Vísir - 23.05.1939, Page 2

Vísir - 23.05.1939, Page 2
VISIR VfSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 (kl. 9—12 5377) Ver9 kr. 2J>0 á mánuði. Lausasala 10 aurar. Fólagsprentsmiðjan h/f. Verkefni handa unga fólkinu. DINN af áhugasömustu skóla- ^ mönnum landsins, Vil- hjálmur Þ. Gíslason, talaði í gærkveidi í útvarpið „um dag- inn pg Yúginn“. í eriiidi sfnu drap hann meðal annars á mál, sem foreldrum og öðrum for- ráðamönnum unglinga er ofar- lega í huga, ekki síst um þessar mundir. Nú sténdur svo á, að skólarnir eru ýmist að hætta eða hættir. Hvað tekur þá við öllum þeim hundruðum ung- linga, sem i þá hafa gengið? Hvernig á allur þessi hópur að fá atvinnu yfir sumartímann? Þessar spurningar eru mönn- um áhyggjúefni. Og það er ekki einungis fjárhagshiið málþins, sem; áhyggjunum veldur. Vand- inn er fyrst og fremst sá, að út- vega unglingunum verkefni, sem getur þroskað þá og búið undir lífið, á sama hátt og sjálf skólagangan. Og þess er þá einn- ig að minnast, að fjöldi ung- linga er svo settur, að hann á þess ekki kost að stunda skóla- nám að vetrinum og hefir þá ekkert fast verkefni við að fást. Þessir unglingar eru miklu ver settir en námsfólkiðv 1 fyrra sumar var hér á ferð- inni enskur maður. Hann rek- ur smáverslun i borg sinni og er nokkuð efnum búinn. Þessi maður sagði: Eg á þrjá syni, sem nú eru að komast upp. Að- eins einn þéirra getur skapað sér lifsframfæri yið verslun mírla. Eg sé ekki fram á að eg geti fengið neitt viðunandi starf lieima fyrir handa hinum tveimur. Þess vegna ætla eg að láta þá fá það fé, sém eg get látið af hendi rakna til þess að þeir geti hafist handa einhvers- staðar í nýlendum vorum. í Bretlandi er orðið svo á- skipað, að lítil verkefni eru lianda unga fólkinu heima fyr- ir. En Bretar eru svo settir að þeir eiga lítt numin lönd út um allan heim og þangað fara ár- lega hópjar æskumanna til að hrjóta sér braut. Við íslendingar eigum engar nýlendur. En við eigum lítt numið land. Þessvegna ættum við ekki að þurfa að hafa sams- konar áhyggjur af framtíð harna okkar, sem þær þjóðir, er búa við slikt þröngbýli, að allstaðar er maður fyrtir, þar sem borið er niður. Ef rétt er að farið, þarf ekki að skorta verkefni í landi voru, heldur hendur til að leysa verkefnin. Við höfum ekki haft nægilega opin augun fyrir því að hér hagar alt öðruvisi til en í flest- um löndum Norðurálfunnar. Þeirra mesta mein er það, að fólksfjöldinn er meiri en landið ber. Okkar mein er fólksfæðin. Atvinnuleysið liér á landi staf- ar ekki síst af því, að við höf- um verið altof ginkeyptir fyrir skipulagi, sem niiðast við það að enginn geti troðið öðrum um tær. En ekki liitt að ýta sem mest undir framtakið. — Við höfum lagt höft á fram- takið í stað þess að örfa það. Hér er svo mikið landrými og sjórými, að við þurfum ekki að óttast að neinum sé troðið um tær, þótt hafist sé handa. Það er rétt að sá sem ekki vill vinna á ekki heldur mat að fá. En sá sem vill vinna á að fá mat. Hér höfum við horft upp á það árum saman, að vinnufúsir menn hafa verið dæmdir til iðjuleysis. En mað- ur, sem vill vinna og fær það ekki, telur til sakar á hendur þjóðfélaginu. Á þennan hátt hafa skilyrðin orðið til viðgangs j>eim öfgastefnum, sem þjóðfé- laginu stafar liætta af. íslensk alþýða biður ekki um „leiki og brauð“, hún biður um „vinnu og brauð“. Sú krafa er réttmæt í fylsta máta. Hlutverk þeirrar stjórnar, sem nú situr, er að leysa at- vinnulífið úr læðingi. Það verð- ur ekki gert í einu vetfangi. En þó er þegar tekið að birta nokk- uð yfir. Ef það þíutverk verð- ur leyst, er þar með unnin bug- ur á einhverri ömurlegustu meinsemd íslensks þjóðlifs, at- vinnuleysinu. Við íslendingar eigum engar ónumdar nýlend- ur lianda æskumönnum okkar. Við þurfum heldur ekkert á þeim að halda, af því að land- námið blasir við lieima fyrir, þegar horft er opnum augum. Tveir Hafnfirð- ingar hætt komn- ir á sjó. Á níunda tímanum í gær