Vísir - 10.03.1939, Blaðsíða 5

Vísir - 10.03.1939, Blaðsíða 5
Föstudaginn 10. mars 1939. V I S I R IÞROTTASIÐA VÍSIS Frá Alþingi: Merkilegt ffumvarp til íþpóttalaga. 1 síðastliðnu vori skipaði forsætisráðherra níu manna nefnd, er semdi frumvarp til íþróttalaga og gerði tillögur um, hvernig koma mætti íþróttamálum okkar á fastan grundvöll. Þessir menn voru í nefndinni: Pálmi rektor Hannesson, for- maður, Aðalsteinn Sigmundsson, Erlendur Pétursson, Erling- ur Pálsson, Guðm. Kr. Guðmundsson, Jón Kaldal, Jón Þor- steinsson, Óskar Þórðarson og Steinþór Sigurðsson. . - •, •* ¦a '^t "¦—: f" Nefndin hefir nú samið frv. og er það borið fram af menta- málanefnd. Það er i 31 gr. og 6 köflum. Þykir rétt að skýra lesendum Iþróttasíðunnar frá efni þess að nokkuru. 1. kafli: UM STJÓRN IÞRÓTTAMÁLA. Kenslumálaráðherra hefir umsjón þessara mála, en hon- um til, aðstoðar er iþróttafull- trúi og iþróttanefnd. íþróttafulltrúi á að hafa al- hliða þekkingu á iþróttamálum og auk þess þekkingu á alm. uppeldismálum. Skal fulltrúinn skipaður til 2 ára í senn og vera láunaður af rikissjóði. Hann á að hafa þessi störf á hendi, m- a.: Umsjón með íþróttastarfsemi í skólum, vinna að útbreiðslu og eflingu íþróttanna, veita fé- lögum og einstaklingum leið- beiningu og aðstoð um íþrótta- mál o. þ. h. Iþróttanefnd skal skipað 3 mönnum og tilnefnir stjórn 1. S. I. og stjórn U. M. F- 1. hvor sinn mann. Iþróttanefnd starf ar kauplaust og skulu nefndar- menn búsettir i Reykjavik eða nágrenni. Stjórnar nefndin iþróttasjóði, en hefir annars þessi störf að- allega: Að vinna að eflingu i- þróttamála og koma skipulagi á þau mál o- fl. 2. kafli: UM ÍÞRÓTTASJÓÐ. Um hann segir svo i 5. gr. laganna: „Stofna skal sjóð til eflingar íþróttum i landinu, og nefnist hann iþróttasjóður. Al- þingi veitir sjóðnum árlega fé til ráðstöfunar eða sér honum fyrir öruggum tekjum á annan hátt. Veitir sjóðurinn styrki til hverskonar mannvirkja og tækja, sem miða að bættum skilyrðum til iþróttaiðkana, til íþróttaskóla og námskeiða, út- breiðslu iþrótta o. þ. h. 3. kafli: UM ÍÞRÓTTIR 1 SKÓLUM. Þar segir i 13. grein: „öll börn á landinu skulu læra sund, nema þau séu óhæf til þess, að dómi skólalæknis. Höfuðáherslu skal leggja á að kenna bringu- og baksund og helstu aðferðir við björgunar- sund og endurlífgun úr drukn- unarástandi. Skal hver nem- andi hafa lokið þessu námi fyr- ir 14 ára aldur og hafa leyst af hendi ákveðnar raunir í sundi og björgun, samkvæmt reglu- gerð, sem ráðhera setur". 17. gr-; „I öllum barnaskól- umog öðrum abnennum skól- um skal fara fram kensla í beilsufræði. Leggja skal sér- staka áherslu á heilsuvernd, gildi iþrótta og skaðsemi eitur- nautna". Þar að auki eru i lögunum ýms önnur þarfleg ákvæði og nýmæh, sem ætti að verða í- þróttastarfsemi okkar til efling- ar á komandi árum, ef lög þessi ná fram að ganga. En þá verður líka að vanda val þeirra manna, sem um þessi mál eiga að f jalla og þeim eiga að stjórna. Sé