Vísir - 22.04.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 22.04.1939, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAD Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstrœti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 (kl. 9—12 5377) Verð kr. 2-.50 á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Þjöðin og þjöð- stjörnin. CLOKKUR Héðins Valdimars- * sonar hefir borið fram vantrauststillögu á hina nýju ríkisstjórn. Við atkvæðagreiðslu um þá tillögu mun það koma í ljós að stjómin hefir sterkari þingræðislega aðstöðu en nokk- ur önnur stjórn, sem setið hefir hér á landi. Ef litið er á þetta eitt, mætti svo virðast, sem öll íslenska þjóðin hefði nú bund- ist órjúfanlegum og varanleg- um samtökum um úrlausn allra aðsteðjandi vandamála. Góð- viljaðir menn óska þess af al- hug að svo geti orðið. En hins er ekki að dyljast, að margt þarf að breytast frá þvi sem verið hefir, ef Iiin glæsta hug- sjón þjóðlegrar einingar á að verða að öruggum veruleika. Það er ekki við því að búast, að þeir, sem hér hafa farið með völd nálega óslitið um fullan tug ára, séu fúsir til að lýsa þvi yfir alveg afdráttarlaust, að hér þurfi gagngerðrar stefnubreyt- ingar til þess að rétta við. Slíkr- ar yfirlýsingar verður ekki krafist. Viðurkenningin verður að koma fram á annan hátt: í athöfnum þeirrar stjórnar, sem nú er sest að völdum. Þjóð- stjórnin kafnar undir nafni, ef borgararnir sannfærast ekki um það eftir því sem timar líða, að stjómað sé með alþjóðarhag fyrir augum, en ekki einstakra flokka eða fyrirtækja. Stjórnin verður þvi að sætta sig við, að liaft sé vakandi auga á gerðurn liennar, einnig af þeim, sem styðja hana. Ef það aðhald nær ekki tilgangi sínum, verða af- Ieiðingarnar þær, að samstarf- inu verður slitið. Þeir flokkar, sem farið hafa með völdin, mega ekki ætla að Sjálfstæðis- menn hafi gengið til samstarfs við þá til þess að gerast meðá- byrgir um þær misfellur, sem orðið hafa. Þátttaka sjáfstæðis- manna tálcnar þvert á móti, að spornað sé við því, að slíkar misfellur endurtakist. Enginn er bættari með því, að endalaust sé sakast um orð- inn hlut. Það er ekki sama og að Iáta sakir niður falla. Niður- felling saka kemur því aðeins lil mála, að til liennar sé unnið. Þeir, sem sökina eiga, þurfa að hæta ráð sitt. En óvíst er livort heppilegasta leiðin til þess að svo megi verða, sé sú, að halda uppi látlausum ýfingumumþað, sem orðið er. Það er allri þjóð- inni nauðsyn, að góð samvinna geti tekist í ríkisstjórninni. Slíkri samvinnu verður ekki hetur borgið, þótt skarað sé í gamlar glæður, oftar en brýn nauðsyn krefst. Stjórnin á að óreyndu heirnt- ing á vinnufriði. En sá vinnu- friður verður ekki trygður með öðru en þvi, að landsfólkið sannfærist um að unnið sé til bóta. í undirbúningnum að stjórnarmynduninni liefir mjög verið tíðrætt um verndun lýð- ræðisins. Flokkarnir, sem stóðu að fyrverandi stjórn höfðu að haki sér mikinn minnihluta kjósenda landsins. Með tilkomu sjólfstæðismanna bætist stjórn- inni miklu stærri kjósendahóp- ur en fyrir var. Sá liópur sættir sig ekki við, að gengið sé fram hjá kröfum lians. Þess vegna verður alt lýðræðistalið alger- lega marklaust, ef kröfum sjálf- stæðismanna er ekki tekið af fullri sanngirni. Sjálfstæðis- flokkurinn á því láni að fagna, að af hans liálfu hafa valist í stjórnina menn, sem treyst- andi er til að lialda á