voru tveir menn úr Hafnarfirði, þeir Kristens Sigurðsson og Þórar- inn Steindórsson, hætt komnir á sjó. Þessir menn eru skipverj- ar á vélbátnum Síldinni frá Hafnarfirði. Skeði þetta með eftirfarandi hætti. Um kl. 73/2 í gærkvöldi lögðu þeir Kristens og Þórarinn af stað á litlum trillubát með nóta- báta af Sildinni í eftirdragi og var förinni heitið að óttarsstöð. um í Hraunum, sem eru skamt fyrir sunnan Straum. Átti að gera við nótabátana á Óttars- stöðum. Þegar þeir voru komnir skamt út á fjörðinn, hvesti skyndilega af suðri, svo að þeir sáu fram á að þeir myndi ekki komast á áfangastað, þvi að bát- ana tók að reka fyrir vindi og sjó og gekk svo um stund. Þegar menn í landi sáu hvað verða vildi, brugðu þeir við og mönnuðu stóran trillubát til að fara þeim Kristens og Þórai’ni til hjálpar. Eigandi þessa trillu- báts er Gísli Gunnarsson, kaup- maður. Dró sá bátur nótabát- ana með aðstoð litla trillubáts- ins og komust þeir heilu og höldnu til Óttarsstaða. Þar sem Hafnfirðingar voru orðnir hræddir um afdrif bát- anna, var hafnarbáturinn feng- inn til að fara þeim til hjálp- ar, en er hann kom á vettvang voru þeir úr allri hættu og leið vel. Skipafregnir. Gullfoss kom frá útlöndum rétt eftir kl. i í dag. Goðafoss er á leið til Hull frá Hamborg. Brúarfoss er á leið til Kaupmannahafnar frá Leith. Dettifoss er á AkureyrÍ. Lag- arfoss kemur til Leith í dag. Sel- foss er á leið til Rotterdam. Bro, aukaskip Eimskipafélagsins, er í Reykjavík. ein miljón manna verður ávalt reiðubúin til herþjónustu. EINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgun. Það hefir verið opinberlega tilkynt i Madrid, að sjálfboðaliðasveitir Itala og Þjóðverja fari nú að halda heim og er svo ráð fyrir gert, að öllum heimflutningum verði lokið 1 þessum mánuði. Þessi fregn er einnig birt í Rómaborg og er því gert ráð fyrir, að ekki verði framar nein bið á þessu máli. Hinir spænsku hershöfðingjar Francos lialda yfir- mönnum ítala og Þjóðverja miklar veislur þessa dag- ana og þakka þeim samstarfið. Hefir sambúð þeirra aldrei verið betri en nú, er sjálfboðaliðamir snúa heim- leiðis, því að Spánverjum hefir altaf gramist við Franco fyrir það, hversu hann dró taum útlending- anna. Er ekki laust við að Spánverjar sé fegnir að iosna við ítalina og Þ jóðverjana, enda þóttþeirhafiver- ið samherjar að undanfömu. Jafnframt því sem ítalir og Þjóðverjar hverfa á brott, er Franco að koma nýju skipulagi —. friðarskipulagi — á her sinn. Hefir United Press fregnað frá heimildum, sem jafnan hafa reynst haldgóðar, að friðartímaherinn verði 300 þús. manna. Er nú unnið. að því að leysa upp þær herdeildir, sem þá verða um fram. Þær samanstanda aðallega af mönnum úr þeim héruðum, sem verst hafa. orðið úti af völdum stríðsins, og þurfa því mest á vinnuafli að halda. Jafnframt eru Márar og útlendingahersveitir sendar aftur til Marokko. Auk þess hefir íþróttasambandi falangistafélagsskaparins verið fyrirskipað að hafa æfingar með a. m. k. einni miijón manna, sem bæta má í fasta herinn hvenær sem þörf krefur. Eftir því ætti þá Spánn að geta haft 1.3 milj. manna undir vopnum, jafnskjótt og stjórninni þar þykir þess þurfa. United Press. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Undirskrift þýsk-ítalska bandalagsins fór fram í gær í ut- anríkismálaráðuneytinu þýska með mikilli viðhöfn. Utanríkis- málaráðherrarnir, von Ribbentrop og Ciano greifi skrifuðu undir sáttmálann, í viðurvist Hitlers. Þýsk og ítölsk blöð skrifa afar mikið um þennan mikla atburð og segja. að með honum sé staðfest samvinna, pólitísk og hemaðarleg, 150 miljóna manna. — Sáttmálinn er stuttur og er höfuðefni hans að skipuð verð- ur fastánefnd undir stjórn og eftifliti utanríkismálaráðherr- ann^ ög er það hlutverk nefnd- arinnar að vera á verði um Íiágsmuni Þýskalantís og ítalíu og ef hagsmunir ríkjanna eru í hættu ráðfæra ríkisstjórnirnar sig þegar í stað hver við aðra. Ef árás er gerð á