það ekki gert, er það undir hælinn lagt, hvort þau nái tilætluðum árangri. Árni M- Jónsson: Knattspyrnan á Englandi. Áður, en sjálfri kepninni verður lýst, mun verða drepið lauslega á, hvernig „League-an hefir tekið á sig núverandi mynd. Árið 1888 mynduðu tólf þá- verandi bestu og frægustu knattspyrnufélög Englands með sér samband og byrjaði kepni innan sambandsins þá þegar á því ári Mörg félög, sem ekki voru i sambandinu óskuðu ef tir upp- töku i sambandið og 1892 hafði fjórum félögum tekist að fá upptöku og taldi League-an því 16 félög þá. Sama ár voru tólf bestu félögin af hinum mörgu umsækjendum valin og leyfð upptaka i sambandið. Var svo ákveðið að þau 16 félög, er fyr- ir voru skyldu vera i sér flokki eða deild og var sú deild nefnd I. deild, en hin tólf skyldu verá i II. deild. Ekki var það fyr en 1920 að hver deild hafði 22 fé- íög eins og nú er. Þetta sama ár var bætt við HI. deild (suð- ur) með 22 félög, og árið eftir in. deild (norður) með sama félagafjölda. Síðan hefir League-an ekki tekið neinum breytingum og er ósennilegt, að hún geri það á næstunni. Öll knattspyrnufélögin innan sambandsins eru atvinnu- mannafélög og því ekki íþrótta- félög i venjulegum skilningi, heldur eru þetta hlutafélög, sem rekin eru eins og hver önnur fyrirtæki. Kappliðsmenn eru því ekki meðlimir félag- anna heldur öllu fremur starfs- menn. Stjórn hvers félags er kosin af hluthöfum og ræður stjórnin sér forstjóra (man- ager), ritara, skrifstofumenn, þjálfara og annað starfsfólk þar á meðal kappliðsmenn. Hvert félag á sinn eigin leik- vang, sem eru raunar mjög misstórir. Rúma þeir frá 20— 80 þús. áhorfendur. Mörg félögin eru mjög auð- ug og eru það þá helst félögin i I. deild, eins og t. d. Aston Villa, Arsenal, Everton og Wolver- hampton. Tottenham, sem er i II. deild, er þó talið auðugasta knattspyrnufélag Englands. Kappliðsmenn. Eins og áður er sagt, eru kappliðsinenn ekki meðlimir félaganna, heldur samnings- buiidnir starf smenn. Hver kapp- liðsmaður er ráðinn gegn viku- legri peningagreiðslu (6—8 pund, sbr. fyrri greinina). Eftir fimm ára starf fær hver maður launauppbót og er það þá amiaðhvort ákveðin upphæð, t. d. 500 pund eða meira stund- um, eða þá nettó ágóða eins leiks. Flestir kappliðsmenn hafa eigi aðra atvinnu en knatt- spyrnuna, en þeir er einnig stunda aðra atvinnu, verða að fá samþykki félagsins til þess og er það venjulega ekki veitt ef um líkamlegt erfiðisstarf er að ræða. Margir atvinnuknatt- spyrnumenn eru barnakennarar eða kennarar i æðri skólum, aðrir skrifstofumenn, hljóð- færaleikarar eða þá jafnvel læknar. Frægasti knattspyrnu- maður Skotlands, Tommy Walker, stúderar guðfræði, og má af þvi sjá, að knattspyrnu- menn hafa mismunandi áhuga- mál. Meira. Á laugardag f'ara fram þessír leikir: Birmingham Bolton Charlton Chelsea Leeds TJnited Leicester City Liverpool Manchester U. Middlesbro' Preston Stoke City Whampton Brentford Blackpool Grimsby Arsenal