kröfum hans með festu, sanngirni og drengskap. Þjóðstjórnin getur unað því vel, að nú sem stendur lýsa ekki aðrir vantrausti á henni en sundrungarmennirnir í þjóðfé- laginu. En hún verður að muna það, að því aðeins verður liún til langframa þjóðstjórn meira en í orði, að almenningur á ís- landi sannfærist um, að hag hans sé borgið í liennar liönd- um svo sem auðið er. Það er einlæg ósk allra hugsandi manna og réttsýnna, að svo verði. a Leit að fiskimiðom. Tryggvi gamli leitar fyrir Vest- urlandi og Þórólfur fyrir sunn- an, austan — og- ef til vill fyrir norðan land. Að tilhlutan ríkisstjórnarinn- ar hefir Fiskimálanefnd leigt tvo togara til þess að leita að fiskimiðum fyrir Vestfjörðum og Austurlandi. Orsök þessarar ráðstöfunar er sú, að togararn- ir hafa aflað mjög illa á ver- tíðinni, og því brýn nauðsyn að gerð sé gangskör að því að leita miða, en nokkurar likur eru til, að fiskur kunni að vera á öðr- um slóðum en þeim, sem tog- arar hafa haldið sig að undan- förnu. Togarinn Tryggvi gamli leit- ar fyrir Vesturlandi og var hann kominn vestur á Hala um há- degisbil í gær og fékk í fyrstu tilraun þi'ískiftan poka af frem- ur smáum þorski, en síðar þrí- skift og var þá þriðjungur afl- ans karfi. Skipið hafði þá aðeins leitað fyrir sér á litlu svæði. Kl. 8 í morgun sendi Tryggvi gamli skeyti um það, að frá því kl. 8 í gærkveldi liefði alls feng- ist 5 pokar af smáþorski úr karfanum. Meiri hluti aflans hefir því verið karfi og fiskileit- in í nótt gefur öllu minni vonir en árangurinn i gær. í gærkvöldi lagði togarinn Þórólfur af stað i leiðangur austur fyrir land. Leitar hann austur með söndunum og á djúpmiðum fyrir Austurlandi og er það svo undir árangrinum af leitinni þar komið, hvort hann heldur áfram norður með landinu og leitar fyrir Norður- landi. — Helgidagslæknir á morgun: Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, simi 2234. Herskylda i Bretlandi sem mótvörn gegn stórhættulegum undirródri nazista i Frakklandi. Fallnaðar ákvðrðnn á stjúrn- aríöBdi á mánndag. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Frakkar hafa um langa hríð verið þess eindregið fylgjandi, að Bretar lögleiddu hjá sér herskyldu, og tel- ur franska hermálastjórnin, að ekkert mundi hafa meiri áhrif til þess að let ja Þjóðverja til frekari ágengni en lögleiðing herskyldu í Bretlandi. Til þessa liafa Bret- ar þó ekki viljað fallast á þessar tillögur Frakka, en vegna þess hversu ískyggilega hefir horft um langa stund, hefir lieimaherinn verið aukinn. En nú horfir svo við, að Jíkur eru til, að Bretar taki ákvarðanir við- víkjandi Jierskyldu þegar á mánudag, þar sem Frakkar hafa m jög eindregið endurnýjað tilmæli sín í þessa átt. Það er stjórnmálaritari Daily Telegraph, sem skýrir frá því í blaði sínu í dag, að breska ríkisstjórnin muni taka til íhugunar á fundi sinum næstkomandi mánudag endurnýjuð, eindregin tilmæli frönsku stjórnarinnar um lögðleiðingu herskyldu íBret- landi. Daily Telegraph býst þó ekki við, að ákveðin verði eins víðtæk herskylda og í heimsstyrjöldinni þegar í stað, lieldur verði hemii komið á stig af stigi. Það, sem leitt hefir til þess, að breslca stjórnin mun nú að lokum taka álcvarðanir um herskyldu er það, sem hér greinir: /. Franska stjórnin hefir sím- að breska utanríkismála- ráðuneytinu og eindregið hvatt til þess, að herskylda verði lögleidd sem gagn- ráðstöfun gegn