu. Verksmiðjuútsahm Gefjun — Iðunn. — itiot itiooti; ititiotxiootií iocxiot íooí g GLEÐILEGT NÝÁR! g ■ Farsæll komandi ár. Þökk fyrir við- GLEÐILEGT NÝÁR! X Þökk fyrir viðskiftin | GLEÐILEGT NÝÁR! skifti og annan stuðning á liðna árinu. Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. ® á liðna árinu. Þökk fyrir viðskiftin íl íi á liðna árinu. MÁLARINN. § Bókaverslun Ilf. Ofnasmiðjan. tsafoldarprentsmiðju. g ÍOOtÍOOOOtíOOOOOOOOííOOOöííOííí Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.