Huddersfield Portsmouth Aston Villa Everton Derby County Sunderland I fyrra fóru þessir sömu leik- ir svo: Birmingham—Wolver- hampton 2:0; Bolton—Brent- ford 2:0; Charlton—Blackpool 4:1; Chelsea—Grimsby 1:0; Leeds—Arsenal 0:1; Leicester— Huddersfield 2:1; Liverpool— Portsmouth 3:2; Middlesbro'— Everton 1:2; Preston—Derby C. 4:1 og Stoke—Sunderland 0:0. ~_~ skííaáburíur er kominn á markaðinn. Þeir skiðamenn, sem vilja fylgjast með' tímanum nota eingöngu fyrsta flokks skíðaáburð. Sparið yður erfiði með því að nota hinn rétta MUM-skíða- áburð, sem er orðinn uppáhald allra skiðamanna • MUM-skíðaáburður fæst fyrir allskonar færi. — Hnefaíeikasköii Þorsteins Gíslasonar. Hnefaleikar hafa átt ótrúlega erfitt uppdráttar hér á landi. Er þetta mest að kenna skiln- ingsleysi abnennings fyrir á- gæti þessarar iþróttar. Það er enginn efi á þvi að hnefaleikar, rétt iðkaðir, er góð iþrótt, sem menn ættu að veitft meiri at- hygli framvegis. Einn af þeim mönnum, sem mest og best hefir unnið að því að vinna að útbreiðslu og efl- ingu hnefaleika-iþróttarinnar hér á landi. er án efa Þorsteinn Gislason hnefaleikakennari. Þorsteinn hefir um mörg ár haldið uppi hnefaleikakenslu, hér i bæ, þrátt fyrir slæma að- stöðu, sérstaklega vegna hús- næðisleysis og svo skilnings- leysis fólks. En hann hefir samt ekki gefist upp og nú virtist hann loks vera að nálgast tak- mark sitt, almenningur er far- inn að meta þessa iþrótt og að- sókn áð skóla Þorsteins eykst nú óðum, enda hefir hann nú fengið ágætis húsnæði fyrir skólann, er það i Iþróttaskóla Garðars, Laugavegi 1. Þar hefir hann öll áhöld og vistlegt hús- næði. J. Mikið íþróttalíf í Danmörku. Samkvæmt nýjum íþrótta- skýrslum frá Danmörku iðka 77000 menn knattspyrnu þar i landi, hafa þeir 1300 knatt- spyrnuvöllum yfic að ráða- Handknattleik iðka 28000 manns, sem hafa 85 innanhús- velli og 785 grasvelli til afnota. 11500 iðka ténnis, þar af 3600 konur, i 20 tennis- og iþrótta- höllum með 26 völlum og 852 völlum utan húss. Fimleika iðka 127000 manns og nota til þess 1600 fimleika- og íþróttasali. 12800 iðka frjáls- ar iþróttir og hafa þeir yfir 121 leikvangi að ráða. 1 100 tíma á sundi. Argentínumaður einn, Candi- otti að nafni, hefir nýlega sett ný met i þolsundi með þvi að synda samfleitt i 100 tima og 33 mín. K. R. íjöputiu. ápa. Knattspymufélag Rvíkurheldur um þessar mundir hátíðlegt 40 ára afmæli sitt — með kappmótum, íþróttasýningum o. þ- h. Hét félagið í fyrstu „Fótboltafélag Reykjavíkur" og voru stofnendurnir ungir menn, sem komu saman í búð Gunnars Þorbjörnssonar í Aðalstræti (nú versl. Manchester) og ákváðu að^ kaupa knött. Lagði hver maður fram 25 aura, en það nægði ekki fyrir fullu andvirði knattarins. Hann fékst þó — með af- borgun. Úr þessu „25-aura-féIagi" er nú orðið voldugasta íþróttafélag landsins, bæði að félagafjölda, unnum afrekum og starfs- sviði. Þess er þvi eng- inn kostur að gera þvi þau skil i stuttri blaðagrein, sem það ætti