hinni stór- hættulegu undirróðurs- starfsemi, sem Þjóðverjar reka nú í Frakklandi. En nazistar hafa komið þar á skip u lagðri und i rráð urs- starfsemi, sem öll gengur út á það, að gera frönsku þjóðina tortryggna i garð Breta. — Franska stjórnin segir, að reynt sé að telja þjóðinni trú um, að Bretar sé ekki einlægir vinir Frakka og muni bregðast þeim. Þannig sé reynt að grafa undan bresk-franskri vináttu og samvinnu og verði að sannfæra frönsku þjóðina um einingu Breta og Frakka með því, að Brelar lögleiði hjá sér her- skyldu og þar með sanni, að þeir vilji koma Frökk- um til hjátpar með öllum þeim meðulum, sem þeir hafa yfir að ráða. 2. Hermálasérfræðingar Breta eru komnir á þái skoðun, að óráðlegt sé að reiða sig á, að heimaherinn breski hafi nægum mannafla á að skipa til þess að hafa ávalt nægilegt lið til taks til þess að starfa við loftvarnabyss- ur og á öðrum varnarstöðv- um. Það muni reynast of tafsamt að kalla menn til slcyldustarfa slíkra frá heimilum sínum, þegar liættan vofir yfir og þurfi að hafa nægt æft lið við hendina hverja stund. Auk þessa — ef til styrjaldar kemur — yrði að senda mikið af liinu æfða liði til Frakklarids þegar í stað, og yrði þá skortur æfðs liðs heima fyrir. Enn frenmr er í ráði að efla strandvirkin og þarf stöðugt að hafa æft lið á verði þar. Það er ekki búist við, að á- kvarðanir stjórnarinnar um herskyldu sæti neinni mót- spyrnu i þinginu eða meðal þjóðarinnar. UNITED PRESS. DULARFULLU KAFBÁT- ARNIR FISKISKIP? Einkaskeyti til Yísis. London í rnorgun. Fregnir frá Ottawa herma, að menn hallist nú helst að því, að skip það fyrir utan höfnina í Halifax, er menn ætluðu vera kafbát, sé fiski- skip. — Landvarnarráðherr- ann kanadiski hefir tilkynt, að fiskiskipstjóri hafi tilkynt honum, að hann hafi verið með skíp sitt þar sem kafbát- nrinn átti að hafa sést og á nákvæmlega sama tíma. Herskipaeftirlitinu við strendur Kanada hefir ekki verið aflétt, þrátt fyrir þetta. United Press. SKIPSBRUNINN MIKLI í LE HAVRE. London, í morgun. Sérstök rannsóknarnefnd hefir verið skipuð til þess að rannsaka eldsupptökin í línu- skipinu Paris. Eiga í nefnd þess- ari sæti margir háttsettir em- bættismenn, herforingjar og sérf ræðingar. Yf irheyrslur nefndarinnar eru byrjaðar. — Listaverk þau, sem senda átti á Heimssýninguna, voru flest send á skipinu Champlain, en gömul liúsgögn að verðmæti 7 milj. franka áttu að fara í e.s. „Paris“. United Press. KÍNVERSKI SENDIHERRANN í LONDON UM STYRJÖLDINA í KÍNA. London, í morgun. Kínverski sendiherrann í London flutti erindi í Manchest- er í gær og gerði að umtalsefni styrjöldina milli Japana og Kin- verja. Talaði sendiherrann ein- dregið máli þjóðar sinnar. Kín- verjar, sagði séndiherrann, munu ekki gefast upp. United Press. Knattspyrnufél. Fram. Æfing í kvöld hjá III. fl. kl. 7 —8 0g II. fl. kl. 8—g. í fyrra- málið kl. 10—11 hjá III. fl. og Meistarafl. Friðríkí ríklserflngja og Ingiriði krfinprinsessn tekið með kostnm og kjnjnm í Bandarlkjonom Friðrik ríkiserfingi og Ingi- ríður krónprinsessa eru nú á ferðalagi um Bandaríkin, í til- efni af Heimssýningunni, og koma þau til allra helstu Dana- hygða í Vestur-álfu. — Hefir þeim hvarvetna verið tekið með miklum fögnuði, ekki að eins af Dönum búsettum vestra og Bandaríkjafólki af dönskum ættum, heldur og af amerísku þjóðinni yfirleitt. Þau fóru sem kunnugt er fyrst til London, en