annað rílcið skal hitt koma því til lijálpar með öllum þeim meðulum, sem það hefir yfir að ráða, pólitísk- um og liernaðarlegum, í styrj- öld, en hvorugt ríkið má semja vopnahlé eða frið, án þess að ráðgast við hitt. Pólitísk og hernaðarleg samvinna verður aukin eins og hægt er. Lýst er yfir vináttu við ríkin, sem gerst hafa aðilar að and-kommúnist- iska sáttmálanmn, þ. e. Japan Mansj úókóríkinu, Ungverjalandi og Þýskalandi. Sáttmálinn gildir í tíu ár. Utanríkisráðherrar Þýska- lands og Ítalíu létu í ljós í út- varpsræðum eftir að undir- skriftin fór fram, að með þess- ari sáttmálagerð væri, eins og von Ribbentrop orðaði það, skjallega sönnuð pólitísk og hernað'arleg samvinna, sem raunverulega hefði verið orðin að veruleika áður, en Ciano gerði m. a. orð Mussolini að sínum, að ekkert vandamál álf- unnar -væri þess eðlis, að ekki væri hægt að Ieysa það friðsam- lega. United Press. J Breskur hermaður forðav út- vaicpsstöö frá eydileggingu, I. R. A. enn að verki. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London, í morgun. I. R. A. — írski lýðveldisherinn — lætur altaf á sér bæra við og við, en vegna þess, hversu strangar gætur eru hafðar á öll- um mikilvægum stöðum, tekst nú oftar en áður áð koma í veg fyrir hermdarverk af hans völdum. Þó ber mest á þessari starfsemi I. R. A. í Liverpool og nágrenni, en þaðan eru mest- ar samgöngur við Eire. I morgun var þannig komið í veg fyrir að eyðilögð yrði út- varpsstöð hjá hermannaskálum Seaforth hálendinga herdeild- arinnar /Seaforth Highlanders) í Liverpool. Fanst þar vítisvél með 20 „patrónum“ af gelignite-sprengiefni. Hermaðurinn, sem fann sprengiefnið sýndi mikið snarræði og hugrekki, því að enda þótt hann ætti það á hættu, að vítisvélin spríngi í höndunum á honum og yrði honum að bana, eða limlesti hann, þá tók hann hana upp, bar hana alllangan spöl og lét hana í fötu, sem var full af vatni. Var hún þannig orðin hættulaus. Útvarpsstöð, sú, sem hér átti að sprengja í loft upp, er mjög mikilvæg fyrir siglingar á Merseyskipaskurðinum. Hefðu orðið hinar mestu tafir á siglingum um skurðinn, ef tekist hefði að eyðileggja stöðina. United Press. KANADAFÖRIN: AtvinDnlans upp- pjafa bermaðnr bandtekinn. Einkaskeyti tii Yísis. London í morgun. Frá Toronto er símað, að þar bafi í gærkveldi verið liandtekinn atvmnutaus upp. gjafaliermaður, Ricliard Healey, er liann reyndi að fleygja bréfi inn í vagn kon- ungslijónanna. Þau hjónin voru þá á leið frá Woodbrue. kappreiðabrautinni. Við rannsókn á bréfinu kom í ljós að það var til Healey’s sjálfs. Hafði liann fengið það fyrir tveim árum frá bréfritara konungs. Hafði Healey skrifað konungi þá, kvartað við liann yfir slæmri meðferð á sér og beðið kon- ung lásjár. Healey hefir auðsjáanlega ekki verið ánægður með svarið, því að með þessu ætl. aði hann — sagði hann við yfirheyrslu — að sýna kon- ungi að hann væri óánægður með þessi málalok. United Press. Árekstnr á landa- mærnm Páilands. Oslo 22. maí. FB. Atburður, sem menn óttast að hafi alvarlegar afleiðingar hefir gerst við þorpið Kalthof á landamærum friríkisins og Danzig, þar sem bílstjóri nokk- ur skaut til bana Danzigbúa að nafni Gruber. Forseti senatsins í Danzig hefir sent pólsku stjórninni harðorð mótmæli, en pólska stjórnin hefir einnig sent senatinu livassorða ox-ð- sendingu. Menn bíða áhyggju- fullir vitneskju um hvað Þjóð- verjar muni gera í málinu. —- Atburður þessi minnir óhugn- antega mikið á atburði þá, sem gerðust áður en Þjóðverjar sendu ber inn í Tékkóslóvakíu. — NRP. Leiðangursmanni bjargað. Aftenposten birtir fregn um það að ftugvélinni frá lijálpar- leiðangursskipinu Veslikari hafi tekist að bjarga franska greif- anum Michael. — Veslikari gæti verið komin aftur til Noregs með sjúklinginn eftir fimm daga. — NRP. AMERÍSKIR SJÓLIÐAR skipa heiðursvörð við komu Friðriks ríkiserfingja á Heimssýninguna í New York.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.