skilið fyrir það starf, sem það hefir unnið i þágu íþrótta- lifs okkar og líkamsmentar landsmanna-í heild. En þess skal getið, sem gert er, og fyrst minst þeirra manna, sem áttu upptökin að félags- stofnuninni og hófu það. þjoð* þrifastarf, sem félagið hefir siðan unnið. Stofnendur og félagsmenn fyrstU árin voru þessir: Pétur og Þorsteinn Jónssynir, Jóhann Antonsson, Þorkeil GuÓmunds- son, Kjartan og Geir. Konráðs- synir, Björn Pálsson (Kalmán), Davíð Ólafsson, Bjarni íváírs- son, Guðm. Guðmundsson, Há- bæ, Guðm. Þorláksson, Guðm. Þórðarson, Hól, Jón Björnsson, Bjarni og Kristinn Péturssynir, sqöqqoqqooqqqoöoqqoqqqöoqqqoqqqqoqqqqqqoqqqöqoqqqqöqöoí Skída, PEYSUR, BUXUR, SKÓR, VETTLINGAR, jafnan fyrirliggjandi. VERKSMIÐJUÚTSALAN, Gefjun - Iðunn Aðalstræti. SUQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQfiQQQQQQOQQQQQQQQCiQQQQQQOOQQQQOO* Sig. Guðjónsson, Brunnhúsum, Guðm. Stefánsson, glímumaður og Kristinn Jóhannsson, Laug- arnesi. Síðar bættust við smám saman þeir Jón og Pétur Háll- dórssynir, Richard Thors, Skúli Jónsson, Símon Þórðárson, Jón Þorsteinsson, Árni og Lúðvig Einarssynir og Ben. G. Wáage. Fyrstu árin æfðu þessir menn knattspyrnuna aðallega sér til skemtuhar og þá hefir víst ekki grunað, að þessi skemtun þeirra og leikur veeri grund- völlurinn, sem K.R. reisti hið sigursæla merki sitt ^, Þó kom fyrir að háðir voru kappleikir, en venjulega voru þeir þannig, að piltarnir skiftu með sér liði. T- d. var einn þvi- líkur kappleikur háður árið 1900 og voru þeir bræður Pétur og Þorsteinn Jónssynir fyrirbð- ar. Fóru svo leikar, að Péturs- lið bar hærra hlut og hlaut að vérðlaunum 25 kr. i peningum, einn minnispening og heiðurs- skjal, sem Ben. Gröndal hafði Þorsteinn Jónsson (1899—1910). Ben. G. Waage (1911—'12). Árni Einarsson (1913—'19). Gunnar Schram (1920—'22). Kristján L. Gestsson (1923—'31). GuSmundur Ólafsson (1933—'35). Erlendur Ó. Pétursson 1932—-'33 og 1936—'39. 15 heimsmet af 16. - Fyrir stuttu síðan setti Ragnhild Hveger, hin heims- fræga danska sundmær, nýtt heimsmet í 100 yards sundi, frjáls aðferð, og er tími henn- ar 59-7 sek., og er það y10 úr sek. betri tími en gamla met- ið, sem hollenska sundmærin Willy den Ouden átti. Þar með hefir Ragnhild Hveger eignast 15 heimsmet af 16 í sundi, frjáls aðferð; að eins 100 metrarnir eftir og er það spá manna, að hún eigi eftir að ná þeim einnig. Heimsmet Ragnhild Hveg- ers, frjáls aðferð, -eru þessi: 100 yards .... 59.7 sek. 200 metrar____ 2.21-7 mín. 220 yards .... 2.25.9 — 300 _ . . .. 3.25-6 300 metrar . .. 3.46.9 — 400 — .. 5-06.1 —— 440 yards .. .. 5.12.8 — 500 metrar . .. 5.57.9 — 800 — .. 11.11.7 — 880 yards .. .. 11.16-1 — 1000 —. .. .. 12.36.0 — 1000 metrar .. 14.12.3 — 1500 ,— .. 21.457 — 1 míla . . . 23,11.5 — Geri aðrir betur! Eina metið, sem eftir er, á Willy den Ouden, eru það 100 m. og er 1.04-6 mír i. íþróttafréttir eru einnig á 8. siðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.