þaðan á skipinu Canada um Panamaskurðinn, og var fyrsti viðkomustaður þeirra í Banda- ríkjunum Los Angeles í Kali- forniu. Fréttaritari Berlingske Tidende, Jörgen Bast, sem fór vestur um Iiaf til þess að skrifa um ferðalag þeirra og Heims- sýninguna segir: „Þau komu. sáu og sigruðu“ — með þeim orðum get -eg hest lýst komu krónprinshjónanna til Banda- ríkjanna í dag“. — Var þeim tekið af mikilli viðhöfn, sérstök nefnd tók á móti þeim, og hafði orð, fyrir henni Mr. Stanley Woodward, sem kom gagngert frá Washington, til þess að hjóða þau velkomin fyrir hönd Cordell’s Hull utanríkismála- ráðherra. Fyrir hönd Kaliforniu bauð þau velkomin sonur ríkis- stjórans Mr. R. C. Olson, en rík- isstjórinn (sá hinn sami, sem náðaði Tom Mooney) er af dönskúm ættum. — Þarna voru öll dönsku félögin í Los Angeles og Kaliforniu viðstödd með hlalctandi fána og gamlir Danir, sem viðstaddir voru, voru svo Somartimi Klukkflnni fljtt. Mikilvægi reynslunnar i suraar. Tillaga til þingsályktunar um að flýta klukkunni sumartím- ann var tekin fyrir í Samein- uðu þingi í gær. Samkvæmt þingsályktuninni er gert i’áð fyrir að klukkunni verði flýtt á timabilinu frá öðrum sunnudegi í apríl lil fyrsta sunnudags í október. Tillagan var samþykt með 23 atkvæðum gegn 10. Voru 10 þingmenn fjarverandi, en sex sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Nokkurar umræður urðu um málið og var það einkum Skúli Guðmundsson fyrverandi at- vinnumálaráðherra, sem talaði móti tillögunni. Vék hann í máli klökkir, að þeir gátu ekki sung- ið með, er „Der er et yndigt. Land“ var leikið og sungið. Og meðal móttakendanna var kvik- myndaleikarinn Jean Hersholt (sem er Dani) með myndavél- ina sína en hann er áhugasamur „amateur“-ljósmyndari. Ame- rísku blöðin hrósa krónprins- hjónunum mikið, Friðrik segja þau karlmannlegan og krón- prinsessuna gullfallega og mjög verður þeim tíðrætt um alþýðu- lega og alúðlega framkomu þeirra. , síuu að athugasemdum, sem fram hefði komið frá forstjóra Veðurstofunnar, sem taldi breytingarnar mundu valda stofnun sinni óþægindum vegna veðurskeytasendinganna, en þær yrði að vera á sama tíma og áður. Meðhaldsmenn tillög- unnar vildu ekki fallast á, að réttmætt væri að láta málið stranda á þessu, og bentu á um- mæli póst og símamálastjóra, sem áður hefir verið getið, en hann komst að þeirri niður- stöðu, að hreytingin þyrfti ekki að valda truflunum fyrir sínar stofnanir, en þær hafa þó náin tengsl við samskonar stofnanir í öðrum löndum. Nokkur fleiri atriði har á góma, svo sem fiskþurkun og eftirvinnu o. fl. Þykir ekki á- stæða til þess að rekja það frek- ara. Væntanlega verður klukkunni flýtt hið fyrsta þar sem tillagan hefir náð samþykt. Allar deilur um málið eru nú óþarfar. Það er vel, að þessi tilraun er gerð. Reynslan í sumar mun skera úr um hVort heppilegt sé að hafa sumartíma framvegis. VERÐLAG Á KARTÖFLUM HÉR OG ERLENDIS. Fimtíu kiloa pokinn af kar. töflum kostar nú í verslunum hér í Reykjavík frá kr. 15.50 —20,00. I lok síðasta máyaðar kost- uðu 100 kg. — ekki 50 kg. — pokar í Danmörku frá kr. 6.50—10.00. Þetta er ekki svo lítill verðmunur og þótt verð- ið á kartöflunum í Kaup- mannahöfn sé frá 29. mars, þá hefir það vart hækkað leitt að ráði síðan. En á Jótlandi geta menn keypt 100 kg. poka beint frá framleiðendum fyrir kr. 3.75 —5.00.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.